Morgunblaðið - 27.03.1985, Síða 24

Morgunblaðið - 27.03.1985, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 27. MARZ 1985 Verðtrygging lána til húsbygginga taki mið af launaþróun — eftir Guðmund Þorsteinsson Það hefur lengi verið háttur ís- lendinga að byggja sér hús. Að eignast þak yfir höfuðið hefur alla tíð verið ofarlega á baugi hjá ís- lenzkum fjölskyldum, og svo mun enn verða um ókomin ár, sem bet- ur fer. Til að slíkt megi takast þarf auðvitað að vera mjög mikið fjármagn fyrir hendi, og reynist því flestum nauðsynlegt að taka lán til húsbyggingarinnar. Aðal- uppsprettan verður oftast nær lán hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, en einnig eru lífeyrissjóðirnir drjúgir í þessum efnum. Verður vikið nán- ar að þætti þeirra síðarnefndu seinna í þessu bréfi. Varla blandast nokkrum hugur um að það sé bæði eðlilegt og sanngjarnt að þeir sem reisa vilja hús eða eignast íbúð yfir sig og fjölskyldu sína eigi þess kost að taka til þess lán með sanngjörnum kjörum. Á sama hátt hefur varla nokkur maður á móti því að sá sem lánar féð fái það endurgreitt að fullu ásamt vöxtum. Þar til fyrir tæpum sex árum viðgekkst það hins vegar að t.d. lífeyrissjóðir lánuðu fé sitt, bæði til húsbygginga og annars, án þess að verðmæti lánsfjárins skilaði sér nema að hluta, þar sem verð- bólgan sá sífellt um það að rýra verðmæti eftirstöðva lánsins. Þetta sáu allir, og viðurkenndu víst flestir, að gat ekki gengið lengur án þess að til vandræða kæmi. Verðtrygging Þá varð það árið 1979 að Alþingi samþykkti lög sem kváðu á um verðtryggingu lána. Ákveðið var að hún skyldi fylgja svonefndri lánskjaravisitölu. Hefði nú allt átt að falla í ljúfa löð og allir að fá sitt, bæði lántakendur og lánveit- endur. Enda hömruðu þá sumir spekingarnir í þessum efnum á því, þótt þeir hinir sömu hafi ekki hátt um það núna, að stærsti kost- urinn við þessi verðtryggðu lán væri einmitt 3á, að greiðslubyrðin af þeim yrði jafnari en áður hefði verið. Þetta gekk líka ágætlega í fyrstu, og tóku t.d. húsbyggjendur og íbúðarkaupendur þessi lán í trausti þess, að enda þótt þau væru alls ekki jafn aðlaðandi og gömlu Iánin voru, þá myndu þeir þó aðeins greiða til baka raunvirði þess sem þeir fengu að láni. En fljótlega kom þó í ljós að þróunin yrði lántakendum veru- lega í óhag, vegna þess að verð- trygging lána fylgdi allt annarri og miklu hærri viðmiðun en t.d. laun. Þessu hafa þeir fengið að kenna á sem tekið hafa slík lán á undanförnum árum, og er nú svo komið að alþingismenn þessa lands, með ríkisstjórnina í farar- broddi, geta alls ekki hummað það fram af sér lengur að gera úrbæt- ur sem duga í þessu máli. Dæmi Jóhönnu Sigurðardóttur Við skulum glugga í dæmi sem Jóhanna Sigurðardóttir, þingmað- ur Alþýðuflokksins, rekur í grein í Alþýðublaðinu fyrir nokkru: Verð tveggja herbergja íbúðar með ótiltekinni staðsetningu (hún er þó mikilvæg eins og síðar verður vikið að) er kr. 180 þúsund árið 1979. Til íbúðarkaupanna voru tekin 120 þúsund að láni á verð- tryggðum kjörum. Það voru þá tveir þriðju hlutar íbúðarverðsins. Þegar lánið var tekið, í júní 1979, voru þessar 120 þúsund krónur jafnvirði 61,38 mánaðarlauna skv. 8. fl. Verkamannasambands ís- lands. Fimm árum og jafn mörg- um afborgunum síðar skuldar íbúðareigandinn tæplega 800 þús- und krónur í eftirstöðvar og verð- bætur af láninu, sem þá jafngilda 63,6 mánaðarlaunum 8. fl. VÍ, eða, sé mið tekið af launaþróuninni á tímabilinu, meira en hann