Morgunblaðið - 06.03.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.03.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1985 Stytting daganna — eftir dr. Benjamín H.J. Eiríksson Fyrir seinustu jól kom út þýdd bók sem nefnist Árin þöglu í ævi Jesú. Mér virðist að það bezta sem hægt sé að segja um bókina, sé það, að með henni sé reynt að vekja athygli á því, að andlegt — fyrst og fremst trúarlegt — líf í Palestínu á dögum Jesú hafi verið fjölskrúðugra en menn gætu hald- ið af lestri Nýja Testamentisins og þeim heimildum öðrum, sem til- tækar voru fram á miðja þessa öld. Ég mun segja sumt lakara um efni bókarinnar áður en lýkur. Það versta verður víst að vera ósagt. Það eru takmörk fyrir því hvað pappírinn þolir. Á saurblaði er prentað með stóru skrautletri: Bókaútgáfan Þjóðsaga tileinkar útgáfu þessa verks ári bibiíunnar á íslandi 1984 Það var og. Þegar ég fór að lesa spurði ég útgefandann, hvað hann gæti sagt mér um höfundinn. Ég skildi hann svo, að um hann vissi hann ekkert. Ég fór því að kynna mér það mál, og ætla að byrja á því að segja frá því helzta sem ég fann eða fékk. Höfundurinn, Dr. Charles Francis Potter, virðist hafa byrjað sem þjónandi prestur. Faðir hans var biskup í meþódistakirkjunni. Afi hans var líka biskup, einnig afabróðir hans. Sá lagði horn- steininn að hinni miklu Jóhannes- arkirkju (John the Divine) sem enn er í byggingu í New York eftir hátt í öld. Árið 1924 á Dr. Potter í ritdeilu við séra Straton um únítarismann. Árið 1930 flytur hann ávarp, hjá First Humanist Society of New York, sem hét eða kallað var A Humanist Encydical. Sama ár birt- ist bók eftir hann: Humanism a New Religion. Hann var því únít- ari og í augum sumra einskonar páfi hreyfingarinnar. Þróun vísindanna, en þó fyrst og fremst þróunarkenningin, virðist hafa breytt viðhorfi höfundarins til kristinnar trúar. Eftir fyrri heimsstyrjöldina var hann orðinn eldheitur baráttumaður únítar- ismans. Áratugum síðar finnst honum efni Kúmran-handritanna renna enn nýjum stoðum undir það viðhorf. Verð ég því að segja fáin orð um þetta viðhorf. Grundvallaratriði únitarismans er höfnun kenningarinnar um heilaga þrenningu og þar með höfnun guðdóms Jesú. Trúfélag „Það væri mjög æski- legt að fá fréttaauka Þóris Kr. í blöðunum, helzt aukinn, því að það er óþolandi að sjá boðskap bókar þeirra Dr. Potters og AN tekið með þögninni einni saman af hálfu guðfræð- inganna.“ únítara hefir enga trúarjátningu né stefnuyfirlýsingu. Kirkjunni er hafnað, en félagið kailað samtök (association). Únítarar munu flestir hafna tilvist hins yfirskil- vitlega heims en leggja áherzlu á siðgæðið. í bókarlok er hinu „óljósa hugtaki ‘guði’“ hafnað um Jesúm. (160) í Bandaríkjunum er fjöldi pre- dikára sem eru án þess sem við köllum formlega guðfræðimennt- un. Þeir sem hana hafa eru oft auðkenndir með doktorstitli. Þeg- ar um prest er að ræða er hann því venjulegast ekki fræðimannstitill eða vottur um sérstök vísinda- störf. Enda kemur hvergi fram í bókinni að Dr. Potter hafi fengizt við vísindastörf. Hann segir á ein- um stað, að hann hafi haft stöðugt samband við prófessora í Nýja- testamentisfræðum. Það hafi haf- izt um 1905 (77). í bókinni telur hann upp bækur eftir fræga fræði- menn, sem hann hafi lesið, en seg- ir hvergi að hann hafi starfað með þeim sjálfum að vísindastörfum. Það hlýtur að vekja athygli, að Dr. Potter er fæddur 1885 og deyr 1%2. Árið 1958 gaf hann út fyrst hina þýddu bók. Hún er því samin fyrir meira en aldarfjórðungi. Hún fjallar fyrst og fremst um Kúmran-handritin og hin svoköll- uðu hliðarrit, (apokryfu rit), en mikill hluti þessara handrita er einmitt þessi rit. Var nú ekki hægt að finna eitthvað nýlegra en þessa bók, um þessi efni, til