Morgunblaðið - 14.03.1985, Side 14

Morgunblaðið - 14.03.1985, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1985 Umfangsmestu hafrannsóknir til þessa: 65 sjómenn og 25 rannsóknar- menn að störfum UM ÞESSAR mundir standa yfir umfangsmiklar rannsóknir á helztu botn- fisktegundum hér við land og standa þær í um tvær vikur. I>ad eru 65 sjómenn og 25 rannsóknamenn frá Hafrannsóknastofnun, sem rannsóknirn- ar stunda og er þetta í fyrsta sinn sem samvinna sem þessi railli stofnunar- innar og sjómanna á sér stað. Rannsóknir fara fram á 5 togurum, sem stofnunin hefur sérstaklega leigt til þessa verkefnis. Togað verður á 600 stöðum frá grunnslóð út á 500 metra dýpi umhverfis landið. í fréttatilkynningu frá Haf- rannsóknastofnun um rannsókn- irnar segir ennfremur: „Undirbúningsvinna hófst í október sl. Þá var skipuð sérstök verkefnisstjórn á Hafrannsókna- stofnun undir forystu Ólafs K. Pálssonar fiskifræðings. Auk verk- efnisstjórnarinnar hafa margir skipstjórar úr öllum landshlutum unnið að undirbúningi rannsókn- anna. Hann hefur m.a. falist í því að velja þá 600 staði sem togað verður á. Skipstjórarnir völdu helming þeirra en fiskifræðingar hinn helminginn. Mikil og góð sam- vinna tókst milli sjómanna og haf- rannsóknamanna um allan undir- búning leiðangranna. Um borð í hverjum togara eru 5 starfsmenn Hafrannsóknastofnun- ar sem annast gagnasöfnun. Allar upplýsingar eru jafnharðan settar inn á tölvu til að flýta fyrir úr- vinnslu þegar leiðöngrum lýkur. Tilgangurinn með þessu átaki er meðal annars að fá meiri vitneskju um þorskstofninn og aðrar botn- fisktegundir en nú er fyrir hendi. Gefa slík vinnubrögð sjómönnum og útvegsmönnum kost á að fylgj- ast með og taka beinan þátt í rann- sóknastarfseminni. Ef vel tekst til verða þessar rannsóknir endurteknar árlega með stöðluðum veiðarfærum. Er þá vonast til þess að breytingar í afla þessara fimm togara endurspegli breytingar á stærð fiskstofnanna. Gildi rannsóknanna eykst því oftar sem þær eru gerðar. Allir fimm togararnir eru eins, smíðaðir í Japan fyrir rúmum ára- tug. Þeir eru: Togari Skipstjóri Arnar HU 1 Birgir Þórbjarnarson Drangey SK 1 Kristján Ragnarsson Hoffell SU 80 Högni Skaftason Páll Pálsson IS 102 Guðjón A. Kristjánsson Vestmannaey VE 54Eyjólfur Pétursson Rannsóknasvæðinu er þannig skipt að Páll Pálsson verður á svæðinu frá Snæfellsnesi norður að Strandagrunni. Arnar rannsakar Norðurlandsmið austur á móts við Melrakkasléttu, Drangey verður út af norðaustanverðu landinu, Hoffell rannsakar miðin út af sunnanverðum Austfjörðum og suðausturlandi en Vestmannaey út af suðvesturlandi." Leiðangursstjóri Viðar Helgason Sigfús A. Schopka Guðni Þorsteinsson Ólafur K. Pálsson Einar Jónsson Morgunblaðið/ ÓI.K.M. Skólameistarar ráða ráðum sínum Menntamálaráðherra, Ragnhildur Helgadóttir, hefur fundað reglulega með skólameisturum framhaldsskólanna frá því aö hluti kennara við skólana lögðu niður störf hinn 1. mars. Á myndinni sjást skólameistararnir ásamt mennta- málaráðherra á 4. fundi þeirra. Standandi frá vinstri: Aðalsteinn Eiríksson, Kvennaskólanum i Reykja- vík, Ragnhildur Helgadóttir, Hörður Lárusson, deildarstjóri í mennta- málaráðuneyti, Þorlákur Helgason, Fjölbrautaskóla Suðurlands, Ingólfur Þorkelsson, Menntaskólanum í Kópavogi og Þórir Ólafsson, Fjölbrauta- skóla Akraness. Sitjandi frá vinstri eru: Ingólfur Halldórsson, Fjölbrauta- skóla Suðurnesja, Kristinn Kristmundsson, Menntaskólanum á Laugar- vatni, Guðmundur Sverrisson, Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, Örnólfur Thorlacius, Menntaskólanum við Hamrahlíð, Þorsteinn Þorsteinsson, Fjölbrautaskóla Garðabæjar, Ingvar Ásmundsson, Iðnskólanum í Reykja- vík, Hafsteinn Sigurðsson, Fjölbrautaskólanum Ármúla, Kristján Bersi Ólafsson, Flensborg, Björn Bjarnason, Menntaskólanum við Sund, Guðni Guðmundsson, Menntaskólanum í Reykjavík, og Sólrún Jensdóttir, skrif- stofustjóri í menntamálaráðuneytinu. Verksmiðjuhús Henson á Akra- nesi tekið í notkun Akranesi, 11. mars. HIÐ nýja verksmiðjuhúsnæði Henson hf. á Akranesi var form- lega tekið í notkun