skuld- aði við lántökuna. Og hvað snertir hina marg-dásömuðu jöfnun greiðslubyrðarinnar, þá var af- borgun ásamt vöxtum fyrsta árið jafnvirði 4,3 mánaðarlauna en var jafnvirði 6,6 mánaðarlauna fimmta árið. Og það er því í samræmi við þessar niðurstöður, að greiðslu- byrðin á árinu 1985 muni jafn- gilda 8,6 mánaðarlaunum verka- manns. Lánveitandinn hirðir íbúðina Þetta dæmi Jóhönnu sýnir vandann í hnotskurn, og það sjá nú allir að þarna er maðkur í mys- unni, og óréttlætið með ólíkindum. Mér þykir ekki ólíklegt að Alþýðu- flokknum sárni hvernig farið hef- ur verið með þetta mál þeirra, sem án alls efa var flutt í góðum til- gangi, en virðist nú vera orðið að hinu versta óréttlætismáli. En það leynist meira í dæmi Jóhönnu, og lítum aðeins á það, hvernig dæmið liti út ef íbúðareigandinn vildi nú selja íbúðina. Þá breytir öllu hvar á landinu íbúðin er, þ.e.a.s. hvort hún er á Reykjavíkursvæðinu eða úti á landi. í engu tilfelli er hún þó eins og menn vildu hafa hana eftir fimm ára streð við greiðslur af- borgana og vaxta. Eftirstöðvar lánsins eru um 800 þúsund krónur. Væri íbúðin á Reykjavíkursvæð- inu fengjust fyrir hana u.þ.b. 1300 þúsund krónur, svo að í sinn hlut fengi íbúðareigandinn kr. 500 þús- und, sem er nokkurn veginn það sem hann hefur greitt í afborganir og vexti síðan 1979 (framreiknað). Væri ibúðin hins vegar úti á landi er óvíst að hann fengi nægilega mikið út úr sölu hennar til að greiða fasteignasalanum sölu- launin, hvað þá heldur meira, því söluverðmætið væri varla hærra en sem nemur eftirstöðvum láns- ins. Sennilega lægra. Endaslepp lausn Enn verður niðurstaðan sú sama, að hér er á ferðinni eitt- hvert versta óréttlætismál í manna minnum. En hvað er til ráða? Enda þótt ég virði sérhverja tilraun til að leiðrétta þetta, og létta þessu óréttlæti af lántakend- um, tel ég að hugmyndir þær sem komið hafa fram á Alþingi séu því víðsfjarri að leysa vandann. Félagsmálaráðherra, Alexander Stefánsson, og fleiri hafa verið með hugmyndir á lofti, sem ganga út á það í hnotskurn, að greiðslu á þeim hluta verðtryggingarinnar sem er umfram launaþróunina í landinu verði frestað, þannig að lánstíminn lengist, og greiðslu- byrði hverrar afborgunar verði þannig í samræmi við almennar launahækkanir. Þá er einnig rætt um viðbótarlán, að sjálfsögðu verðtryggð einnig, til að létta lán- takendum undanfarinna ára greiðslubyrðina. Gallinn við þess- ar hugmyndir er einfaldlega sá, að hann eyðir ekki óréttlætinu, held- ur dreifir því aðeins yfir lengri tíma. Með öðrum orðum, slíkar að- gerðir myndu ekki svipta hengingar- ólinni af lántakendum, heldur að- eins lengja kvöl þeirra. Alþingismenn okkar hafa því miður oft reynzt seinheppnir í reikningi, eins og dæmin sanna, Krafla, Saltverksmiðjan, Kísil- iðjan, Grundartangaverksmiðjan og Steinullarverksmiðjan, svo dæmi séu tekin af handahófi, en það þarf ekki neinn reikningshaus til að sjá að misgengi lánskjara- vísitölu annars vegar og launa- ASEA rafmótorar Rö,p&*— Nú eru ASEA rafmótorar í næsta nágrenni viðskiptavina sinna: — AUSTURLAND: Rafmagnsverkstæði Leifs Haraldssonar, Seyðisfirði VESTMANNAEYJAR: Geisli, Vestmannaeyjum. SUÐURNES: Rafiðn, Kefiavík VESTFIRÐIR: Póllinn, ísafirði NORÐURLAND: Raftækni, Akureyri. Sölumenn okkar veita frekari upplýsingar ef óskað er. .jtrönning simi 8400Ó Guðmundur Þorsteinsson „Það þarf ekki neinn reikningshaus til aÖ sjá aö misgengi lánskjara- vísitölu annars vegar og launaþróunar hins veg- ar er helzta ástæöan fyrir því hvernig komiö þróunar hins vegar er helzta ástæðan fyrir því hvernig komið er, og þúsundir fjölskyldna standa nú frammi fyrir því, að missa allt sitt undir hamarinn. Verötryggö lán — óverötryggö laun Til þess að átta sig betur á því, hvers vegna svo er komið sem raun ber vitni, er rétt að líta að- eins á gang mála frá því að lögin um verðtryggingu lána voru sett, í apríl 1979, til dagsins í dag. Ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks setti þetta mál út af sporinu svo um munaði þegar hún gerði tilraun til að sigrast á verð- bólgunni með því að afnema vísi- tölubindingu launa. Henni tókst reyndar um mjög stuttan tíma að ná verðbólgunni verulega niður, en síðan verkfalli BSRB lauk í fyrra hefur fjandinn verið laus á ný. Hefði rikisstjórninni tekizt að ná varanlegum tökum á verðbólg- unni hefðu skuldarar væntanlega getað unað hag sínum þokkalega, þrátt fyrir að launin væru ekki lengur verðtryggð eins og áður, því verðbætur ofan á lánin hefðu orðið óverulegar. Þegar hins vegar verðbólgan gaus upp á ný varð enn skýrara en annars hefði orðið að það var meingallað að afnema vísitölubindingu launa eingöngu, án þess að hrófla hið minnsta við öðrum þeim þáttum um leið, sem bundnir voru vísitölu, eins og lán- in eru. Þar að auki er illskiljanlegt hvers vegna lán þurfa yfirleitt að vera full-verðtryggð, á sama tíma og það er ekki talið nauðsynlegt að laun fólks séu það. Siðleysi lífeyrissjóöanna Það má líka líta á annað i þessu sambandi, sem verður að flokkast undir hreint siðleysi. Hin verð- tryggðu lán frá hinum ýmsu líf- eyrissjóðum stéttarfélaganna höfðu í fyrstu borið 2'k% vexti, en um leið og sljákka tók í verðbólgu- bálinu í kjölfar aðgerða ríkis- stjórnarinnar hækkuðu þeir vext- ina skyndilega upp í 5—8%. Það var eins og stjórnum sjóðanna þætti þeir verða fyrir „tekju- missi“, og gripu því til þess ráðs að kafa enn dýpra í vasa eigenda sjóðanna, þ.e.a.s. lántakenda, en áður hefur þekkzt. Ekki hefur frétzt af því að lífeyrissjóðirnir hafi aftur lækkað vextina eftir að verðbólgan gaus upp á ný. Þetta er ruddalegt athæfi og alveg óskilj- anlegt að svona lagað geti við- gengizt í lýðræðisþjóðfélagi. Lausnin Ekki skal skilið svo við þetta mál að ekki verði bent á lausn þess. Hún er þessi: í stað hálfkáks eins og þess, að fresta greiðslu þess hluta verðtryggingarinnar sem er umfram launaþróun í land- inu, verði hann hreinlega felldur niður. Lánskjaravísitalan verði tekin úr sambandi, og verðtrygg- ingarlögunum breytt á þann veg, að verðtrygging lána fari aldrei fram úr almennum launahækkun- um í landinu. Ég skora hér með á alþingismenn okkar og ríkisstjórn að taka höndum saman tafarlaust í þessu máli, og hrinda raunhæf- um leiðréttingum í framkvæmd áður en þeir fara í sumarleyfi í vor. Þetta þjóðfélag byggir mjög á jafnrétti landsmanna á flestum sviðum, og afnám lánskjaramis- réttisins væri einmitt spor í þá átt. (iuðmundur Þorsteinason er fram- kræmdastjóri útflutningssviðs Hildu hf. Kynna ísland í Hamborg íslenzk landkynningarskrífstofa var opnuð í Hamborg 28. febrúar síð- astliðinn. Að rekstri skrifstofunnar standa Ferðamálaráð, Ferðaskrif- stofa ríkisins, Arnarflug, Flugleiðir, Félag íslenzkra ferðaskrifstofa og Samband veitinga- og gistihúsa. A myndinni eru Kjartan Lárusson, formaður Ferðamálaráðs, Ómar Benediktsson, forstöðumaður skrifstof- unnar og Birgir Þorgilsson, ferðamálastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.