Morgunblaðið - 14.03.1985, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 14.03.1985, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1985 17 Póstur og sími best í stakk bú- inn til að leggja breiðbandskerfi — eftir Ólaf Tómasson framkvæmdastjóra Undanfarna daga og vikur hafa birst opinberlega nokkrar greinar um breiðbandskerfi á vegum sveitarfélaga. Má þar nefna grein Sigfúsar Björnssonar í Skipu- lagsmálum höfuðborgarsvæðisins, 1 1985 og greinar í Alþýðublaðinu 26.02, 1.03, og 2.03, DV 28.02 og í Morgunblaðinu 3.03 1985. í öllum þessum greinum er vitnað til hugmynda um, að sveitarfélögin byggi upp breiðbandskerfi til dreifingar á sjónvarpsefni og noti síðan þetta sama kerfi til gagna- flutninga eða annarra fjarskipta. Ef ný útvarpslög rýmka rétt manna til að dreifa hljóðvarps- og sjónvarpssendingum, breyta þau ekki neinu um önnur fjarskipti, t.d. gagnasendingar, sem falla al- farið undir einkarétt ríkisins, samkvæmt fjarskiptalögum frá 1984. Eins og fram kemur í grein Sigfúsar er hægt að nota núver- andi talsímakerfi fyrir hluta af þessum gagnaflutningum, en hann varar hins vegar við bjartsýni á möguleikum símakerfisins til þeirra hluta. Það verður ef til vill ekki hægt að nota hið venjulega simanet til allra hugsanlegra gagnaflutninga, en áður en farið er út í uppbygg- ingu á stærra kerfi, þarf að gera sér grein fyrir, hver þörfin er. í núverandi símakerfi geta notend- ur fengið módem annaðhvort á sérlínum eða línum, þar sem skipt er milli tals og gagnasendinga eft- ir að sambandið er tengt upp. Sendihraði þessara módema er allt að 9600 bit/s og á styttri leið- um 19200 bit/s, sem er mesti hraði, sem t.d. SKÝRR getur nú tekið á móti. Ef einstök fyrirtæki þurfa meiri hraða, er hægt á núverndi strengjakerfi að fasttengja allt að 2 Mbit/s milli ákveðinna notenda með stafrænu kerfi, en nú þegar hafa verið sett upp yfir 100 slík símakerfi á höfuðborgarsvæðinu, sem hvert um sig getur flutt 30 talrásir, sem hver um sig er 64 Kbit/s. Þessar talrásir verða einn- ig notaðar fyrir gagnaflutninga. Póst- og símamálastofnunin mun strax á næsta ári hefja bygg- ingu breiðbandsnets á Reykjavík- ursvæðinu, sem byggist á ljósleið- aratækni til flutnings á talsam- böndum og öðrum fjarskiptum á aðalleiðum milli símstöðva og ef til vill annarra dreifipunkta í símakerfinu. Þetta net er það sveigjanlegt, að auðvelt er að koma þar við miklu af gagnasend- ingum og einnig sendingum á sjónvarpsrásum, ef óskað er. Lagðir verða f þessum tilgangi strengir með mörgum ljósleiður- um og gert ráð fyrir, að hvert par ljósleiðara beri 140 Mbit/s, sem síðar mætti stækka f 565 Mbit/s eða jafnvel meir eftir þörfum samkvæmt áætlaðri tækniþróun. En 140 Mbit/s hraði er nægi- legur til að flytja 1920 talrásir eða 2—4 sjónvarpsrásir, hins vegar virðist þörfin f sambandi við aðrar gagnasendingar óljós, en ef til vill vilja fyrirtæki tengja saman svo- kölluð LAN-kerfi, sem er nærnet, sem notuð verða innan stórra fyrirtækja. í DV er haft eftir Gesti ólafs- syni, að fyrir liggi upplýsingar um, að Póst- og simamálastofnun- in muni ekki ráða við það verkefni að leggja slíkt net um höfuðborg- arsvæðið, fyrr en eftir aldamót. Þessar upplýsingar hefur Gestur ekki frá Pósti og síma, en ljóst er, að sú stofnun er mun betur í stakk búin en sveitarfélögin til að sinna slíku verkefni, sem er á hennar sérsviði. Sveitarfélögin þyrftu að koma upp nýrri tæknideild, þar sem verkefnið er alls óskylt öðrum verkefnum sveitarfélaganna. Hins vegar er aðalatriði þessa máls, hver þörfin er fyrir þetta net og hver á að greiða kostnað af því. Nú er ekkert, sem bendir til þess, að dreifing sjónvarpsefnis í fyrsta áfanga verði ódýrari í