Morgunblaðið - 06.03.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.03.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1985 Klassísk kvöld á Arnarhóli: „Hugmyndin að kynna efnilegt ungt listafólk“ — segir Skóli Hansen, veitingamaður Veitingahúsið Arnarhóll hefur tekið upp þá nýbreytni í rekstri sínum að hafa svonefnd klassísk kvöld á miðvikudögum og ætlun- in að hafa þau fram á vor. Á boðstólnum er sérstakur sérréttaseðill á þessum kvöld- um. Undir borðum er leikin kammertónlist en um flutn- inginn sjá Mararkvartettinn, en hann skipa Sean Bradley og Martin Smith fiðluleikarar, Anna McGuire sem spilar á víólu og Haukur F. Hannesson sem leikur á selló. Spilar kvartettinn fjölbreytta tónlist, „allt frá Bach til Bítlanna" eins og Haukur Hannesson komst að orði. Eftir borðhald er gestum staðarins boðið inn í koníaksstofuna til að hlýða á tónlistarflutning. „Hugmyndin er að kynna Skúli Hansen, veitingamaður, en Arnarhóll býður nú upp á klassískt kvöld á hverjum miðvikudegi. efnilegt ungt listafólk og gefa því kost á að spreyta sig,“ sagði Skúli Hansen veitinga- maður á Arnarhóli í samtali við blm. „Við höfum haft klassísku kvöldin þrisvar sinnum og hafa söngvarar verið í öll skiptin, nú síðast bræðurnir Guðbjörn og Gunnar Guð- björnssynir, en þeir eru nú við söngnám. Þessi kvöld hafa heppnast mjög vel og aðsóknin verið góð. Við höfum t.d. haft töluvert af útlendingum á þessum kvöld- um og hafa þeir verið mjög ánægðir. í kvöld syngur ung sópran- söngkona, Sigríður Elliðadótt- ir, á fjórða klassíska kvöldi Arnarhóls. »erð 728-1H. Hægt að Hægt að Velur aftur Gamaldags sími, Gerð 90192. Utlit frá 1930. Verð kr. 4.989 ' Imu veröi [Takkasrmiíhulstrij Swíasg '°*a *Vw hljóðnema S'öasta númer. Vert itaiarasími. Takkasími með minnum. Hægt að tala i hann i þess að nota s’mto‘lv- jlsval-tónval.Styrkle’ka^^ rir hátalara og s,rntóJ ,„®9 b laesa ut án þess að loka rrir hringingu mn. 'erð kr. 5.889.- I 589 Framlengingarsnu^r. Verð kr Kló fylgir öllum símunum. ^^Snieikar^ypi^u30^0- Ársábyrgð og fullkomin viðgerðarþjónusta.minni að aeki. Verð kr. 1 68909 10 Póstkröfusiminn ‘inaan HAGKAUP Reykjavík Akureyri Njarðvík Ánægðir unglingar í Knellunni. Morgunbla«i»/Æv»r Nýtt æskulýðs- heimili á Eskifirði Eskifirði, 23. febrúar. NÚ UM helgina var opnað hér á vegum æskulýðsráðs nýtt æskulýðsheimili, sem er til húsa í gamla barnaskólanum, en þar hefur lagst af öll kennsla grunnskólans síðan flutt var í nýja grunnskólahúsið fyrr í vetur. Fyrir starfsemina fékk æskulýðsráð gömlu smíðastofuna og eldhúsið og hefur verið innréttað þar skemmti- og tómstundaheimili og sem nefnist Knellan en það er gamalt nafn úr nágrenninu. Hafa stjórnendur og ungl- ingarnir lagt mikla vinnu í að gera staðinn sem best úr garði. Sögðu stjórnendur að þeir hefðu mætt sérstökum skilningi og velvilja hvar sem þeir hefðu leitað með sín erindi og krakkarnir sýnt mikinn áhuga og mikið á sig lagt við inn- réttingar á staðnum. Á föstu- dagskvöld var opnað og var diskó- tekið þá opið og allt á fullu með tilheyrandi ljósagangi. Þá voru og mikil viöskipti i sjoppunni og greinilegt að unglingarnir kunnu vel að meta nýja staðinn. Hug- myndin er að Knellan verði opin flest kvöld vikunnar og verður margt á boðstólum, landskeppnir, borðtennis, og þarna hafa tónlist- armenn framtíðarinnar aðstöðu til æfinga, sákæfinga og margt fleira. Á laugardögum verður svo opið hús frá hádegi fram á kvöld. Það segir sig sjálft að það er geysilegum munur fyrir unglinga að fá þetta athvarf því hingað til hafa þeir haft lítið í að hverfa, annað en íþróttahúsið og bíóið og þar fyrir utan gatan og sjoppurn- ar, og er þetta framtak þvi lofs- vert. Forstöðumenn Knellunnar eru bræðurnir Þórhallur og Guð- mann Þorvaldssynir en þeir eru báðir kennarar við grunnskólann hér. Margs konar félagsstarfsemi fer nú fram í gamla skólanum sem hefur aldeilis ekki lokið hlutverki sínu og fyrir utan æskulýðsheimil- ið má nefna að tónlistarskólinn flutti sína starfsemi þangað svo og safnaðarstarf þjóðkirkjunnar og fleiri aðilar eru þar, og komust færri að en vildu. Ævar. Ungir framsóknarmenn: Gagnrýna ríkis- stjórnina harðlega HARÐORÐ gagnrýni á ríkis- stjórnina kemur fram í stjórn- málasamþykkt Sambands ungra framsóknarmanna, en þing þeirra var haldið um helg- ina. Er ríkisstjórnin gagnrýnd fyrir athafnaleysi, sem segir í ályktuninni að sé óþolandi. Orðrétt segir í ályktuninni: „í allan vetur hefur þjóðin beðið með eftirvæntingu eftir ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar til nýsköpunar atvinnulífsins. Enn hefur ekkert gerst en því fleiri yfirlýsingar gefnar um væntanlegar aðgerðir. Þetta athafnaleysi er óþolandi — athafnir verða að koma í stað orða. Þingflokkar stjórnarliðsins bera höfuðábyrgð á þeirri töf sem orðið hefur. Skipulegri og skjótari vinnubrögð innan þeirra með hagsmuni þjóðfélagsins að leið- arljósi eru forsenda þess að ríkis- stjórnin öðlist traust almennings á nýjan leik.“ Benda ungir framsóknarmenn á leiðir í ályktun sinni, sem þeir telja að muni renna stoðum undir atvinnulíf hér á landi. Vilja þeir að fjárfestingarsjóðum verði fækkað, og þeir efldir, að styrkj- um ríkisins til atvinnuuppbygg- ingar verði beint til rannsóknar- og þróunarstarfsemi með stofnun sérstaks þróunarfélags, að sókn á erlenda markaði verði hert og að áhersla verði lögð á að laða til þátttöku í íslensku atvinnulífi er- lenda aðila, er búi yfir þekkingu á sviði tækni, markaðssetningar og stjórnunar. Þrýstimælar Allar stærðir og gerðir SfltuiFÖatuigjiyio3 Vesturgötu 16, sími 13280
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.