þess að bjóða þjóðinni á þessu hátíðarári Biblíunnar? Á þessum aldarfjórð- ungi, sem liðinn er, hafa birzt mörg rit um þessi mál, samin af færari mönnum, langtum betri en þessi gamla bók, að minni hyggju. I ár er liðin rétt öld frá fæðingu höfundarins. En það, sem virðist hafa ráðið vali bókarinnar er, að séra ÁN las hana víst snemma, fannst hún þá góð, og skýrir það margt í boðskap hans. Nú finnst honum tími til kominn að „síðan þess aðrir njóti með“. Innihaldið fellur rétt vel að smekk hins vígða manns, séra Árelíusar Níelssonar, sem er hvatamaðurinn og upp- haflegi þýðandi bókarinnar. Við vígsluna lofar prestsefnið hátið- lega fyrir augliti Guðs, að kenna trúna hreina samkvæmt hinum spámannlegu og postullegu ritum Biblíunnar. En þessi þýdda bók er róttæk höfnun alls þessa. Sem formáli að bókinni eru not- uð tvö sýnishorn texta úr Dauða- hafshandritunum, bæði úr Hand- bók um hegðun, einu höfuðriti Ess- enanna. Hið fyrra er bæn um blessun hins trúaða í hinu síðara blessar hinn trúaði Guð, segist gera sáttmálann og lofar að halda lögmálið. Þessar tilvitnanir eru auðvitað ekki annað en viðtekin gyðingleg guðrækni á öllum öld- um. Þær eru á engan hátt sérstak- lega essenskar eða kristilegar, og því á engan hátt vitnisburður um það að kristindómurinn sé af ess- enskum uppruna, en það, ásamt óheiðarleik kirkjufeðranna, er það sem ætlað er að sanna með ritun bókarinnar. Þeir félagarnir, Dr. Potter og séra Árelíus, reyna að finna stuðning vantrú sinni og fölskum trúarkenningum með því að sýna fram á það, að í Palestínu hafi ríkt auðugt andlegt líf að baki lífi presta og skriftlærðra. Ég fæ ekki séð, að það breyti nokkru því, sem skiptir máli fyrir kristna trú eða kirkju. Það bezt ég veit er það einnig skoðun þeirra guðfræðinga og lærðu manna, sem rannsakað hafa þessi mál. Grundvallarspurn- ingin er eftir sem áður sú sama: Er kristin trú opinberun Guðs, eða sú mannlega samsuða, sem þeir sálufélagarnir Dr. Potter og séra Árelíus álíta hana vera? Dr. Potter er ákaflega hneyksl- aður yfir því hve mörg rit vanti í Biblíuna, sem honum finnst að þar ættu að vera, fyrst og fremst Enoksbók. Hún boðar heimsslit og komu Mannssonarins. Þetta er þegar boðað í Daníelsbók, sem er í Biblíunni. En Enoksbók gerir meira en þetta. Hún boðar komu tveggja Mannssona, prests og kon- ungs. Þetta ætti ekki að vera svo torskilinn spádómur. NT segir frá komu Jesú og starfi hans, og boðar endurkomu hans sem konungs 200—300 sinnum. Hér ættu því ekki að vera neinir árekstrar, sem gætu hneykslað kirkjufeðurna. En í Enoksbók gerir Guð Enok að Mannssyni. Það er því ekkert und- arlegt þótt það skreppi upp úr Dr. Potter, að hafi Kúmran-samfélag- ið verið móðir kristindómsins, þá hafi Enok verið faðir hans. Hitt er svo annað mál, að kirkjufeðurnir Benjamín HJ. Eiríksson hafa haft leiðsögn Heilags anda, og hann hefir ekki viljað hafa í Biblíunni sumt af því, sem sagt er um Mannssoninn og Enok, í því riti sem kennt er við hinn síðar- nefnda. (Heitið „faðir andanna" er mikið notað í Enoksbók.) Megintilgangur með bókinni er sá, að sýna fram á það, að krist- indómurinn sé af essenskum upp- runa. Jesús hafi boðað kenningar Essena, hið frumlega í kenningum hans sé frá öðrum runnið, Essen- unum, ennfremur að guðfræðing- ar kirkjunnar séu sekir um að dylja þetta. f rauninni hafi þeir strax byrjað á fölsunum sínum með því að sleppa flestum hliðar- ritunum úr Biblíunni. Þessum fullyrðingum hefir Þórir Kr. Þórð- arson prófessor svarað í frétta- auka í útvarpi að kvöldi hins 19. janúar og hrakið grundvallar- atriði bókarinnar þótt í stuttu máli væri. En hann nefndi engin nöfn. Hann nefndi ekki prestinn séra Árelíus, né það, að bókin væri tileinkuð ári Biblíunnar. En hann sagði