Morgunblaðið - 06.03.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.03.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1985 Hollendingurinn fljúgandi Tónlist Jón Ásgeirsson Þessi rómantíska ópera er þriggja þátta verk og vann tónskáldið textann upp úr sagn- gerð er Heine gerði um gamla þjóðsögu í „Minningar herra von Schnabelewopski". Wagner segir frá því, er hann flúði frá Riga, þar sem hann hafði starfað nægilega lengi til að verða stór- skuldugur, hafi honum tekist að komast í skip og á leiðinni frá Pillau til Lundúna hafi gefist gott næði til að hugleiða efni í nýja óperu. Sjóferðin með Thetis var mjög erfið og hrakti skipið oft af leið og einu sinni lá við að það steytti á skeri. Þá mun hafa verið leitað vars í norskum firði, því í það skiptið munaði litlu um örlög skipsins. Það er ofur skilj- anlegt að slík heljarsigling hafi haft áhrif á Wagner, auk þess sem hann sá sjálfan sig í sporum Hollendingsins, á flótta og dæmdan til vonlítillar leitar að friði og hamingju. Þórdunurnar, steypiregnið, dýrslegt ýlfrið í storminum, þunghöggar öldurn- ar er börðu á skipinu og barátta og hróp skipverja hafði djúp áhrif á Wagner, svo mjög að hann hélt þessu stefnt gegn sér af illum öflum. Wagner gerði sér vonir um að skapa sér lífvænlega aðstöðu í París og stuttu eftir að hann hafði sest þar að, átti hann fund með Heine og ræddi við hann um gerð óperu byggða á efni þjóðsögunnar. Wagner segir sjálfur að þessi fundur hafi verið sér mjög gagnlegur og styrkt sig í trú á tiltækinu. Eftir að hafa lokið við uppkast að texta- bókinni (Iibretto) gekk Wagner á fund Leon Pillet, framkvæmda- stjóra Stóru óperunnar í París. Sá góði maður vildi ekki kaupa óperu af Wagner en hafði hins vegar ágirnd á textabókinni fyrir tónskáld að nafni Louis Dietsch. Wagner var sem fyrr illa staddur fjárhagslega og seldi því textabókina og var ópera Dietsch uppfærð 1842. í hans gerð nefndist óperan Drauga- skipið (Le Vaisseau Fantome) og var algjörlega misheppnað verk. Ári seinna og það aðeins á sjö mánuðum, hafði Wagner lokið við gerð óperunnar og var hún frumflutt í Dresden 2. janúar 1843. Rúmlega tveimur mánuð- um áður hafði Rienzi verið flutt í Dresden við mikla hrifningu áheyrenda. Hollendingnum var ekki vel tekið og þótti mun lak- ara verk en Rienzi. Það var ekki fyrr en rúmlega tuttugu árum síðar að óperan sló í gegn. Ástæðan mun vera sú, að með HoIIendingnum losnar Wagner undan áhrifum Meyerbeers og hefur auk þess fært sig nær hugmyndum Webers, varðandi þjóðlega óperugerð. í Hollend- ingnum er Wagner tekinn að hugsa um leikræna heildarskip- an, túlkun á skapgerðum og til- finningum, tónlýsingar á um- hverfi og innbyrðis átökum aðal- persónanna og jafnvel farinn að gera tilraunir með einkennisstef (Leitmotiv), er fylgja ákveðnum persónum eða tákna ákveðið um- hverfi. Slíkar hugmyndir höfðu áður verið reyndar en ekki fyrr verið gerðar að grundvallar- markmiði i gerð óperuverka. Forleikurinn Fyrsta stefið, sem heyrist strax í upphafi forleiksins, er einkennisstef hollensku sæfar- anna og heyrist það víða i verkinu, t.d. er Stýrimaður sofn- ar á vaktinni og skip Hollend- ingsins birtist, þá í upphafi Ball- öðunnar er Senta syngur í öðrum þætti, í niðurlagi tvísöngs Sentu og Eiríks og í söng hásetanna á Hollendingnum í lok sjöunda at- riðis. Vr V. SU/ holltHlk*< Annað aðalstef forleiksins er stef Sentu. tfr 2 SW 3****«- Auk þess heyrast stefbrot úr „Steuermann“-kórnum í sjöunda atriði. Hljóðtjöld forleiksins eru óveðrið og er það túlkað með smástígum tónstigum, sem i hröðum leik hljóma eins og stormþytur. Þá er eitt stef, sem mjög mikið er unnið úr í forleiknum og kalla mætti einkennisstef Hollend- ingsins. Þetta stef er sterkt og áhrifamikið og rétt að hafa það með í þessari stefgreiningu. Því bregður víða fyrir í hljómsveit- arundirleiknum, einkum undir söng Hollendingsins, t.d. í aríu hans í öðru atriði og oftar, en einnig í niðurlagi óperunnar, sem vera má að sé táknrænt, því þetta stef og stef Sentu eru ráð- andi í tuttugu og tveimur síðustu töktum óþerunnar og gæti því verið tónræn túlkun á þeirri upphöfnu fullkomnun, er býr í fórn Sentu og frelsun Hollend- ingsins. 