Morgunblaðið - 06.03.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 06.03.1985, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1985 ,/tfvíá> me6 cxpa.? hljótii ab ha.(o. apa.!" Kg skil ekki hvað það kemur firmakeppninni við að lið öryggis- þjónustunnar kemur alltaf með stóra hundinn þegar það kemur til keppni. HÖGNI HREKKVÍSI pjEF þu VlLT SAFKIA ElNHVERTO, ^KAltO SAFNA FIORJLPUM !" ást er... ró O) Þ BA£> / O Ó'H ... að vera þol- inmóður. TM Raa. U.S. Pat Ofl.-rt righti rwwvad • 1964 Los AngMn TIims Syndlcale Á myndinni sjást nokkrar af þeim teikningum af mars sem stjörnufræðingurinn Percival Lowell gerði í byrjun þessarar aldar, en hann taldi sig sjá, í sjónauka, skurði mikla um allan hnöttinn, og lét sér til hugar koma að hér væri um áveituskurði að ræða, gerða af íbúum hnattarins. Nú er vitað að svo er ekki og mun ekkert líf þróast á þessari forvitnilegu jarðstjörnu. Hímíndjásnin þrjú Fagurt var út að líta seint í kvöld (föstudagur 22. febrúar 1985) og horfa á himininn, blik- andi björtum stjörnum, til allra átta. Stórkostlegt var að líta í vestur- átt, því þar gat að líta himinsýn, fegurri öllu öðru er fyrir augu bar á þessari kyrru kvöldstund. Þarna blöstu við augum þrír himinhnettir, næstum hver upp af öðrum, í öllum sínum ljóma. Efst var Venus, hin tindrandi bjarta reikistjarna, langbjartasta stjarna himins, sem undanfarnar vikur hefur svo mjög fegrað vest- urloftið og fylgt eftir móður sól á niðurgöngu hennar að enduðum ferli dags. Engin stjarna hefur um skeið glatt augu okkar jarðabúa, eins og þetta sindrandi hvíta him- inljós. Skammt fyrir neðan Venus og lítði eitt til vinstri mátti sjá reiki- stjörnuna Mars, þar sem hún glóði sem rauður, fremur daufur depill, á dimmbláum kvöldhimninum. All nokkru neðar við þessar tvær kunnu stjörnur var svo mán- inn okkar, útlits sem örmjó silf- ursigð. Því hann var ný genginn fyrir sólu og birtist nú aftur vinstra megin hennar og snéri að henni ljómandi bungu sinni. Og svo sérkennilega vildi til, að er ég gekk út úr húsi mínu þetta kvöld, þá stóðu þessi þrjú himin- djásn beint upp af kirkjunni okkar, Kópavogskirkju, frá mér að sjá, og heldur lágt á lofti. BSK skrifar: Blöðin sögðu frá því fyrir skömmu að frú Sigurlaug Bjarna- dóttir frá Vigur hefði flutt bráð- skemmtilegt erindi um fuglalífið í eyjunni Vigur í ísafjarðardjúpi á fundi í Fuglaverndarfélaginu. Ekki er það ótrúlegt, því kunnugt er það af setu frúarinnar á Al- þingi, að hún er greind og vel máli farin. Enginn mun heldur draga í efa þekkingu hennar á fuglalífinu á sínum bernskuslóðum. — En fundurinn var haldinn kvöidtíma vestur í bæ, svo þeir sem gamlir eru orðnir og lítið fyrir að vera að heiman þegar kvöldar, munu hafa misst af erindinu. Þegar um al- Hve fagur var ekki ljómi þess- ara björtu blysa, hve heillandi að fá að njóta um stund þeirrar feg- urðar sem hér birtist í öllu sínu veldi. En himindjásnin þrjú, sem hér var minnst á, voru á hraðferð og hurfu að skammri stundu liðinni á bak við skýjaþykkni lágt á lofti í vesturátt norðan kirkjunnar. Þau fylgdu fast eftir ferli sólar sem Brynjar Helgi Brynjólfsson skrif- ar: Eitthvað