Morgunblaðið - 06.03.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1985
51
»i m11- 4?
VELVAKANDI '
SVARAR í SÍMA
■ 10100 KL. 11-12
I FRÁ MÁNUDEGI
1 TIL FÖSTUDAGS
Stór hluti
Húsbyggjandi skrifar:
í Reykjavíkurbréfi 23.2.85. er á
raunsæjan hátt fjallað um neyð
húsbyggjenda.
Nauðsynlegt er að fram komi
leiðrétting á einu atriði í skrifum
þessum, en þar segir: „Það kemur
sér að sjálfsögðu vel fyrir hús-
byggjendur, að bráður vandi
Byggingarsjóðs ríkisins hefur ver-
ið leystur." Því miður er þetta alls
ekki rétt, þó skilja megi á skrifum
fjölmiðla að svo sé. Hinn bráði
vandi var einungis leystur hvað
varðar ákveðinn hluta húsbyggj-
enda, stór hluti stendur enn úti í
kuldanum og hefur ekki fengið af-
greidd lán, sem það treysti á, en
afgreiðslutími er orðinn langt á
eftir því sem lofað var og fólk bíð-
ur í algerri óvissu þar eð starfs-
fólk Húsnæðismálastjórnar getur
engin svör gefið um það hvenær
vænta megi afgreiðslu lánanna.
Vanda þessa stóra hóps verður
einnig að leysa strax.
enn úti í kuldanum
Húsbyggjandi segir að þó að vandi Byggingasjóðs ríkisins hafi verið leystur
standi mikill fjöldi húsbyggjenda enn uti í kuldanum þar sem þeir hafi ekki
fengið afgreidd lán sem þeir treystu á.
Af starfsemi Geðhjálpar
Varðandi fyrirspurn sem birtist í
Velvakanda sl. föstudag langaði mig
til að koma eftirfarandi á framfæri:
Geðhjálp er 6 ára gamalt hags-
munafélag fólks með geðræn
vandamál og er samansett af fólki
með slík vandamál, aðstandendum
þeirra og áhugafólki. Aðalmark-
mið Geðhjálpar eru að minnka
fordóma gagnvart geðheilbrigð-
ismálum og bæta geðheilbrigðis-
þjónustu í landinu. Starfsemi
Tveir ekki mjög fallegir
hringdu:
Kæri Velvakandi.
Nú getum við ekki lengur orða
hundist, en við höfum aldrei
skrifað þér áður. Á baksíðu
Morgunblaðsins 28. febrúar er
talað um launalækkun þungaðr-
ar lögreglukonu sem jafnréttis-
ráð hefur tekið upp á sína arma.
Við teljum að þessi launa-
lækkun eigi fullan rétt á sér því
Geðhjálpar er þríþætt: Þjónusta,
fræðsla og hagsmunabarátta.
Geðhjálp veitir fólki með geð-
ræn vandamál beina þjónustu til
að vinna bug á þeirri einangrun,
sem gjarnan er traustur fylgifisk-
ur geðrænna vandamál, á eftirfar-
andi hátt:
1. Við höfum opið hús þrisvar í
viku á félagsmiðstöð okkar
Veltusundi 3b. Þar fær fólk sér
kaffisopa, spjallar saman, tefl-
ir, spilar og syngur saman,
auðvitað eiga konur ekki að vera
í lögreglunni. Þetta er karla-
starf!
Við teljum því að Jafnréttis-
ráð starfi á röngum grundvelli.
Það eigi frekar að snúa sér að
fegurðarsamkeppni þeirri sem
nú fer fram í veitingahúsinu
Hollywood. Ekki komast karlar
þar að né þær konur sem ófríðar
eru. Hvers eiga ljótir að gjalda?
ennfremur hópar fólkið sig
saman í bíó og margt fleira.
2. Símaþjónusta er einu sinni í
viku.
3. Félagsfundir eru haldnir með
opinni umræðu um hin ýmsu
mál er upp kunna að koma í
starfsemi félagsins.
4. Sjálfshjálparhópar eru hluti af
starfseminni.
5. Námskeiðahald um bætt sam-
skipti, streitu, reiði, sorg og
m.fl.
6. Fréttabréf um starfsemina.
Einnig hefur Geðhjálp staðið
fyrir mikilli fræðslu gegn fordóm-
um almennings gagnvart fólki
með geðræn vandamál á eftirfar-
andi hátt:
1. Mánaðarlegum fyrirlestrum
undanfarin 6 ár.
2. Fræðsluþáttum í Mbl., samtals
um 50 greinar.
3. Námskeiðahald (sjá að ofan).
4. Útgáfa bæklinga — en félagið
hefur á prjónunum öflugari
þjónustu á þeim vettvangi t.d.
með útgáfu á bæklingi um
sjálfshjálp.
Ennfremur berst félagið fyrir
réttindum fólks með geðræn
vandamál á ýmsum sviðum: T.d.
með þingsályktunartillögum á Al-
þingi um endurskoðun á geð-
heilbrigðisþjónustu og breytingar-
tillögum um lögræðissviptingu.
Með öðrum orðum, Geðhjálp er
virkt félag, ungt að árum, með
mikinn óplægðan verkefnaakur
framundan. Öll starfsemi félags-
ins er unnin á grundvelli sjálf-
boðavinnu og árangur þess
kannski merkilegri fyrir þær sak-
ir. Fólk sem hefur áhuga á mál-
efnum félagsins vinsamlega hafið
samband við okkur í síma 25990
eða bara með því að kíkja inn í
opið hús hjá okkur að Veltusundi
3b á 2. hæð. Opið hús er á fimmtu-
dögum frá kl. 20 til 22.30, laugar-
dögum og sunnudögum frá kl. 14
til 18. Símaþjónusta er á miðviku-
dögum frá kl. 16 til 18.
Með vinsemd og virðingu.
Hope Knútsson,
formaður Geðhjálpar
Skrifið eða
hringið til
Velvakanda
r V -
Tveir piltar telja að aðeins karlmenn eigi að gegna störfum sem lög-
regluþjónar og kvenmenn eigi hvergi að koma þar nærri.
Tvímælalaust karlastarf
Listamenn
Listasmiöja Glits verður opin 9. og 10. mars kl. 2-5 eftir
hádegi. Kynnt verður aðstaða listamanna og fjölbreytt
úrval á hráefnum sem Glit hefur á boðstólum til list-
munagerðar t.d. jarðleir, steinleir og postulinsleir,
mismunandi gipstegundir, glerungar o.fl. Listamenn og
myndmenntakennarar velkomnir.
HÖFÐABAKKA9
Skíði áður 4.050,- Nú kr. 1.790,-
Skíðaskór áður 2.280,- Nú kr. 980,-
Don Cano-úlpur áður 4.114,-Nú kr. 2.500,-
Lúffur, leður, áður 495,- Nú kr. 200,-
Skíðapeysur áður 790,- Nú kr. 390,-
Dúnkápur aðeins kr. 3.500,-
Úlpur á aðeins kr. 390,-
Bindingar frá kr. 1.150-1.580,-
Þú finnur alltaf eitthvað sniðugt í 50
kr. kassanum hjá okkur.
Það fer að síga á seinni hlutann á þessari útsölu. Við
bendum á skíðin og skíðaskóna. Sérstaklega frábært
verð.
Póstsendum
um allt land
Sportval
\ t Laugavegi 116 við Hlemm.
Símar 26690 — 14390.
Útsala í
Sportval
Nú höfum
viö heidur
betur
bætt
við út
söluna
hjá
okkur