Morgunblaðið - 06.03.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.03.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 6. MARZ 1985 ÚTVARP / S JÓN VARP Máttur orðsins Ooft veltir lítil þúfa þungu hlassi, og eins má segja að lítill punktur á röngum stað geti umbylt merkingu texta. Þessu til sönnunar vil ég sýna ykkur les- endur góðir hvað gerðist í gær- dagsgein minni. Þar stóð skrifað: Sérstaklega held ég nú að landsbyggðarfólkið megi þakka fyrir að eiga sér þann málsvara, sem ómar er. Á öld Reykjavíkurdekursins tel ég raun- ar Ómar einn af „uppfinninga- mönnunum" í fjölmiðlaheimi okkar ... Ég hefði hrist hausinn yfir slíkri merkingarleysu í dag- blaði enda átti að standa: Sérstak- lega held ég nú að landsbyggðar- fólkið megi þakka fyrir að eiga sér þann málsvara, sem Ómar er á öld Reykjavíkurdekursins. Tel ég raunar Ómar einn af „uppfinn- ingamönnum" í fjöimiðlaheimi okkar. Einhverjum kann að finn- ast að ég bruðli hér með dýrmætt pláss blaðsins, að einn punktur sé ekki mjög þungt lóð á þeim miklu vogarskálum er íslensk tunga sveiflast nú á í ölduróti upplýs- ingabyltingarinnar. En eru það ekki einmitt hinar smæstu eindir málsins er færast fyrst úr stað, uns að lokum tekur að hrikta í sjálfri aðalbyggingunni? Ófriður kirkjunnar? Sjáifur Laxness segir í Skegg- ræðunum: Ég hef orðið að spæla mig eftir föngum, en maður er aldrei búinn að læra íslensku nógu vel (bls. 22). Hvað megum við hin- ir þá segja, sem bara tölum og rit- um þessa hversdagslegu íslensku er allir skilja, en höfum hvorki mátt né þor til að skapa eigið tungutak að hætti nóbelskáldsins? Ég ætlaði nú reyndar ekki að eyða þessu þáttarkorni í spekúlasjón um ástkæra, ylhýra málið okkar, hafði upphaflega hugsað mér að fjalla um útvarpsþátt Önundar Björnssonar: I sannleika sagt er að þessu sinni fjallað um „... ófrið kirkjunnar í ófriðarumræð- unni“. En „í sannleika sagt“ þá sofnaði ég út frá þessu spjalli séra önundar, kannski vegna þess að hann hefir þegar náð þessum ein- kennilega sefjandi prestlega tal- anda, sem svæfir mann að öllu jöfnu. Hvað er annars orðið um eldklerka þessarar þjóðar, menn- ina er stöðvuðu hraunflóð með eldibrandi orða? Er Einar einn eftir? f það minnsta minnist ég þess ekki að börn mín hafi tekið eftir útvarpsmessupredikuninni utan eitt sinn er Einar Gíslason Hvítasunnumaður stóð í stólum, en þá greip elsti strákurinn í pils- faldinn og hrópaði: Af hverju er maðurinn svona reiður, mamma? Rétílæíi guðs En eiga flytjendur guðs orðs ekki að byrsta röddina þegar víxl- aramir hafa í raun sett upp borð sín inní hinum innstu véum? Þeg- ar braskararnir eru að snúa heila kynslóð úr hálsliðnum með stjórn- lausum okurvöxtum? Hví þegja þá kirkjunnar þjónar eða temja sér einhvers konar „oxford-íslensku"? Auðvitað eru ekki allir þjónar hinnar evangelísku ríkiskirkju undir þessa sök seldir, en vantar ekki eldmóðinn í ræður sumra þeirra, þá þrumandi sannfæringu er skelfdi son minn undir út- varpspredikun Einars Gíslasonar? Eða er okkur ekki í senn ætlað að elska guðs orð og óttast kraft- birtíngu þess? Kristur óttaðist ekki braskarana og víxlarana, þá hann kastaði um borðum þeirra í musterinu. í dag eru musterin klædd svörtum marmara og borð víxlaranna búin drifhvítum tölv- um — en hvar er meistarinn frá Nasaret? ólafur M. Jóhannesson Toranaga hinn grimmi sem hef- ur örlög Black- thornes í hendi sér. Herstjórinn 4. þáttur ■■ í kvöld verður 50 sýndur fjórði — þáttur banda- ríska framhaldsmynda- flokksins Herstjórans sem er í tólf þáttum og gerður eftir samnefndri metsölubók James Cla- vells, „Shogun". í síðasta þætti gerðist þetta helst: Stýrimaður- inn Blackthorne er leidd- ur fyrir