Morgunblaðið - 27.03.1985, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1985
9
Páskanámskeið
Hið árlega páskanámskeið skíðadeildar
Víkings
veröur vikuna 1.4.—6.4. ’85.
Nánari uppl. í símum 38668 Tóti eöa 76902 Tobbi
eöa Siggi Óli.
Skíðadeild Víkings.
Þ. ÞORGRÍMSSON & CO.
AUGLÝSA
PAG sólbekkir fyrir-
liggjandi. Hringið
eftir myndalista.
SENDUM í PÓSTKRÖFU
& EINKAUMBOÐ
Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
Ármúla 16 — Reykjavík.
Sími 38640.
^ - ^ÖLUBOÐ
HOLTAKEX Lísukex
JfiflðL ”ITdds Sykur 2 kg
Sanitas Pilsner’i®
Sanitas Maltöl
<^>ÍVA FRIGG 1 U Þvottaefni 2,3 kg
<& ÞVOL FRIGG Þvottalögur 1/2 1
srars Tómatsósa 525 gr
...vöruverÖ í lágmarki
Þegar Alþýðu-
bandalagið
gekk undir
landspróf
Guðmundur J. Guð-
mund.sson og Guðrún
Helgadóttir, þingmenn Al-
þýðubandalags, gengu á
hólm á Alþingi í fvrradag
um kjör og skattamál fisk-
verkunarfólks, bæði í
stjómarandstöðu. En sú
var tíðin, skammt að baki,
að þau, eða Alþýðubanda-
lagið fór með landstjórn
(1978—1983), deildi og
drottnaði, gat sýnt vilja
sinn í verkL En hvað gerð-
izt svo og hvað gerðizt ekki
þá er Svavar Gestsson,
formaður Alþýðubanda-
lags, var félagsmálaráð-
herra, og Ragnar Arnalds,
fyrrverandi formaður Al-
þýðubandalags, var fjár-
málaráðherra? Gekk Al-
þýðubandalagið þá fram
fyrir skjöldu með skattaf-
slátt til handa fiskverkun-
arfólki?
Hver var þróun þeirra
efnahagsþátta, sem mest
áhrif hafa á kjör launa-
fólks, þegar Alþýðubanda-
lagið stóð við stýrið í brú
þjóðarskútunnar? Horfum
lítið eitt um öxl:
• Verðbólgan óx hraðar og
meira en nokkra sinni.
• Kaupgildi launa og ný-
krónu hraðminnkaði.
• Rýraun kaupmáttar frá
1978 var að stærstum hluta
komin fram áður en Al-
þýðubandalagið hrökklað-
ist úr ríkisstjórn.
• Erlendar skuldir uxu og
uxu og gleypa nú fjórðung
útflutningstekna — „fram
hjá skiptum“.
• Skattar, hvers konar,
hækkuðu meira en nokkru
sinnL Lagður var afturvirk-
ur tekjuskattsauki á launa-
fólk í fyrsta sinni í skatta-
sögu okkar, fiskverkunar-
fólk sem annað fólk.
• Verðbætur á laun vóru
skertar fjórtan sinnum,
þvert á gerða kjarasamn-
inga.
Spyrja má: Var launa-
Þegar þagnarmálin ná
til raddbandanna!
Alþýöubandalagiö sat í ríkisstjórn 1978—1983. Þá haföi þaö
völdin og aðstöðuna til að sýna viljann í verki. Þá var hljótt um
„baráttumálin", sem nú eru aö ná til raddbanda flokksforkólfa,
þegar komið er í stjórnarandstööu. Þá flutti Guömundur J. Guö-
mundsson, formaöur VMSÍ, engar tillögur til þingsályktunar um
skattamál fiskverkunarfólks, enda Svavar Gestsson félagsmála-
ráöherra og Ragnar Arnalds fjármálaráöherra. Staksteinar í dag
staldra m.a. viö skylmingar Guömundar J. Guömundssonar og
Guðrúnar Helgadóttur, þingmanna Alþýöubandalags, á Alþingi í
fyrradag.
