Morgunblaðið - 14.03.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.03.1985, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 61. tbl. 72. árg. FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Grískir kommúnistar: Styðja forseta- efni sósíalista Aþcnu, 13. mars. AP. ÞINGMENN kommúnista í Grikklandi hyggjast styðja Christos Sartzetakais, frambjóðanda sósíalista, við kjör nýs forseta lands- ins, sem fram fer á þjóðþinginu í Aþenu á sunnudaginn. Eru nú taldar allar horfur á, að hann nái kosningu. Þetta er í fyrsta sinn sem gríski kommúnistaflokkurinn, sem er hliðhollur Sovétríkjun- um, á samleið með Sósíalista- Líbanon: Alvarlegur klofningur meðal krist- inna manna W M Amin Gemayel Beinit, 13. nurs. AP. SAMIR Gea- I gea, foringi vopnaðra sveita ■ kristinna rm ” manna í Líb- anon, sem í dag tók völd í nokkrum borg- S um á svæði kristinna manna þar, hef- ur krafist þess að Amin Gemay- el forseti landsins fari frá. Þetta er alvarlegasta ógnun við völd Gemayels, sem sjálfur er kristinn, frá því hann varð forseti í kjölfar innrásar ísraela í Líbanon 1982. Er Gemayel bárust tíðindin boðaði hann 60 stjórnmála- og trúarleiðtoga til fundar við sig í forsetahöllinni og stóð fundur- inn í fjórar klukkustundir. Á honum tókst samkomulag um að stofna 7 manna nefnd til að reyna að leysa ágreininginn við Geagea. Formaður hennar er Khreish patríarki, leiðtogi kaþ- ólskra maroníta, en bæði Gea- gea og Gemayel forseti eru úr þeirra hópi. flokki Papandreou forsætisráð- herra í mikilvægu máli. Litið er svo á, að ákvörðun flokksins auki möguleika á frekari sam- starfi kommúnista og sósíalista á næstunni. Þingkosningar eru fyrirhugaðar í Grikklandi í nóv- ember. Fyrr í vikunni greindi Pap- andreou frá því að flokkur hans myndi ekki styðja endurkjör Konstantins Karamanlisar for- seta, eins og hann hafði áður fyrirhugað. Jafnframt greindi hann frá því, að flokkurinn hyggðist beita sér fyrir róttæk- um breytingum á stjórnarskrá landsins, sem m.a. fela í sér að forsetinn er sviptur öllum raunverulegum völdum. Karam- anlis, sem er 77 ára að aldri, sagði þá af sér embætti í mót- mælaskyni. STORVELDAHANDTAK AP/Símamynd George Bush, varaforseti Bandaríkjanna, heilsar Mikhail Gorbarhev, hinum nýja aöalritara sovéska kommúnista- flokksins, í móttöku í Kreml að lokinni útfór Konstantins Chernenko, forseta Sovétríkjanna, í g»r. Bandaríkjaforseti fús að ræða við Gorbachev „Möguleiki á að ná árangri,“ sagði Bush eftir fund með hinum nýja leiðtoga Sovétrfkjanna MIKHAIL Gorbachev, hinn nýi leiðtogi Sovétrfkjanna, George Bush, varaforseti Bandaríkjanna, og George Shultz, utanríkis- ráðherra, ræddust við í hálfa aðra klukkustund í dag, að lokinni útfiir Konstantins Chernenko, forseta. Bush sagði fréttamönnum aö fundinum loknum, að Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, væri reiðubúinn að hitta Gorbachev að máli strax og sovéskir ráða- menn væru undir það búnir. „Ef einhvern tímann á síð- ustu árum hefur verið mögu- leiki á því að ná árangri i sam- skiptum ríkjanna tel ég að hann sé nú fyrir hendi," sagði Bush. Bush kvaðst hafa fært Gorb- Sérfræðingur OECD: Arabar fá kjöt og græn- meti frá Eþíópíumönnum Kaupmannahofn, 13. mars. AP. LESTIR hlaðnar matvælum, þ.á m. kjöti og grænmeti, fara á degi hverjum frá Eþíópíu til Arabaríkja, að því er Anne de Lattre, sér- fræðingur í málefnum Afríku sunnan Sahara hjá Efnahags- og fram- farastofnununni í París (OECD), sagði í viðtali við danska útvarpið í dag. Anne de Lattre sagði að í Djibouti, þar sem hún var ný- lega á ferð í erindum OECD, hefði sér verið skýrt frá því að hungursneyðin í Eþiópíu hefði engin áhrif haft á þessa matvælaflutninga, þar sem þeir væru liður í viðskptasamning- um, sem Eþíópíustjórn hefði gert til langs tíma við nokkur ríki Araba. Anne de Lattre kvaðst sann- færð um, að matvælaaðstoð óopinberra erlendra hjálpar- samtaka i Eþiópiu kæmist til skila, enda færu samtökin sjálf með stjórn hjálparstarfsins. Aftur á móti væri óvíst hvort öll þau matvæli, sem opinberir aðilar erlendis, s.s. Evrópu- bandalagið, sendu til Eþíópfu bærust hinum hungruðu. „Ég held að mjög margir fái ekki matargjafir," sagði hún. achev skriflega orðsendingu*frá Reagan, en vildi ekki upplýsa hvort í henni væri boðið til fundar leiðtoganna í Bandaríkj- unum, eins og talið var í Wash- ington í dag. Mikið fjölmenni var við útför Chernenkos, sem fram fór við virðulega athöfn i Moskvu. Viðstaddir voru, auk Gorbach- evs og annarra ráðamanna Sov- étríkjanna, stjórnmálaleiðogar og þjóðhöfðingjar víða að úr heiminum. í hópnum voru leiðtogar kommúnistaríkjanna, varafor- seti Bandaríkjanna, forseti Frakklands og forsætisráðherr- ar Bretlands, Japans og Ind- lands og fleiri ríkja í Afríku og Asíu. Fulltrúi ríkisstjórnar ís- lands var Halldór Ásgrímsson, sj ávarútvegsráðherra. Margaret Thatcher, forsæt- isráðherra Bretlands, átti nærri klukkustundar viðræður við Gorbachev að útför Chernenkos lokinni. Thatcher sagði eftir fundinn, að sér virtist að Gorb- achev teldi mjög mikilvægt að afvopnunarviðræðurnar í Genf bæru árangur. Hún sagði að viðræðurnar við hann hefðu að- allega snúist um hugmyndir Bandarikjamanna um geim- varnarkerfi. Kvaðst Thatcher hafa lagt á það áherslu, að þær hugmyndir miðuðu ekki að því að ná hernaðarlegum yfirburð- um yfir Sovétmenn. Sjá nánar um útfor Chernenkos á bls. 28 og viðUil við Halldór Ásgrímsson í Moskvu á bls. 28. Indland: Görótt heima- brugg kostaði 26 lífið Nýju Delhf, Indlandi. 13. man. AÐ MINNSTA kosti 26 manns létust og 67 til viðbóUr voru lagðir inn á sjúkrahús í gær, eftir að þeir höfðu neytt ólög- legs heimabruggs I Ahmed- abad, höfuðborg Gujarat-ríkis á Vestur-Indlandi, að sögn ind- versku fréttastofunnar UNI. Fréttastofan kvað þetta mesta slys, sem hlotist hefði þar i landi af neyslu ólög- legra drykkja. Ástand þeirra sem lagðir voru inn á sjúkrahús var tal- ið alvarlegt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.