Morgunblaðið - 14.03.1985, Page 35

Morgunblaðið - 14.03.1985, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1985 Grindavík: Nýtt skip kom til heimahafnar (írindavík í marzbyrjun. NÝR bátur kom til heimahafnar sinnar, Grindavíkur, sunnudaginn 3. marz. Þaö er Harpa GK 111. Nýi báturinn er um 150 tonn, byggður í vélsmiöju Seyðisfjarðar. Smíði bátsins hófst fyrir 14 mánuðum en sjósetning var 24. móvember sl. Bátinn teiknaði Stefán Jóhannsson, tæknifræðingur, sem jafnframt er forstjóri Vélsmiðju Seyðisfjarðar. Harpan er 18. báturinn, sem Stefán teiknar og smíðar. Eigandi Hörpunnar er Gull- vík hf., Grindavík. Aðaleigend- ur fyrirtækisins eru hjónin Ág- ústa Gísladóttir og Hafsteinn Sæmundsson. Skipstjóri nýja bátsins verður Úmar Einarsson, sem áður var skipstjóri á Mb. Skúm GK 22. Hafsteinn lýsir bátnum þannig, að þetta skip sé fjöl- veiðiskip, sem geti stundað línu-, neta- og togveiði. Bátur- inn er yfirbyggður stafna á milli og með skutrennu. Fisk- móttaka er aftast í skipinu, en íbúðir allrar áhafnar frammí. Aðalvél skipsins er 565 hest- afla Caterpillar og tvær ljósa- vélar eru af sömu gerð. Skrúfa skipsins er mjög hæggeng og stór, snýst aðeins 215 snúninga á mín., sem gerir það mjög hag- kvæmt togskip. Harpa er vel búin tækjum og má sérstaklega nefna aflamæli, sem mælir stærð fisks í pró- sentum. Helmingur lestar er útbúinn sem frystilest og einnig eru í bátnum frystitæki til að heil- og lausfrysta fisk, til dæmis rækju og grálúðu. Vistarverur eru fyrir 11 menn í 5 klefum. Harpa mun fara á togveiðar og verður afli að hluta lagður upp hjá Gullvík hf. eða eins og vinnslugeta fyrirtækisins leyfir. Guðfinnur „Kröfur HÍK í fyllsta máta sanngjarnar“ — segja kennarar við Öskjuhlíðarskólann KENNARAR við Öskjuhlíðarskól- ann og Iönskólann í Reykjavík hafa sent frá sér yfirlýsingar um fullan stuðning við málstaö Hins íslenska kennarafélags. í yfirlýsingu kennaranna við Öskjuhlíðarskólann segir m.a. að þeir fordæmi harðlega viðbrögð fjármálaráðherra og mennta- málaráðherra við sjálfsögðum kröfum Hins islenska kennarafé- lags. Síðan segir: „Nýgert endur- mat menntamálaráðuneytisins á störfum kennara sýnir, svo ekki verður um villst, að kröfur HÍK eru í fyllsta máta sanngjarnar. Jafnframt lýsum við fullri ábyrgð á hendur fjármálaráðherra og menntamálaráðherra ef afskipta- leysi þeirra og skammsýni verður til þess að leggja menntakerfi landsins í rúst.“ INNLEN-T ÆSKAN W Y Æskan í nýj- um búningi FYRSTA tölublað barnablaðsins /Eskunnar á þessu ári er komið út. Þetta er fyrsta blaðið sem þeir Eð- varð Ingólfsson og Karl Helgason ritstýra en þeir tóku við starfinu af Grími Engilberts um síðustu áraraót Grímur hafði gegnt því í meira en aldarfjórðung eða 28 ár. Ymsar breytingar hafa verið gerðar á útliti og umbroti blaðsins og nýir þáttahöfundar eru komnir til starfa. í þessu fyrsta tölublaði kennir ýmissa grasa. Opnuviðtal er við leikarana Karl Ágúst Úlfs- son og Eggert Þorleifsson; Her- mann Gunnarsson skrifar um knattspyrnumann ársins 1984, Ásgeir Sigurvinsson; dr. Þór Jak- obsson sér um vísindaþátt; Pétur Þorsteinsson guðfræðingur ræðir við Andra Má Ingólfsson og Hall- dór Lárusson um kristilega popp- tónlist; Jens Guðmundsson segir frá tónlistarferli Michael Jack- sons; Hálfdan Helgason leiðbeinir börnum í frímerkjasöfnun og Sverrir Ólafsson teiknar og semur þrautir. Veggmynd fylgir blaðinu og er hún af hljómsveitinni Graf- ík. Nokkur seinkun hefur orðið á útkomu 1. tölublaðsins vegna áð- urnefndra breytinga og eins vegna flutninga á ritstjórn Æskunnar frá Laugavegi 56 í Templarahöll- ina, Eiríksgötu 5. Annað og þriðja tölublað eru væntanleg innan tíð-, ar og mun það fyrra berast áskrif- endum upp úr miðjum mars og hitt litlu eftir mánaðamót mars- apríl. Útgefandi Æskunnar er Stór- stúka Islands. möguleiki fyrir alla. Maxi plastbox og festiplötur. Margar stærðir og margir litir. Hentar verslunum, lagerum, verkstæðum og heimilum fyrir smáa hluti og stóra. Nýtt fyrirtoeki á traustum grunni LANDSSMIÐJAN HF. SÍMI 91-20680 (Frétutilkynning.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.