hlýt ég að hafa komið við veikan blett hjá Boggu með skrifum mínum, þar sem hún sér ástæðu til að ausa úr skálum reiði sinnar í svari sínu til mín. En þar afneitar hún viðurnefninu diskó- pía, já batnandi mönnum er best að lifa. En verst var að hún þyrfti að draga Bowie karlinn alsaklaus- an inn í málið og þar að auki ímynda sér einhverjar diskósögur um hann frá mér komnar. Greini- legt er að 12 ára „pælingar" Boggu í Bowie hafa valdið skammhlaupi í átrúnaðargoðsdeilunni og ekki batnar það þegar stúlkukindin er farin að verja heiður söngkonunn- ar Sade. Minnist ég þess ekki að hafa minnst einu orði á þau Sade og Bowie í skrifum mínum heldur hélt ég því fram að Bogga virtist menn fræðsluerindi er að ræða, sem ætla má að eldri borgarar hafi gaman af að hlusta á, ætti að flytja þau sem næst gamla mið- bænum. Þangað eru greiðastar samgöngur með strætisvögnum eins og kunnugt er. Væri nú til of mikils mælst, að félagið fengi frúna til að flytja umrætt erindi í útvarpinu, svo al- menningi gæfist kostur á að hlýða á það? Gamlir eyjaskeggjar, a.m.k. mundu fagna því. — Senn vorar, og vænt er til að vita, að enn eru til nokkrir hólmar þar sem sumargestirnir okkar lenda ekki allir í kjaftinum á minknum. nokkru áður hafði hnigið til viðar á sömu slóðum. Við menn ættum sem oftast að líta til himins og stjarna, og njóta þeirra töfra sem þar birtast sjón- um, því fátt iyftir huganum meir í átt til furðuheima tilverunnar, eða í átt til hinnar æðstu veru, en ein- mitt sýn til fagurblikandi stjarn- anna á heiðskírum kvöldhimni. 22. febrúar 1985. Ingvar Agnarsson hafa lítið vit á tónlist almennt, og miðaði þá við barnaleg urnmæli hennar um þungarokkið og jafn- framt það hve útlit átrúnaðargoða hennar virðist skipta hana máli. Enda virðist það ætla að verða fastur liður í skrifum Boggu að ræða um útlit goðanna. Legg ég nú til að skrif hennar birtist hér eftir undir yfirskrift- inni „hljómsveitafegurðarsam- keppnin". Nú þegar hafa Bowie og Sade skipað sinn verðuga sess þar efst á lista en meðlimir Strangl- ers, Talking Heads og U2 verða víst að ganga með poka yfir hausnum það sem eftir er, af um- mælum hennar að dæma. En svo við snúum okkur nú að skrifum Boggu um þungarokkið sem reyndar var meginástæða skrifa minna á annað borð, þá er ljóst orðið að skrif Boggu um það er ekki vert að taka alvarlega. Vísa ég í þeim efnum til ummæla Boggu: ÞVí þá einungis er vert að deila á eitthvað hafi maður hald- bær rök fyrir máli sínu. Þessum ummælum vísa ég hér með til föð- urhúsanna. Annars er merkilegt að Bogga blessunin skuli hafa nefnt U2 á nafn því þeir piltar kalla ekki allt ömmu sína þegar þungt og kraftmikið rokk er annars vegar. Mun krafturinn meira að segja hafa mælst á jarðskjálftamælum. Það skyldi þó aldrei vera að Bogga vissi ekki muninn á þungarokki og bárujárnsrokki? Að lokum vil ég geta þess að skrif mín um Smjattpattana hafa misritast í Velvakanda síðast, þar átti að standa: Því þess verður ekki langt að bíða að Bogga og smérpíurnar heimti Smjattpattana í Skonrokk. Athugasemd við athugasemd Erindið verði endurflutt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.