misrétti leiðrétt, láglauna-
hópum í vil, í vaidatíð Al-
þýðubandalagsins? Vóru
laun láglaunafólks hækkuð
hlutfalLslega umfram laun
hinna betur settu? Vóru
samþykktar skattaívilnanir
til þessa fólks, Ld. fisk-
verkunarfólks? Var mótuð
marktæk launastefna, sem
tók mið af efnahagslegum
staðreyndum þjóðarbú-
skaparins, og gerði ráð
fyrir ákveðnu launabili eft-
ir þjóðfélagslegu gildi og
menntunarkröfum ein-
stakra starfa? Var ein-
hverri agnarögn hrundið í
framkvæmd til að fyrir-
byggja skattsvik — eða
lækka tekjuskatt, sem nú
er kallaður „launamanna-
skattur" af „verkalýðs-
rekendum"?
Var það máske fyrst þeg-
ar Alþýðubandalagið var
komið í stjórnarandstöðu
sem það vaknaði til vitund-
ar um „hugsjónir" og „bar-
áttumáí"? Var það máske
„vonda stiórain" sem við
tók sem fyrst ákvað að af-
nema tekjuskatt í áfongum
af almennum launatekjum
— og stígur fyrsta skrefið í
þá átt 1985?
Síðbúin tillaga Sighvatar
Björgvinssonar (A) og Guð-
mundar J. Guðmundsson-
ar (AbL) um 10%skattafrá-
drátt fiskverkunarfólks,
sem fram hefði átt að
koma við afgreiðslu fjár-
laga fyrir árið 1985 í des-
embermánuði sl., fór mjög
fyrir brjóstið á Guðrúnu
llelgadóttur. Þetta fólk á
að fá hærra kaup en ekki
skattölmusu, sagði hún
efnislega. Um þetta körp-
uðu þau flokkssystkinin,
og hnútur fiugu um borð.
Betur hefði farið á því EF
þau hefðu sýnt vUjann i
verki þá Alþýðubandalagið
sat á valdastóli og gekk
undir sitt landspróf, sem
það fær nú falleinkunn út
á í hverri skoðanakönnun-
inni á fætur annarri.
Samkomulagið í Alþýðu-
bandalaginu er ekki upp á
marga fiska. Máske nær
það til þess eins að smygla
flokksnefnunni inn í AL-
þjóðasamband jafnaðar-
manna!
FUF-formaður
kveður sér
hljóðs
V estmannaeyjablaðið
Fylkir segir nýlega frá
JC-kynningarfundi á FUF
og FUS f Eyjum. Þar tók tU
máls Stefán Þorvaldsson,
formaður FUF í plássinu.
„Athygli vakti,“ segir Fylk-
ir, „er spurt var um afstöðu
tU rikisstjórnarinnar þau
ummæli Stefáns Þorvalds-
sonar, formanns Félags
ungra framsóknarmanna,
er hann sagöizt ekki lengur
treysta Framsóknarflokkn-
um í stjórn landsins, enda
væri flokkurinn búinn að
vera alltof lengi í stjórn."
— „Bragð er að þá harnið
finnur,“ segir máitækið.
Enn er hitastillta bað-
blöndunartækið frá
Danfoss nýjung fyrir
mörgum. Hinirsemtil
þekkjanjótagæða
þeirraogundrast
lágaverðið.
= HÉÐINN =
SEUAVEGI 2, REYKJAVÍK
_____aSL.______
Wterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
TÓMABÍÓ
Simi 31182
SAFARI 3000
Spennandi og sprenghlægileg, ný amerísk gam-
anmynd í litum er fjallar á hraðan og kröftugan
hátt um alþjóölegan rally-akstur í hinni villtu Af-
ríku. Grínmynd fyrir alla aldurshópa.
Aðalhlutverk: David Carradine, Christopher Lee.
Leikstjóri: Harry Hurwitz.
íslenskur texti.
Sýnd kl. 5,7 og 9.