annað ekki síður mikilvægt. Hann sagði, að þetta væri frétta- auki í tilefni af því, að 40 ár væru nú liðin frá fundi Dauðahafshand- ritanna (Kúmran-handritanna). Gott sýnishorn af því, sem séra Árelíusi er svo mikið í mun að koma á framfæri við íslenzka þjóð á ári Biblíunnar, má finna strax á fyrstu blaðsíðu fyrsta kapítula bókarinnar. Rannsóknir fornra handrita hafa birt nýjan Jesúm stendur þar: „Hann er ekki lengur sá Kristur sem þeir (fræðimennirnir) sköp- uðu með trúgirni sinni og guð- fræðingar síðari alda, önnum kafnir við að semja trúarjátn- ingar sínar, umbreyttu í heiðinn guð eingetnaðar og líkamsupp- risu.“ (9) Eftir þetta ætti enginn að velkj- ast í vafa um viðhorf séra Árelíus- ar Níelssonar: kirkjan boðar heió- inn guð. Og í brauði óg á brauði þessarar kirkju hefir hann lifað meginhluta ævi sinnar. Hvað á söfnuður Jesú að halda? Fyrir nokkrum árum bar ég mig upp við ónefndan guðfræðing, undan blaðaskrifum prests nokk- urs. Af hverju sést ekkert svar í blöðunum við svona óviðunandi, jafnvel óviðurkvæmilegum skrif- um? Svarið sem ég fékk var á þá leið, að einhver samkoma presta hefði samþykkt að prestar ættu ekki að vera að svara hver öðrum í blöðunum. Með þessu var hvaða ruglukolli í prestastétt, sem væri gefið meira en prentfrelsi, nefni- lega frelsi frá heilbrigðri gagnrýni stéttarbræðranna. Prestarnir höfðu sem sé lært stéttvísi, en hún er ekki það sama og að bera sann- leikanum vitni. Hvar átti söfnuð- urinn þá að fá upplýsingu? Hverju átti hann að trúa? Presturinn sagði: „þessu," og enginn and- mælti. Ruglukollurinn hlaut að tala fyrir munn kirkjunnar. Þetta er sennilega ástæðan til þess að Þórir Kr. nefnir hvorki bókina, höfundinn, þýðandann, né útgef- andann, já, og lætur nokkur orð í fréttaauka útvarpsins duga á til- fallandi hagkvæmri tíð. En Þórir Kr. gerði meira en hrekja helztu villukenningar bók- arinnar, það er að segja fyrst og fremst þá kenningu, að kirkjan væri hreyfing Essena. Viðhorf þeirrar hreyfingar og kirkjunnar væru ólík. Hann sagði að liðin væru 40 ár frá fundi Kúmran- handritanna. Allegro segir í bók sinni, að Muhammad Adh-Dhib, arabíski smaladrengurinn, hafi fundið fyrsta hellinn einn heitan sumardag árið 1947. Fræðimenn í Jesúsalem fengu fyrst um þetta að heyra með vissu árið 1948, eða hér um bil hálfu öðru ári síðar. Hinn 19. janúar 1985 vantar því 2'/2 —4 ár upp á að náð sé 40 ára afmæl- inu, sem prófessorinn gaf upp sem ástæðu fréttaaukans. Ég er því ekki í neinum vafa, að það er bók þeirra Dr. Potters og ÁN um Dauðahafshandritin, sem er hin raunverulega ástæða fyrir frétta- aukanum. En ég hefi aðra og öllu veigameiri ástæðu til þess að vera að benda á þetta og sem fram gægist í nafni greinarkorns þessa. Og nú er komið að henni. í Biblíunni gegnir talan 40 oft þýðingarmiklu hlutverki, einkum árin 40. Ættkvíslirnar 12 reikuðu „40 ár“ um eyðimörkina, áður en að þær fengju að fara inn í fyrir- heitna landið. Og „40 ár“ liðu frá krossfestingunni til eyðileggingar Jeúsalems, svo dæmi séu nefnd. Ríki Gyðinga reis að nýju árið 1948. Þar sem „40 ár“ eru þýð- ingarmikið tímabil — örlagaríkt myndi ég segja — í lífi Gyðinga- þjóðarinnar, þá tel ég næsta líklegt - f RAUNINNI ALVEG VÍST - að „40 ár“ frá stofnun hins nýja ríkis þeirra muni enn gerast mikl- ir atburðir í lífi þeirrar þjóðar. Vér getum öll verið þakklát Þóri Kr. fyrir að benda oss á það, að „40 ár“ séu þegar liðin, samkvæmt hans útreikningi frá fundi hand- BÚTASALA — RÝMINGARSALA Okkar vinsæla bútasala er hafin. Geysilegt úrval af bútum og gluggatjaldaefnum í metratali. Allt að 50% afsláttur. Aðeins í nokkra daga, komiö og gerið góð kaup. Áa^aiiiui PLUGGATJÖTO SKIPHOUI17A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.