Morgunblaðið - 06.03.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.03.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1985 Útsala Karlmannaföt kr. 1.995,- til 2.995,- Terelynebuxur kr. 790,-, 895,- og 950,- Gallabuxur kr. 295,- og 350,- litlar stæröir kr. 595,- allar stærðir. Peysur kr. 250,-, 340,-, 410,- og 660,- Skyrtur, nærföt o.fl. ódýrt. Andrés, Skólavöröustíg 22A. Rauðakross deild Kópavogs heldur namskeið í almennri skyndihjálp á næstunni. Það fyrsta hefst mánudaginn 11. marz kl. 20.00. Þátttökugjald er kr. 600. Námsgögn innifalin. Upplýsingar í síma 46626 og 41382. Áttu í basli með TÆKNIHEITIN? skólum, starfsmönnum fyrirtækja á sviði tæknibúnaðar og mörgum öðrum sem í vinnutíma eða frítíma hafa ensk tækniorð fyrir augunum. Við hjá MÍMI bjóðum uppá námskeið í TÆKNIEN SKU II.—22. mars, kl. 16—18 Farið verður í gegnum sérhæfð tækniheiti og málfar tæknimanna á ýmsum sviðum með hjálp myndbanda og ýmissa annarra hjálpargagna. Áhersla verður lögð á samræður á tæknimáli. Kennari: Nick Hanningen Innritun í síma 10004 og 21655 GREIDSLUKORTAÞIÓNUSTA MÁLASKÓLINN Jarðskjáirtinn olli víða miklum skemmdum. Götumynd frá Santiago. AP/Símamynd ****** > ' Náttúruhamfarirnar í Chile: Stórum skjálfta hafði verið spáð fyrirfram Santiago, (’hile. 5. mars. AP. CHILE-BÚAR hreinsuðu til í höf- uðborginni Santiago og jörðuðu fórnarlömb jarðskjálftans mikla, sem dundi yfír á sunnudaginn og mældist 7,6 stig á Richterkvarða. Jarðhræringar voru tíðar í dag, en fóru minnkandi. í gær, mánudag, mældust tveir kippir á hverri mín- útu, en jarðfræðingar telja hverf- andi líkur á því að annar sterkur kippur mælist í þessari hrinu. Opinberar tölur segja 135 manns hafa látið lífið og 2.000 slasast. 4.900 heimili hrundu til grunna og meiri háttar skemmdir urðu á 21.000 heimilum. Þetta var mesti jarðskjálfti sem mælst hefur í Chile allar götur síðan árið 1865, er 460 manns létu lífið. Þó eru kippir tíðir í landinu. Það hefur komið fram, að jarðfræðingar höfðu spáð stórum kippi hvað úr hverju, því í þrjár vikur áður en stóri kippurinn dundi yfir komu yfir 300 liltir kippir fram á mæl- um þeirra þó almenningur yrði einskis var. Mario Prado, for- stöðumaður jarðvísindastofnun- ar Santiago, sem sér um jarð- skjálftamælingar í landinu, sagði að ástæðan fyrir því að skemmdir hefðu þó ekki orðið enn meiri miðað við stærð kipps- GENGI GJALDMIÐLA Gull féll í verði Lundúnum, 5. mars. AP. GENGI bandaríkjadals hækkaði enn í dag gagnvart öðrum helstu gjaldmiðlum. Gull féll hins vegar lítillega í verði. í síðustu viku gerðu nokkrir evrópskir seðlabankar tilraun til að stöðva hina öru hækkun bandáríkjadals, en sú viðleitni hefur ekki borið tilætlaðan árangur. „Við stöndum í sömu sporum nú í dag og áður en við gripum til þessara aðgerða," var haft eftir bankamanni í Lundúnum. Gengi breska sterlings- pundsins féll lítillega gagnvart bandaríkjadal. Fyrir hvert pund fékkst í lok viðskipta í dag 1,0593 dalur (í gær 1,0470 dalur). Haft var eftir einum sérfræðingi í gjaldeyrisvið- skiptum að innan fárra daga fengist eitt pund fyrir einn dal. I lok viðskipta í Tókýó í dag fengust 260,77 yen fyrir hvern bandaríkjadal (í gær 260,05). í lok viðskipta í Lundúnum feng- ust hins vegar 260,77 yen fyrir hvern dal. Gengi annarra helstu gjald- miðla gagnvart dalnum var sem hér segir: 2,9130 svissnesk- ir frankar (í gær 2,8880), 10,4345 franskir frankar (10,3035), 3,8645 hollensk gyll- ini (3,8175), 2.125,50 ítalskar lírur (2.097,75), 1,3970 kanada- dalur (1,3930). Fyrir hverja únsu af gulli fengust í lok viðskipta í dag 287,80 bandaríkjadalir (í gær 288,25). ins vegna þess að byggingar í höfuðborginni eru yfirleitt lág- ar, einmitt vegna jarðskjálfta- hættu. í Santiago og borgunum Vina Del Mar og Valparaiso, þar sem mann- og eignatjón varð einnig, voru það einkum gamlar, hlaðnar byggingar, sem skemmdust og þeir sem létust og slösuðust voru yfirleitt fólk sem varð undir hrynjandi veggjum og loftum. S-Kórea: Kim leystur undan banni Seoul, Suöur-Kóreu, 5. febrúar. AP. STJÓRNVÖLD hafa tilkynnt stjórn- arandstöðuleiötoganum Kim Young-Sam, að banni við afskiptum hans af stjórnmálum verði aflétt í vikunni, jafnvel strax á morgun, miðvikudag, að því er aðstoðarmenn hans sögðu í dag. Aðstoðarmennirnir sögðu, að fulltrúar stjórnarinnar hefðu komið á fund Kims á heimili hans og tilkynnt honum þessa ákvörð- un. Bannið var sett á árið 1980, er Kim og 566 öðrum stjórnmála- mönnum var meinað að taka þátt í stjórnmálastarfsemi. Voru þessar aðgerðir þáttur í miklum póli- tískum hreinsunum stjórnvalda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.