Morgunblaðið - 14.03.1985, Side 24

Morgunblaðið - 14.03.1985, Side 24
24 MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1985 velja bestu myndina, verðlaun eru um 40.000 ísl. kr. Til að taka þátt í keppninni þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði: 1. Að vera barn; öll börn fædd eftir 28. júní 1972 geta verið með. 2. Að teikna eða mála mynd um frið, allar gerðir eru leyfðar, stærð- ir og litir. Myndin þarf bara að vera á einhvern hátt um frið. 3. Að merkja myndina með nafni og heimilisfangi á bakhliðina. 4. Að senda myndina til: Samtök íslenskra lækna gegn kjarnorkuvá, c/o Læknafélag Islands, Domus Medica, Eiríksgötu 3, Reykjavík. Myndirnar þurfa að hafa borist fyrir 1. maí 1985. í>ann dag verða allar myndirnar sendar til Búda- pest. Niðurstöður keppninnar verða svo væntanlega kunnar um mitt sumar. Ef frekari upplýsinga er óskað Samtök íslenzkra lækna gegn kjarnorkuvá: Efnt til alþjóðlegrar teiknisamkeppni barna ALÞJÓÐLEG samtök lækna gegn kjarnorkuvá (International Physici- ans for Prevention of Nuclear War, IPPNW) hafa nú starfað í rúm fjögur ár. Samtökin voru stofnuð af tveimur læknum, Bandaríkjamanninum Bern- ard Lawn og Sovétmanninum Evgueni Chazov. f samtökunum eru nú yfir 100.000 læknar frá a.m.k. 40 löndum. Samtök íslenskra lækna gegn kjarn- orkuvá eru aðili að IPPNW. Tilgang- ur samtakanna er að dreifa upplýsing- um og fræðilegu efni um áhrif kjarn- orkuvár á heill og heilbrigði. Samtök- in eru með öllu óháð starfandi stjórn- málahreyfingum. Á liðnum misserum hefur IPPNW staðið að söfnun undir- skrifta meðal lækna um stöðvun vígbúnaðarkapphlaupsins (Physisi- ans Call for an end to the Nuclear Arms Race) Undirskriftirnar verða sendar stjórnvöldum kjarnorku- veldanna. Yfir ein milljón lækna frá nær 90 löndum hafa nú þegar skrifað undir skjalið. Þegar undirskriftasöfnuninni lýkur verður í fjölmiðlum skýrt frekar frá þessu máii. Nú er h.v. yfirstandandi teikni- samkeppni barna á vegum alþjóða- samtaka lækna gegn kjarnorkuvá. Börn frá öllum löndum heims geta tekið þátt í keppninni. Óskað er eft- ir veggspjöldum sem fjalla á ein- hvern hátt um frið. Öllum myndun- um verður síðan safnað saman og þær sýndar á þingi samtakanna i Búdapest í sumar. Dómnefnd mun varðandi teiknisamkeppnina verða þær að sjálfsögðu fúslega veittar. Sama gildir um upplýsir.gar eða fræðilegt efni tengt kjarnorkuvá. (FréUatilkynning) Kammertónleikar Sinfóníu- hljómsveitarinnar verða haldnir í MH í kvöld ÞRIÐJU kammertónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands á þessu starfsári verða haldnir í kvöld og hefjast þeir klukkan 20.30 í sal Menntaskólans við Hamrahlíð. Einleikarar á tónleikunum verða þau Edda Erlendsdóttir píanó- leikari og Einar Grétar Sveinbjörnsson fiðluleikari. Þau eru bæði starfandi erlendis. Edda starfar í París og Einar í Malmö þar sem hann er konsert- meistari Sinfóníuhljómsveitarinnar þar. Á efnisskránni eru þrjú verk. Fyrst verður Brandenborgarkon- sert nr. 3 eftir Bach fluttur. Þar næst kemur Sinfónía nr. 29 eftir Mozart og síðast á efnisskránni verður frumfluttur í heild sinni hér á landi konsert fyrir fiðlu, pí- anó og 13 blásara eftir Álban Berg. Edda lauk einleikaraprófi í pí- anóleik 1973 frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík. Þá hlaut hún franskan styrk til að stunda nám við Tónlistarskólann í París og lauk hún prófi þaðan 1978. Edda hefur haldið tónleika bæði úti á landi og í Reykjavík. Einnig hefur hún spilað í París og víðar í Frakklandi. Hún starfar nú sem píanóleikari í