Morgunblaðið - 14.03.1985, Síða 32

Morgunblaðið - 14.03.1985, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1985 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö. Viðskipti og velferð ANDRÉJ TARKOFSKÍ egar lífskjör þjóða eru bor- in saman eru þjóðartekjur á hvern vinnandi einstakling gjarnan nýttar sem réttlátur mælikvarði. Jafnframt er sú leið talin fengsælust til bættra lífskjara, að auka á vöxt og stöðugleika þjóðarteknanna, skiptahlutarins á þjóðarskút- unni. Sá lífskjaraþáttur þjóðarinn- ar, sem hefur hvað mest vægi á vogarskálum velferðar, eru viðskiptakjör okkar við um- heiminn; það verð sem við fáum fyrir útflutningsframleiðslu okkar á erlendum sölumörkuð- um — sem og kaupmáttur út- flutningstekna okkar gagnvart innfluttum nauðsynjum, marg- víslegum. Fáar þjóðir flytja út jafn stóran hlut þjóðarframleiðslu sinnar eða inn jafn hátt hlut- fall heildarneyzlu. Vægi við- skiptakjara í velferð þjóðarinn- ar er því meira hér en víða annnars staðar. Þrátt fyrir þessa staðreynd gefum við þessum mikilvæga kjaraþætti okkar hvergi nærri nægan gaum. Okkur er tamara að slást um hin smærri dægurmálin en standa saman um kjarnaatrið- in, sem lífskjör þjóðarinnar ráðast af. Við höfum engu að síður náð árangri, sem vekja ætti okkur til frekari dáða. Magnús Gunn- arsson, framkvæmdastjóri VSÍ, sagði í erindi um hugvitsút- flutning á námsstefnu Stjórn- unarfélags íslands: „fsland er í margra augum Mekka fiskiðnaðar og útgerðar og við getum nýtt okkur þá staðreynd til þess að verða virkir þátttakendur í alþjóðleg- um fiskveiðum og í heimsverzl- uninni með fiskafurðir. Hið öfl- uga markaðskerfi sem við höf- um þróað bæði í Evrópu og Bandaríkjunum er lykilatriði hvað þetta varðar." Því má við bæta að við höfum þegar stigið farsæl byrjunarskref á sviði fiskræktar og fiskeldis. íslenzk þekking á sviði jarðvarmanýt- ingar hefur og haslað sér völl erlendis. En framkvæmdastjóri VSÍ bætir réttilega við: „Til þess að við getum náð árangri í útflutningsstarfsemi verða stjórnvöld að marka efnahagsstefnu sem tryggir samkeppnishæfni íslenzkra atvinnugreina á hverjum tíma. Við íslendingar þurfum að reka „exportorienteraða" mark- aðsstefnu, útflutningsstefnu, sem felur í sér raunhæfa stefnumörkun um þátttöku landsmanna í samkeppni á al- þjóðamörkuðum." í þessu sambandi er vert að rifja það upp að óðaverðbólgan, sem hóf innreið sína í íslenzkt efnahagslíf 1971, skekkti sam- keppnisstöðu útflutningsfram- leiðslu okkar svo, að lá við löm- un hennar. Það var þessi óða- verðbólga sem lokaði dyrum á búvöruútflutning, nema með himinháum útflutningsbótum. Markaðsátak og sölutækni eru orð, sem við tökum okkur í munn í æ ríkari mæli. Það er af hinu góða og vitnar um vaxandi skilning á mikilvægum þætti í velferðarsókn þjóðarinnar. En til þess að breyta góðum vilja í veruleika þurfum við að taka á honum stóra okkar á mörgum sviðum: • stefna að stöðugleika í efna- hagslífi • færa verðbólgu niður á svip- að stig og í helztu samkeppn- islöndum okkar • stuðla að friði á íslenzkum vinnumarkaði • treysta íslenzkan gjaldmiðil • breyttu skipulagi viðskipta- og utanríkisráðuneyta til stuðnings sölu- og kynning- arstarfsemi