Morgunblaðið - 27.03.1985, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLADID, MIDVIKUDAGUR 27, MARZ 1985
Húseign í Skeifunni
Vorum að fá i ákv. sölu 356 fm húseign á góöum stað i
Skeifunni. Húsið er 250 fm neðri hæð með
innkeyrsludyrum og 106 fm efri hæö. Laus 1. april I985.
Teikn. og uppl. á skrifst., ekki í sima.
Miðvangur - einbýli
Stórglæsilegt 5-6 herb einbýlish. á einni hæð ásamt 54
fm tvöf. bilsk. Ákv. sala. Verð 4,7 millj.
Sérhæð Blómvangur
Vorum að fá i ákv. sölu glæsilega 150 fm efri sérhæð
ásamt 30 fm bilsk. Vandaðar innréttingar. 4 svefnherb.,
laus i mai-júní. Einkasala. Verð 3,7 millj.
Furugrund 4ra herb.
Stórglæsileg ibúð á 1. hæð, ný Álafossteppi, suður svalir,
stórt herb. í kjallara með aðgangi aö snyrtingu. Verð 2,5
millj.
Eignaþjónustan - 26650 - 27380.
Högni Jónsson hdl.
runtei
Keflavík:
26277 HIBYLI & SKIP 2S277
Engihjalli - 3ja herb.
Falleg 90 fm ibúð á 2. hæð.
Dunhagi - 4ra herb.
Góö 100 fm ibúð á 3.hæö i fjölbýlishúsi meö bilskúr.
Flúðasel — 4ra-5 herb.
Stórglæsileg 4ra herb. 110 fm Ib. á 1. hæö meö aukaherb. i kj.
Flisalagt baö. Parket á gólfum. Suöursv.
Nökkvavogur — 4ra herb.
95 fm rishæö i tvibýlishúsi meö 30 fm einstaklingsib.plássi i kj. Mikiö
endurnýjuö ib.
Háaleitisbraut — 4ra-5 herb.
127 fm ib. 40 fm stofur, 2 svefnherb., geta verið 3, þvottah. á
hæöinni. Stórar suðursv. Bílsk. Glæsileg eign. Frábært útsýni.
Háaleitisbraut — 5-6 herb.
138 fm endaíb. Stórar stofur, 4 svefnherb., tvennar svalir. Bilsk,-
réttur. Teikn. fyrir hendi. Mikiö útsýni.
Sæbólsbraut — raðhús
200 fm raöhús, hæö og ris meö innbyggöum bilsk. Selst fokhelt.
Teikn. á skrifst.
Heiðargerði — einbýli
Kj., hæö og ris. 85 fm aö grunnfl. Bilsk.réttur.
Langholtsvegur - atvinnuhúsnæði
Höfum til sölu 165 fm atvinnuhúsnæöi á jaröhæö. Góöar
innkeyrsludyr.
Brynjar Fransson,
siml: 46802.
Gytfi Þ Gislason,
sími: 20178.
HlBÝU & SKIP
Garöaatraati 38. Sími 26277.
Gisli Ólafsson,
simi 20178.
Jón Ólafsson. hrf.
Skúli Pálsson. hrl.
26277 ALLIR ÞURFA HIBYLI 26277
Tíu ára afmælistónleikar Sam-
bands sunnlenskra karlakóra
LAUGARDAGINN 23. tnars hélt
Katla, samband sunnlenskra karla-
kóra, 10 ára afmcliskonsert í
fþróttahúsinu í Keflavík.
Fram komu 7 karlakórar af
Suðurlandi og suðvestur-horninu:
Karlakór Keflavíkur, Þrestir
Hafnarfirði, Stefnir Kjósarsýslu,
Jökull Hornafirði, Karlakór
Reykjavíkur, Fóstbræður Reykja-
vík og Karlakór Selfoss. Hver kór
fyrir sig tók fyrst tvö lög og svo
sameinuðust þeir, 285 manns, og
sungu saman sex lög við mikinn
fögnuð áheyrenda, sem voru fjöl-
margir.
Katla var stofnuð árið 1975 og
er tilgangur félagsins að auka
kynni milli karlakóra og efla kór-,
söng- og félagslíf meðlima sinna,
auk þess að gangast fyrir útgáfu-
starfsemi í þágu félagsins.
Katla hefur haldið reglulega
fundi með fulltrúum kóranna, gef-
ið út málgagn sitt, tímaritið
Heimi, og hljómplötu, þar sem 8
kórar syngja tvö lög hver. Árið
1978 var haldið sameiginlegt kóra-
mót á Selfosssi með sama sniði og
nú var gert. Þá var ákveðið að
næsta mót skyldi haldið 1985 í
Keflavík.
