Morgunblaðið - 27.03.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.03.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1985 Tass sakar majórinn um aö hafa stundað njósnir MowLvn m.rv AP ^ Thomas Griffín hershöfðingi, einn af yfírmönnum bandaríska herliðsins í Vestur-Berlín, ásamt Karyn, eiginkonu Arthurs D. Nicholson majórs sem sovézkur vörður skaut til bana í Austur-Þýzkalandi. Myndin var tekin við minningarathöfn um hinn látna á Tempelhof-flugvelli í Vestur-Berlín á mánudagskvöld. Monkvu, 26. fnarz. AP. FRÍ7TTASTOFAN Tass sagði í dag að bandaríski majórinn, sem sovézk- ur vörður skaut til bana í Austur- Þýzkalandi, hefði verið að njósna um sovézka herstöð og kenndi stjórn- völdum í Washington um hin „hörmulegu endalok". Tass sakaði einnig Bandaríkja- menn um að „dreifa vísvitandi upp- loginni frásögn" af málinu og sagði að sovézka sendiráðið í Washing- ton hefði borið fram harðorð mót- mæli í bandaríska utanríkisráðu- neytinu. Alvara málsins sést á því að opinberlega var ekkert um það sagt í Vestur- og Austur-Þýzkalandi í dag. Vestur-þýzka stjórnin vill ekkert um málið segja fyrr en Bandaríkja- menn hafa rannsakað það. Hvorki sósíaldemókratar né græningjar hafa látið frá sér fara yfirlýsingar um málið. í Austur-Þýzkalandi birti aust- ur-þýzka fréttastofan aðeins frétt Tass um málið, en rauf þar með þögn sína um það. Vestur-þýzk blöð sögðu að þótt málið hefði valdið hættuástandi mundu stórveldin reyna að gæta stillingar af póli- tískum ástæðum. Ásakanir Tass eru fyrstu opin- beru viðbrögð Rússa við morðinu. Tass sakar majórinn, sem banda- rísk yfirvöld segja að hafi heitið Arthur D. Nicholson, um að hafa verið í „njósnaferð" þegar sovézkur vörður hafi komið að honum í herstöð skammt frá Ludwigshafen í Schwerin-héraði í Austur-Þýzka- landi. Tass gaf í skyn að vörðurinn hefði ekki vitað að hinn óboðni gestur væri Bandaríkjamaður þeg- ar hann skaut hann. Talsmaður bandaríska sendi- ráðsins í Washington sagði um frétt Tass: „Við vísum útgáfu þeirra af atburðinum á bug. Við lítum á þetta sem tilraun til að réttlæta verknað, sem ekki er hægt að réttlæta," bætti hann við. Tass segir að vörðurinn hafi fundið óboðinn gest klæddan bún- ingi í felulitum og hafi hann verið að taka ljósmyndir út um glugga geymslu nokkurrar. Vörðurinn skipaði hinum óboðna gesti á rússnesku og þýzku að hætta, að sögn Tass. Þegar hann reyndi að flýja skaut vörðurinn viðvörunarskoti, sagði Tass. Þegar hann sinnti þessu engu beitti vörðurinn vopni sínu að sögn Tass. „Hann skaut hinn óboðna gest til bana,“ sagði Tass. Tass sagði að annar bandarískur liðsforingi, Jessie G. Schatz, hefði ekið Nicholson til herstöðvarinnar og beðið í bíl þeirra. Fréttastofan sagði að Schatz hefði seinna verið handtekinn. Fréttastofan sagði að Banda- ríkjamennirnir hefðu gerzt brot- legir við samninga, sem meinuðu aðgang að stöðum þar sem herlið væri staðsett. Tass sagði að Rússar hefðu oftar en einu sinni bent Bandaríkjamönnum á það hve hættulegar slíkar ögranir væru. Afganistan: Árásir á Sovét- menn í Kabúlborg Nviu Deihí. 26. mars. AP. J Nýju Delhí, 26. mare. AP. SKÆRULIÐAR í Afganistan gerðu í Veður víða um heim fyrri viku nokkrar árásir á þau hverfi í Kabúl, höfuðborginni, sem Sovétmenn hafa sest að í og segja vestrænir stjórnarerindrekar, að sjö Sovétmenn a.m.k. hafí fallið. Haft er eftir heimildum, að Sov- étmenn safni nú miklu liði vegna fyrirhugaðrar sumarsóknar í syðstu héruðum landsins og að langar lestir skriðdreka og bryn- varinna bíla hafi lagt upp daglega frá herstöðvum við Kabúl. Árásir skæruliða á íbúðarhverfi Sovétmanna í Kabúl í fyrri viku eru ólíkar fyrri árásum að því leyti, sem þær hafa verið mann- skæðari og sprengjunum komið fyrir og skotið af meiri nákvæmni en áður. 19. mars sl. varð mikil sprenging í verslun, sem Sovét- menn skipta við, og biðu þá