Morgunblaðið - 27.03.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.03.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1985 STUTTAR MNGFRETTIR Réttarstaða. heimavinnandi Framkvæmd þingsályktunar endurbæta og endurreisa rekstur sjávarútvegsgreina á Suðurnesj- um með hliðsjón af uggvænlegu ástandi sem þar ríki í þessum efn- um. I því efni er m.a. spurt um viðbótarkvóta og miðlun afla. aug- RUV Maríanna Priðjónsdóttir og ió- hanna Sigurðardóttir, þingmenn Alþýðuflokks, flytja tillögu til þingsályktunar um stjórnskipaða sjö manna nefnd, „sem hafi það verkefni að meta þjóðhagslegt gildi heimilisstarfa og gera úttekt á hvernig félagslegum réttindum og mati á heimilisstörfum er hátt- að samanborið við önnur störf í þjóðfélaginu". Söluskattur af aug- lýsingatekjum Maríanna Priðjónsdóttir (A) flyt- ur tillögu til þingsályktunar sem felur fjármálaráðherra, verði hún samþykkt, að „fella nú þegar niður söluskatt af auglýsingatekjum Ríkisútvarpsins". Ríkisútvarpið greiddi 46,6 m.kr. í söluskatt af auglýsingatekjum á sl. ári. Hlutfall niöur- greiðslna Hjörleifur Guttormsson (Abl.) spyr landbúnaðarráðherra: 1) hvaða breyting hafi orðið á hlut- falli niðurgreiðslna í útsöluverði helztu landbúnaðarafurða sl. 5 ár? 2) hvert væri verð á einingu helztu landbúnaðarafurða til neytenda nú ef sama niðurgreiðsluhlutfall væri og 1982? 3) hver hefur verið heildarupphæð niðurgreiðslna 1975—1984 á verðlagi ársins 1985? Framkvæmd þings- ályktana Jóhanna Sigurðardóttir (A) spyr forsætisráðherra, hvaða af- greiöslu einstakar þingsályktanir (viljayfirlýsingar Alþingis) hafi fengið hjá stjórnvöldum, tímabilið 1. janúar 1975 til 1. janúar 1985. Óskað er skriflegs svars, sund- urgreinds um hverja og eina þingsályktun. RARIK Helgi Seljan (Abl.) spyr iðn- aðarráðherra, hvort uppi séu áætlanir um að draga úr starfsemi Rafmagnsveitna rikisins, m.a. með því að fela öðrum stofnunum ákveðin, veigamikil verkefni. Sjávarútvegur á Suðurnesjum Kjartan Jóhannsson og Karl Steinar Guðnason, þingmenn Al- þýðuflokks, spyrja sjávarútvegs- ráðherra, hvort hann sé reiðubú- inn til þess að gera sérstakar ráðstafanir sem verða megi til að Skipasala á nauð- ungaruppboðum Skúli Alexandersson (Abl.) spyr sjávarútvegsráðherra, hvort stjórn Fiskveiðisjóðs hafi orðið við þeirri beiðni ráðherra „að ákveða viðmiðunarverð er gildi um endur- sölu á þeim skipum sem kunna að verða seld á nauðungaruppboð- um“. Byrjunarframkvæmdir íslandslax við Grindavík, stöðvarhús. Fyrirtæki þetta, eða öllu heldur samningur landbúnað- arráðherra við það, var tilefni hávaða-umreðna á Alþingi í gsr. íslandslax í Grindavík: Gjöf til SÍS á gulldiski “Sagði Ólafur G. Einarsson - Ráðherra eins og enskur vagnhestur, sagði Karl Steinar Þau miklu verðmæti úr þjóðareign, sem landbúnaðarráðherra hefur skenkt SÍS (fslandslaxi), er ekki gjöf á silfurfati heldur á gullfati. Hún kann að standast lagalega en er siðferðilega röng. Grindavíkurbær hafði óskað eftir kaupum á kirkjujörðinni Stað á Reykjanesi síðla í fyrra, en ráðherra kaus að sniðganga bæði sveitarfélagið og Hitaveitu Suðurnesja í hagsmuna- gæzlu fyrir SfS. Þetta vóru efnisatriði úr ræðu Ólafs G. Einarssonar (S) á Alþingi í gær. Karl Steinar Guðnason (A) hóf umræðu um landnám SIS og vatnsbúskap á