París og jafnframt er hún kennari við Tónlistarskól- ann í Lyon. Einar hóf sitt tónlistarnám í Reykjavík og síðar í Bandaríkjun- um. Síðustu sautján árin hefur hann verið búsettur í Malmö í Sví- þjóð og verið þar konsertmeistari borgarhljómsveitarinnar. Hann er í miklum metum sem einleikari og kammertónlistarmaður. Fyrir hann hafa m.a. verið samdir fimm fiðlukonsertar auk einleiksverka og kammertónlistar. Stjórnandi tónleikanna verður þýski hljómsveitarstjórinn Klaus- peter Seibel, en hann er íslenskum tónleikagestum að góðu kunnur frá fyrri heimsóknum sinum. Hann hefur stjórnað miklum fjölda tónleika, austan hafs og vestan, svo og óperusýningum við mörg helstu óperuhús heimsins. Hann er aðalstjórnandi sinfóníu- hljómsveitarinnar í Núrnberg og jafnframt fyrsti hljómsveitar- stjóri óperunnar í Hamborg og prófessor við tónlistarháskólann þar. Á biaðamannafundi er haldinn var í tilefni tónleikanna, sagði Edda að ákveðið hefði verið að flytja konsertinn eftir Alban Berg vegna 100 ára afmælis hans og í Aöalfundur kartöflubænda: Skorar á ríkisstjórnina aö taka upp niðurgreiðslur á kartöflur - Kartöflubændur eru þá tilbúnir til aö fresta hækkun á kartöflum „MESTUR tíminn fór í að ræða sölumálin með tilliti til hinna miklu birgða af kartöflum sem bændur eiga enn og hvernig mögulegt er að jafna sölunni sem réttlátast niður. Niðurstaðan varð sú að miða við það að hafa landið sem eitt sölusvæði í ár til að leysa vandann vegna hinnar miklu framleiðslu," sagði Magnús Sigurðsson í Birtingaholti, formaður Landssambands kartöflubænda, þegar hann var inntur eftir helstu málum á aðalfundi sambandsins, sem nýlega var haldinn í Reykjavík. Enn eru til í landinu um 75%af kartöfluuppskeru sl. hausts, að sögn Magnúsar. Hann sagði að rætt hefði verið um vanda þeirra kartöflubænda sem eingöngu lifa af kartöflurækt. Hann sagði jafnframt að samþykkt hefði verið á stjórnarfundi í Grænmetisverslun landbúnaðar- ins, sem haldinn var daginn eftir aðalfundinn, að beina þeim tilmæl- um til þeirra aðila heima í héruð- um sem úthluta sölu til bænda að reyna næstu tvo mánuði að auka heldur söluhlutdeild þeirra kart- öflubænda sem eingöngu lifa af kartöfluræktinni. Sagði Magnús að á aðalfundinum hefði verið sam- þykkt tillaga þar sem kartöflu- bændur eru hvattir til að standa saman og að reyna að stöðva þá sem selja framleiðslu sína beint til verslana. Á fundinum var samþykkt áskorun til ríkisstjórnarinnar um að greiða niður verð á kartöflum fyrir almennan markað, eigi minna en 6 kr. á kíló. Lýsti fundurinn því yfir að verði orðið við þessari áskorun muni kartöflubændur fresta þeirri rúmlega 5% hækkun á kartöflum sem bændur eiga rétt á frá og með 1. mars sl. og benti á að slík lausn gæti orðið til verulegra hagsbóta fyrir neytendur. Magnús sagði að niðurgreiðslur á kartöflum og frestun hækkunar væri hugsað til þess að liðka fyrir sölu og einnig til þess að menn væru síður að reyna að selja beint. Með því að selja beint stæðu menn ef til vill persónulega betur að vígi, en það væri á kostnað annarra. Þetta sagði hann að margir bænd- ur teldu hið mesta óréttlæti. Við þetta bættist að verulegur hluti þeirra kartaflna, sem seldar væru beint, færu fram hjá mati, ekki væri staðið í skilum með sjóðagjöld af þeim og hætta væri á að verð- mæti þeirra kæmi ekki fram til skatts. Taldi hann að ríkið myndi þar fá til baka peninga á móti niðurgreiðslunum. Magnús sagði að lokum að á fundinum hefði verið rætt um framtíðarskipulag samtakanna. Stjórninni hefði verið falið að móta tillögur um að