Morgunblaðið - 27.03.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.03.1985, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR 72. tbl. 72. árg. ____________________MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1985_________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Verkföllin í Danmörku: Stjórnin boðar lög um lausn deilunnar Kaupmannahörn, 26. marz. Frá frétUriUra M POUL SchHiter, forsætisrádherra Danmcrkur. hlaut í dag stuðning til þess að kalla saman þjóðþingið til aukafundar um næstu helgi í því skyni að finna lausn á vinnudeilun- um í landinu, sem eru þær mestu í 12 ár. Takist það er talið víst, að þau 320.000 manns, sem verið hafa í verkfalli eða verkbanni síðan á sunnudag, muni snúa aftur til vinnu á mánudag. Stjórnarflokkarnir og flokkur Radikale venstre komust í dag að samkomulagi um lagafrumvarp, sem á að ná bæði til launamála og mblateina Ib Bjornbmk o* AP. aðgerða stjórnarinnar í efna- hagsmálum. Gert er ráð fyrir, að launahækkanir verði ekki meiri en 2%, sem er minna en tillögur sáttasemjara danska ríkisins fólu i sér. Tillögum hans var þó hafnað í síðustu viku. Danski forsætisráðherrann sagði í dag, að „alger“ samstaða milli stjórnarflokkanna fjögurra hefði náðst um þessar ráðstafanir á stjórnarfundi í morgun og á fundi Schluters og Radikale venstre síðdegis náðist samkomu- lag um þau atriði, sem ágreining- ur hafði verið um milli þeirra síð- astnefndu og stjórnarflokkanna. Er því ekkert því til fyrirstöðu lengur, að leggja lagafrumvarpið fram á þjóðþinginu, enda telur stjórnin sig hafa vissu fyrir því, að meiri hluti sé fyrir frumvarpinu þar. Poul Schluter hefur jafnframt fengið undanþágu hjá forseta þjóðþingsins varðandi meðferð frumvarpsins, þannig að bæði önnur og þriðja umræða um það geta farið fram á sunnudag. Með þessum hætti yrði bundinn endir á vinnudeilurnar og ekki myndi koma til verkfalls opinberra starfsmanna í næstu viku. Áhrif verkfallanna og verk- bannanna voru geysilega víðtæk um alla Danmörku í dag. Blöð komu ekki út, samgöngur lágu nið- ri að langmestu leyti, raforkuver og fjarvarmaveitur voru lokaðar svo og smásöluverzlanir. Jafnvel ræsting í opinberum stofnunum og hjá einkafyrirtækjum var eng- in af völdum verkfallanna. Sjá frásögn frá Álaborg á bls. 28. Norðmenn kaupa 400 bensínstöðv- ar í Svíþjóð Onló, 26. marz. Frá frétUriUra Morjfun- bUðsina, J.K. Laure. NORSKA ríkisolíufélagið Statoil veróur senn einn stærsti og umsvifa- mesti aðilinn á olíu- og bensín- markaði Svíþjóðar. Var frá því skýrt af hálfu Statoil í dag, að samningur hefði verið gerður við bandaríska risafyrirtækið Esso um kaup á tveimur dótturfyrirtækjum þess í Svíþjóð. Ef norsk og sænsk stjórn- völd samþykkja þessi kaup tekur Statoil við rekstri yfir 400 bensín- stöðva í Svíþjóð auk einnar olíu- hreinsunarstöðvar þar. Með þessum samningi verður Statoil kleift að selja alla þá hrá- olíu, sem félagið vinnur úr Norð- ursjó. Alls vinna um 1200 manns hjá þeim fyrirtækjum, sem Statoil tekur við, en heildarvelta fyrir- tækjanna nam í fyrra 7 milljörð- um s. kr. (yfir 30 milljörðum ísl. kr.). Miklar loftárásir á sex borgir í íran Ba*d*d. 26. mirt AP. ^ J ÍRAKAK gerðu í dag loftárásir á Te- heran, höfuðborg lrans, og fimm aðrar borgir í landinu. Aöeins nokkrum klukkustundum áður höfðu herþotur þeirra skotið Exo- cet-eldflaug á flutningaskip á Persa- flóa. Mikill eldur kom upp í skipinu, en þó tókst að slökkva hann 10 klukkstundum síðar. I»yrlur frá bandarísku herskipi og frá Saudi- Arabíu björguðu allri áhöfn skipsins. IRNA, hin opinbera fréttastofa í íran, skýrði svo frá í dag, að her- þotur íraka hefðu m.a. gert loft- árásir á tvö íbúðarhverfi í suður- hluta Teheran og hefðu 9 manns beðið þar bana en 14 særzt. Var írökum hótað grimmilegum hefndarráðstöfunum og sagt, að tranir gætu nú skotið mörgum flugskeytum á dag á Bagdad, höf- uðborg íraks. „Stjórn íraks er nú gengin af vitinu,“ sagði í tilkynningu IRNA. „Henni hefur ekki tekizt að hrinda herjum írans af höndum sér á vígvellinum og hefur hún því tekið þann kostinn að ráðast á íranskar borgir með vopnum, sem írakar hafa fengið jafnt úr vestri sem úr austri." Það hefur vakið athygli, að Tar- iq Mikhayl Aziz, utanríkisráð- herra íraks, kom til Bandaríkj- anna fyrir nokkrum dögum og í gær ræddi hann við George Shultz, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna. í dag gáfu sex olíuríki við Persaflóa út sameiginlega yf- irlýsingu þess efnis, að allt yrði gert til þess að halda siglingum um Hormuz opnum og til þess fengin aðstoð vinveittra ríkja, ef með þyrfti. Hefur þetta komið á kreik orðrómi um, að umfangs- miklar tilraunir fari nú fram að tjaldabaki til þess að binda enda á stríð íraks og írans. AP/Símamynd Afhending Óskars- verðlauna Á mynd hér fyrir ofan eni kvik- myndaleikararnir Sally Field og F. Murray Abraham brosieit eftir afhendingu Óskarsverðlaunanna í Los Angeles á mánudagskvöld. Sally Field hlaut verðlaunin sem bezta leikkonan fyrir leik sinn í myndinni „Places in the Heart“ og Abraham fyrir leik sinn í myndinni „Amadeus". Sjá bls. 26. Kampelman snúinn aftur til Genfar tíemf, 26. aura. AP. Samninganefndir Bandaríkjanna og Sovétríkjanna í afvopnunarvið- ræðunum í Genf héldu sinn fyrsta fund í dag, þar sem til meðferðar voru tekin einstök atriði þeirra deilumála, er viðræðum þessum er ætlað að leysa. Stóð fundurinn í þrjár klukkustundir. Fundur þessi hófst aðeins tveimur klukkustundum, eftir að Max M. Kampelman aðalfulltrúi Bandaríkjanna í þessum viðræð- um, sneri aftur til Genf frá Wash- ington, en þar hafði hann tekið þátt í baráttu Reagans forseta fyrir samþykkt MX-flauganna á Bandaríkjaþingi. MX-áætlun- in samþykkt Waskington, 26. marz AP. FULLTRÚADEILD Bandaríkja- þings samþykkti í dag fjárveitingu að fjárhæð 1,5 milljarð dollara til smíði 21 eldflaugar af MX-gerð. Féllu atkvæði þannig, að 219 þing- menn greiddu atkvæði með fjár- veitingunni en 213 voru á móti. Önnur atkvæðagreiðsla fer fram síðar í þessari viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.