Morgunblaðið - 06.03.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.03.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 6. MARZ 1985 45 Framfarafélag Breiðholts III: Starfshópur hefur unn- ið að heilsugæslumálum MORGUNBLAÐINU barst á mánu dag eftirfarandi frétt frá Framfara- Ný kynslóð SfliyiipllmogjiuKr Vesturgötu 16, sími 13280. félagi Breiðholts III: „Vegna orða Katrínar Fjeld- sted, formanns heilbrigðisráðs Reykjavíkurborgar, í þættinum „Kastljós" í sjónvarpinu á föstu- dagskvöld, 1. mars, þar sem hún óskaði eftir því að borgarbúar og samtök þeirra létu frá sér heyra um hið alvarlega ástand í heilsu- gæslumálum í Reykjavík, viljum við í Framfarafélagi Breiðholts III benda henni og þá ekki síður stjórnanda þáttarins á eftirfar- andi: Á síðastliðnu hausti stofnaði Framfarafélagið sérstakan starfshóp, sem vann að því að vekja athygli íbúa hverfisins og yfirvalda á stöðu heilsugæslu- mála í Breiðholti III. Hópurinn gaf út bækling um málið og dreifði honum til íbúa. Hópurinn safnaði á annað þúsund undir- skriftum íbúa á þrem dögum (án þess að ganga í hús). Undirskrift- arlistarnir voru sendir með bréfi til fjárveitinganefndar Alþingis. Jafnframt var samið bréf til allra þingmanna Reykjavíkur og sent þeim persónulega. Að vísu fóru Blaðburöarfólk óskast! Austurbaer Laugarásvegur 32—77 Lindargata frá 40—63 Síðumúli Miðbær I Sóleyjargata Bergstaðastræti 1—57 JHttSmiMiiMfr Beiki, eik og hvítlakkaðar eldhús- og baöinnróttingar ásamt hreinlætistækjum í fjölbreyttu úrvali. Einnig bjóöum viö bókahillur á mjög hagstæðu verði. Góðir greiðsluskilmálar. Leitið tilboða. Gjörið svo vel og lítið í sýningarsal okkar í Smiðsbúð 6, Garðabæ. SJÓN ER SÖGU RÍKARI Timburiðjan hf., símar 91-44163 og 91-44788. fulltrúar hópsins á fund fjárveit- inganefndar Alþingis til að fylgja eftir kröfum íbúanna um að byggð verði heilsugæslustöð við Gerðuberg í Breiðholti III. Árangur þessa starfs okkar er nú kominn í ljós. Fjárveitinga- nefnd Alþingis kom og skoðaði aðstöðu heilsugæslustöðvarinnar í Asparfelli og kynnti sér fyrir- hugaða staðsetningu nýrrar heilsugæslustöðvar við Gerðu- berg. Á fjárlögum nú eru 3,5 milljónir króna frá ríki og 600 þús. krónur á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar eða alls 4,1 milljón króna til byggingar stöðvarinnar á þessu ári. Borgarstjórinn, Davíð Odds- son, lýsti því yfir á hverfafundi sínum í Breiðholti á dögunum að hefja ætti byggingu heilsugæslu- stöðvarinnar í sumar. Við í stjórn Framfarafélags Breiðholts III teljum okkur hafa unnið vel að þessu máli þó svo það hafi ekki farið hátt. Okkur finnst ekki sanngjarnt að for- svarsmenn heilsugæslumála í Reykjavík segi í fjölmiðlum að enginn hafi látið frá sér heyra. Við vonum að þetta verði til þess að fleiri láti heilsugæslum- álin til sín taka. 2. mars 1985, Virðingarfyllst, f.h. Fram- farafélags Breiðholts III, Gísli Sváfnisson formaður." Athugasemd frá Katrínu Fjeldsted ATHUGASEMD vegna fréttatilkynn- ingar frá Framfarafélagi Breiðholts III. Undirrituð tók þátt í umræðum í þættinum „Kastljósi" síðastliðinn föstudag, um heilsugæslu í Reykja- vík. Þátturinn var stuttur en mál- efnið mikilvægt og þvi ekki hægt að ræða alla þætti þess. í lokin hvatti ég borgarbúa til að láta í sér heyra um skort á heimilislæknum og hvatti íbúasamtök og hverfafélög til að skrifa í blöð eða senda bréf ef verða mætti til að þrýsta á um úr- bætur. Gísli Sváfnisson, formaður Framfarafélags Breiðholts III, hef- ur gengið á undan með góðu for- dæmi. Síðastliðið haust skrifaði Framfarafélagið fjárveitinganefnd um nauðsyn þess að bæta aðstöðu og auka starfsemi heilsugæslu- stöðvar í Breiðholti III. Þetta fram- tak félagsins ásamt innleggi frá borgarstjórn Reykjavíkur átti stórn þátt í því að fé var veitt á fjárlögum ríkisins til að hefjast handa við byggingu heilsugæslustöðvar í Breiðholti III, við Gerðuberg. Þetta kom ekki fram í „Kastljósi". Mér þykir miður ef Gísla finnst á sig hallað, því félag hans sýndi frumkvæði í málinu og vil fullvissa hann um að hvatning mín til borg- arbúa var einmitt byggð á þeim jákvæðu áhrifum sem bréf Fram- farafélagsins hafði. Katrín Fjeldsted læknir, for- maður Heilbrigðisráðs Reykja- vfkur. MURDER IN MOSCOW 'ROM THE lNTKRNATlONAt, BEST SEUÆl Gorki Park í Regn- boganum REGNBOGINN hefur hafið sýn- ingar á myndinni Gorky Park, sem er bandarísk spennumynd með leik- urunum William Hurt, Lee Marvin og Joanne Pakula í aðalhlutverkum. Kvikmyndin gerist að mestu leyti í Moskvu, þar sem þrjú lík finnast í Gorky Park og vekur athygli hve illa þau eru útleikin. Rússneska rannsóknarlögreglumanninum Arkady Renko er falið að kanna málið og brátt vindur málið upp á sig, þannig að ljóst verður að þræð- ir þess liggja allt frá Gorky Park til Kremlarmúra og langt vestur fyrir járntjald. Auk þess kemur ástin til sögunnar. Líf og starfsorka er dýrmætasta eign hvers og eins, enda grundvöllur þeirra verðmæta sem standa undir þörfum einstaklinga og fjölskyldna. Eru þér ljós þau áhrif sem skyndilegt fráfall þitt myndi hafa á stöðu þinna nánustu? Verðtryggð líftrygging veitir fjölskyldu þinni vernd gegn fjár- hagslegum áföllum við óvænt fráfall þitt. Við bjóðum verðtryggingu allt tryggingartímabilið svo líftrygging- in heldur ætíð verðgildi sínu. Verðtryggða líftryggingu er hægt að taka annaðhvort sem einstaklingstryggingu, eða fyrir tvo eða fleiri aðila sem bera fjárhagslega ábyrgð sameiginlega. Hafðu samband við tryggingaráðgjafa okkar - þeir veita allar frekari upplýsingar. "líftrygging I CAGNKVÍMT TRYOGINGAfELNG BRUNABÓTAFÉLAG ISLANOS Skrifstofur. Laugavegur 103 105 Reykjavík Sími 91 26055 UMBOÐSMENN UM ALLT LAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.