fyrir íslenzka vöru og þekkingu • efla traust okkar í alþjóða- viðskiptum • vinna að nýsköpun atvinnu- lífs okkar í ljósi nýrrar tækni, þróunar og þekkingar. Þetta eru vegvísar sem varð- að hafa leið helztu velferðar- ríkja heims til velmegunar. Til eru slík ríki, eins og t.d. Sviss, sem verið hafa án verkfalla í hálfa öld. Sameinuð getur ís- lenzk þjóð náð hliðstæðum árangri — en sundruð heldur hún áfram niður í öldudalinn. Tilboð til kennara Ríkisstjórnin beinir þeirri ósk til félagsmanna HÍK, að þeir snúi þegar aftur til kennslustarfa og virði lagaregl- ur um kjarasamninga opin- berra starfsmanna, en líkur eru á að kjaramál framhaldsskóla- kennara gangi nú til Kjara- dóms. Jafnframt heitir ríkis- stjórnin reglubundnu samstarfi við samtök opinberra starfs- manna, sem miði að því að tryggja samræmi í kjörum manna í sambærilegum störf- um og með sambærilega menntun hjá ríkinu og á al- mennum vinnumarkaði. Vonandi verða kennarar við þessum tilmælum. Sú truflun, sem orðin er í skólastarfi, verð- ur að taka enda. — eftir Arnór Hannibalsson Haustið 1984 kom ítölsk kona, Donatella Balivo að nafni, til Moskvu. Einhvers staðar í ná- grenni borgarinnar tók hún upp á filmu viðtal við kvikmyndaleik- stjórann Andréj Arsénévits Tark- ofskí. Hér verður stuðst við upp- skrift af þessu viðtali. Erfið æska Foreldrar Tarkofskís skildu 1935—36. Hann og systir hans ólust upp með móður þeirra. Þau bjuggu í þorpi um 100 km frá Moskvu, við Moskvu-ána. í hönd fóru einhver hryllilegustu ár í all- ri sögu Rússlands, árin 1935—39. Faðirinn var fjarri. En fjölskyld- an fylgdist með honum og beið bréfa, einkum á stríðsárunum. Þá var Arséní Tarkofskí sendur í fremstu víglínu. Hann komst af, en lifði við örkuml, missti annan fótinn. Um hvað snerust draumar mín- ir í æsku? — spyr Andréj Tark- ofskí. — Um það að lifa það, að stríðinu lyki. Hver dagur var helg- aður bardaga fyrir því að komast af. Móðir Andréjs Tarkofskís nam bókmenntir en lauk ekki prófi. Hún kynntist barnsföður sínum, þegar hún var við nám. Ævinni eyddi hún sem prófarkalesari í prentsmiðju, sem prentaði mikil- væg opinber gögn (Pérvaja Obraztsovaja við Valovaja-götu). Andréj Tarkofskí segist eiga allt sitt gengi í lífinu móður sinni að þakka. — Ég lenti í slæmum félagsskap um tvítugt, segir hann. — Þá sendi mamma mig í vinnu með jarðfræðingum, sem fóru víða, m.a. um skóga Síberíu. Að ári liðnu hafði ég náð mér. Þannig bjargaði móðir mín mér. Andréj Tarkofskí nám píanó- leik, og hann lauk námi í lista- skóla. Móðir hans vildi að hann yrði listamaður. Faðir hans var ljóðskáld (en átti erfitt með að fá verk sín prentuð). Hún vildi, þrátt fyrir allt, að sonur hennar líktist föður sínum. Þekking á myndlist og tónlist eru forsendur fyrir þeim árangri sem ég hef náð í kvikmyndagerð, segir Tarkofskí. — Ég veit ekki hvort ég hef náð því sem mig dreymdi um í æsku, segir hann. — Ég átti erfitt í upp- vextinum. En samt er það svo, að það sem ég upplifði sem barn er enn hið innra með mér. Reynsla barnsáranna er frumgrunnur allr- ar sköpunar. Þurrkist barnsárin út úr sál minni, yrði ég steingeld- ur í listinni. Kvikmyndalist — Þeir sem luku kvikmyndaskól- anum með