Morgunblaðið - 14.03.1985, Side 18

Morgunblaðið - 14.03.1985, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1985 Gráa byltingin — eftir Guðfinnu Ragnarsdóttur Einn af öðrum hverfa þeir grænu blettirnir í borginni og malbikið teygir úr grárri kruml- unni yfir mannlífið. Malbikið og steinsteypan. Það sem einu sinni lendir í þeim heljarklóm verður aldrei grænt aftur. Með grænu blettunum hverfur hið mannlega úr umhverfinu, frelsistilfinning og víðátta kaffærast í járnbentri steinsteypunni, hlýjan og mýktin visna með grasstráunum. Sá blettur sem næstur er á fórn- arlistanum er í Laugarneshverfi, nánar tiltekið vestan undan Laug- arneskirkju. Þar breiðir hann úr sér, grænn og fagur við kirkjutúni, íbúum og öðrum vegfarendum til yndisauka. Frá honum blasir Laugarneskirkja við, há og tíguleg og í norðvestri Flóinn og Engey. Þessi blettur á sér langa og merka sögu og nokkuð þyrnum stráða í seinni tíð. Þegar fyrstu íbúar Laugarnes- hverfis settust þar að féll þessi litli blettur inn í víðfeðm tún jarð- arinnar Kirkjubóls, þar sem hæn- urnar gögguðu í hlaðvarpanum og Fúlilækur hlykkjaðist til sjávar eins og langur ormur. Mikið vatn hefur til sjávar runnið síðan og margt breyst í Laugarneshverfinu líkt og á öðr- um stöðum í vaxandi borg, og fátt við það að athuga. Hægt og síg- andi lutu grænu blettirnmir í lægra haldi fyrir rauðamöl og síð- ar malbiki, og þar kom að að ein- ungis kirkjutúnið var eftir. Þar var svo skipulagður hinn fegursti listigarður og undu nú flestir glað- ir við sitt. Kringlumýrarbrautin teygði smám saman úr sér til sjávar og í anda grænu byltingarinnar, þegar mönnum urðu ljós verðmæti hinna grænu svæða, var meðfram henni snyrt og fegrað og fyrr en varði grænkaði hinn forni tún- skiki á ný, öllum til yndisauka. Kirkjunni til fegurðar, hverfinu til yndis og öllum þeim mikla fjölda innlendra og útlerdra veg- farenda sem um gangstíginn á túninu fara til ómældrar ánægju. Ást íbúa Laugarneshverfis á grænu blettunum sínum kom vel i ljós þegar sóknarnefnd Laugar- neskirkju vildi byggja safnaðar- heimili á kirkjutúninu, eða — ef það ekki gengi — á túnskikanum vestan undan kirkjutúninu. Þá risu hverfisbúar upp — nær allir sem einn — og mótmæltu. Mörg hundruð manns skrifuðu undir mótmæli og fjöldi funda var haldinn bæði með borgaryfirvöld- um og sóknarnefnd. Endirinn á þeirri miklu deilu varð sá, að safnaðarheimilinu var valinn ann- ar staður. Undu nú flestir glaðir við sitt, enda kirkjutúnið skipulagt sem listigarður og neðratunið komið inn á skipulag sem grænt svæði. Það var því ekki að undra þótt íbúum hverfisins brygði í brún þegar menn sáust vera að mæla blettinn nú í haust. Við nánari eft- irgrennslan kom í ljós að búið var að úthluta túninu! undir 300 m2 byggingu fyrir fjölfötluð börn. Sama túni og hundruð Laugarnes- búa höfðu barist fyrir að halda grænu aðeins nokkrum árum iður. Skipulagsstjóri talaði um gleymda(!) lóð og í borgarstjórn þóttust menn ekki kannast við nein mótmæli. Síðan fylgdu þau svör að ekkert skipulag gilti til ei- lífðar og óforskammaðar aðdrótt- anir um það hvort íbúarnir hefðu eitthvað á móti fjölfötluðum börn- um. Á hverfisfundi með borgar- stjóra var lítið gert úr málinu og spurningar um það spyrtar saman og afgreiddar í fljótheitum. Álit allra þeirra, sem veita borgar- stjóra og mönnum hans umboð til þess að stjórna þessari borg, virð- ist skipta litlu máli — að minnsta kosti þegar það stangast á við þeirra eigið — og er illt til þess að vita. íbúum Laugarneshverfis er annt um grænu blettina sína og berjast fyrir því að þeir fái að haldast. Það er svo á valdi borgar- stjóra og borgarstjórnar hvort þeir virða þann vilja að vettugi. En nú skal á það reynt. Þau rök sem eindregið mæla gegn byggingu á þessum græna bletti, staðsettum milli Kringlu- mýrarbrautar, Laugarnesvegar, Hrísateigs og Hofteigs, vestan- undan Laugarneskirkju eru eftir- farandi: 1) Svæðið er sk. grænt svæði á aðalskipulagi Reykjavikur- borgar, og þaö er skylda okkar allra að berjast fyrir því að umhverfi okkar og barna okkar verði ekki sneytt öllu mannlegu og hefta útbreiðslu gráu krumlunnar sem allt vill gleypa. 