Morgunblaðið - 06.03.1985, Side 6

Morgunblaðið - 06.03.1985, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 6. MARZ 1985 ÚTVARP / S JÓN VARP Máttur orðsins Ooft veltir lítil þúfa þungu hlassi, og eins má segja að lítill punktur á röngum stað geti umbylt merkingu texta. Þessu til sönnunar vil ég sýna ykkur les- endur góðir hvað gerðist í gær- dagsgein minni. Þar stóð skrifað: Sérstaklega held ég nú að landsbyggðarfólkið megi þakka fyrir að eiga sér þann málsvara, sem ómar er. Á öld Reykjavíkurdekursins tel ég raun- ar Ómar einn af „uppfinninga- mönnunum" í fjölmiðlaheimi okkar ... Ég hefði hrist hausinn yfir slíkri merkingarleysu í dag- blaði enda átti að standa: Sérstak- lega held ég nú að landsbyggðar- fólkið megi þakka fyrir að eiga sér þann málsvara, sem Ómar er á öld Reykjavíkurdekursins. Tel ég raunar Ómar einn af „uppfinn- ingamönnum" í fjöimiðlaheimi okkar. Einhverjum kann að finn- ast að ég bruðli hér með dýrmætt pláss blaðsins, að einn punktur sé ekki mjög þungt lóð á þeim miklu vogarskálum er íslensk tunga sveiflast nú á í ölduróti upplýs- ingabyltingarinnar. En eru það ekki einmitt hinar smæstu eindir málsins er færast fyrst úr stað, uns að lokum tekur að hrikta í sjálfri aðalbyggingunni? Ófriður kirkjunnar? Sjáifur Laxness segir í Skegg- ræðunum: Ég hef orðið að spæla mig eftir föngum, en maður er aldrei búinn að læra íslensku nógu vel (bls. 22). Hvað megum við hin- ir þá segja, sem bara tölum og rit- um þessa hversdagslegu íslensku er allir skilja, en höfum hvorki mátt né þor til að skapa eigið tungutak að hætti nóbelskáldsins? Ég ætlaði nú reyndar ekki að eyða þessu þáttarkorni í spekúlasjón um ástkæra, ylhýra málið okkar, hafði upphaflega hugsað mér að fjalla um útvarpsþátt Önundar Björnssonar: I sannleika sagt er að þessu sinni fjallað um „... ófrið kirkjunnar í ófriðarumræð- unni“. En „í sannleika sagt“ þá sofnaði ég út frá þessu spjalli séra önundar, kannski vegna þess að hann hefir þegar náð þessum ein- kennilega sefjandi prestlega tal- anda, sem svæfir mann að öllu jöfnu. Hvað er annars orðið um eldklerka þessarar þjóðar, menn- ina er stöðvuðu hraunflóð með eldibrandi orða? Er Einar einn eftir? f það minnsta minnist ég þess ekki að börn mín hafi tekið eftir útvarpsmessupredikuninni utan eitt sinn er Einar Gíslason Hvítasunnumaður stóð í stólum, en þá greip elsti strákurinn í pils- faldinn og hrópaði: Af hverju er maðurinn svona reiður, mamma? Rétílæíi guðs En eiga flytjendur guðs orðs ekki að byrsta röddina þegar víxl- aramir hafa í raun sett upp borð sín inní hinum innstu véum? Þeg- ar braskararnir eru að snúa heila kynslóð úr hálsliðnum með stjórn- lausum okurvöxtum? Hví þegja þá kirkjunnar þjónar eða temja sér einhvers konar „oxford-íslensku"? Auðvitað eru ekki allir þjónar hinnar evangelísku ríkiskirkju undir þessa sök seldir, en vantar ekki eldmóðinn í ræður sumra þeirra, þá þrumandi sannfæringu er skelfdi son minn undir út- varpspredikun Einars Gíslasonar? Eða er okkur ekki í senn ætlað að elska guðs orð og óttast kraft- birtíngu þess? Kristur óttaðist ekki braskarana og víxlarana, þá hann kastaði um borðum þeirra í musterinu. í dag eru musterin klædd svörtum marmara og borð víxlaranna búin drifhvítum tölv- um — en hvar er meistarinn frá Nasaret? ólafur M. Jóhannesson Toranaga hinn grimmi sem hef- ur örlög Black- thornes í hendi sér. Herstjórinn 4. þáttur ■■ í kvöld verður 50 sýndur fjórði — þáttur banda- ríska framhaldsmynda- flokksins Herstjórans sem er í tólf þáttum og gerður eftir samnefndri metsölubók James Cla- vells, „Shogun". í síðasta þætti gerðist þetta helst: Stýrimaður- inn Blackthorne er leidd- ur fyrir Toranaga, hinn