mér vissu upp á hár, hvað kvikmynd er. Ég vissi það ekki. Égtvarð að þreifa fyrir mér. Þannig varð fyrsta myndin mín til — Æska ívans. Ég uppgötvaði hvað kvikmynd er, þegar ég vann að þeirri mynd. Þessi mynd er ekki um æsku sjálfs míns. En samt eru allar myndir mínar samofnar lífi mínu. Ég get ekki gert mynd um efni, sem ekkert snertir lífsreynslu sjálfs míns. Ég hef mikla ánægju af að undirbúa myndir mínar. Én tökurnar eru leiðinlegar. Kvikmyndahöfundar eru skáld. En hvað er kvikmyndaskáld? Það er leikstjóri sem getur endurskap- „Þannig ber það árangur, að menn vestan járntjalds styðja þá, sem mann- réttindi eru brotin á austan tjaldsins. Þetta mættu þeir íslend- ingar hafa í huga, sem þora ekki að styðja þá, sem bannað er að hugsa og tjá sig austan járntjalds, t.d. A.D. Sakharof.“ að eigið lif í mynd. Og engin list verður til, nema menn hafi eitt- hvert svar við spurningunni um tilganginn í lífinu. Það er ekkert varið í að lifa, nema menn noti þessi fáu ár ævinnar til að auðga anda sinn. Listin á að hjálpa til þess. Hjálpa mönnum að þroskast, breytast. List á að efla andlegan vilja. Hún aflar ekki endilega þekkingar, nema þá sjálfsþekk- ingar. Vísindaleg list er ekki til. Vísindi beinast að því að vita sí- fellt meira um minna. Við þurfum að þekkja lífið. Því þarf listamað- ur að upplifa þrengingar lífsins. Ef heimurinn væri í samræmi, væri engin list. Listin er til af því einu, að heiminum er illa fyrir- komið. Frá þessu segir í kvikm- yndinni um Rúbljof. Frá leit að samræmi og merkingu lífsins. Þar leitast ég við að átta mig á reynslu manna. Hver maður verður að afla sér eigin reynslu. Hann fær hana ekki hjá öðrum. Ekki frá foreldr- um eða forfeðrum. Þó má keðja kynslóðanna ekki rofna. Enginn getur troðið sinni reynslu upp á annan. Rúbljof öðlaðist skilning á þessu af eigin reynslu. í hverju er fólginn leyndardóm- ur sköpunarkraftsins? Sköpunarg- áfan er náðargjöf Guðs, guðs- blessun, ekki þekking. Þessvegna heppnast unga smiðnum að steypa klukku, þótt leyndarmálið sé hon- um hulið. Faðir hans fór með það með sér í gröfina. Innblástur er mikilvægari þekkingu. Um hinn andlega grunn Á okkar dögum er listin orðin að tækni, að framleiðslu. En það drepur listina. Nútímalist skortir andlegan grunn. Á miðöldum og á endurreisnartímanum höfðu menn hann. Listamenn gerðu ekki greinarmun á sköpun sinni og á bæn til Guðs. Þessvegna settu þeir einatt ekki nöfn sín á verk sín. Þeim fannst þeirra eigin persóna hverfa frammi fyrir mætti sköp- unarinnar. Um þessar mundir ríkir and- leysi. Þessvegna er kreppa í list- um; málverki, skáldskap, kvik- myndum. Menn þjóta um geiminn. En við vitum lítið um sjálf okkur. f menningu okkar er hrikalegur árekstur milli andlegs þroska manna og tæknigetu þeirra, milli hins andlega og hins efnislega. Menningarástand okkar verður harmsögulegt. Galíleó og Einstein reiknuðu eitthvað skakkt. Solaris átti að fjalla um það, hvort mönnum tekst að lifa og vera menn í ómannlegum aðstæð- um. En það tókst ekki, því að höf- undur sögunnar, Staníslaw Lem, vildi að þetta væri vísindaskáld- saga. Kynningarblað kvikmyndahátíðarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.