Morgunblaðið - 27.03.1985, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 27.03.1985, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1985 63 Vígsluleikur gervigrasvallarins: Lið Reykjavík- ur vann Landiö LID Reykjavíkur sigraði „Lands- úrval“ með þremur mörkum gegn einu í vígsluleik gervigrasvallar- ins í Laugardal í gærkvöldi. Þaö var Sævar Jónsson, Val, sem skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Reykjavík undir lok fyrri hálf- leiksins með þrumuskoti utan úr vítateig eftir hornspyrnu. I síöari hálfleik skoruöu svo Ómar Torfa- son og Sævar Jónsson (úr víti) fyrir Reykjavík. Karl Þóröarson, Akranesi, skor- aöi eina mark „Landsins“ eftir aö Reykjavík komst í 3:0. Þess má geta aö áöur en Karl skoraöi fékk Halldór Áskelsson, Þór Akureyri, gott tækifæri til aö skora. Hann þrumaöi i þverslá úr vítaspyrnu sem dæmd var er hann var felldur. Eftir leikinn afhenti Júlíus Haf- stein, formaöur iþróttabandalags Reykjavíkur, Ásgeiri Elíassyni, fyrirliöa Reykjavíkurliösins, bikar í tilefni af sigrinum. „Þessi bikar var sérstaklega geröur fyrir þetta til- efni og vinnst aö sjálfsögöu til eignar þar sem völlurinn veröur ekki vígöur nema einu sinni," sagöi Júlíus. Allir leikmenn sem tóku þátt í leiknum í gærkvöldi fengu sérstaka minnispeninga sem gerö- ir voru í tilefni leiksins. Slíka pen- inga hlaut einnig dómaratróiö, og ýmsir fleiri — þ. á m. afhenti Júlíus Hilmari Guölaugssyni, borgar- fulltrúa, slíka peninga og baö hann aö skila þeim til allra félaga sinna í borgarstjórn i Reykjavík í tilefni vígslunnar. Liöin sem léku í gærkvöldi voru þannig skipuö. Reykjavík: Stefán Johannsson, Þorgrímur Þráinsson, Kristján Jonsson, Guöni Bergsson, Sævar Jónsson, Ómar Torfason, Gunnar Gislason, Asgeir Elíasson, Aöalsteinn Aöalsteinsson, Andri Marteinsson, Guðmund- ur Steinsson, Guömundur Erlingsson, Amundi Sigmundsson og Guömundur Torfason. „Landiö": Þorsteinn Bjarnason, Jónas Rób- ertsson, Árni Sveinsson, Erlingur Kristjánsson, Sigurður Lárusson, Einar Ásbjörn ólafsson, Karl Þóröarson, Sveinbjörn Hákonarson, Njáll Eiösson, Jón Erling Ragnarsson, Halldór As- kelsson, Birkir Kristinsson, Valþór Sigþórsson, Steingrimur Birgísson og Mark Duffield Meöfylgjandi mynd tók Július i leiknum í gærkvöldi. Á meðfylgjandi mynd Júlíusar úr leiknum er Halldor Askelsson kominn í dauöafæri eftir aö hafa leikiö á Guöna Bergsson en skot Halldórs fór fram hjá marki Reykjavíkurliösins. Landsliðið í knatt- spymu til Kuwait ÍSLENSKA landsliðíö í knatt- spyrnu fer á morgun, fimmtudag, til Kuwait þar sem þaö leikur einn landsleik ð sunnudaginn. Feröin er Knattspyrnusamband- inu algerlega aö kostnaöarlausu, Knattspyrnusamband Kuwait býö- ur hópnum aö koma. Flogiö veröur til London og síöan millilent í Amman i Jórdaníu á báöum leiö- um. Verið er aö reyna aö útvega liöinu annan leik í feröinni og er hugsanlegt aö hann veröi gegn Jórdaníumönnum í Amman. Guöni Kjartansson velur hópinn sem fer í feröina en hann sagöi í samtali viö blm. Mbl. í gærkvöldi aö ekki væri hópurinn endanlega ákveöinn. „Menn veröa aöeins aö átta sig á þessu boöi. Athuga hvort þeir geti gefiö kost á sér og svo er erfitt aö velja menn strax t.d. meö hliösjón af meiðslum," sagöi Guöni, en Þorsteinn Bjarnason, markvöröur úr Keflavík, meiddist t.d. í gærkvöldi i viglusleiknum á gervigrasinu og var færöur í sjúkrahús. Hann lenti i samstuöi og var jafnvel óttast í gærkvöldi aö hann væri handleggsbrotinn. Ekki fékkst þaö staöfest áöur en Mbl. fór í prentun. J AfiGUS«0 SYNING HUGBUNAÐI FYRIR IBMPC TOLVUR 28.-30. MARS Fimmtudaginn 28., föstudaginn 29. og laugardaginn 30. mars n.k. sýna 15 fyrirtæki hugbúnað fyrir IBM PC tölvurnar. Á annað hundr- að mismunandi forrit eru á sýning- unni sem henta bæði einstakling- um með minni rekstur, fyrirtækj- um, skólum og stofnunum. Hér gefst tækifæri til að kynnast á ein- um stað þeim fjölbreytta hugbún- aði sem til er fyrir IBM PC tölvurn- ar. Þeir sem ætla að fylgjast með láta þessa sýningu ekki fram hjá sér fara. Sýnendur: FRAMSÝN TOLVUSKÓLI H.F. GlSLI J. JOHNSEN HJARNI SF. HUGBÚNAOUR H.F. IBM A iSLANDI ISLENSK FORRITAÞRÓUN &F. ISLENSK TÆKI MAREL H.F. RAFREIKNIR H.F. SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS TÖLVUFRÆÐSLAN S.F. TOLVUMIÐSTÖÐIN H.F. TÖLVUÞEKKING ÖRTÖLVUTÆKNI H.F. SÝNINGARSTAOUR: SKAFTAHLÍÐ 24 Opnunartímar: fimmtudag kl. 9—18 föstudag kl. 9—18 laugardag kl. 9—16 Skaftahlíð 24,105 Reykjavik. Sími 91-27700.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.