Morgunblaðið - 06.03.1985, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 06.03.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1985 51 »i m11- 4? VELVAKANDI ' SVARAR í SÍMA ■ 10100 KL. 11-12 I FRÁ MÁNUDEGI 1 TIL FÖSTUDAGS Stór hluti Húsbyggjandi skrifar: í Reykjavíkurbréfi 23.2.85. er á raunsæjan hátt fjallað um neyð húsbyggjenda. Nauðsynlegt er að fram komi leiðrétting á einu atriði í skrifum þessum, en þar segir: „Það kemur sér að sjálfsögðu vel fyrir hús- byggjendur, að bráður vandi Byggingarsjóðs ríkisins hefur ver- ið leystur." Því miður er þetta alls ekki rétt, þó skilja megi á skrifum fjölmiðla að svo sé. Hinn bráði vandi var einungis leystur hvað varðar ákveðinn hluta húsbyggj- enda, stór hluti stendur enn úti í kuldanum og hefur ekki fengið af- greidd lán, sem það treysti á, en afgreiðslutími er orðinn langt á eftir því sem lofað var og fólk bíð- ur í algerri óvissu þar eð starfs- fólk Húsnæðismálastjórnar getur engin svör gefið um það hvenær vænta megi afgreiðslu lánanna. Vanda þessa stóra hóps verður einnig að leysa strax. enn úti í kuldanum Húsbyggjandi segir að þó að vandi Byggingasjóðs ríkisins hafi verið leystur standi mikill fjöldi húsbyggjenda enn uti í kuldanum þar sem þeir hafi ekki fengið afgreidd lán sem þeir treystu á. Af starfsemi Geðhjálpar Varðandi fyrirspurn sem birtist í Velvakanda sl. föstudag langaði mig til að koma eftirfarandi á framfæri: Geðhjálp er 6 ára gamalt hags- munafélag fólks með geðræn vandamál og er samansett af fólki með slík vandamál, aðstandendum þeirra og áhugafólki. Aðalmark- mið Geðhjálpar eru að minnka fordóma gagnvart geðheilbrigð- ismálum og bæta geðheilbrigðis- þjónustu í landinu. Starfsemi Tveir ekki mjög fallegir hringdu: Kæri Velvakandi. Nú getum við ekki lengur orða hundist, en við höfum aldrei skrifað þér áður. Á baksíðu Morgunblaðsins 28. febrúar er talað um launalækkun þungaðr- ar lögreglukonu sem jafnréttis- ráð hefur tekið upp á sína arma. Við teljum að þessi launa- lækkun eigi fullan rétt á sér því Geðhjálpar er þríþætt: Þjónusta, fræðsla og hagsmunabarátta. Geðhjálp veitir fólki með geð- ræn vandamál beina þjónustu til að vinna bug á þeirri einangrun, sem gjarnan er traustur fylgifisk- ur geðrænna vandamál, á eftirfar- andi hátt: 1. Við höfum opið hús þrisvar í viku á félagsmiðstöð okkar Veltusundi 3b. Þar fær fólk sér kaffisopa, spjallar saman, tefl- ir, spilar og syngur saman, auðvitað eiga konur ekki að vera í lögreglunni. Þetta er karla- starf! Við teljum því að Jafnréttis- ráð starfi á röngum grundvelli. Það eigi frekar að snúa sér að fegurðarsamkeppni þeirri sem nú fer fram í veitingahúsinu Hollywood. Ekki komast karlar þar að né þær konur sem ófríðar eru. Hvers eiga ljótir að gjalda? ennfremur hópar fólkið sig saman í bíó og margt fleira. 2. Símaþjónusta er einu sinni í viku. 3. Félagsfundir eru haldnir með opinni umræðu um hin ýmsu mál er upp kunna að koma í starfsemi félagsins. 4. Sjálfshjálparhópar eru hluti af starfseminni. 5. Námskeiðahald um bætt sam- skipti, streitu, reiði, sorg og m.fl. 6. Fréttabréf um starfsemina. Einnig hefur Geðhjálp staðið fyrir mikilli fræðslu gegn fordóm- um almennings gagnvart fólki með geðræn vandamál á eftirfar- andi hátt: 1. Mánaðarlegum fyrirlestrum undanfarin 6 ár. 2. Fræðsluþáttum í Mbl., samtals um 50 greinar. 3. Námskeiðahald (sjá að ofan). 4. Útgáfa bæklinga — en félagið hefur á prjónunum öflugari þjónustu á þeim vettvangi t.d. með útgáfu á bæklingi um sjálfshjálp. Ennfremur berst félagið fyrir réttindum fólks með geðræn vandamál á ýmsum sviðum: T.d. með þingsályktunartillögum á Al- þingi um endurskoðun á geð- heilbrigðisþjónustu og breytingar- tillögum um lögræðissviptingu. Með öðrum orðum, Geðhjálp er virkt félag, ungt að árum, með mikinn óplægðan verkefnaakur framundan. Öll starfsemi félags- ins er unnin á grundvelli sjálf- boðavinnu og árangur þess kannski merkilegri fyrir þær sak- ir. Fólk sem hefur áhuga á mál- efnum félagsins vinsamlega hafið samband við okkur í síma 25990 eða bara með því að kíkja inn í opið hús hjá okkur að Veltusundi 3b á 2. hæð. Opið hús er á fimmtu- dögum frá kl. 20 til 22.30, laugar- dögum og sunnudögum frá kl. 14 til 18. Símaþjónusta er á miðviku- dögum frá kl. 16 til 18. Með vinsemd og virðingu. Hope Knútsson, formaður Geðhjálpar Skrifið eða hringið til Velvakanda r V - Tveir piltar telja að aðeins karlmenn eigi að gegna störfum sem lög- regluþjónar og kvenmenn eigi hvergi að koma þar nærri. Tvímælalaust karlastarf Listamenn Listasmiöja Glits verður opin 9. og 10. mars kl. 2-5 eftir hádegi. Kynnt verður aðstaða listamanna og fjölbreytt úrval á hráefnum sem Glit hefur á boðstólum til list- munagerðar t.d. jarðleir, steinleir og postulinsleir, mismunandi gipstegundir, glerungar o.fl. Listamenn og myndmenntakennarar velkomnir. HÖFÐABAKKA9 Skíði áður 4.050,- Nú kr. 1.790,- Skíðaskór áður 2.280,- Nú kr. 980,- Don Cano-úlpur áður 4.114,-Nú kr. 2.500,- Lúffur, leður, áður 495,- Nú kr. 200,- Skíðapeysur áður 790,- Nú kr. 390,- Dúnkápur aðeins kr. 3.500,- Úlpur á aðeins kr. 390,- Bindingar frá kr. 1.150-1.580,- Þú finnur alltaf eitthvað sniðugt í 50 kr. kassanum hjá okkur. Það fer að síga á seinni hlutann á þessari útsölu. Við bendum á skíðin og skíðaskóna. Sérstaklega frábært verð. Póstsendum um allt land Sportval \ t Laugavegi 116 við Hlemm. Símar 26690 — 14390. Útsala í Sportval Nú höfum viö heidur betur bætt við út söluna hjá okkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.