2) Hatrammar deilur risu út af þessu sama svæði og kirkju- túninu fyrir rúmum tíu árum og þar létu hundruð Laugarn- esbúa í ljós eindreginn vilja sinn um að varðveita þessi grænu svæði. Það er því ekki bara frekja, heldur ósvífni að úthluta nú lóð á þessu sama græna svæði. 3) Græna svæðið er kirkju, hverfi og borg til mikillar prýði. 4) Fyrir nokkrum árum voru gróðursettar á báðum túnun- um trjáplöntur sem sýnir, svo ekki verður um villst, að svæð- ið er engin „gleymd lóð“. Eða veit önnur höndin ekki hvað hin gerir hjá háttvirtum borg- aryfirvöldum? Það er ekki vel farið með fé borgarinnar ef tré eru gróðursett annað árið og síðan rifin upp hitt árið ef einhverjum skyldi detta í hug að fara að byggja á svæðinu. 5. Svæðið er samhliða Kringlu- mýrarbraut og því lítt fallið til búsetu. Það hefur hvergi þótt viturlegt skipulag að staðsetja íbúðir — hvað þá heimili fyrir fjölfötluð börn — ofan í hraðbraut. 6. Umferð um Kringlumýrar- braut er gifurleg og stöðugur niður frá henni. Það væri ef til vill ekki úr vegi að líta á um- ferðarþungamælingar á brautinni áður en borgarstjór- inn — ef til vill í ímyndaðri góðmennsku — velur fjölfötl- uðum börnum stað í niðandi umferð og þeirri hávaðameng- un og annarri mengun sem henni fylgir. 7. Önnur mengun sem tekur við þegar umferðarmenguninni sleppir — sem sé að næturlagi — er skemmtistaðurinn Klúbburinn. Ekki verður öll- um íbúum nálægra húsa svefnsamt þegar gestir Klú- bbsins halda heim á leið um þrjúleytið á næturna. Ekki vildi ég hafa það á minni sam- visku að hafa boðið fjölfötluð- um börnum upp á þá „næt- urró“. Að ekki sé minnst á þær fjölmörgu óboðnu næturheim- sóknir sem íbúar Hofteigs, Laugateigs, Laugarnesvegar Guófinna Ragnarsdóttir „DugnaÖur og góöur oröstír stjórnvalda er ekki alltaf undir því kominn að framkvæma hlutina, stundum felst hann í aö láta þá ógerða.“ og Sigtúns hafa orðið fyrir af völdum Klúbbgestanna. 8. Svæðið er mjög áviðrasamt og opið gegnt hafi. Það er því — auk allra annarra ofantalinna atriða — mjög illa fallið til stöðugrar útivistar. Sú 1200 m! lóð sem á að fylgja húsinu yrði því til lítilla útivistar- nota. 9. Áætlað er að aðkeyrsla fyrir- hugaðrar byggingar verði um Laugarnesveg. Þeir sem eitt- hvað þekkja til aðstæðna vita að útkeyrsla af Laugarnesvegi til norðurs út á Sundlaugarveg i átt til miðbæjarins eða í átt að Kringlumýrarbraut er í einu orði sagt lífshættuleg. Það má því búast við að fljótlega yrði opnaður hringakstur um Laugarnesveg og Hrísateig. Það mundi því auka mjög slysahættuna í hverfinu og þá sérstaklega á Hrísateig. En eins og borgaryfirvöldum ætti að vera kunnugt hefur orðið mikil fjölgun á barnafólki í hverfinu á síðustu árum. 10. Þétting byggðar við hraðbraut hefur að sjálfsögðu í för með sér aukna umferð og þar með aukna slysahættu, jafnt á börnum sem fullorðnum. Leik- tæki á lóð laða að sér önnur börn úr hverfinu og þau yrðu þá að leik aðeins nokkra metra frá iðandi umferð hrað- brautarinnar. 11. Ef fyrirhuguð bygging rís á neðra túninu, verður Laugar- neskirkja gerð að bakhúsi og missir sinn tignarlega svip. 12. Það sem svo bítur höfuðið af skömminni — ef til þessara framkvæmda kemur — er að fyrirhuguð innkeyrsla kemur yfir núverandi innkeyrslu að húsi sonar þess fólks sem upp- haflega gaf borginni tún sín undir kirkjuna. Þar má með sanni segja að laun heimsins eru vanþakklæti. Gleyint er þá gleypt er. Ekki hefur verið minnst á fyrirhugaða bygg- ingu við þennan mann, sem sleit barnsskónum í hlaðvarp- anum á Kirkjubóli — þótt hin nýja bygging bókstaflega sleiki húshliðina hjá honum. Sjálfsagt er auðvelt að sýna fram á að fyrir slíkri tillits- semi sé hvergi lagabókstafur. En það sýnir þá bara að sjálf- sögð tillitssemi og kurteisi eru á undanhaldi líkt og grænu blettirnir. 