Suðurnesjum með fyrirspurn til landbúnaðarráðberra. Hún verður að hluta til verður rakin hér á eftir. Hver er húsbóndi kirkjumálaráðherra? Karl Steinar Guðnason (A) kvað fiskeldi á Suðurnesjum góðra gjalda vert. Þeir, sem þangað leit- uðu, yrðu þó að umgangast fólk og sveitarfélög af háttvisi en ekki hofmóði og vítaverðum yfirgangi. Kirkjumálaráðherra hefur I þessu máli, sagði Karl Steinar, hagað sér eins og enskur vagnhestur, sem gengur með augnskjól til beggja hliða, til að ganga þráð- beint að kröfu húsbænda sinna. Menn á Suðurnesjum vissu ekki annað en samkomulag væri gert milli Hitaveitna Suðurnesja og ís- landslax hf. þegar upplýst var, að ráðherra hefði öllum á óvart gert samning við fslandslax um borun og vatnstöku, bæði heits vatns og kalds, í miklum mæli. SfS fyrir- tækið sniðgengur því Hitaveitu Suðurnesja, sem bauð því sömu kjör og laxeldisstöð Fjárfestingar- félagsins hafði þegar samiö um. f greindum samningi ráðuneytis við SÍS-fyrirtækið er reglugerð bæjarstjórnar Grindavíkur um vatnsmál gersamlega hunzuð. Ráðherra hefur gefið fordæmi um að hver landeigandi geti borað eft- ir vatni án þess að bera það undir lögbæra aðila. Ég undrast, sagði Karl, hve húsbóndahollur ráðherr- ann er í hofmóði sínum gagnvart heimaaðilum á Suðurnesjum. Löglega að málum staðið Jón Helgason, landbúnaðarráð- herra, kvað Grindavíkurbæ hafa óskað eftir kaupum á kirkjujörð- inni Stað í desember sl., en form- legt kauptilboð hafi enn ekki bor- izt. Landbúnaðarráðuneytið, sem hafi ótvírætt forræði yfir kirkju- jörðum, hafi selt fslandslaxi á leigu spildu úr jörðinni Stað á Reykjanesi, ásamt nokkrum kalda- og heitavatnsréttindum til 50 ára, en með endurskoðunarrétti á leigu eftir 5—7 ár. Aðstaðan verði nýtt til fiskeldis. Enginn annar aðili hafi óskað eftir hlið- stæðum leigurétti á þessum stað. Ráðherra sagði að bæjarstjórn Grindavíkur hefði verið kunnugt Fór að lögum, sagði ráðherra um viðhorf ráðuneytisins, enda fylgdi það skilyrði í samningi, að framkvæmdir féllu að skipulagi viðkomandi sveitarfélags. Ég hafði ekki beint samráð við iðnaðarráðherra um þetta mál, sagði Jón Helgason efnislega; en kynnti málið á rikisstjórnarfundi. Hinsvegar hafði ég ítarlegt sam- band við Orkustofnun, eins og orkulög standa til. Ráðherra kvað rangt, sem hald- ið hafi verið fram, að gerður samningur veikti öryggi viðkom- andi sveitarfélaga að þvi er varðar vatnsbúskap þeirra. Gjafir á gulldiski til SÍS-hringsins Ólafur G. Einarsson (S) sagði gjöf þá á gulldiski, sem landbún- Kfeilmálmverksmiðja í Reyðarfirði: Rætt við rúmlega tug erlendra fyrirtækja Enginn innlendur aðili hefur sýnt áhuga á eignaraðild Rætt hefur verið við hátt á annan tug forsvarsmanna erlendra fyrir- tækja um hugsanlega þátttöku f byggingu og rekstri Kísilmálmverk- smiðju í Reyðarfirði, sagði Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra á Al- þingi f gær, er hann svaraði fyrir- spurn frá Helga Seljan (Abl) um það efni. Meginregla er að skýra ekki frá nöfnum viðmælenda, á þessu stigi viðræðna, en þegar hafa nokk- ur nöfn skotið upp kolli í fjölmiðl- um: ELKEM, Dow Corning Vor- poration, Voest Alpine og RTZ Met- als. Ráðherra kvaðst hvorki geta skýrt frá nöfnum né niðurstöðum, enda gæti slíkt veikt samnigsstöðu og skaðaó hagsmuni