Morgunblaðið - 14.03.1985, Page 1
72 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
61. tbl. 72. árg.
FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1985
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Grískir kommúnistar:
Styðja forseta-
efni sósíalista
Aþcnu, 13. mars. AP.
ÞINGMENN kommúnista í Grikklandi hyggjast styðja Christos
Sartzetakais, frambjóðanda sósíalista, við kjör nýs forseta lands-
ins, sem fram fer á þjóðþinginu í Aþenu á sunnudaginn. Eru nú
taldar allar horfur á, að hann nái kosningu.
Þetta er í fyrsta sinn sem
gríski kommúnistaflokkurinn,
sem er hliðhollur Sovétríkjun-
um, á samleið með Sósíalista-
Líbanon:
Alvarlegur
klofningur
meðal krist-
inna manna
W
M
Amin Gemayel
Beinit, 13. nurs. AP.
SAMIR Gea-
I gea, foringi
vopnaðra sveita
■ kristinna
rm ” manna í Líb-
anon, sem í dag
tók völd í
nokkrum borg-
S um á svæði
kristinna
manna þar, hef-
ur krafist þess að Amin Gemay-
el forseti landsins fari frá.
Þetta er alvarlegasta ógnun
við völd Gemayels, sem sjálfur
er kristinn, frá því hann varð
forseti í kjölfar innrásar ísraela
í Líbanon 1982.
Er Gemayel bárust tíðindin
boðaði hann 60 stjórnmála- og
trúarleiðtoga til fundar við sig í
forsetahöllinni og stóð fundur-
inn í fjórar klukkustundir. Á
honum tókst samkomulag um að
stofna 7 manna nefnd til að
reyna að leysa ágreininginn við
Geagea. Formaður hennar er
Khreish patríarki, leiðtogi kaþ-
ólskra maroníta, en bæði Gea-
gea og Gemayel forseti eru úr
þeirra hópi.
flokki Papandreou forsætisráð-
herra í mikilvægu máli. Litið er
svo á, að ákvörðun flokksins
auki möguleika á frekari sam-
starfi kommúnista og sósíalista
á næstunni. Þingkosningar eru
fyrirhugaðar í Grikklandi í nóv-
ember.
Fyrr í vikunni greindi Pap-
andreou frá því að flokkur hans
myndi ekki styðja endurkjör
Konstantins Karamanlisar for-
seta, eins og hann hafði áður
fyrirhugað. Jafnframt greindi
hann frá því, að flokkurinn
hyggðist beita sér fyrir róttæk-
um breytingum á stjórnarskrá
landsins, sem m.a. fela í sér að
forsetinn er sviptur öllum
raunverulegum völdum. Karam-
anlis, sem er 77 ára að aldri,
sagði þá af sér embætti í mót-
mælaskyni.
STORVELDAHANDTAK
AP/Símamynd
George Bush, varaforseti Bandaríkjanna, heilsar Mikhail Gorbarhev, hinum nýja aöalritara sovéska kommúnista-
flokksins, í móttöku í Kreml að lokinni útfór Konstantins Chernenko, forseta Sovétríkjanna, í g»r.
Bandaríkjaforseti fús
að ræða við Gorbachev
„Möguleiki á að ná árangri,“ sagði Bush eftir fund með hinum nýja leiðtoga Sovétrfkjanna
MIKHAIL Gorbachev, hinn nýi leiðtogi Sovétrfkjanna, George
Bush, varaforseti Bandaríkjanna, og George Shultz, utanríkis-
ráðherra, ræddust við í hálfa aðra klukkustund í dag, að lokinni
útfiir Konstantins Chernenko, forseta. Bush sagði fréttamönnum
aö fundinum loknum, að Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, væri
reiðubúinn að hitta Gorbachev að máli strax og sovéskir ráða-
menn væru undir það búnir.
„Ef einhvern tímann á síð-
ustu árum hefur verið mögu-
leiki á því að ná árangri i sam-
skiptum ríkjanna tel ég að hann
sé nú fyrir hendi," sagði Bush.
