Morgunblaðið - 27.03.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.03.1985, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1985 22 SKÁKSAM BAIMD 13 lan d s Skákþing ísiands 1985 hefst laugardaginn 30. mars nk. kl. 14.00. Teflt veröur í landsliösflokki, áskorendaflokki og opnum flokki. Áskorendaflokkur: 9 umferöir Monrad, þátttökurétt eiga skákmenn meö a.m.k. 1800 skák- stig. Opinn flokkur: 9 umferöir Monrad, þátttaka öllum heimil. Teflt veröur í áskorenda- og opnum flokki í Skák- heimili TR viö Grensásveg 44, Rvík. Innritun á staön- um hefst klukkustund áöur en fyrsta umferð byrjar. Þátttökugjald: 18 ára og eldri kr. 500,-. 15—17 ára kr. 400,-. 14 ára og yngri kr. 300,-. Keppni í landsliðsflokki hefst á sama tíma og verður teflt í Hagaskólanum í Reykjavík. Allar nánari upplýsingar veittar í síma 27570, kl. 13—17. Stjórn Skáksambands íslands. KorkoPlast Sænsk gæðavara KORK-gólfflísar meö vinyl-plast- áferö. Kork*o*PIast: í 10 geröum. Veggkork í 8 gerðum. Ávallt til á lager. PStSœ-. * Aðrar korkvörutegundir á lager: Undirlagskork í þremur þykktum Korkvélapakkningar í tveimur þykktum Gufubaðstofukork Veggtöflu-korkplötur í þremur þykktum Kork-parkett venjulegt, í tveimur þykktum Einkaumboð á íslandi fyrir WICANDERS KORK- FABRIKER: Hringið eftir ókeypis sýnishorni og bæklingi. & Þ. ÞORGRIMSSON & CO 'Armúla 16 sími 38640 Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans! iQr, Markmiðið að efla upp- lýsingastreymi til fyrir- tækja á landsbyggðinni Rætt við Jón Unndórsson, framkvæmda- stjóra Iðnþróunarfélags Suðurnesja AÐALFUNDUR Iðnþróunarfélags Suðurnesja verður haldinn í aprflmánuði næstkomandi og af því tilefni sneri Morgunblaðið sér til Jóns Unndórssonar, framkvæmdastjóra félagsins, og spurði hann um starfsemina, markmið og þau verkefni, sem unnið hefur verið að á vegum félagsins að undanfornu. „Iðnþróunarfélagið er stofnað af atvinnumálanefndum sveitarfé- laga á Suðurnesjum til að reka iðnráðgjafarstarfsemi í landshlut- anum, sem markast af landsvæð- inu sunnan Straumsvíkur og nær yfir allan Reykjanesskaga,“ sagði Jón Unndórsson, en hann var spurður um tilurð félagsins og hlutverk. „Félagið var stofnað 12. apríl 1984 og starfar samkvæmt lögum um iðnráðgjöf í landshlut- um, sem sett voru i desember 1981. Hlutverk iðnráðgjafar í landshlut- um er fyrst og fremst að liðka fyrir upplýsingastreymi frá stofn- unum og sjóðum á höfuðborgar- svæðinu til lítilla og meðalstórra fyrirtækja á landsbyggðinni og stuðla að stofnun nýrra atvinnu- fyrirtækja. Iðnþróunarfélag Suðurnesja hefur rækt sitt hlutverk með margvíslegum hætti. Má þar með- al annars nefna miðlun upplýs- inga um þjónustu stofnana, um- sóknir í sjóðakerfið, ráðstefnur um tækni og nýjar framleiðslu- greinar og námskeið um undir- búning að stofnun nýrra fyrir- tækja, svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur félagið leitað upplýsinga um vörur, framleiðendur og einkaleyfi úr erlendum upplýsingabönkum og hvatt til samvinnu við erlenda aðila. Einnig hefur félagið annast arðsemisútreikninga og áætlana- gerð og aðstoðað hugvitsmenn við að koma á framfæri nýjungum á ýmsum sviðum," sagði Jón Unn- dórsson ennfremur. Aðspurður um sérstöðu þessar- ar iðnráðgjafar sagði Jón meðal annars, að hér væri fyrst og fremst um að ræða þjónustu við fyrirtæki úti á landsbyggðinni sem ekki væru í aðstöðu til að notfæra sér þá þjónustu sem rannsóknarstofnanir og þjónustu- stofnanir á höfuðborgarsvæðinu byðu upp á. „Þessar stofnanir veita vissulega ráðgjöf en einungis þeim sem koma til þeirra. Stjórn- endur lítilla og meðalstórra fyrir- tækja á landsbyggðinni hafa i mörgum tilfellum ekki tíma til að fara á milli þessara stofnana og setja sig inn i hvað þær hafa upp á að bjóða. Margir hverjir eru líka að hluta til i framleiðslunni og þess vegna eiga þeir óhægt um vik. Iðnráðgjöfin er hins vegar miðuð við þessi litlu og meðalstóru fyrir- tæki á landsbyggðinni. Við sækj- um stjórnendur fyrirtækjanna heim og komum á