Kísilmálm- vinnslunnar hf. Meðal annarra atriða sem fram komu í máli ráðherra má nefna: • Ekki hefur sérstaklcga verið rætt við innlenda aðila um eign- araðild og enginn sýnt áhuga að fyrra bragði. • Viðmælendum hefur verið greint frá ákvæðum laga um a.m.k. 51% hlutafjáreign fslenzka ríkisins. Ráðherra kvaðst þó fús til að beita sér fyrir breytingum á þessum lögum, ef þurfa þætti. • Arðsemi verksmiðjunnar hafi verið miðuð við 18 millidali á kWst. orkunnar. Viðmælendur telji yfirleitt þetta verð of hátt til að verksmiðjan geti haft eðlilega samkeppnisstöðu. Hagstæðara raforkuverð bjóðist annars stað- ar. • Að undanteknum tveimur mik- ilvægum þáttum, fjármögnun og samningum um markaðsmál, er undirbúningi lokið, en fjármögn- un og markaðsmál tengist viðræð- um um eignaraðild. Þessar við- ræður eru í höndum nefndar, sem lýtur formennsku Birgis lsleifs Gunnarssonar, alþingismanns. • Ráðherra kvað afkomu fyrir- tækis, þ.e. arðsemi, markaðsör- yggi og orkumál, vera þann þátt, sem hafa þyrfti í höfn, áður en hægt væri að bera upp í ríkis- stjórn ákvörðun um að ráðast í framkvæmdir. aðarráöherra hafi nú fært SÍS, í trássi við fólk og sveitarfélög á Suðurnesjum, felast í fimmtfu ára ódýrum leigurétti á: • 1) 550 ha. lands (95 ha. fyrir framkvæmdasvæði, 455 ha. vernd- arsvæði, sem ekki yrði leigt öðr- um). • 2) 20 sek.lftrum af 100 gráðu heitu vatni, sem samsvarar 6.7 MW af varmaafli. • 3) 350 sek.lítrum af fersku vatni, sem dælt yrði upp. Þetta væri 100 sek.lítrum meira magn en Hitaveita Suðurnesja dældi upp, gufuhitaði og seldi á við- skiptasvæði sínu, sem væru sveit- arfélög á Suðurneskjum og Kefla- víkurflugvöllur. Vatni þessu væri dælt upp úr „kaldavatnsþykkt" sem flyti ofan á jarðsjó • 4) 25 þúsund sek.lítrar af 15 gráðu heitum sjó (sem væri undir kalda vatninu) og dæla þyrfti einnig upp. • Samningurinn næði til 50 ára. Þrátt fyrir verðendurskoðun eftir nokkur ár væri ljóst, að leigan væri verulega undir markaðsverði. Öll vinnubrögð ráðherra í þessu máli væri umdeild; stæðust e.t.v. lagalega, en væru siðferðilega röng. Ólafur vitnaði og til um- sagnar Orkustofnunar, þess efnis, að ekki væri hægt að fullyrða um skaðlausa vatnstöku i þessum mæli á þessu svæði, án frekari rannsókna. Heitar umræður Heitar umræður spunnust um þetta mál í Sameinuðu þingi f gær, þó fátt eitt verði af þeim sagt hér og nú. Matthías A. Mathiesen, viðskiptaráðherra, sagði að þetta mál hefði ekki verið kynnt sér, fyrr en gert hafi verið. Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðherra, kvaðst ekki vefengja lögsögu land- búnaðarráðherra í málinu, en hann hafi ekki af því vitað fyrr en u.þ.b. sem leigumáli var undir- ritaður. Hann væri með frumvarp um þetta svið i smfðum, sem kvæði nánar á um meðferð slfkra mála. Eiður Guðnason (A) spurði m.a., hvaða ráðherrar hefðu þá verið viðstaddir kynningu málsins í ríkisstjórn. Hér væri SÍS-fyrir- tæki hyglað af þjóðareign á undir- verði. Guðmundur H. Garðarsson (S) spurði, hvort landbúnaðar- ráðherra vildi beita sér fyrir því að önnur fyrirtæki fengju sams konar aðstöðu. ólafur G. Einars- son (S) sagði máli þessu ekki lokið. Gildistaka samningsins væri óljós. Bæjarstjórn Grindavíkur gæti enn látiö til sín taka í mál-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.