taka upp búmark og framleiðsluleyfi í greininni til að draga úr hættu á offramleiðslu. Henni hefði einnig verið falið að gera framtíðaráætlanir um skipu- lag sölumálanna og skiptingu landsins í sölusvæði. Guðmundur H. Guðjónsson stjórnar kórnum, gestir við Kór Landakirkju. MorKunblaðið/Sigurgeir athöfnina í baksýn. Aldarminning Brynjúlfs Sigfússonar í Eyjum Veslmannapyjum, 7. mars. Að frumkvæði kórs Landakirkju í Vestmannaeyjum var þess minnst með veglegum hætti í Safnahúsi Vestmannaeyja sl. föstudagskvöld að 100 ár voru liðin frá fæðingu Brynjúlfs Sigfússonar. Brynjúlfur var fæddur I. mars 1885, borinn og harnfæddur Vestmanneyingur af kunnum ættboga, en hann var for- ustumaður í tónlistarmálum Eyjanna meðan heilsan entist honum, fram á 5. áratuginn. Aðeins 19 ára var hann ráðinn organisti við Landakirkju ár- ið 1904 og gegndi hann því starfi allt til ársins 1941, en hann lést 10 árum síðar eftir langvarandi heilsubrest. Brynjúlfur Sigfússon stofnaði fyrstu lúðrasveitina hér í bæ og einnig kóra, m.a. stofnaði hann og stjórnaði blönduðum kór er hann gaf hið fagra nafn Vestmannakór, en sá kór kom fram á öllum meiri- háttar hátíðum og mannfögnuðum um áratugaskeið. Brynjúlfur var kaupmaður og rak myndarlega mat- og nýlenduvöruverslun, lengst af í eigin húsnæði, Helga- felli við Kirkjuveg, er hann reisti 1925 en nú er veitingastaðurinn Skútinn rekinn í þessu húsi. í hljómleikaför með Vest- mannakór til meginlandsins við lýðveldisstofnunina 1944 frum- flutti kórinn m.a. lag Brynjúlfs „Eldgamla ísafold", mun Brynjúlfi hafa þótt mál til komið að landar hættu að syngja þessa einlægu tjáningu við þjóðsöngslag Breta. Af öðrum lögum Brynjúlfs má nefna „Ólag“ við frægt kvæði Gríms Thomsen „Eigi er ein báran stök“. En „Sumarmorgunn á Heimaey", þjóðsöngur Eyjanna við ljóð Sigurbjörns Sveinssonar, heyrist orðið mjög oft sunginn með hljómfögru lagi Brynjúlfs. Á 100. árstíðarhátíðasamkom- una hafði frú Ingrid Sigfússon, ekkju Brynjúlfs, verið boðið og mætti hún þar með tveimur son- um sínum, Hersteini og Þorsteini, en elsti sonurinn, Aðalsteinn, er búsettur í Danmörku. Kór Landa- kirkju, félagar úr Lúðrasveit Vest- Ingrid Sigfússon afhjúpar minn- ingastein um Brynjúlf Sigfússon organleikara, söngstjóra og tón- skáld. Til vinstri Þorsteinn Brynj- úlfsson, til hægri Jóhann Frið- finnsson, formaður sóknarnefndar Landakirkju. mannaeyja og Geir Jón Þórisson söngvari fluttu tónverk eftir Brynjúlf Sigfússon undir stjórn Guðmundar H. Guðjónssonar og Hjálmars Guðnasonar. Þá fluttu Haraldur Guðnason skjalavörður og Þorsteinn Sigurðsson frá Blá- tindi kafla úr ævistarfi Brynjúlfs. Mikið fjölmenni var á hátíðinni og sýndu Eyjabúar að þeir virða og meta störf þessa eftirminnilega frumherja í tónlistar- og menn- ingarsögu Eyjanna. Frú Ingrid Sigfússon og Þorsteinn þökkuðu bæjarbúum fyrir mikla tryggð við Brynjúlfur Sigfússon minningu Brynjúlfs. Þess má geta að frú Ingrid afhjúpaöi ágreiptan minningarstein sem komið hafði verið fyrir á húsi þeirra við Kirkjuveg sem Brynjúlfur lét reisa fyrir 60 árum. Þriggja manna nefnd á vegum kórs Landakirkju stóð fyrir fram- kvæmd þessa listviðburðar en hana skipuðu Sígríður Kristins- dóttir, Jóhann Björnsson og Jó- hann Friðfinnsson. Þá var í tengslum við samkomuna sýning í Byggðasafni Vestmannaeyja á ýmsum hlutum úr búi Brynjúlfs Sigfússonar sem eru í eigu safns- ins. Heimildamaður Mbl. við skrif þessarar fréttar var Jóhann Frið- finnsson, formaður sóknarnefndar Landakirkju. — hkj.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.