Bush kvaðst hafa fært Gorb-
Sérfræðingur OECD:
Arabar fá kjöt og græn-
meti frá Eþíópíumönnum
Kaupmannahofn, 13. mars. AP.
LESTIR hlaðnar matvælum, þ.á m. kjöti og grænmeti, fara á degi
hverjum frá Eþíópíu til Arabaríkja, að því er Anne de Lattre, sér-
fræðingur í málefnum Afríku sunnan Sahara hjá Efnahags- og fram-
farastofnununni í París (OECD), sagði í viðtali við danska útvarpið í
dag.
Anne de Lattre sagði að í
Djibouti, þar sem hún var ný-
lega á ferð í erindum OECD,
hefði sér verið skýrt frá því að
hungursneyðin í Eþiópíu hefði
engin áhrif haft á þessa
matvælaflutninga, þar sem þeir
væru liður í viðskptasamning-
um, sem Eþíópíustjórn hefði
gert til langs tíma við nokkur
ríki Araba.
Anne de Lattre kvaðst sann-
færð um, að matvælaaðstoð
óopinberra erlendra hjálpar-
samtaka i Eþiópiu kæmist til
skila, enda færu samtökin sjálf
með stjórn hjálparstarfsins.
Aftur á móti væri óvíst hvort
öll þau matvæli, sem opinberir
aðilar erlendis, s.s. Evrópu-
bandalagið, sendu til Eþíópfu
bærust hinum hungruðu. „Ég
held að mjög margir fái ekki
matargjafir," sagði hún.
achev skriflega orðsendingu*frá
Reagan, en vildi ekki upplýsa
hvort í henni væri boðið til
fundar leiðtoganna í Bandaríkj-
unum, eins og talið var í Wash-
ington í dag.
Mikið fjölmenni var við útför
Chernenkos, sem fram fór við
virðulega athöfn i Moskvu.
Viðstaddir voru, auk Gorbach-
evs og annarra ráðamanna Sov-
étríkjanna, stjórnmálaleiðogar
og þjóðhöfðingjar víða að úr
heiminum.
í hópnum voru leiðtogar
kommúnistaríkjanna, varafor-
seti Bandaríkjanna, forseti
Frakklands og forsætisráðherr-
ar Bretlands, Japans og Ind-
lands og fleiri ríkja í Afríku og
Asíu. Fulltrúi ríkisstjórnar ís-
lands var Halldór Ásgrímsson,
sj ávarútvegsráðherra.
Margaret Thatcher, forsæt-
isráðherra Bretlands, átti nærri
klukkustundar viðræður við
Gorbachev að útför Chernenkos
lokinni. Thatcher sagði eftir
fundinn, að sér virtist að Gorb-
achev teldi mjög mikilvægt að
afvopnunarviðræðurnar í Genf
bæru árangur. Hún sagði að
viðræðurnar við hann hefðu að-
allega snúist um hugmyndir
Bandarikjamanna um geim-
varnarkerfi. Kvaðst Thatcher
hafa lagt á það áherslu, að þær
hugmyndir miðuðu ekki að því
að ná hernaðarlegum yfirburð-
um yfir Sovétmenn.
Sjá nánar um útfor Chernenkos
á bls. 28 og viðUil við Halldór
Ásgrímsson í Moskvu á bls. 28.
Indland:
Görótt heima-
brugg kostaði
26 lífið
Nýju Delhf, Indlandi. 13. man.
AÐ MINNSTA kosti 26 manns
létust og 67 til viðbóUr voru
lagðir inn á sjúkrahús í gær,
eftir að þeir höfðu neytt ólög-
legs heimabruggs I Ahmed-
abad, höfuðborg Gujarat-ríkis
á Vestur-Indlandi, að sögn ind-
versku fréttastofunnar UNI.
Fréttastofan kvað þetta
mesta slys, sem hlotist hefði
þar i landi af neyslu ólög-
legra drykkja.
Ástand þeirra sem lagðir
voru inn á sjúkrahús var tal-
ið alvarlegt.