Morgunblaðið - 14.03.1985, Side 37

Morgunblaðið - 14.03.1985, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1985 37 Sæluvikan hefst á Sauðárkróki á morgun Sauðárkróki, 12. mars. SÆLUVIKA Skagfirðinga hefst á Sauðárkróki um næstu helgi. Að vanda verður þar margt til fróðleiks og skemmtunar. Skákfélag Sauð- árkróks heldur svonefnt Gróhe- skákmót, sem hefst Töstudaginn 15. mars og lýkur á sunnudag. Teflt verður í Gagnfræðaskólanum. Laug- ardaginn 16. mars kl. 14 verður opnuð í Safnahúsi Skagfírðinga sýn- ing á verkum Hrings Jóhannessonar listmálara og kl. 16 sama dag flytur Haraldur Ólafsson lektor erindi í boði Safnahússins, sem hann nefnir „Landnám á fslandi í Ijósi mann- fræðinnar". Að öðru leyti verður laugardag- urinn einkum helgaður börnum og unglingum, m.a. verður skemmtun á vegum barnaskólans og dans- leikir fyrir þessa aldurshópa. Sunnudaginn 17. mars verða tvær guðsþjónustur í Sauðárkróks- kirkju, sem sóknarpresturinn, sr. Hjálmar Jónsson, annast og opið hús fyrir aldraða verður í safnað- arheimilinu síðar um daginn. Um kvöldið frumsýnir Leikfélag Sauð- árkróks gamanleikinn „Húrra krakki" eftir Arnold og Bach. Leikstjóri er Eyþór Arnason. Leikurinn verður sýndur flesta daga vikunnar. A mánudag og þriðjudag verða kirkjukvöld í Sauðárkrókskirkju. Þar syngur Kirkjukór Sauðár- króks undir stjórn Guðrúnar Ey- þórsdóttur. Jóhann Már Jóhanns- son syngur einsöng við undirleik Guðjóns Pálssonar og nemendur Tónlistarskólans á Sauðárkróki leika saman á klarinettu, fiðlu, trompet og píanó. Séra Sigurður H. Guðmundsson flytur ræðu bæði kvöldin. Af öðru efni Sæluvikunnar má nefna söngskemmtun Karlakórs- ins Heimis og Rökkurkórsins föstudaginn 22. mars. Stjórnendur eru Rögnvaldur Valbergsson og Stefán R. Gíslason og annast þeir einnig undirleik. Einsöngvarar eru Sigfús Pétursson, Sigurlaug Guðmundsdóttir og Þuríður Þor- bergsdóttir. Laugardaginn 23. mars sýnir Leikfélag Siglufjarðar sjónleikinn „Fjölskylduna" eftir Claes Andersen. Leikstjóri er Hörður Torfason. Kvikmyndasýningar verða alla daga vikunnar og dansleikir nokk- ur kvöld. Þar leika hljómsveitirn- ar Týról, Metan og hljómsveit Geirmundar Valtýssonar. Sælu- vikunni lýkur svo sunnudaginn 24. mars með jasskvöldi í Bifröst. Nánari upplýsingar um Sæluvik- una er að finna í prentaðri dag- skrá, sem Félagsheimilið Bifröst gefur út. Kári „Vesturbæingar ættu að gleðjast“ „Það ætti að ríkja fögnuður í gervöllum Vesturbænum yfir því að nú skuli loks eitthvað gert fyrir Landakotstúnið, þennan helgasta blett Vesturbæinga," sagði Hafliði Jónsson, garðyrkjustjóri, þegar blm. Morgunblaðsins spurði hann út í framkvæmdir sem nú er unnið við á Landakotstúninu. Hafliði sagði að þessar fram- kvæmdir væru í samræmi við samning þann sem gerður var milli borgarinnar og Landa- kotskirkju um túnið. Nú væri unnið að lagningu bílastæða, sem fyrirhugað væri að kæmu meðfram Túngötunni og það væri einungis hið góða tíðarfar í vetur sem gerði það að verkum að hægt hefði verið að byrja vinnu þetta snemma vors, en fyrirhugað er að framkvæmdum við Landakotstún ljúki haustið 1986. Hafliði kvað Landakotstúnið stækka frekar en minnka ef eitthvað væri við þessar fram- kvæmdir, auk þess sem leiktæki fyrir börn yrðu sett þarna upp. Væri það í fyrsta skipti sem sér- stök leikaðstaða yrði þar fyrir börn, en þess væri full þörf því nú væri börnum aftur að fjölga í Vesturbænum með nýrri kyn- slóð. Á Landakotstúni er gert ráð fyrir skrúðgarði á hlutanum nær miðbænum, en meðfram hluta Túngötu niður að horni Hóla- vallagötu verða 28 bílastæði og verða þau afmörkuð frá götunni með gróðurkerjum. Þá verður upphituð hellulögn frá kirkjunni að Túngötu, svo hægt sé að aka upp að kirkjunni, þegar þess er þörf. Frá framkvæmdunum við Landakotstún. MorKunblaðiA/ÓI.K.M. Hafliði Jénsson garðyrkjustjóri - um framkvæmdirnar á Landakotstúni: Sæludaganefnd, talið frá vinstri: Jón Örn Kristinsson, Björgvin Ragnarsson, Berglind Olafsdóttir, Gísli Erlingsson, Ragnar Baldursson og Engilbert Ims- land. Sæludagar Fjölbrautaskólans í Breiðholti með öðru sniði FJÖLBRAUTASKÓLINN í Breið- holti sá sér ekki fært að hafa Sælu- daga með sama sniði og