Morgunblaðið - 14.03.1985, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 14.03.1985, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1985 Gorbachev mælti yfir moldum Chernenkos af grafhýsi Lenins en honum tii vinstri og hægri handar voru aðrir félagar í stjórnmálarádinu. lendum fréttamönnum þótti ein- kenna ræðu Gorbachevs. í fyrsta lagi, að hún var samhljóða ræðu Chernenkos þegar hann mælti yfir moldum Andropovs, og í öðru lagi, að hann flutti mál sitt styrkri röddu, sem barst vel út yfir Rauða torgið. Hefur það ekki verið svo í langan tíma í tíð þriggja öldunga á valdastóli. AP/Símamynd „Trúr þjónn flokks og fólks og mikill friðarins maður“ sagði Gorbachev um forvera sinn þegar Chemenko var jarðsettur Moskvu, 13. mare. AP. KONSTANTIN U. Chernenko var borinn til grafar í dag og lagður til hinstu hvíldar á Rauða torginu. Hleypt var af fallbyssum honum til heiðurs og langdregið vælið í verksmiðjuflautunum barst um borgina á ákveðinni stundu. Eftirmælin flutti arftaki hans, Mikhail Gorbachev, og voru þau helst, að Chernenko hefði verið trúr þjónn flokks og fólks og mikill friðarins maður. Kista Chernenkos var lögð í gröf, sem er yst til hægri í röð látinna Sovétleiðtoga og annarra forystumanna milli Kremlarmúra og grafhýsisins yfir smurðan lík- ama Vladimirs Lenin, föður Sov- étríkjanna. Augnabliki áður en kistan var látin síga niður í gröf- ina kyssti Anna, ekkja Chernenk- os, mann sinn og kvaddi hinstu kveðju. Gorbachev og hinir níu félagar stjórnmálaráðsins stóðu uppi á grafhýsi Lenins þegar líkfylgdin fór hjá og þaðan flutti hann eftir- mælin um manninn, sem aðeins ríkti í Kreml í 13 mánuði. Sagði hann, að mikill harmur væri kveð- Óvenjulegur Sovétleiðtogi London, 13. mars. AP. SOVÉSKI leiðtoginn Mikhail Gorbachev vakti undrun gestgjafa sinna í London í desember sl., er hann stöðvaði bfialest og fór óvænt til bústaðar breska forsætisráðherrans í Downing-stræti 10, meðan Marg- aret Thatcher var í Peking, að því er frá var greint í gær, þriðjudag. „Hann hafði setið kvöldverð- arfund með þremur fyrrverandi forsætisráðherrum Bretlands, þeim Harold Wilson, James Callaghan og Hume lávarði, dag- inn áður. Og það var ekki á dagskránni hjá honum að skoða Downing-stræti 10, hann langaði bara til að sjá staðinn," sagði Peter J. Shaw, ritari Alþjóða- þingmannasambandsins, sem annaðist Gorbachev meðan á Lundúnaheimsókninni stóð. Shaw sagði, að Gorbachev hefði verið á heimleið til sovéska sendiráðsins, þegar einhver sam- ferðamannanna benti á bústað breska forsætisráðherrans. „Allt í einu snarstansaði bíla- röðin," sagði Shaw. „Ég var aft- arlega í röðinni og hélt, að eitthvað hefði farið úrskeiðis. En það var Gorbachev sem hafði látið nema staðar og sagði: „Við skulum endilega líta á staðinn.