Morgunblaðið - 06.03.1985, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1985
39
Minning:
Sigríður Sigtryggs■
dóttir frá Flatey
Fædd 9. janúar 1894
Dáin 28. febrúar 1985
í dag er okkar ástkæra amma
borin til grafar. Hún andaðist að
Sunnuhlíð í Kópavogi eftir stutta
Iegu. Með henni fer kona sem átti
langan æviferil að baki, hún and-
aðist á 92. aldursári.
Sigríður Sigtryggsdóttir fædd-
ist 9. janúar 1894 á Neðribæ í
Flatey á Skjálfanda. Foreldrar
hennar voru Sigtryggur Sigurðs-
son útvegsbóndi og Ingibjörg Sig-
urðardóttir. Amma var eitt af 11
systkinum. Eftirlifandi af þeim
stóra hóp eru Emilla, Petrína og
María.
Amma gekk að eiga Kristján
Rafnsson frá Bárðardal árið 1917.
Þau fluttu síðan að Víðivöllum í
Fnjóskadal og voru í húsmennsku
þar um fjögurra ára skeið. Því
næst fluttu þau að Vík á Flateyj-
ardal, en tveimur árum síðar settu
þau að úti í Flatey á Skjálfanda.
Þá þegar voru börnin orðin þrjú,
þ.e. Ingibjörg, Sigurður og Jó-
hanna. í Flatey stækkaði barna-
hópurinn enn, því þar fæddust
Rafn, Guðrún, María og Elísabet.
Þegar afi og amma voru að ráð-
ast í að byggja sér hús sitt kom
reiðarslag. Afi drukkaði 19. maí
1938 er hann aðstoðaði við flutn-
inga milli lands og eyja. En amma
gafst ekki upp, heldur hélt ótrauð
áfram með bygginguna með
dyggri aðstoð eldri barna sinna og
eyjarskeggja.
Smám saman fóru börnin að
heiman, flest fluttu þau til Vest-
mannaeyja. Einungis Sigurður var
eftir hjá móður sinni. Um 1950
flytur amma ásamt Sigurði syni
sínum til Vestmannaeyja, enda
flest börn hennar búin að stofna
heimili þar.
í Vestmannaeyjum starfaði
amma mikið sem ráðskona og í
mörgum tilfellum kom hún í móð-
urstað, því slík var ástúðin og um-
hyRgjan við börnin. Árið 1965
verður amma að hætta að mestu
allri húshjálp, því hún lærbrotn-
aði mjög illa. Þrátt fyrir þetta
mótlæti voru prjónarnir ávallt á
milli handa hennar sem endra-
nær.
Amma varð fyrir miklu áfalli
árið 1972 er yngri sonur hennar,
Rafn útgerðarmaður og skipstjóri,
lést úr sjúkdómi aðeins 48 ára
gamall og var hann öllum mikill
harmdauði.
í eldgosinu í Vestmannaeyjum
árið 1973 flytur amma ásamt Ingi-
björgu og hennar manni í Kópa-
voginn. Amma átti síðan heima til
skiptis hjá börnum sínum, sem öll
voru nú flutt á meginlandið.
Amma var hugljúf kona sem
alltaf var tilbúin að hugga og
hughreysta. Ávallt var hún í góðu
skapi, en samt staðföst og
hreinskilin. Við þökkum ömmu
fyrir allar góðu stundirnar í leik
og starfi.
Barnabórnin
Leiðrétting
f minningarorðum hér í blaðinu í
gær um frú Ragnheiði Bogadóttur
frá Búðardal brenglaðist málsgrein
þar sem sagt var frá því er faðir
Ragnheiðar, Bogi, kvæntist öðru
sinni. Sú málsgrein átti að vera á
þessa leið:
Bogi kvæntist öðru sinni hinn 3.
júní 1913 frænku sinni, Ingibjörgu
Sigurðardóttur, kennslukonu,
dóttur hjónanna Sigurðar Benja-
mínssonar og Sigríðar Björns-
dóttur, en þau bjuggu á Kjalar-
landi í Vindhælishreppi í Austur-
Húnavatnssýslu. Bogi og Ingi-
björg voru systrabörn. Ingibjörg
hafði numið í Kvennaskólanum á
Ytri-Ey og í Reykjavík og kenndi
börnum í 11 vetur um og eftir
aldamótin, þar af 4 vetur í Hös-
kuldsstaðasókn. Hún kenndi við
Kvennaskólann á Blönduósi 1908
til 1913. Þá gekk hún að eiga Boga
í Búðardal og reyndist stjúp-
börnum sínum fjórum hin besta
móðir og naut mikils ástríkis af
þeim. Þau Bogi ólu upp dótturson
hans, Boga Þorsteinsson, flugum-
ferðarstjóra á Keflavíkurflugvelli.
Þá var ekki farið rétt með
bænavers séra Hallgríms Péturs-
sonar: Hveitikorn þekktu þitt/ þá
upprís holdið mitt/ f bindini
barna þinna/ blessun láttu mig
finna.
Um leið og þessar leiðréttingar
eru birtar við greinina, eru hlut-
aðeigandi beðnir velvirðingar á
mistökunum.
Prufu-hitamælar
+ 50 til + 1000 C
í einu tæki meö elektrón-
ísku verki og Digital sýn-
ingu.
I
CIT* cJ&irE!3©®irD
VESTURGOTU 16 - SÍMAR 14630 - 21480
Skip Sambandsins munu ferma til íslands
á næstunni sem segir: HULL/GOOLE: hér
Dísarfell 11/3
Dísarfell 25/3
Dísarfell 8/4
Dísarfell 22/4
ROTTERDAM:
Dísarfell 12/3
Dísarfell 26/3
Dísarfell 9/4
Dísarfell 23/4
ANTWERPEN:
Dísarfell 13/3
Dísarfell 27/3
Dísarfell 10/4
Dísarfell 24/4
HAMBORG:
Dísarfell 15/3
Dísarfell 29/3
Dísarfell 12/4
Dísarfell 26/4
HELSINKI:
Hvassafell 27/3
FALKENBERG:
Mælifell 15/3
LARVÍK:
Jan 18/3
Jan 1/4
Jan 15/4
GAUTABORG:
Jan 19/3
Jan 2/4
Jan 16/4
KAUPMANNAHÖFN:
Jan 20/3
Jan 3/4
Jan 17/4
SVENDBORG:
Jan 7/3
Jan 21/3
Jan 4/4
Jan 18/4
ÁRHUS:
Jan 7/3
Jan 21/3
Jan 4/4
Jan 18/4
GLOUCESTER MASS.:
Jökulfell 13/3
HALIFAX, KANADA:
Jökulfell 14/3
SKIPADEILD
SAMBANDSINS
Sambandshúsinu
Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101