Morgunblaðið - 14.03.1985, Síða 25

Morgunblaðið - 14.03.1985, Síða 25
I MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1985 25 tilefni af því að nú eru 50 ár liðin síðan hann lést. „Berg samdi verkið í tilefni af 50 ára afmæli Schönbergs, en mjög náið sam- band var á milli Bergs, Schön- bergs og Weberns. Schönberg var m.a. kennari Bergs og Weberns um tíma. Berg byggir verkið upp á nöfnum þeirra vinanna og notar sérhljóðana í nöfnunum og býr til nótnaheiti úr þeim,“ sagði Edda. „Mottó verksins er: Allt er þegar þrennt er.“ Berg er einn af merkilegri tón- skáldum þessarar aldar. Hann var af hinum svokallaða Vínarskóla ásamt Webern og Schönberg, en þeir vinirnir hjálpuðust að við þróun þessarar nútímatónlistar, sem konsertinn sem frumfluttur verður á fimmtudaginn sýnir. „Ég trúi að þessi tónlist eigi eftir að eldast vel og verða vinsælli — hún hefur lítið fengið að njóta sín hér á landi enn sem komið er,“ sagði Edda. „Jú, hún er nokkuð þung og jafnframt er þetta tónlist sem ekki er byggð upp á hefðbundnum tóntegundum svo að vinirnir þrír hafa verið mjög nútímalegir á sín- um tíma.“ c,. -• , • . . Edda Erlendsdóttir píanóleikari, Klauspeter Seibel stjórnandi og Einar Grétar Sveinbjörnsson fiðluleikari á æfingu þanLig að fófk vifdi ekkUaka vfð ** kammertónleik.n. sem fluttir verð. í sa. MH í kvöld. nýjungum heldur hlusta einungis á það gamla og sígilda aftur og aftur. „Ég reikna mað að áheyr- endur kunni að meta þessa tónlist þegar það hefur kynnst henni svolítið nánar. Að minnsta kosti kann ég mjög vel að meta tónlist sem þessa enda búin að vera að spila hana lengi." Edda sagðist oft furða sig á því af hverju fólk gæti staðið í lengri tíma og horft á sama málverkið. „Tónlistin er þó á hreyfingu. Það er ekki hægt að stoppa tónlistina til að skilja hana, heldur verður að spila verkið aftur og aftur til að skilja hana.“ Gunnar Egilson, starfsmaður Sinfóníunnar, sagði að húsnæði hefði verið nokkuð stórt vandamál þegar ákveðið var að halda þessa kammertónleika. „Háskólabió er allt of stórt og þar sem málverka- sýningar njóta sín ekkert sérstak- lega vel í kartöflugeymslum, þá er ekkert sniðugt að fara með kamm- ertónleika inn í einhverja íþrótta- sali þar sem þeir njóta sín alls ekki. Við fengum þó sal Menntaskól- ans í Hamrahlíð til afnota, sem tekur um 300 manns og verðum því að notast við hann á fimmtu- dagskvöldið." SAMSTÆÐA I___________ Útvarpsmagnari: 2 X 30 vatta (8 ohm hátalarar) eða 2X40 vatta (4 ohm hátalarar) FM, MW og LW útvarpsbylgjur. Segulbandstæki: Með samhæfðu og léttu stjómkerfi og dolby- suðeyði. Plötuspilari: Hálfsjálfvirkur, reimdrifinn með vökvalyftu og léttarmi. Hátalarar: 2X50 vatta góðir hátalarar. Skápur: Tækjunum góðu er haglega komið fyrir í skáp á hjólum. Með samstæðu II kemur SÉR-MAGNARI 2X33 vatta (8 ohm hátalarar) eða 2X43 vatta (4 ohm hátalarar) og SÉR-UTVARP með FM, MW og LW bylgjum. Petta er kraftmeiri samstæða með meiri fjölbreytni. Plötuspilari, segulbandstæki, hátalarar og skápur eru sömu og fylgja samstæðu I. Stað- greiðsluverðið er 31.980 krónur. eða, með þægilegri 7.000 kr. útborgun og eftirstöðvar greiðist á 8 mánuðum. Skipholti 19. Reykjavik. S: 29800 SAMSTÆÐA II Með þessu tilboði okkar viljum við óska þér til hamingju með ferminguna. Við bjóðum tvær samstæður úr gullnu línunni frá Marantz á sérlega hagstæðu verði. Staðgreiðsluverð á ódýrari gerðinni er aðeins 27.980 krónur eða gegn 7.000 króna útborgun og eftirstöðvar greiðist á 8 mánuðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.