Morgunblaðið - 06.03.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIPVIKUDAGUR 6, MARZ1985
33
Geir Hallgrímsson:
Kvótaskipting loðnunnar
nú alfarið norrænt mál
Því er enn nauðsynlegra að lausn fáist hið fyrsta
GEIR Hallgrímsson utanríkisráð-
herra sagði m.a. í almennum umræð-
um á Norðurlandaráðsþingi í gær, að
þar sem Grænland hefði gengið úr
Efnahagsbandalaginu væri kvóta-
skipting íslenzka loðnustofnsins nú
alfarið norrænt málefni, og því enn
nauðsynlegra fyrir norræna sam-
vinnu og orðstír hennar, að lausn
fengist hið fyrsta í því máli. Hann
ræddi einnig kröfur íslendinga og
Dana fyrir hönd Færeyja til hafs-
botnsréttinda á Hatton-Rockall-
hryggnum og lét í Ijós þá ósk íslend-
inga að þjóðirnar stæðu þétt saman
um þetta hagsmunamál og að þær
gætu treyst á góðan stuðning frá hin-
um Norðurlöndunum.
Varðandi kvótaskiptingu loðn-
unnar milli íslendinga, Norð-
manna og Grænlendinga sagði
ráðherrann, að það væri vilji ls-
lendinga að taka fullt tillit til
kröfugerða Norðmanna og Græn-
lendinga, en við teldum að í móti
þyrftu allir aðilar að fá réttlátan
hlut. Hann kvaðst telja, að reyna
Geir Hallgrímsson flytur ræðu sína
á þingi Norðurlandaráðs í gær.
ætti að fá lausn á grundvelli vís-
indalegra rannsókna á útbreiðslu
ioðnunnar á umráðasvæðum land-
anna þriggja. Hann benti síðan á,
að mál þetta væri nú alfarið nor-
rænt, eins og að ofan greinir, og
undirstrikaði síðan þýðingu góðr-
ar samvinnu Norðurlandanna um
fiskveiðar í Norður-Atlantshafi.
ísland og Danmörk, fyrir hönd
Færeyja, hafa gert kröfu til hafs-
botnsréttinda á Hatton-Rockall-
hryggnum suður af íslandi, suð-
vestur af Færeyjum. Bretar og ír-
ar hafa einnig gert slíkar kröfur.
Geir sagði að í umfjöllun Alþingis
um málið hefðu ítrekað verið gefn-
ar yfirlýsingar um, að tekið yrði
tillit til hagsmuna Færeyja og
ennfremur hefði Alþingi sam-
þykkt áeggjan um, að náin sam-
vinna yrði í þessu mikilvæga máli
milli þessara norrænu landa. Geir
Hallgrímsson sagði síðan: „Ég vil
nota þetta tækifæri til að láta í
ljós ósk okkar um að fsland, Fær-
eyjar og Danmörk geti staðið þétt
saman um sameiginlega hagsmuni
í málinu — auk þess sem þau geti
treyst á góðan stuðning frá hinum
Norðurlöndum."
Einstakt
tilboð!
Otrúlegt en satt
Af sérstökum ástæöum getum viö boöiö takmarkaöan fjölda af
mjög lítiö útlitsgölluöum reiðhjólum á hálfviröi í þessari og næstu
viku í unglinga- og fullorðinsstærðum.
50%4 6œ-m ÖRNINNL^
Verð frá kr. • vv/v/ • • • • Spítalastíg 8 VIÓ Oóinstorg simar: 14661,26888
Opið laugardag til kl. 4
ÞARFT ÞÚ AÐ MERKJA
FRAMLEIÐSLU ÞlNA
NÝTT FYRIRTÆKI í
VÖRUMERKINGUM
Prentum allskonar sjálflímandi vörumerkimiða á
rúllum, i einum eða fleiri litum.
Ný fjögurra lita prentvél og margar gerðir algengustu
forma (stansa), sem notaðir eru i islenskum
vörumerkingum.
Prentum einnig flestar gerðir limmiða til ýmissa nota
Öll vinnsla á staðnum - stuttur afgreiðslufrestur
Gerum tilboð í stærri verkefni. Leitið upplýsinga
VÖRUMIÐAR SF.
Nýbýlavegi 18 Kópavogi Simi: 641244
ádur LÍMMERKI
STJORNUNAR
IA
Ol^Q
Starfsþjálfun fyrir
verkstjórnendur og
trúnaðarmenn
Störf verkstjóra verða æ mikilvægari. Verkstjórar eru í
þeirri stöðu að þeir hafa þein tengsl við hina almennu
starfsmenn fyrirtækjanna og eru jafnframt tengiliður þeirra
við æðri stjórnendur. Einnig hefur sífellt farið vaxandi
þáttur trúnaðarman'na á vinnustöðum og fulltrúa í starfs-
mannaráðum.
Nú eru auknar kröfur gerðar til gæða framleiðslu og
þjónustu og því mikilvægt að verkstjórnendur og fulltrúar
starfsmanna séu vel að sér um þau málefni, sem varða
rekstur fyrirtækja, stjórnun og meoferð starfsmannamála.
Efni námskeiðsins er eftirfarandi:
- Fundartækni og fundarstjórn á starfsmanna-
fundum og skipulag gæðahringastarfs.
- Starfsmannahald og meðferð starfsmanna-
mála.
- Stjórnun og hvatning í starfi; Stjórnunarkenn-
ingar og stjórnunarstílar.
- Frumatriði rekstrarhagfræði; helstu hugtök
skýrð með dæmum.
- Framlegðarhugtakið og möguieikar verk-
stjórnenda til að hafa áhrif á framiegð.
- Öryggismál á vinnustöðum og skipulag
þeirra. Stuðst er við gögn frá National Safety
Council í Bandaríkjunum.
- Tölvur og tölvunotkun.
Þátttakendur: Námskeið þetta er ætlað öllum
starfandi verkstjórnendum og fulltrúum starfs-
manna í verslunar-, þjónustu- og framleiðslu-
störfum. Námskeiðið er einnig kjörinn vettvang-
ur fyrir verðandi verkstjórnendur, sem vilja
undirbúa sig sem best.
Leiðbeinendur: Sigurður örn Gíslason rekstrarráðgjafi,
Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Stjórnunarfélags
íslands, Ágúst Þorsteinsson öryggismálaráðgjafi og Björn
Guðmundsson kerfisfræðingur.
Tími: 11.-15. mars kl. 9-13, 15. mars kl. 13-17;
samtals 24 tímar.
TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU
í SÍMA 82930
ÍSLANDS ifö
ÐUMÚIA 23
Ml 82930