Toranaga, hinn grimma og volduga höfð- ingja. Blackthorne reynir að sannfæra Toranaga um að hann sé ekki sjóræn- ingi og glæpamaður, en það stoðar lítið. Við feng- um loks að sjá hina fögru Mariko sem Blackthorne virðist vera hugfanginn af. Hún túlkar fyrir Tor- anaga samtal hans og Blackthornes, þar sem hinn fyrrnefndi talar ekki ensku. Niðurstaðan verð- ur sú að Blackthorne sé illmenni sem varpa skuli í fangelsi. Blackthorne er komið fyrir í sóðalegum fanga- búðum þar sem allt er yf- irfullt af föngum. Á meðal þeirra er spænskur klerk- ur sem reynist Black- thorne vel á meðan á vist- inni stendur og reynir t.d. að kenna honum jap- önsku. En dvöl Black- thornes verður ekki löng og loks rennur upp sá dag- ur að yfirböðullinn kemur og sækir Blackthorne, en hann hefur það fyrir venju á hverjum degi að sækja einhvern fanganna til lífláts. Þátturinn endar þar sem Blackthorne er leiddur úr fangaklefanum en ekki er trúlegt að hann sé á leiðinni á höggstokk- inn þar sem þáttaröðin er svotil rétt hafin. „Hvað viltu verða?“ ■ Starfskynn- 20 ingarþátturinn — Hvað viltu verða? er á dagskrá út- varps í kvöld kl. 20.20. Umsjónarmenn eru Erna Arnardóttir og Sigrún Halldórsdóttir. Að þessu sinni verður ekki fjallað um eina ein- staka starfsgrein heldur um starfskynningar al- mennt og starfsmátann í sambandi við þær. Spjall- að verður við Gerði Óskarsdóttur, æfinga- stjóra í uppeldis- og kennslufræðum við Há- skóla íslands. Gerður var áður skólastjóri á Nes- kaupstað, en þar er M.a. verður spjallað við Gerði Óskarsdóttur, æf- ingastjóra í uppeldis- og kennslufræðum við Há- skóla íslands. starfsþjálfun nemenda í fullum gangi allan vetur- inn en ekki eingöngu í eina viku eða jafnvel nokkra daga eins og tíðk- ast hér fyrir sunnan. En einmitt um þessar mundir eru nemendur grunnskól- anna í starfskynningum úti á vinnumarkaðinum. Þá verður rætt við Rögnvald Guðmundsson kennara í Garðaskóla, en hann skipuleggur allt starfsnám við skólann. Loks verður spjallað við nokkra unglinga um starfsnámið. Þá verður leikin létt tónlist inn á milli dagskrárliða. LIFANDI HEIMUR — breskur heimildamyndaflokkur ■■ Hver man ekki 40 eftir hinum fróðlega og skemmtilega heimilda- myndaflokki „Lífið á jörð- inni“ frá breska sjónvarp- inu BBC sem sjónvarpið sýndi árið 1980 til 1981. Nú hefur sjónvarpið feng- ið annan slíkan til sýn- inga og nefnist hann „Lif- andi heimur". Umsjónar- maður er David Attenbor- ough. Heimildamyndaflokkur þessi, sem er í tólf þátt- um, hefur vakið heimsat- hygli líkt og myndaflokk- urinn „Lífið á jörðinni". í þessum nýja flokki er David Attenborough er um- sjónarmaður hins nýja heimildamyndaflokks. gerð grein fyrir dýralífi og gróðri sem þrífst við ákveðin skilyrði, s.s. í eyðimörkum, heims- skautalöndum, í skógum og í hafinu. Attenborough hefur viðað að sér efni hvað- anæva úr heiminum og í fyrsta þættinum í kvöld, sem nefnist „Jörð í mót- un“, verður sýnt frá eld- gosi hér á íslandi. í þess- um þætti er einkum fjall- að um mótun jarðar og lífið á eldfjalla- og jarð- hitasvæðunum. Þýðandi og þulur er Óskar Ingimarsson. ÚTVARP MIOVIKUDAGUR 6. mars 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt, þáttur Sigurðar G. Tómas- sonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð: — Nlels Árni Lund talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Agnarðgn" eftir Pál H. Jónsson. Flytjendur: Páll H. Jónsson, Heimir Pálsson og Hildur Heimisdóttir (1). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 íslenskir einsöngvarar og kórar syngja. 11.15 Llr ævi og starfi Islenskra kvenna. Umsjón: Björg Ein- arsdóttir. 11.45 Islenskt mál. Endurtekinn þáttur Asgeirs Blöndals Magnússonar frá laugardegi. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 13.20 Barnagaman. Umsjón: Anna Ringsted (RÚVAK). 13.30 „Vlsnavinir, Hálft I hvoru, Rló-tríó, Þrjú á palli" o.fl. syngja og leika. 14.00 „Blessuð skepnan" eftir James Herriot. Bryndís Vlg- lundsdóttir les þýðingu slna (20). 14.30 Miödegistónleikar „Gautlandssvitan" eftir Gunnar Hahn. Sin- fóníettu-hljómsveitin i Stokk- hólmi leikur; Jan-Olav Wedin stjórnar. 14.45 Popphólfið — Bryndis Jónsdóttir. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 íslensk tónlisl. a. „Kantata VI Man- söngvar" eftir Jónas Tómas- son. Háskólakórinn syngur. Oskar Ingólfsson, Michael 19.25 Aftanstund. Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni: Söguhornið — Sálmurinn um blómið, Gunnlaugur Astgeirsson les kafla úr bók Þórbergs Þórð- arsonar. Myndir eftir Sigrlði L. Asgeirsdóttur. Tobba, Litli sjóræninginn og Högni Hin- riks. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Lifandi heimur. (The Living Planet.) Nýr flokkur — 1. Jörð I mótun. Heimildamyndaflokkur I tólf þáttum frá breska sjónvarp- inu BBC. Umsjónarmaður Shelton, Nora Kronblueh og Snorri S. Birgisson leika á klannettu, fiðlu, selló og pl- anó; Hjálmar H. Ragnarsson stjórnar. b. Sex lög úr „Helgu jarls- dóttur", lagaflokkí eftir Jón Björnsson. Elín Sigurvins- dóttir og Snæbjörg Snæ- bjarnardóttir syngja; Ólafur Vignir Albertsson leikur á pl- anó. 17.10 Slðdegisútvarp. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. MIÐVIKUDAGUR 6. mars David Attenborough. I þess- um myndaflokki, sem vakið hefur heimsathygli eins og „Lifið á jörðinni", sem Sjón- varpið sýndi árið 1980—1981, er gerð grein fyrir dýrallfi og gróðri sem þrlfst við ákveðin skilyrði svo sem á eyðimörkum, heim- skautalöndum, I skógum eða hafinu. Attenborough hefur viðaö að sér efni hvaöanæva úr heiminum, m.a. frá is- landi, I fyrsta þáttinn. i hon- um er einkum fjallað um mótun jarðar og llfið á eld- fjalla- og jarðhitasvæðum. Þýðandi og þulur Óskar Ingi- marsson. 19.50 Horft I strauminn með Kristjáni frá Djúpalæk. 20.00 Utvarpssaga barnanna: „Grant skipstjóri og börn hans" eftir Jules Verne. Ragnheiður Arnardóttir les þýðingu Inga Sigurðssonar (7). 20.20 Hvað viltu verða? Starfskynningarþáttur I um- sjá Ernu Arnardóttur og Sig- rúnar Halldórsdóttur. 21.00 Frá alþjóðlegu orgelvik- unni i Núrnberg sl. sumar. Andreas Rothkopf, sem hlaut önnur verðlaun I keppni organleikara, leikur „Ad nos, ad salutatem und- 21.50 Herstjórinn. Fjórði þáttur. Bandariskur framhaldsmyndaflokkur I tólf þáttum, gerður eftir metsölu- bókinni „Shogun" eftir Jam- es Clavell. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.35 Ur safni Sjónvarpsins. Höggmyndaskáldið Einar Jónsson. Sjónvarpsþáttur frá árinu 1974. Greint er frá llfi Einars og list I máli og mynd- um frá æskuslóðum hans, Galtafelli i Hrunamanna- hreppi. Handrit og stjórn: Andrés Indriðason. 23.30 Fréttir I dagskrárlok. am“, fantasiu og fúgu eftir Franz'Liszt. 21.30 Að tafli. Guðmundur Arnlaugsson flytur skákþátt. 22.00 Lestur Passíusálma (27). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Tfmamót. Þáttur i tali og tónum. Umsjón: Ævar Kjart- ansson. 23.15 Nútlmatónlist. Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnandí: Kristján Sigur- jónsson. 14.00—15.00 Eftirtvö Létt dægurlög. Stjórnandi: Jón Axel Ólafs- son. 15.00—16.00 Nú er lag Gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 16.00—17.00 Vetrarbrautin Þáttur um tómstundir og úti- vist. Stjórnandi: Júllus Einarsson. 17.00—18.00 Ur kvennabúrinu Hljómlist flutt og/eða samin af konum. Stjórnandi: Andrea Jóns- dóttir. SJÓNVARP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.