Núverandi stjórn Kötlu skipa:
Grímur Grímsson Stefni, formað-
ur, Einar Sigurjónsson Karlakór
Selfoss, gjaldkeri, og Jósef Borg-
arsson Karlakór Keflavíkur, rit-
ari.
Einar Falur
Borgarnes:
Fræðslufundur Krabbameinsfélagsins
BorganMai, 25. min.
AÐALFUNDUR Krabbameinsfélags
Borgarfjarðar var haldinn nylega í
Snorrabúð í Borgarnesi. Fundurinn
var fjölsóttur og einnig frcðslufund-
ur á vegum Krabbameinsfélags fs-
lands sem haldinn var að aðalfund-
inum loknum.
Á fræðslufundinum flutti
Guðm. Snorri Ingimarsson, for-
stjóri Krabbameinsfélags íslands,
erindi um ýmsar nýjungar í
krabbameinslækningum, einkum
þá möguleika, sem hin nýju og
fullkomnu brjóströntgenmynda-
tæki sem Rauði kross Islands gaf
félaginu á sl. ári, veita. Þessi
fræðslufundur er liður í fræðslu-
herferð Krabbameinsfélagsins um
allt land sem nýlega er hafin.
Auður Guðjónsdóttir, formaður
Krabbameinsfélas Borgarfjarðar,
sagði í samtali við Morgunblaðið
að á aðalfundi félagsins hefði ver-
ið samþykkt að gefa Krabba-
meinsfélagi íslands peninga upp i
kaup á fullkomnu brjóströntg-
enmyndatæki sem það hyggst
kaupa til að fara með um landið.
Sagði hún að þeim þætti það mik-
ils um vert að skapa möguleika til
slíks, þar sem vitað væri að marg-
ar konur færu sjaldan eða jafnvel
aldrei til Reykjavíkur og nytu því
ekki góðs af þjónustu Krabba-
meinsfélagsins þar.
— HBj.
Sjálfsmynd og samtími
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Nýtt líf er eitt þeirra rita sem
sett hafa svip á tímaritaútgáfuna
hér undanfarið. Á kápunni stend-
ur reyndar »tískublað«. Og sá und-
irtitill er að því leytinu réttur að
ritið ástundar að fylgjast með
tískunni í viðasta skilningi, auk
jiess sem tískan { hinum þrengri
skilningi orðsins er kynnt í Nýju
lífi. Að öðru leyti er þetta eins og
önnur rit helgað daglega lífinu og
þjóðlífinu eins og þaö birtist
okkur frá degi til dags og ári til
árs. Málefni eru rædd, fólk tekið
tali. Og dálítið gaman í frammi
haft. T.d. eru birtar myndir af
fjórum manngerðum og jafnmarg-
ar konur spurðar: Hvernig líst
ykkur á? Munduð þið vilja fara út
að borða með einhverjum þeirra?
Og þær svara; vafalaust bestu
samvisku samkvæmt. Þá er tals-
vert rætt við íslenskar konur sem
gifst hafa mönnum af framandi
þjóðerni og litarhætti. Sú var tíðin
að Reykvíkingur sneri sér við ef
slikur maður birtist á götu í höf-
uðstaðnum. Svo sjaldgæft var að
þvílíkri sjón brygði hér fyrir. Það
er nú löngu liðið. Mikill fjöldi
manna frá þriðja heiminum hefur
flust til Norður-Evrópu til varan-
legrar búsetu. Yfirleitt hefur þeim
verið vel tekið. Það tekur þá að
sjálfsögðu nokkurn tima að laga
sig að nýju umhverfi og aðstæð-
um. En hið sama gildir um alla
útlendinga, einnig þá sem hingað
koma frá næstu nágrannalöndum.
Það tekur alltaf tíma að átta sig á
framandi umhverfi. Hvað okkur
viðvíkur má segja aö náinn sam-
anburður við aðra skerpi drættina
í sjálfsmyndinni. lsland er enn af-
skekkt og alls ekki komið í neina
þjóðbraut veraldar þó sumir telji
svo vera. Því er útlendingur meira
framandi hér en t.d. annars staöar
á Norðurlöndum. Ólafur Haukur
Símonarson er einn þeirra rithöf-
unda sem verið hafa undanfarið
að blása rykið af þjóðarímynd fs-
lendinga. Nýtt Jíf birtir viðtal við
hann vegna nýjasta leikrits hans
undir fyrirsögninni: »íslendingar
eru stórvelgefin þjóð en fjandan-
um Klikkaðri«
Útlendingur, sem sest hér að,
verður að fella sig við þessa sér-
stöku klikkun fslendinga og með-
taka þversagnirnar ( íslensku
þjóðlífi. Misjafnlega gengur það.