13. Að lokum: Græn svæði eru íbúunum lífsnauðsyn í stöðugt vaxandi borg. Okkur ber skylda til að standa vörð um þau. Velferð okkar og barna okkar er undir umhverfinu komin. Ég skora því á borgaryfirvöld að þau láti þennan blett í friði, ekki bara í dag og á morgun, heldur um ókomin ár. Dugnaður og góður orðstír stjórnvalda er ekki alltaf undir því kominn að framkvæma hlutina, stundum felst hann í aó láta þá ógeröa. Þeim sem bera ábyrgð á þeim fjölfötluðu börnum, sem þarna á að velja stað, vil ég ráðleggja að hugleiða þessi rök mín. Eftir nær 40 ára náin kynni af Laugarnes- hverfinu, tel ég mig vel færa að dæma um að staðsetning heimilis á þessum stað verður öllum til vanvirðingar sem að henni standa. Guðfínna Ragnarsdóttit er mennta- skólakennari. gorenje ^^SKANDINAVIEN * Gæða ísskápar Gorenje HDS 201K rúmar 260 lítra. Þar af er 185 lítra kælir og 65 lítra djúpfrystir. Sjálfvirk affrysting. Hæð 138 cm, breidd 60 cm, dýpt 60 cm. Verð aðeins kr. 15.865,- stgr. Sami gæðaflokkur og ísskápar í mun hærri verðflokkum. Góðir afborgunarskilmálar, - látið ekki happ úr hendi sleppa. Þetta er ekki bara draumur - þetta er blákaldur (A Gunnar Asgeirsson hf. &xXrtendsbraut >G Sm 9f 352Ö0 Setning Norðurlandaráðsþings: Staðsetning íslenzka fánans brot á lögum VIÐ setningu Norðurlandaþings á dögunum skartaði svió Þjóóleik- hússins fánum Norðurlandaþjóó- anna. Þar stóó íslenski fáninn annar frá vinstri. Lög um íslenska fánann voru sett þann 17. júní 1944 og eru þau númer 34. í 13. grein þessara laga segir: „Dómsmálaráðuneytið get- ur, ef þörf þykir, sett með reglu- gerð sérstök ákvæði til skýringar ákvæðum laga þessara." Dóms- og kirkjumálaráðuneytið setti í reglugerð, í samræmi við þessa lagagrein, leiðbeiningar um með- ferð íslenska fánans og er hún nefnd „Leiðbeiningar nr. 222 frá 1966“. Þar segir í 5. grein um með- ferð fánans, c-lið: „Sé íslenski fán- inn á stöng meðal annarra fána, skal hann ætíð vera í miðju, eða lengst til hægri." Aðalsteinn Maack hjá embætti Húsameistara ríkisins var einn þeirra sem sá um uppsetningu fánanna á þinginu og sagði hann í samtali við blm. Morgunblaðsins að þarna hafi orðið óviljandi mis- tök, sem leiðrétt voru strax sama dag. Þá var íslenski fáninn settur í miðjuna, en sú staðsetning sam- ræmist íslenskum lögum og er hann þá einnig í réttri stafrófsröð miðað við fána hinna Norðurland- anna. Þannig var hann látinn standa það sem eftir var þingsins. Aðalsteinn sagði að á þessum þingum sé fánunum yfirleitt raðað í stafrófsröð og færðir til, þannig Þaó slys varó hér í Ijósaskiptunum í gærkveldi aó bifreið ók á reiöhest í blindbeygju innan við Hrafnkelsstaði. Tvær stúlkur voru í reiötúr með fimm til reiðar er þær komu að blindbeygj- unni, og tókst ekki betur til en svo aó ökumaöurinn sá ekki hest annarrar stúlkunnar og ók á hann með þeim afleiðingum að stúlkan endasentist út að ekki sé alltaf sami fáninn fyrst- ur í röðinni. í 14. grein laganna nr. 34 frá 1944 segir í 2. málsgrein að brot gegn öðrum ákvæðum laga þess- ara og gegn forsetaúrskurðum eða reglugerðum settum samkvæmt þeim varðar sektum. 1 3. máls- grein þessarar lagagreinar segir að mál út af brotum þessum fara að hætti opinberra mála. í skurð og hesturinn slasaöist það mikið að aflífa þurfti hann. Það var mesta mildi að stúlkan meiddist ekki meira en raun varð, því ekki reyndist nauðsynlegt að flytja hana á sjúkrahús. Stúlkurnar voru við tamningarstörf, en önnur þeirra rekur tamningarstöð að Brekku í Fljótsdal. — GVÞ Fljótsdalur: Knapinn þeyttist út í skurð — aflífa varð hestinn Fljótsdal, GeiUrgerói, 11. mars.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.