1. þáttur Leikverkið hefst á söng norsku matrósanna og bergmála þrír síðustu tónarnir í klettum fjall- anna. Bergmálstónarnir skulu leiknir á horn að tjaidabaki. Daland skipstjóri stjórnar skipi sínu og það leggst við fest- ar í vari. Eftir að hafa bölvað óveðrinu skipar hann Stýri- manni að standa vakt. Stýrimað- ur syngur sér til hugarhægðar smá ástarballöðu, „í stormi og stórsjó". Nr. ? Aliar- Hann sofnar á verðinum og stormurinn eykst en í fjarska sést „Hollendingurinn fljúgandi" sigla inn. Seglin eru sem blóðlit- uð og siglutrén svört. Samhliða þessari myndgerð heyrist stef hollensku sæfaranna (1). Með miklum fyrirgangi er létt anker- um. Stýrimaður rumskar aðeins og raular í svefnrofunum brot úr ástarballöðunni. Þegjandi taka hollensku sæfararnir niður segl- in og Hollendingurinn fer í land. Hann er klæddur svörtum kufli að spænskri gerð. Annað atriði hefst á tónlesi, þar sem Hollendingurinn segir að fresturinn sé að renna út og að því loknu syngur hann aríu þar sem undirleiksstefið er það sama og í forleiknum (5). í söng þessum segir hann hve oft hann hafi reynt að fyrirkoma skipi sínu í heljardjúp hafsins en for- dæmdur hafi hann orðið að sigla um öll heimsins höf. Hann hróp- ar til himins í bæn um lausn undan grimmum álögum og ei- lífri fordæmingu. Kór hollensku sæfaranna tekur undir síðustu orð Hollendingsins. Nr t AtÍol fhtUenohnqiini u/ito}tin Mtt.-fts titf-stenSchLund Þriðja atriði hefst á því að Daland skipstjóri vekur Stýri- mann, sem enn syngur brot úr ástarballöðunni en hrekkur svo upp er Daland spyr, hvaða skip sé komið að landi. Stýrimaður kallar: „Hvar þá?“ og kall hans bergmálar í fjöllunum. Daland kallar yfir til Hollendingsins; „Sjómaður. Segðu til þín. Frá hvaða landi ertu?“ Hollending- urinn svarar: „Langt að kominn, hrakinn að af vindum og illu veðri, hef ég lagst við stjóra hér hjá yður.“ Daland svarar: „Verndi þig Guð.“ Eftir að Hol- lendingurinn hefur sannfært Daland um að ekkert sé að hjá sér, syngur hann söng, þar sem hann segir frá svaðilförum sín- um. H/r.q tcqnmr íuj 2iurcti Shrmund tóstn U/i'rvi. vtr-sdila.-ge*' Eftir að hafa sagt frá hrakn- ingum sínum um allan heim og leitinni að heimalandi sínu, dregur Hollendingurinn fram kistu með alls konar gulli og gimsteinum. Daland spyr hvaða gjald hann hafi greitt fyrir slík- ar gersemar, en Hollendingurinn segir það vera eina næturstund og vill gefa Daland allan auð sinn ef hann fái í staðinn að búa hjá honum, eignast heimili og börn og ganga að eiga dóttur hans. I löngum tvísöng ráða þeir ráðum sínum og Daland býður Hollendingnum heim með sér. Á meðan þessu fer fram, hefur veðrið gengið niður og skipstjór- arnir ganga um borð, til að halda skipum sínum heim til hafnar Dalands. Fyrsta þætti lýkur á því að skipverjar syngja ástar-ballöðu Stýrimanns um leið og skipið leggur frá. 2. þáttur Eftir stuttan hljómsveitar- inngang, sem hefst á broti af ástar-ballöðunni, hefst annar þáttur í frægasta söng óperunn- ar, Spuna-kórnum. Alr ro SpmoLaquí í „baðstofunni" hjá Daland keppast konur við að spinna og syngja um vinnu sína og unnusta er sigla um höfin blá. Senta hefst ekkert að en starir á mynd af dökkklæddum sjómanni og er amma hennar, María, ávítar hana gegnir hún því engu. María og stúlkurnar gera grín að Sentu, að hún sé orðin ástfangin af myndinni. Senta segir stúlk- unum að þegja og biður Maríu um að syngja fyrir sig sönginn um Hollendinginn fljúgandi. Hún neitar, svo Senta syngur hann sjálf. í forspilinu heyrist söngur hollensku sæfaranna og Senta endurtekur stefið. Ballað- an hefst svo á mjög