framfæri ýms- um upplýsingum. Við reynum að koma á samböndum við þessa stjórnendur og þeir koma sinum vandamálum á framfæri við okkur. Á þennan hátt öflum við ýmissa upplýsinga um stöðu fyrir- tækjanna og eigum þar af leiðandi auðveldara með að leiðbeina þeim Jón Unndórsson, framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Suðurnesja. um ýmsa þá þætti er lúta að starf- semi fyrirtækjanna. Ég sat fund starfsnefndar á vegum „Nordinfo" í febrúar síð- astliðnum, en hlutverk þessarar nefndar var að gera grein fyrir hvernig staðið skuli að upplýs- ingamiðlun til lítilla og meðal- stórra fyrirtækja og hvaða upp- lýsingar koma þeim best að not- um. Þar kom meðal annars fram hjá öllum þátttakendum að það er mikið vandamál að koma þessum upplýsingum á framfæri. Oft er Árangursríkari samvinna en áð- ur hefur náðst — segir Ragnar Sohlam framkvæmdastjóri ráðherranefndar Norðurlandaráðs um fyrsta stjórnarár íslendinga í nefndinni „ÞE1TA er í fyrsta skipti sem fs- land tekur að sér formennsku í ráð- herranefnd Norðurlandaráðs. ís- lendingar hafa unnið þar mjög gott starf, sem árangur á eftir að sjást af á þessu þingi hér í Reykjavík,“ sagði Ragnar Sohlman aðalframkvæmda- stjóri ráðherranefndar Norðurlanda- ráðs, er blaðamaður Mbl. ræddi við hann í fyrstu dögum þings Norður- landaráðs, sem haldið var í Þjóð- leikhúsinu fyrir skemmstu. Ragnar sem er sænskur hefur gegnt fram- kvæmdastjórastarflnu sl. þrjú ár í Osló, þar sem ráðherranefndin hef- ur aðsetur, en segist hætta í aprfl- mánuði 1986, þegar skrifstofa ráð- herranefndarinnar hefur verið flutt til Kaupmannahafnar. Ragnar sagði, að fslendingar hefðu tvívegis, árin fyrir þingin í Reykjavík 1975 og 1980, átt rétt á að tilnefna mann til formennsku i ráðherranefndinni, en tekið þá ákvörðun að gera það ekki, bæði vegna ábyrgðarinnar og fjarlægð- ar frá hinum Norðurlöndunum. Danir og Sviar skiptu þá með sér formennskunni. Norðurlöndin skiptast á að halda þingin og er starfsregla, að það land sem held- ur þingið tilnefnir til formennsku í ráðherranefndina árið fyrir þinghaldið en árið eftir þinghaldið í forsætisnefndina, sem þingmenn skipa, og aðrar þingmannanefnd- ir. Ragnar sagði að mjög ánægju- legt hefði verið að vinna með Is- lendingunum þetta síðasta ár, Matthías Á. Mathiesen hefði gegnt formennsku í ráðherra- nefndinni. Samstarf við hann og Jón Júlíusson í viðskiptaráðuneyt- inu, sem stýrt hefði embætt- ismannanefndinni, hefði verið með ágætum. „Undir stjórn ís- lendinga hefur náðst mikill árang- ur í efnahagssamvinnunni, sem ég vænti að sýni sig hér á þinginu. Þá hafa þeir náð mun árangursríkari samvinnu milli þjóðanna en áður hefur tekist," sagði hann. Ragnar Sohlman starfaði hjá sænskum stjórnvöldum áður en hann gerðist aðalframkvæmda- stjóri ráðherranefndarinnar, var m.a. bæði í fjármálaráðuneytinu og atvinnumálaráðuneytinu og hefur því mikla reynslu í þjóðmál- um. Hann var spurður, hvert gagn hann teldi okkur helst hafa af samvinnunni i Norðurlandaráði. Hann svaraði: „Ég tel að við höf- um nú þegar mikið gagn af sam- vinnunni og að við getum aukið hana. fsland til dæmis getur stytt MorfOinblaAÍA/ ÓI.K.M. Ragnar Sohlam framkvæmdastjóri ráðherranefndar Noröurlandaráós. sér leiö í mörgum málaflokkum. f Skandinavíu hefur verið unnið lengi að ýmsum rannsóknarverk- efnum, sem fslendingar geta nýtt sér niðurstöðurnar af. Eg tel að íslendingar geti náð miklu ut úr þessari samvinnu.“ Ragnar sagðist alls ekki telja að Norðurlandaráðsþingin væru orð- in of stór. Miklu skipti fyrir sam- vinnuna að menn hittust og ræddu málin, efldu vináttu og tengsl. Hann var þá spurður, hverju hann svaraði heima fyrir, þegar hann væri spurður um hag Svía af nor- rænni samvinnu. „Ef Svíþjóð væri ekki í norrænni samvinnu væri landið aðeins lítið land í heimin- um. Sameiginlega njóta Norður- landaþjóðirnar mikils álits i ver- öldinni, ekki aöeins innan Samein- uðu þjóðanna heldur hvar sem borið er niður.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.