Morgunblaðið - 14.03.1985, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1985
Kosið í Stúdentaráð
og Háskólaráð í dag
KOSNINGAR til Stúdentaráðs og Háskólaráðs fara fram í dag,
fimmtudag. Fjórir listar eru í kjöri, A-listi Vöku, félags lýðræðissinn-
aðra stúdenta, B-listi Félags vinstri manna, C-listi Félags umbóta-
sinnaðra stúdenta og E-listi Manngildissinnaðra stúdenta, en þeir
hafa ekki boðið áður fram. Kjördeildir, sem eru tíu, eru opnar frá kl.
9.00 til kl. 18.00. Á kjörskrá eru 4369 stúdentar.
Talsmenn listanna sem í kjöri eru kynna sjónarmið sín hér á
síöunni.
Ólafur Arnarson
Ólafur Arnarson,
efsti maður á lista
Vöku til ráðsins:
Stúdentaráð
á að einbeita
sér að hags-
munamálum
stúdenta
„STÍIDENTARÁÐ á að einbeita sér
að baráttu fyrir hagsmunum stúd-
enta. Menn eru kosnir í ráðiö til aö
standa vörð um hagsmuni umbjóð-
enda sinna, en ekki til að þrasa um
dægurmál. Þess vegna er það af-
dráttarlaus stefna Vöku, að lands-
mál og utanríkismál, sem ekki
skipta stúdenta máli, skuli ekki tek-
in á nokkurn hátt til umfjöllunar í
Stúdentaráði," sagði Ólafur Arnar-
son efsti maður á lista Vöku til Stúd-
entaráðs.
„Undanfarið ár hafa Vaka og fé-
lag umbótasinnaðra stúdenta
starfað saman í meirihluta í Stúd-
entaráði og að tilstuðlan Vöku
hefur öllum pólitískum málum
verið vísað frá.
En svo ég víki að stefnuskrá
okkar Vökumanna þá er fyrst að
nefna frjálsa áskrift að Stúdenta-
blaðinu, en við teljum það siðferð-
islega rangt að skylda stúdenta til
að kaupa blað, er þeir hafa sumir
hverjir lítinn eða engan áhuga á.“
— Nú hefur Lánasjóður ís-
lenskra námsmanna verið mikið
til umfjöllunar og þá sérstaklega
vegna afnáms víxillána til ný-
nema?
„Já, þetta er rétt, en ég vil
benda á Vaka hefur í mörg ár bent
á nauðsyn þess að lánasjóðurinn
veiti 1. árs nemum venjulegt
skuldabréfalán, sem er forsenda
þess að nemendur geti hafið nám
óháð efnahag. Þegar ákveðið var
síöastliðið haust að afnema vixil-
lán vildi Vaka að hafin yrði bar-
átta fyrir skuldabréfum — snúið
vörn í sókn. Um þetta gátu hinar
fylkingarnar í Stúdentaráði ekki
sameinast, heldur var reynt að
þyrla upp pólitísku moldviðri, en
slík vinnubrögð hafa alltaf skaðað
hagsmuni stúdenta.
Þegar rætt erum lánamál vill
oft gleymast nauðsyn þess, að
reglur um úthlutun lánanna séu
þannig úr garði gerðar að náms-
menn séu hvattir, en ekki lattir til
þátttöku í atvinnulífinu og til að
afla tekna. Á þetta atriði leggur
Vaka þunga áherslu."
— Ertu bjartsýnn á úrslit kosn-
inganna?
„Vissulega. Við Vökumenn höf-
um unnið vel og kappkostað að
kynna stúdentum stefnuskrá
okkar. í trausti þess að stúdentar
hafi kynnt sér stefnu og störf fylk-
inganna er ég sannfærður um, að
úrslitin verði Vöku í hag.“
Þórunn Sigurðardóttir
Þórunn Sigurðardóttir,
Vöku:
Nauðsynlegt
að kynna bet-
ur starfsemi
Stúdentaráðs
„ÞAÐ er nauðsynlegt að kynna bet-
ur starfsemi Stúdentaráðs og Há-
skólaráðs fyrir stúdentum, fæstir
vita hvað þar fer raunverulega fram
og þá einkum fyrsta árs nemar,“
sagði Þórunn Sigurðardóttir í sam-
tali við Morgunblaðið, en hún skipar
3. sæti á framboðslista Vöku til
Stúdentaráðs.