““ Shaw sagðist loks hafa yfir- gefið bílinn og þá hefði Gorbach- ev staðið fyrir utan Downing- stræti 10 og glápt á húsið eins og hver annar ferðamaður. Ég bað lögreglumann, sem var á verði fyrir utan, að gera okkur þann greiða að leyfa Gorbachev að kíkja inn fyrir dyrnar. I sömu svifum kom starfslið hússins og bauð að ganga í bæinn. Jólatréð stóð alskreytt í einu horninu og gjafirnar hjá. Og það var hátíð- arblær yfir öllu. „Gorbachev var ákaflega vin- gjarnlegur í fasi og í hátíðar- skapi,“ sagði Shaw. En forsætisráðherrann, frú Margaret Thatcher, var um þetta leyti að skrifa undir Hong Kong-samningana við Kínverja. Hafði hún áður tekið á móti Gorbachev á embættissetrinu í Checquers fyrir utan London. Hosni Mubarak Egyptalands- forseti sagði eftir tveggja klukku- stunda langar viðræður við Reag- an, að nú væri „gullið tækifæri fyrir þá sem vildu frið“. Khalil Wazir, einn af æðstu for- ystumönnum PLO, sagði í viðtali við AP-fréttastofuna, að búast mætti við „injög eldfimu ástandi" í Miðausturlöndum í framhaldi af neitun Bandaríkjamanna um að taka þátt í viðræðum með PLO. í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna beitti fulltrúi Bandaríkjanna neitunarvaldi til að hindra fram- gang ályktunar, sem fordæmdi Israela fyrir ofbeldisverk í Suður-Líbanon. Sagði bandaríski fulltrúinn, Jeane Kirkpatrick, að hún hefði verið tilbúin til að sam- þykkja tillögu, þar sem fordæmd hefðu verið ofbeldisverk allra málsaðila í S-Líbanon. inn að Sovétmönnum vegna frá- falls Chernenkos, sem hefði verið trúr þjónn flokks og fólks og ein- arður baráttumaður fyrir hug- sjónum kommúnismans. Sagði hann, að Chernenko hefði ötullega unnið að afvopnunarmálum og að í þeim anda yrði áfram unnið. „Sovétmenn hafa aldrei ógnað nokkurri þjóð,“ sagði Gorbachev, „og munu ekki gera. Við viljum reynast góðir grannar og eiga frið- samleg samskipti við allar þjóðir." Gorbachev kom einnig að innan- landsmálunum og hvatti til meiri aga meðal þegnanna, meiri vinnu- semi og meiri trúnaðar við flokk- inn. Tvennt var það, sem er- Viktor V. Grishin, formaður flokksins í Moskvu, flutti einnig ræðu og minntist Chernenkos sem vinar og félaga og sleppti öllum pólitískum skírskotunum. Að lokinni útförinni tók Gorb- achev á móti erlendum gestum og í kvöld ætlaði hann að ræða sér- staklega við Rajiv Gandhi, forsæt- isráðherra Indlands, George Bush, varaforseta Bandaríkjanna, Mar- garet Thatcher, forsætisráðherra Breta, Francois Mitterrand, for- seta Frakklands, Helmut Kohl, kanslara Vestur-Þýskalands, og Mauno Koivisto, forseta Finn- lands. Fram hefur komið hjá banda- rískum embættismönnum, að Bush hafi í fórum sínum bréf frá Reagan til Gorbachevs þar sem lagt er til, að þeir finnist að máli í Bandaríkjunum. AP/Símamynd Mikhail S. Gorbachev, hinn nýi leiðtogi Sovétmanna, og Andrei A. Gromyko, utanrfkisráðherra, fylgja Chernenko tfi grafar. Var hann lagður til hinstu hvfldar á Rauða torginu, rétt við Kremlarmúra. Reagan um tillögu Egypta: Jákvætt framlag en dugir ekki til Washington, 13. mars. AP. RONALD Reagan forseti sagði í gær, að tillaga Egypta um að koma af stað friðarviðræðum í Miðausturlöndum