Morgunblaðið - 27.03.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.03.1985, Blaðsíða 31
Brasilía: MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1985 31 Neves í rannsókn vegna blæðinga Sao Paulo, Braailíu, 26. mara. AP. Tancredo Neves, forseti Brasilíu, sem verið hefur sjúkur allt frá því að hann var kjörinn í embætti, kom með flugvél til Sao Paulo snemma í morgun. Þar mun hann gangast und- ir rannsókn vegna blæðinga í þörm- um, að sögn blaðafulltrúa forsetans, Antonio Britto. Neves, sem er 75 ára að aldri, hefur tvívegis verið skorinn upp síðan hann veiktist. Hann kom í sjúkrabíl til hjartadeildar Sao Paulo-spítala, sem sagður er hinn staersti í Suður-Ameríku. Britto sagði, að Neves mundi gangast undir slagæðamyndatöku í því skyni að „finna orsök blæð- inganna, sem verið hafa vægar en stöðugar síðustu klukkustundirn- ar“. Dr. Jorge Luiz Prado, sem kom með forsetanum i sjúkrabílnum, sagði, að Neves hefði verið „með fullri meðvitund og vakandi" með- an á ferðinni stóð. Kvað hann for- setann á stöðugri blóðgjöf, auk þess sem hann fengi næringu í æð. * Oskarsverðlaunin: „Amadeus“ varð sigurvegarinn F. Murray Abraham besti leikarinn og Sally Field besta leikkonan Lo« Angeles, 26. mara. AP. TÁRVOT og klökk tók Sally Field vió öðrum Óskarsverðlaununum sem besta leikkonan, sem hún hlýtur á fimm árum. Fékk hún þau fyrir hlutverk sitt í myndinni „Places in the Heart“ en annars var það myndin „Amadeus", sem var óumdeilanlegur sigurvegari. Var hún valin besta myndin og hlaut alls átta Óskarsverðlaun. Kvikmyndin „Amadeus" var valin besta myndin eins og fyrr segir og Murray Abraham var valinn besti leikarinn fyrir hlut- verk sitt í henni, en þar leikur hann Mozart á síðustu árum hans. Þegar hann tók við verð- laununum kvaðst hann ekki ætla að blekkja fólk með því að látast ekki eiga orð í eigu sinni því að hann hefði verið búinn að æfa þakkarræðuna í 25 ár. Sú mynd, sem næst kom „Amadeus", var „Blóðvöllurinn" (The Killing Fields), sem fjallar um hörmungarnar i Kambódiu á valdatíma Rauðu khmeranna, en hún fékk þrenn verðlaun. Kamb- ódíski flóttamaðurinn dr. Haing S. Ngor fékk verðlaun sem besti leikarinn i aukahlutverki en þetta var jafnframt fyrsta kvikmyndahlutverk hans. „Þetta er ótrúlegt, en þannig hefur líka líf mitt verið,“ sagði Ngor þegar hann tók við Óskarnum, en hann var m.a. pyntaður á sínum tíma i Kambódiu. Peggy Ashcroft fékk verðlaun- in sem besta leikkonan i auka- hlutverki i myndinni „Ferðin til Indlands" en hún var fjarri góðu gamni. Var hún við útför vinar síns, Michaels Redgrave, en fyrir hennar hönd tók við þeim Ang- ela Lansbury. Kvikmyndin „Saga hermanns" (A Soldier’s Story) var eina myndin af þeim, sem höfðu verið tilnefndar til mestu verðlauna, sem engin verðlaun fékk. Besta erlenda kvikmyndin var valin svissneska myndin „Hættulegir leikir“ en hún fjall- ar um heimsmeistaramót i skák þar sem eigast við tveir Sovét- menn og annar landflótta. Sjá ennfremur „Hið vandaða handverk ..." k bls. 26. Grænland: Harðar deilur um þjóðfánann JONATHAN Motzfeldt formaður grænlenzku landsstjórnarinnar seg- ist mótfallinn því að landsþingið velji annan fána í stað þess, sem ákveðið hefur verið að verði þjóðfáni Grænlands. Hinn nýi fáni verður dreginn að húni á þjóðhátíðardegi Grænlendinga, 21. júní nk. Deilur hafa sprottið upp á Grænlandi útaf nýja fánanum. Hefur andstaða skapast við fán- ann, þar sem hann er ekki „nýr“. Er hann eins að útliti og fáni róðr- ardeildar Hjortshoj-Egá íþrótta- félagsins í Danmörku og fáni sjálfstæðisflokks Puerto Rico. Einnig vill hluti Grænlendinga að fáninn líkist meir Dannebrog og hafi a.m.k. kross. í höfuðstaðnum Nuuk (Godt- háb) hafa á þriðja þúsund manns skrifað undir skjal, þar sem óskað er að annar fáni verði valinn, og mikil andstaða er við fánann í öðr- um bæjum. Otto Stenholdt lands- þingsmaður krefst þess að málið verði tekið upp á vorfundi lands- þingsins í maí og að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýjan fána. Motzfeldt hefur hins vegar beð- ið Tom Heyem Grænlandsmála- ráðherra að sækjast eftir staðfest- ingu Danadrottningar á nýja fán- anum. Stenholdt hefur beðið Hay- em að halda að sér höndum þar til málið hafi verið til lykta leitt í Grænlandi. Fyrr geta Grænlend- ingar ekki dregið eigin þjóðfána að húni en danska þingið hefur samþykkt sérstaka heimild til handa heimastjórninni um notkun fánans. Símamynd/AP Brynvagn gegn blökkumönnum Blökkumenn í Sharpeville við Jóhannesarborg í Suður-Afríku minntust þess nú nýlega, að 25 ár eru liðin frá því að 66 kynbræður þeirra féllu fyrir byssukúlum lögreglumanna. Kom til nokkurra óeirða af þessu tilefni en þær voru brátt bældar niður af lögreglumönnum á brynvörðum bílum. Klassískt kvöld í Arnarhóli í kvöld Marakvartettinn leikur kammertónlist undir borðhaldi. NÝR, STÓRKOSTLEGUR SÉRRÉTTASEÐILL í KONÍAKSSTOFUNNI Eftir ljúffengan kvöldverð er notalegt að setjast í Koníaks- stofuna og hlusta á góðan söng Asdísar Kristmundsdóttur. Ásdís Kristmundsdóttir, sópran, stundar nám við Söngskól- ann í Reykjavík hjá Dóru Reyndal. Ásdís tók þátt í úrslitakeppni ungra söngvara í sjónvarpinu sl. helgi og varð í 2. sæti. Undirleikari er Kolbrún Sæ- mundsdóttir. Vinsamlegast pantið borð tímanlcga. Me<) ósk um ad þi<) eigid áncegjulega kvöldslund. ARTiARHÓLL A horni Hveifisgötu og Ingólfsstnetis. Bordapantanir í símo 18833.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.