Einn þeirra, sem virðast fara
nokkuð létt með það, er ungur
læknir norður á Akureyri sem tek-
inn er tali (ég er með fáein síðustu
heftin á milli handanna). Banda-
ríkjamaður af ítölskum ættum
sem kvæntist íslenskri konu og
setti sig niður í norðrinu. Fram
kemur i viðtalinu að hann kom
ekki hingað til að græða peninga.
Enda hefði hann þá komið sér
fyrir annars staðar.
Þegar á heildina er litið virðist
mér rit eins og Nýtt líf sækjast
eftir efni sem er dæmigert en þó
um leið með einhverjum hætti sér-
stakt, eða með öðrum orðum leita
eftir einhverju minnisstæðu frá
daglega lífinu. Þó ritið sé auðvitað
öllum ætlað sýnist það fremur
skírskota til kvenna. Konur hafa
annars konar tómstundir en karl-
ar og verja þeim öðru vísi. Þarna
segir t.d. frá gönguklúbbi nokk-
urra kvenna. Gönguklúbbi — þá
kemur manni í hug Esjan, Snæ-
fellsjökull og Hekla. En umrædd-
ur göngukúbbur gengur mest um
borgina, skoðar hverfin. Og húsin
í hverfunum, en lætur fjöllin að
mestu leyti í friði.
Raunar er einnig sagt frá karla-
klúbbi sem nefnir sig »bók-
menntaklúbbinn Skalla« — fyrir-
sögn: »Þeir hafa lesið saman I 34
ár.« Ekki að furða á okkar mjög
svo hverfanda hveli þó menn leiti
samhengis í lífinu. En um hina níu
meðlimi klúbbsins er það annars
að segja að þeir tóku allir lokapróf
frá sama skólanum árið 1943 og
rekur klúbburinn þangað upphaf
sitt. Þeir, sem hittast oft og reglu-
lega eins og meðlimir i klúbbi
þessum, komast hjá þvi að eldast
og leika þannig á tímann.
Að ytra útliti er Nýtt lif hið
vandaöasta, pappír góður, prentun
sömuleiðis og myndefni mikið og
fjölbreytt og mest i lit.
Ef rit af þessu tagi nær bæði
útbreiðslu og langlífi verður það
eins konar aldarspegill: Þá er
semsé gefið að stefna þess fer
saman við áhugamál almennings,
stemminguna á liðandi stund. Og
ritið hefur, í fyllingu tímans, til-
tekið sögulegt gildi.
En hvar stöndum við sam-
kvæmt því — nú að hálfnuðum ni-
unda áratugnum? Hvað markar
svipmót tímarita og annarra fjöl-
miðla þessi árin? Varla kynslóð
68. Hún er að verða gömul, íhald-
söm, sjálfglöð og leiðinleg. Hún
mun ekki framar skapa nýtt lif af
neinu tagi. Ekki lítur heldur út
fyrir að endurvakið verði gleim-
ortímabilið gamla: með róman-
tískum ástarorðum, kampavini og
kristalsglösum. Hvor tveggja
bylgjan skilur þó eftir sin áhrif
sem spila munu sina undirtóna i
lifssinfóníu komandi ára. Það hef-
ur t.d. áunnist með velferðarþjóð-
félaginu að tískan, sem fyrrum
höfðaði til fárra útvalinna, nær nú
til allra. í gamla daga voru rit eins
og Nýtt lif gefin út (meðal stór-
þjóðanna, útgáfa slikra rita var til
skamms tima óhugsandi hér) til
að leyfa almenningi að njóta
reyksins af réttunum, sýna fjöld-
anum hvernig fina fólkið lifði. Það
er sem betur fer úr sögunni.
Menntun og lifskjör hafa jafnast.
Lesandinn vill sjálfur vega og
meta — um leið og dæmi eru tekin
af öðrum — hvaða tækifæri bjóð-
ast honum sjálfum og hver þeirra
hann getur og kærir sig um að
nota sér. Nú orðið getur hver sem
er dompað upp á siðum rits sem
kennir sig við nýtt líf og tísku.
Útgefandinn, Frjálst framtak,
og ritstjórinn, Gullveig Sæ-
mundsdóttir, leggja sýnilega
metnað í að fylgjast með tíman-
um; útlit þessa rits og efni ber
hvort i.veggja vitni um það.