væri „jákvætt framlag“, en dygði ekki til. Kvað hann ísraela og nágranna þeirra í Arabalöndunum „enn langt frá því að setjast að samningaborði'*. Veður víöa um heim Lægst Hæst Akursyri +1 1 snjóél Amsterdam *2 7 skýjaó Aþena 6 11 rigning Barcelona 13 heíðskírt Berlín -3 3 bjart Brussel +2 5 skýjað Chicago 1 9 skýjað DuMín 5 8 skýjað Feneyiar 8 rigning Frankfurt +3 9 bjart Genl 0 6 skýjað Helsinki +4 2 skýjað Hong Kong 13 15 skýjað Jerúsalem 9 17 bjart Kaupm.höfn +2 1 skýjað Las Palmas 22 heiðskírt Lissabon 9 19 bjart London 2 8 skýjað Los Angeies 8 19 bjart Luxemborg 1 þokumóóa Malaga 15 léttakýjað Mallorca 9 súld Miami 23 25 bjart Montreal 44 3 bjart Moskva +5 42 skýjað New York 7 13 skýjað Osló +1 5 bjart París 1 8 bjart Peking 4« 8 bjart Reykjavík 0 héifskýjaö Rio de Janeiro 20 34 skýjað Rómaborg 5 13 skýjað Stokkhólmur 2 4 skýjað Sydney 21 27 bjart Tókýó 4 10 skýjað Vínarborg 42 2 bjart Þórshöfn 3 skýjað Tyrkneska sendiráðið í Kanada: Gíslum haldið í fjórar klst. (HUwa, 13. mare. AP. ÞRÍR vopnaðir menn, sem sögðust vera í hryðjuverkasamtökum Armeníu- manna, réðust í dag inn í tyrkneska sendiráðið í Ottawa eftir að hafa sprengt öfluga sprengju í anddyri hússins og drepið einn öryggisvörð. Tóku þeir 12 gísla og héldu þeim ákærðir fyrir morð og fleira alvar- fjórar klukkustundir áður en þeir gáfust upp og lögreglumenn færðu þá af vettvangi. Tyrkneski sendiherran varnaði sér út um glugga á annarri hæð af ótta við að vera drepinn og slasaðist hann talsvert, mjaðmagrindarbrotnaði, handleggs- og fótbrotnaði. Mennirnir þrír eru allir kanad- ískir ríkisborgarar, 27, 30 og 35 ára gamlir, og hafa þeir verið legt. í hópi gíslanna voru eigin- kona og dóttir sendiherrans sem út um gluggann stökk, þeim var ekki unnið mein frekar en öðrum gíslum. Mennirnir voru vel vopn- um búnir, allir með afsagaðar haglabyssur og skammbyssur, auk þess sem þeir komu sprengiefni fyrir víða í byggingunni. Tók það sérfræðinga nokkurn tíma að gera allar sprengjurnar óvirkar. Hryðjuyerkamenn í lífstíðarfangelsi IWsneldorr. 13. m»rs. AP. TVEIR hryðjuverkamenn úr Rauða herflokknum voru í dag dæmdir í ævi- langt fangelsi fyrir að myrða iðjuhöld árið 1977. Rétturinn fann Adelheid Schulz, 29 ára gamla, og Rolf- Klemenz Wagner, sem er fertugur, sek um að hafa myrt Hans-Martin Schleyer, formann vestur-þýska vinnuveitendasambandsins, og fjóra lífverði hans. Tók það dóm- arann nokkurn tíma að lesa upp dómsorðið en sakborningunum lýsti hann sem félögum í vinstri- sinnuðum hryðjuverkasamtökum, Rauða herflokknum, sem auk morðsins á Schleyer hefðu staðið ásamt öðrum að sprengjutilræð- um og bankaránum seint á síðasta áratug. Wagner fékk tvöfaldan lífstíð- ardóm en Schulz var einnig dæmd fyrir morðið á Jíirgen Ponto, bankastjóra Dresdenarbankans. og fékk þrefaldan lífstíðardóm. I Vestur-Þýskalandi er heimilt að endurskoða lífstíðardóm eftir 15 ára fangavist.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.