„Stúdentaráð er andlit stúdenta
út á við og á að standa vörð um
hagsmuni þeirra, þess vegna er
mikilvægt að stúdentar nýti sér
atkvæðisréttinn og kjósi næst-
komandi fimmtudag.
Við Vökumenn leggjum vel
nestaðir upp í þessar kosningar og
stefnuskrá okkar er skýr og hvet
ég stúdenta til að kynna sér hana.
í þessu sambandi vil ég nefna
hugmyndir Vöku í lánamálum, en
við viljum að skipuð verði sam-
starfsnefnd menntamálaráðu-
neytis, fjármálaráðuneytis og
námsmanna til að endurskoða lög
og reglur lánasjóðsins.
Nefndin á að hafa það í huga að
tryggja betur hagsmuni lánþega
og fjárhagsstöðu sjóðsins.
Þá viljum við Vökumenn að
hætt verði að gera upp á milli lán-
þega eftir því hvort þeir búa í föð-
urhúsum eða ekki. Það er trú
okkar að rangt sé að nemendur
sem enn eru hjá foreldrum fái
lægra lán eða aðrir, þar eð margir
neyðast til þess af fjárhagsástæð-
um. Þannig er gert upp á milli
námsmanna á kostnað þeirra
efnaminni," sagði Þórunn Sigurð-
ardóttir að lokum.
Helgi Jóhannesson,
Vöku:
Fyrirtæki
Félagsstofn-
unar eiga að
vera rekin
án halla
„ÞAÐ ER mikilvægt að fyrirtæki Fé-
lagsstofnunar stúdenta séu ávallt
rekin sem best og án taps. Að mínu
viti er það fullkomlega óeðlilgt að
stúdentar greiði niður t.d. mat í
matsölunni, með innritunargjöldum,
þegar aðeins 2 til 3% stúdenta nýta
sér þjónustu hennar," sagði Helgi
Jóhannesson, en hann skipar annað
sætið á framboðslista Vöku til Stúd-
entaráðs, í samtali við blaðamann
Morgunblaðsins.
„Fulltrúar stúdenta eru í meiri-
hluta í stjórn Félagsstofnunar og
því er nauðsynlegt að þær fylk-
ingar sem aðild eiga að Stúdenta-
ráði hafi heilsteypta stefnu í mál-
Helgi Jóhannesson
efnum stofnunarinnar. Framund-
an er stórátak í byggingu Garða
fyrir stúdenta, en því miður virð-
ist vera sem vinstri menn og um-
bótasinnar veigri sér við að hefja
framkvæmdir, ef marka má um-
mæli fulltrúa þeirra í Stúdenta-
ráði. Vaka vill hins vegar að þær
hefjist sem fyrst þegar eða um leið
og fjármagn hefur verið tryggt, en
í þeim efnum er stefna Vöku skýr.
Fyrirtæki FS eru mörg og er
ljóst að gera þarf breytingar á
rekstri og skipulagi margra
þeirra. Nokkur óánægja hefur ver-
'ið með bóksöluna, bæði hvað varð-
ar verð og þjónustu. Ég hygg að
þetta eigi eftir að breytast nái
stefna Vöku fram að ganga, en við
viljum stækka húsnæði bóksöl-
unnar, jafnframt því sem Háskól-
inn gerist eignaraðili að henni.
Jafnframt þessu þarf að efla
fjölritunina með nýjum tækjum
og gera hana samkeppnisfæra við
sambærileg fyrirtæki.
Eins og ég sagði í upphafi er
nauðsynlegt að fyrirtæki Félags-
stofnunar séu rekin hallalaust —
innritunargjöld á að nota til upp-
byggingar stofnunarinnar og til
að bæta þjónustu hennar við stúd-
enta og að þessu viljum við Vöku-
menn vinna fáum við stuðning
stúdenta," sagði Helgi Jóhannes-
son að lokum.
Guðmundur Auðunsson
Guðmundur Auðunsson,
Félagi vinstri manna:
Fellum meiri-
hluta Vöku og
Umbótasinna
GUÐMUNDUR Auðunsson er fyrsti
maður á lista Félags vinstrimanna.
Hann var beðinn að gera grein fyrir
helstu stefnumálum vinstrimanna.