í fyrra. Ástæðan fyrir því er sú trufíun sem orðið hefur á kennslu vegna þess að kennarar gengu út 1. mars sl. Hópstarf, eins og var á síðustu Sæludögum, fellur niður, en þess í stað eru ýmsar uppákomur á dag- inn frá kl. 13—16 og á kvöldin frá kl. 20.30. I dag, fimmtudag, kl. 13—16 Fáskrúðsfjörður: Ég vil fá minn mann frumsýnt á sunnudag Fáskrúðsfirði, 11. mars. Á sunnudagskvöld var frumsýnd- ur skopleikurinn Ég vil fá minn mann, eftir Philip King. Leikstjóri var Magnús Guðmundsson frá Nes- kaupstað, en hann hefur alloft áður leikstýrt hér á Fáskrúðsfírði. Að Ieiksýningunni stóð leikhóp- urinn Vera á Fáskrðusfirði. Þetta er þriðja leikár hópsins og þriðja stóra verkefni hans. Húsfyllir var í félagsheimilinu Skrúð, þar sem leiksýningin fór fram, og var leiknum afburðavel fagnað. Leik- endur og leikstjóri voru hylltir með lófataki lengi í lok sýningar. Leikendur eru 10 talsins, og að- alhlutverkin eru í höndum þeirra Inga Helgasonar, Grétu Hall- dórsdóttur og Sigurveigar Agn- arsdóttur. Fyrirhugað er að sýna leikritið viðar á Austurlandi. verður fyrirspurnafundur í hátíð- arsal skólans. Borgarstjórinn í Reykjavík, Davíð Oddsson, situr fyrir svörum. ICYE-AUS, Alþjóð- leg ungmennaskipti verða kynnt. Þá verður sýning Fjörulalla- félagsins o.fl. á dagskrá. t kvöld syngja Jellý-systur, blúsband og Baldur Brjánsson koma í heim- sókn auk MK kvartettsins. Á morgun, föstudag, verður kennsla í bridge og félagsvist, tískusýning, hraðskákmót o.fl. Um kvöldið skemmtir Ómar Ragnarsson. Viktor og Baldur koma. Leyninúmer frá útlöndum lætur sjá sig o.fl. verður á dagskrá. Slysavarnadeildin Ingólfur: Fjármagnar kaup á beltabif- reid og björgunarbátum með fyrirtækjahappdrætti „ÞAÐ HEFUR sýnt sig í óveðrum á höfuðborgarsvæðinu, hvað það er mikilvægt að hafa til umráða bifreið, sem er jafnvíg á auðri jörð og í snjó,“ sagði Hannes Hafstein, fram- kvæmdastjóri Slysavarnafélags ís- lands, á fundi, sem boðað var til með blaðamönnum í tilefni stór- ræða, sem Slysavarnadeildin Ingólf- ur í Reykjavík stendur í um þessar mundir. En deildin hefur fest kaup á beltabifreið, sem hægt er að aka jafnt á malbiki sem snió. og er hún því afar mikilvæg við hjálpar- störf bæði á höfuðborgarsvæðinu og utan borgarmarkanna. Einnig er væntanlegur til lands- ins 25 feta björgunarbátur úr harðplasti og gúmmíi, sem gengur allt að 28 mílur og er að hluta yfirbyggður. Hann er ætlaður til björgunarstarfa á hafnarsvæði Reykjavíkur og í Faxaflóa, þar sem um 1000 opnir fiskibátar, skemmtibátar, skútur og óskráðir opnir bátar eru gerðir út. Er von á fleiri bátum, svipaðrar gerðar, til Morgunblaöið/Júlíus Björgunarsveitarmenn við nýju beltabifreiðina, sem fer jafnt yfir malbik og snjóskafla. Fyrir miðju er formaður Slysavarnadeildarinnar Ingólfs, Örlygur Hálfdánarson. landsins og verða þeir væntanlega notaðir úti á landsbyggðinni. Fer einn slíkur til Sandgerðis og ann- ar á Höfn í Hornafirði. Örlygur Hálfdánarson, formað- ur Slysavarnadeildarinnar Ing- ólfs, skýrði einnig frá því á fund- inum, að sótt hefði verið til borg- aryfirvalda um leyfi til að byggja við húsnæði björgunarsveitarinn- ar í Gróubúð á Grandagarði til þess að skapa betri aðstöðu til geymslu og viðhalds hinna mörgu tækja sveitarinnar og stækka stjórnstöð hennar, björgunarskóla og fundaaðstöðu. Öll starfsemi í björgunarsveit- um Slysavarnafélagsins er fjár- mögnuð með frjálsum framlögum. Til þess að standa straum af þeim stórræðum, sem þeir standa nú í, hafa meðlimir Ingólfs hleypt af stokkunum fyrirtækjahappdrætti, þ.e.a.s. miðarnir verða fyrst og fremst sendir fyrirtækjum um land allt. Vinningarnir eru bíla- símar, sem vissulega geta komið mörgum að gagni, og kváðust björgunarsveitarmenn vonast til þess að undirtektirnar yrðu góðar. „Hér er um margfalt landsátak að ræða og lýsir miklum stórhug björgunarsveitarmanna," sagði Haraldur Henrysson, forseti Slysavarnafélags Islands, á fund- inum. „Það er ómetanlegt, að til skuli vera stór hópur manna, sem jafnan er tilbúinn að leggja á sig mikilvæg sjálfboðastörf, oft sólar- hringum saman, við hættulegar aðstæður." i ■t r t

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.