kap- alkerfi en í núverandi formi, þ.e. á þráðlausu kerfi, en hægt verður að senda 15—20 sjónvarpsrásir á höf- uðborgarsvæðinu þráðlaust, en ef um verður að ræða mikinn fjölda rása síðar meir getur orðið hag- kvæmt að byggja upp kapalkerfi, sérstaklega ef það er byggt upp í tengslum við símakerfið. Það hlýt- ur því að teljast vafasamt í meira lagi, ef sveitarfélögin ákveða að leggja fé skattborgaranna í dýr- ara dreifikerfi sjónvarps til þess eins að eiga möguleika á að taka inn í það kerfi þjónustu, sem heyr- ir undir Póst og sima samkvæmt lögum Alþingis, einkum þar sem engar þarfir hafa komið fram varðandi gagnaflutninga umfram það, sem hægt verður að uppfylla í núverandi kerfi Pósts og síma. Nú er verið að byggja upp nýtt tölvunet, sem verður notað til að flytja gagnasendingar milli landshluta, þar sem notendur geta verið með mismunandi gagna- sendingarhraða milli 50—64000 bit/s. Erlendis er að þróast svokallað ISDN (Integrated Services Digital Network), með stafrænum sam- böndum alveg til notenda á venju- legri símalínu, sem notar 64 Kbit/s talrás og 16 Kbit/s rás fyrir gagnasendingar, viðvörun- arkerfi og fleira, sem þá geta farið fram samtímis tali. Þegar ekki er þörf á, að tal og gagnasendingar fari samtímis fram, er hægt að nota einnig 64 Kbit/s talrásina fyrir gagnasendingar svipað og gert er í dag með 4800 og 9600 bit/s módemum. Nú er hafin upp- bygging stafræna kerfisins hér- lendis með uppsetningu stafrænna símstöðva á höfuðborgarsvæðinu og nokkrum stöðum úti á landi. Einnig verður langlínunetinu- smám saman breytt í stafrænt kerfi. Við íslendingar erum á undan- förnum árum búnir að horfa alltof oft á það, að bæði opinberir aðilar og einkaaðilar rjúki í vanhugsaðar framkvæmdir, sem skila ekki nægilegum arði til að standa und- ir útlögðum fjárfestingum. Niður- staða þess verður ávallt sú, að kostnaðinum er velt yfir á al- menning í formi versnandi lífs- kjara. Dæmi um þetta eru mý- mörg. Þegar menn hafa komið sér saman um, að grundvöllur sé fyrir rekstri breiðbandskerfisins, m.a. fyrir sjónvarp alveg til notenda, mun ekki standa á því, að Póstur og sími byggi upp þetta kerfi, en það yrði fyrst og fremst spurning um fjármagn, hve hratt það yrði gert. Við ákvörðun um uppbyggingu breiðbandskerfis er nauðsynlegt að taka tillit til annarra þarfa en sjónvarpsdreifingar, sérstaklega skal hafa i huga sambyggingu með ISDN, og nauðsynlegt er að gæta þess, að kerfin fylgi viðurkennd- um alþjóðastöðlum, sem ekki eru fullgerðir, en verið er að vinna að. En eins og fram kom i grein minni um þessi mál i ágúst 1983 i ritinu „Skipulag höfuðborgarsvæðis", mæli ég eindregið með samvinnu milli Pósts og síma og sveitarfé- Ólafur Tómasson „ ... mæli ég eindregid með samvinnu milli Pósts og síma og sveit- arfélaganna og að könn- un verði gerð á þörfum fyrir byggingu breið- bandskerfa.“ laganna og að könnun verði gerð á þðrfum fyrir byggingu breið- bandskerfa. Ólafur Tómassoa er framkræmda- stjóri tæknideHdar Pósts og síma. BRr'* " Fermingar- gjöfin í ár SVIGSKÍÐI frá kr. 2.490 Allt í einum pakka Gönguskíði + gönguskór + bindingar + stafir, tilboö kr. 4.000 meö sléttum sóla sem þarf áburö. Sami pakki en skíöi þurfa ekki áburö, 4.500 kr. Göngugallar aöeins 300 Loftpúðasamlokusvigskórnir Svigskórnir í ár sem fara sigurför um all- an heim. Kastinger loftpúöaskórnir frá Austurríki. Fisléttir, þægilegir — notandi pumpar sig fastan aftur í hælinn. Ef bíöa þarf eftir lyftu þá losar notandi sig á meöan, en þegar upp er komiö pumpar hann sig fastan aftur. Stæröir 5 til 12. Hvítir og svartir. 4.950. PÓSTSENDUM Ásetning á meðan beöiö er ÁRMÚLA 38 — SÍMI 83555.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.