grimma og volduga höfð- ingja. Blackthorne reynir að sannfæra Toranaga um að hann sé ekki sjóræn- ingi og glæpamaður, en það stoðar lítið. Við feng- um loks að sjá hina fögru Mariko sem Blackthorne virðist vera hugfanginn af. Hún túlkar fyrir Tor- anaga samtal hans og Blackthornes, þar sem hinn fyrrnefndi talar ekki ensku. Niðurstaðan verð- ur sú að Blackthorne sé illmenni sem varpa skuli í fangelsi. Blackthorne er komið fyrir í sóðalegum fanga- búðum þar sem allt er yf- irfullt af föngum. Á meðal þeirra er spænskur klerk- ur sem reynist Black- thorne vel á meðan á vist- inni stendur og reynir t.d. að kenna honum jap- önsku. En dvöl Black- thornes verður ekki löng og loks rennur upp sá dag- ur að yfirböðullinn kemur og sækir Blackthorne, en hann hefur það fyrir venju á hverjum degi að sækja einhvern fanganna til lífláts. Þátturinn endar þar sem Blackthorne er leiddur úr fangaklefanum en ekki er trúlegt að hann sé á leiðinni á höggstokk- inn þar sem þáttaröðin er svotil rétt hafin. „Hvað viltu verða?“ ■ Starfskynn- 20 ingarþátturinn — Hvað viltu verða? er á dagskrá út- varps í kvöld kl. 20.20. Umsjónarmenn eru Erna Arnardóttir og Sigrún Halldórsdóttir. Að þessu sinni verður ekki fjallað um eina ein- staka starfsgrein heldur um starfskynningar al- mennt og starfsmátann í sambandi við þær. Spjall- að verður við Gerði Óskarsdóttur, æfinga- stjóra í uppeldis- og kennslufræðum við Há- skóla íslands. Gerður var áður skólastjóri á Nes- kaupstað, en þar er M.a. verður spjallað við Gerði Óskarsdóttur, æf- ingastjóra í uppeldis- og kennslufræðum við Há- skóla íslands. starfsþjálfun nemenda í fullum gangi allan vetur- inn en ekki eingöngu í eina viku eða jafnvel nokkra daga eins og tíðk- ast hér fyrir sunnan. En einmitt um þessar mundir eru nemendur grunnskól- anna í starfskynningum úti á vinnumarkaðinum. Þá verður rætt við Rögnvald Guðmundsson kennara í Garðaskóla, en hann skipuleggur allt starfsnám við skólann. Loks verður spjallað við nokkra unglinga um starfsnámið. Þá verður leikin létt tónlist inn á milli dagskrárliða. LIFANDI HEIMUR — breskur heimildamyndaflokkur ■■ Hver man ekki 40 eftir hinum fróðlega og skemmtilega heimilda- myndaflokki „Lífið á jörð- inni“ frá breska sjónvarp- inu BBC sem sjónvarpið sýndi árið 1980 til 1981. Nú hefur sjónvarpið feng- ið annan slíkan til sýn- inga og nefnist hann „Lif- andi heimur". Umsjónar- maður er David Attenbor- ough. Heimildamyndaflokkur þessi, sem er í tólf þátt- um, hefur vakið heimsat- hygli líkt og myndaflokk- urinn „Lífið á jörðinni". í þessum nýja flokki er David Attenborough er um- sjónarmaður hins nýja heimildamyndaflokks. gerð grein fyrir dýralífi og gróðri sem þrífst við ákveðin skilyrði, s.s. í eyðimörkum, heims- skautalöndum, í skógum og í hafinu. Attenborough hefur viðað að sér efni hvað- anæva úr heiminum og í fyrsta þættinum í kvöld, sem nefnist „Jörð í mót- un“, verður sýnt frá eld- gosi hér á íslandi. í þess- um þætti er einkum fjall- að um mótun jarðar og lífið á eldfjalla- og jarð- hitasvæðunum. Þýðandi og þulur er Óskar Ingimarsson. ÚTVARP MIOVIKUDAGUR 6. mars 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt, þáttur Sigurðar G. Tómas- sonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð: — Nlels Árni Lund talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Agnarðgn" eftir Pál H. Jónsson. Flytjendur: Páll H. Jónsson, Heimir Pálsson og Hildur Heimisdóttir (1). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 íslenskir einsöngvarar og kórar syngja. 11.15 Llr ævi og starfi Islenskra kvenna. Umsjón: Björg Ein- arsdóttir. 11.45 Islenskt mál. Endurtekinn þáttur Asgeirs Blöndals Magnússonar frá laugardegi. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 13.20 Barnagaman. Umsjón: Anna Ringsted (RÚVAK). 13.30 „Vlsnavinir, Hálft I hvoru, Rló-tríó, Þrjú á palli" o.fl. syngja og leika. 14.00 „Blessuð skepnan" eftir James Herriot. Bryndís Vlg- lundsdóttir les þýðingu slna (20). 14.30 Miödegistónleikar „Gautlandssvitan" eftir Gunnar Hahn. Sin- fóníettu-hljómsveitin i Stokk- hólmi leikur; Jan-Olav Wedin stjórnar. 14.45 Popphólfið — Bryndis Jónsdóttir. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 íslensk tónlisl. a. „Kantata VI Man- söngvar" eftir Jónas Tómas- son. Háskólakórinn syngur. Oskar Ingólfsson, Michael 19.25 Aftanstund. Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni: Söguhornið — Sálmurinn um blómið, Gunnlaugur Astgeirsson les kafla úr bók Þórbergs Þórð- arsonar. Myndir eftir Sigrlði L. Asgeirsdóttur. Tobba, Litli sjóræninginn og Högni Hin- riks. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Lifandi heimur. (The Living Planet.) Nýr flokkur — 1. Jörð I mótun. Heimildamyndaflokkur I tólf þáttum frá breska sjónvarp- inu BBC. Umsjónarmaður Shelton, Nora Kronblueh og Snorri S. Birgisson leika á klannettu, fiðlu, selló og pl- anó; Hjálmar H. Ragnarsson stjórnar. b. Sex lög úr „Helgu jarls- dóttur", lagaflokkí eftir Jón Björnsson. Elín Sigurvins- dóttir og Snæbjörg Snæ- bjarnardóttir syngja; Ólafur Vignir Albertsson leikur á pl- anó. 17.10 Slðdegisútvarp. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. MIÐVIKUDAGUR 6. mars David Attenborough. I þess- um myndaflokki, sem vakið hefur heimsathygli eins og „Lifið á jörðinni", sem Sjón- varpið sýndi árið 1980—1981, er gerð grein fyrir dýrallfi og gróðri sem þrlfst við ákveðin skilyrði svo sem á eyðimörkum, heim- skautalöndum, I skógum eða hafinu. Attenborough hefur viðaö að sér efni hvaöanæva úr heiminum, m.a. frá is- landi, I fyrsta þáttinn. i hon- um er einkum fjallað um mótun jarðar og llfið á eld- fjalla- og jarðhitasvæðum. Þýðandi og þulur Óskar Ingi- marsson. 19.50 Horft I strauminn með Kristjáni frá Djúpalæk. 20.00 Utvarpssaga barnanna: „Grant skipstjóri og börn hans" eftir Jules Verne. Ragnheiður Arnardóttir les þýðingu Inga Sigurðssonar (7). 20.20 Hvað viltu verða? Starfskynningarþáttur I um- sjá Ernu Arnardóttur og Sig- rúnar Halldórsdóttur. 21.00 Frá alþjóðlegu orgelvik- unni i Núrnberg sl. sumar. Andreas Rothkopf, sem hlaut önnur verðlaun I keppni organleikara, leikur „Ad nos, ad salutatem und- 21.50 Herstjórinn. Fjórði þáttur. Bandariskur framhaldsmyndaflokkur I tólf þáttum, gerður eftir metsölu- bókinni „Shogun" eftir Jam- es Clavell. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.35 Ur safni Sjónvarpsins. Höggmyndaskáldið Einar Jónsson. Sjónvarpsþáttur frá árinu 1974. Greint er frá llfi Einars og list I máli og mynd- um frá æskuslóðum hans, Galtafelli i Hrunamanna- hreppi. Handrit og stjórn: Andrés Indriðason. 23.30 Fréttir I dagskrárlok. am“, fantasiu og fúgu eftir Franz'Liszt. 21.30 Að tafli. Guðmundur Arnlaugsson flytur skákþátt. 22.00 Lestur Passíusálma (27). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Tfmamót. Þáttur i tali og tónum. Umsjón: Ævar Kjart- ansson. 23.15 Nútlmatónlist. Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnandí: Kristján Sigur- jónsson. 14.00—15.00 Eftirtvö Létt dægurlög. Stjórnandi: Jón Axel Ólafs- son. 15.00—16.00 Nú er lag Gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 16.00—17.00 Vetrarbrautin Þáttur um tómstundir og úti- vist. Stjórnandi: Júllus Einarsson. 17.00—18.00 Ur kvennabúrinu Hljómlist flutt og/eða samin af konum. Stjórnandi: Andrea Jóns- dóttir. SJÓNVARP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.