einkennilegu stefi: Afr. 44 SaWoia Sttn évi. Tra|l ilirclas JchifJ im M«er«. an, blui- roi drt St- scnu7arz cUr Masl ? f miðhluta ballöðunnar heyr- ist stef Sentu sem bæði er aðal- stefið í forleiknum og niður- lagstónar óperunnar. rnl slíf Senla. J>ocli kann oltm Utichtn fjannt Br - los-unq eirultns noch v«e.r - cíen, Senta lýkur söng sínum með því að kalla á djöfulinn, að leysa Hollendinginn undan álögunum og óskar þess að henni megi auðnast að frelsa hann. Stúlk- urnar biðja Guð að hjálpa sér, stúlkan sé orðin sturluð. í þess- um svifum hefur Eiríkur, unn- usti Sentu, komið inn og heyrt ósk stúlkunnar. Hann spyr hvort hún vilji steypa sér í glötun? Hann tilkynnir komu skipanna og lýkur þessu atriði á því að spunastúlkurnar, ásamt Maríu, fara út til að taka á móti sæför- unum. Fimmta atriði er tví- söngur Eiríks og Sentu. Eiríkur biður Sentu að bíða aðeins og hann reynir að telja henni hughvarf en hún vísar Eiríki kuldalega á bug. /3 Sk/ Criirr Món Her3 tfoll Tffcu-e. 4>is 2umS4erbu\f Stef Eiríks heyrist nokkrum sinnum en á milli eru tónleskafl- ar. Undir það síðasta segir Ei- ríkur henni draum sinn. Áf há- um kletti sér hann hvar undar- legt skip siglir inn og frá borði ganga tveir menn. Annar þeirra var faðir Sentu, Daland skip- stjóri, en hinn undarlegur sæ- fari. Þegar þarna er komið frá- sögninni, heyrist stef hollensku sæfaranna. Það er engu líkara en draumur Eiríks sé að rætast, því Daland og Hollendingurinn koma inn. Sjötta atriði hefst á undrunarhrópi Sentu, er hún sér Hollendinginn standa fyrir framan sig. Hún gleymir að fagna föður sínum og það er ekki fyrr en hann kvartar um kaldar móttökur, að hún heilsar honum. Eftir að þau hafa heilsast syng- ur Daland aríu. Hann biður Sentu að heilsa komumanni og segir, að hann vilji setjast að hjá þeim og að hann hafi beöið um hönd hennar. Hann kveðst' munu lofa þeim að vera einum um stund að ráða ráðum sínum. V, /V Aria. ValaruSs Möqtidu.mtm Kmd, din jrtm-dtn H r > i f If f r I Mo»n luill-lcom-men iius-stjn1. Tvísöngur Sentu og Hollend- ingsins er mjög langur og bregð- ur þar fyrir margvíslegum stefj- um. Forspilið er örstutt tilvitnun í upphafsstef óperunnar (1) og eftir smá tónlesþátt, þar sem Hollendingurinn segir að draumur sinn hafi loksins ræst. Fyrir augum sér standi sú stúlka er hann hafi í raun alltaf þráð af innsta hjartans grunni. /Vr. /£— gfejHr f If r tei#il lifehl Kub auch icH voll SehnuicM mmt Blikkc. Næst syngja þau saman: Hol- lendingurinn syngur aftur sama textann en Senta spyr hvort þetta sé aðeins undursamlegur draumur Hve oft hef ég séð þennan mann, sem nú er kominn til mín? Hr!6Í Er sWltJor mirmit lúdcnrglltn 2ii-qen Þessum þætti tvísöngsins lýk- ur með glæsilegri „kadensu". Eftir smá millispil ber Hol- lendingurinn upp bónorðið, eða hvort hún rnuni fara að ráðum föður síns. Afr. JS- tfr. iSt. Þukönnkst oUch jiii’ tu/iq mir tr- gt-ben, Eftir stutt samtal syngur Hollendingurinn: Du biíi nn Enqcb Lrtbt. Þar á eftir má heyra í hljómsveitinni, stef Hollend- ingsins (5). Síðasti hluti tvísöngsins er hinn eiginlegi ástarsöngur þeirra og hefst á stefi er Senta syngur fyrst ein. Nokkru seinna tekur Hollend- ingurinn upp þetta stef og síð- asta stefið í þessum ástarsöng minnir á stef Sentu. tfr. 15 f* U/as isl'sjdas mdcln - tig iw mir Daland kemur inn og spyr tíð- inda. Senta heitir Hollendingn- um að vera trú allt til dauðans og réttir fram hönd sína. Daland kallar alla til hátíðar og syngur að nú skuli allir gleðjast. Þriðji þáttur Eftir smá hljómsveitarforspil hefst þriðji þáttur á söng norsku „matrósanna", þar sem þeir kalla á Stýrimanninn að koma til sín. A/r /(, Sonfnr f+t-rosmnrta. Sleu-ernwnn.liiss' otielUiclfitlileuermiiiin.her aruni! Ho! Ht! Je! Ha! Stúlkurnar koma inn með mat og drykk handa skipverjunum á ókunna skipinu. Þar er hvorki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.