sl. föstudag, og í tilefni þess var gestum boðið til opnunarathafnar þar sem ræð- ur voru fluttar og fram fór tísku- sýning á framleiðslu fyrirtækis- ins. Meðal viðstaddra voru al- þingismenn, bæjarstjórnar- menn á Akranesi, iðnaðarmenn sem unnu við byggingu húsnæð- isins svo nokkrir séu nefndir. Verksmiðjan er mjög vistleg og er aðstaða starfsfólks til fyrir- myndar. Hið nýja verksmiðjuhúsnæði stendur við Kalmansvelli 1, sem er við þjóðveginn á hægri hönd þegar ekið er út úr bænum. Bygging hússins var hafin 15. september 1984 og hefur því tekið tæpa 6 mánuði að fullgera það. Verksmiðjuhúsið er 807 fm að stærð eða 3519 rúmm. og lóð hússins er 3995 fm. Hönnun annaðist Verkfræði- og teikni- stofan sf. á Akranesi, en aðal- verktaki byggingarinnar var Þorgeir & Ellert hf. Húsið er byggt úr forsteyptum undir- stöðuklossum og útveggjaein- ingum sem framleiddar voru hjá Þorgeiri og Ellert hf. Burð- arvirki hússins er úr þessum einingum. Þak er borið uppi af límtrésbitum og súlum. Inn- veggjahleðslur eru úr múrsteini og loftklæðning með lituðum stálplötum. Þessi byggingaraðferð hefur reynst mjög fljótleg og þægileg, og víst er, að þessi byggingar- máti hentar mjög vel bygging- um af þessari stærð. Kappkost- að hefur verið að ljúka öllum frágangi bæði utan og innan og má í því sambandi nefna að húsið var málað að utan í janú- armánuði sem að öllu jöfnu þykir ekki besti tíminn til þeirra verka. Aðstaða starfs- fólks er mjög rúmgóð og skemmtileg. Stefnt er að því að ljúka frágangi við lóð strax í vor og verða þá m.a. bifreiða- stæði lögð varanlegu slitlagi. Þessum skamma byggingar- tíma má þakka fyrst og fremst aðalverktaka hússins, Þorgeiri & Ellert hf., og starfsmönnum fyrirtækisins, en aðrir verktak- ar voru Skóflan sf. sem sá um jarðvegsframkvæmdir, Tré- smiðjan Akur sem annaðist mestan part af tréverki innan- húss, Pípulagningarþjónustan sf. sem sá um pípulagnir, Rík- harður Jónsson sf. sem lagði gólfdúk auk málningar innan- húss, Sveinn Knútsson múrara- meistari sem sá um hleðslu á milliveggjum auk flísalagnar. Sveinn naut aðstoðar Ásmund- ar Kristinssonar og hans manna. Vélar og annar útbún- aður var lagður til af nokkrum fyrirtækjum og eiga þar stærst- an hlut að máli Snæfell sf. sem umboðsaðili fyrir JUKI-sauma- vélar. Henson-sportfatnaður hf. hóf starfsemi sína 1969 og var fyrstu árin til húsa í Lækjar- götu 6b, þaðan flutti fyrirtækið í eigið húsnæði á Sólvallagötu 9. Það húsnæði dugði næstu 5 árin því 1979 var enn flutt, þegar húsnæði var keypt í Skipholti 37 þar sem aðalstöðvar fyrir- tækisins eru nú. Árið 1983 var stofnað útibú á Selfossi þar sem fyrst og fremst er framleiddur regnfatnaður. Jafnframt hefur á ýmsum tím- um verið leitað ásjár hjá nokkr- um saumastofum í Reykjavík og nágrenni með tímabundna framleiðslu. Á löngum tíma hafa orðið miklar breytingar á framleiðsl- unni og nú í seinni tíð hefur einkum verið sveigt inn á tísku- fatnað auk hefðbundins íþrótta- og sportfatnaðar. Með hinni nýju verksmiðju á Akranesi aukast möguleikar mjög á því að fullnægja eftirspurn sem erfitt hefur reynst og jafnframt að framleiða fjölbreyttari fatn- að. Forstöðumaður hinnar nýju verksmiðju verður Sigurður Lárusson sem þekktur er sem fyrirliði ÍA í knattspyrnu og leikmaður í landsliði íslands. Verkstjóri verður Björg Hraun- fjörð, sem menntað hefur sig í fataiðnaði og m.a. annast kennslu í faginu. Hjá Henson hf. starfa nú um 100 manns, en hér á Akranesi hafa verið ráðn- ir 20 starfsmenn. Ráðgert er að þegar framleiðsla er komin á fulla ferð verði starfsmönnum fjölgað til muna. J.G. Sjá viðtal við Halldór Einars- son I viðskiptablaði Morgun- blaðsins í dag, bls. 8B. Morgunblaðið/ Jón GunnlauKason Frá vígsiu hins nýja verksmiðjuhúss Hensons hf. á Akranesi. Talið frá vinstri: Hermann Guðmundsson, símstöðvarstjóri, Guðjón Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar, Þorgeir Jósefsson, stofnandi og forstjóri Þorgeirs og Ellerts hf., Helgi Jónsson, bankastjóri Landsbankans og hjónin Esther Magnúsdóttir og Halldór Einarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.