„Mikilvægust eru lánamálin.
Síðastliðið haust voru felld niður
víxillán til fyrsta árs nema og
þeim vísað á bankana. Við teljum
að þetta sé aðför að hugmyndinni
um jafnrétti til náms.
Ástandið í dagvistunarmálum
stúdenta er hrikalegt. Stúdentar
þurfa að bíða í ár eftir dagvistun-
arplássi.
Vinstri menn berjast einnig
gegn fjöldatakmörkunum, hverju
nafni sem þær nefnast. Við teljum
óeðlilegt að nemendur séu í sam-
keppni innbyrðis. Háskóli íslands
er með fjöldatakmörkunum að
bjarga sér fyrir horn í stóru
vandamáli, sem er gífurlegur hús-
næðisskortur. Nauðsynlegt er að
fjárveitingar verði veittar til upp-
byggingar Háskólans.
Alltof fá stöðugildi eru við Há-
skólann. Við berjumst fyrir því að
lýðræði verði aukið með aukinni
þátttöku stúdenta í stjórnun skól-
ans.
Hvað málefni Félagsstofnunar
varðar viljum við fá aukna þjón-
ustu í matsölunni. Við viljum að
Ferðaskrifstofa stúdenta og Bók-
salan fái inni í fyrirhugaðri ný-
byggingu við Háskólabíó, þar sem
þessar stofnanir búa við gífurleg-
an húsnæðisskort.
Ekkert hefur verið gert í bygg-
ingu garða, en við leggjum áherslu
á að flýta þeim, vegna gífurlegs
húsnæðisskorts stúdenta.
Ég vil einnig minnast á Há-
skólaútvarpið, sem ég tel vera
heillandi verkefni fyrir stúdenta.
Félag vinstri manna bar fram til-
lögu í Stúdentaráði um stofnun
Háskólaútvarps. Vinstri menn
berjast fyrir því að koma þessu á
sem fyrst ef ríkiseinokun verður
aflétt.
Nú hefur meirihluti Vöku og
Umbótasinna starfað í ár og nán-
ast ekkert komið frá þeim. Þeir
hafa brugðist trausti og er nauð-
synlegt að koma þessum meiri-
hluta frá,“ sagði Guðmundur Auð-
unsson að lokum.
Ari Edwald,
Félagi umbóta-
sinnaðra
stúdenta:
Stúdentar
verða að
standa saman
ARI Edwald, efsti maður á lista Fé-
lags umbótasinnaðra stúdenta, var
spurður að því hver væru helstu
stefnumál félagsins.
„Það sem að flestum snýr eru
lánamálin," sagði Ari. „Umbóta-
sinnar hafa lagt áherslu á að ríkið
standi við skuldbindingar sínar
gagnvart Lánasjóðnum. Við ieggj-
um áherslu á að námslán miðist
fyrst og fremst við framfærslu-
byrði nemenda og að á hverjum
tíma sé miðað við framfærslu-
grundvöll. Við berjumst jafnframt
fyrir auknum tekjuumreikningi
þannig að námsmönnum verði
ekki refsað, svo sem verið hefur,
fyrir sjálfsbjargarviðleitni með
því að taka virkan þátt í atvinnu-
lífi í fríum. Við teljum að núver-
andi kerfi hafi letjandi áhrif á
námsmenn. Einnig höfnum við því
að ekki megi taka tillit til þess
hvort fólk býr í foreldrahúsum eða
leiguhúsnæði. Vaka hefur sett
fram þá skoðun að slíkt jafnist á
við persónunjósnir. Vinstri menn
hafa ekki komið með neitt nýtt í
þessum málum, enda uppteknari
við að fá Stúdentaráð til að mót-
mæla byggingu ratsjárstöðvar á
Vestfjörðum.
Að frumkvæði Umbótasinna
hefur verið hafinn undirbúningur
að byggingu nýrra hjónagarða.
Umbótasinnar hafa beitt sér fyrir
samkeppni um hönnun þessara
hjónagaröa. Við teljum ekki rétt,
eins og aðrir hafa haldið fram, að
það tefji fyrir framkvæmdum, þar
sem nokkurn tíma þarf til að afla
fjármagns til byggingarinnar.
Til þess að stúdentar nái fram
þessum baráttumálum og öðrum,
Ari Edwald