marg- ir bana og fjórum dögum síðar varð sprenging í annarri verslun og varð mannfall mikið. Samkvæmt óstaðfestum heim- ildum myrtu Sovétmenn 900 óbreytta borgara í Kunduz-héraði fyrir skömmu og 480 manns í bæn- um Chahardara í sama héraði. Voru Sovétmenn þá að hefna þess, að háttsettir menn í Rauða hern- um höfðu verið vegnir í árásum skæruliða. Indverjar á varðbergi af ótta við „Sjakalann“ AmriLsar, Indlandi, 26. mars. AP. LANDAMÆRAVÖRÐUM, tollvörð- um og öðrum öryggisvörðum um ger- vallt Indland hefur verið skipað að vera á varðbergi og koma í veg fyrir, að sá alræmdi hryðjuverkamaður Ilyich Ramirez Sanchez, sem kallað- ur er „Sjakalinn", sleppi inn í land- ið. Hefur indversku leyniþjónust- unni borist til eyrna, að öfgamenn úr flokki sikha, sem búa erlendis, hafí fengið Sjakalann til að ráða af dög- um ýmsa frammámenn í Indlandi. Haft er eftir heimildum, að ekki sé ólíklegt, að Sjakalinn eða Carl- os eins og hann er einnig nefndur reyni að komast inn í landið með falskt vegabréf og látist vera Indverji en ekki eru til mjög greinargóðar lýsingar á útliti hans. Indverskur embættismaður, sem ekki vildi láta nafns síns get- ið, sagði, að nokkrir vellríkir kaupsýslumenn af trúflokki sikha, sem byggju erlendis, hefðu greitt Hryðjuverkamaðurinn Carlos, „Sjakalinn" öðru nafni. ERLENT Carlos og mönnum hans „of fjár fyrir að myrða nokkra indverska leiðtoga og standa straum af þjálfun öfgamanna" í Punjab. Ríkisstjórn Gandhis hefur oft sakað öfgafulla sikha erlendis um að kynda undir og fjármagna hryðjuverk í Punjab-fylki þar sem 13 milljónir sikha búa og var ný- lega skýrt frá því, að í Vestur- Evrópu og Norður-Ameríku störf- uðu 26 hópar þessara öfgamanna. Carlos er fæddur í Caracas í Venezúela, sonur auðugs lögfræð- ings og kommúnista, og varð hann ungur að árum kunnur fyrir alls kyns hryðjuverk, flugrán og morð. Logst Hsast Akureyri 44 alskýjað Amsterdam 6 11 rigning Aþena 11 17 skýjaó Barcelona 18 Mttskýjaó Berltn 5 13 rigning BrUssel 0 10 skýjaó Chícago 1 7 rigning DuMín 1 9 •kýjaó Feneyjar 12 skýjaó Frankfurt e 13 rígning Genl »i-i-»- : nuiwiiKi i 15 skýjaó vantar Hong Kong 19 23 skýjaó Jerúsalem 12 20 skýjaó Kaupm.höln 0 7 rigning Las Palmas 21 Mttskýjaó Ltssabon 10 16 skýjaó London 4 7 rigning Los Angeles 14 18 skýjaó Luxemborg 8 skúrir MnfffQII 19 Mttskýjaó Mallorca 20 lÁMalróieA wniKyjM Miami 17 25 skýjaó Montreal +7 4 heióskirt Moskva +3 7 heióskírt New Yorfc 0 10 heíóskfrt Osk> 1 2 skýjaó París 8 11 rigning Peking 4 10 skýjaó Reykjavík 4-1 Mttskýjað Rio de Janeiro 21 35 skýjaó Rómaborg 3 20 heióskirt Stokkhólmur 0 1 skýjaé Sydney 17 20 rigning Tókýó 13 20 skýjaó Vmarborg 0 8 skýjaó bórshðfn 1 snjóól 100.000 manns án upphitunar í Álaborg: Hiti víða kominn niður í 10—12 stig í miðbænum Orkuveri borgarinnar öðru sinni neitað um undanþágu Álaborg, 26. mars. Frá Ásbirni Blöndal. FrétUriUra Mbl. ORKUVERIÐ í miðborg Álaborgar sjá kyndarar. framleiðir, þegar allt er með felldu, bæði rafmagn og heitt vatn fyrir fjarvarmaveitu. Og fjarvarma- veitan sér u.þ.b. helmingi húsa borgarinnar fyrir upphitun. Undanfarin misseri hafa stað- ið yfir miklar breytingar á orkuverinu og er verið að breyta því í átt til aukinnar sjálfvirkni. Hefur ketill orkuversins, sem kyntur er með olíu, verið til við- gerðar og endurbyggingar af þessum sökum frá árinu 1983 og verður ekki tekinn í notkun fyrr en sumarið 1986. Frá því að byrjað var á fyrr- nefndum breytingum, hefur orkuverið einungis verið kola- kynt, og um sjálfa kolamötunina á móti neyðartilfellum. Öllum Það er einmitt á kyndurunum sem allt strandar í upphitunar- málum borgarinnar, og verka- lýðshreyfingin hefur neitað að gefa undanþágu fyrir þá. Af þeim sökum stöðvaðist orkuverið strax að morgni sunnudagsins og samtímis urðu u.þ.b. 100.000 manns án upphit- unar á íbúðum sínum eða á stofnunum. Stuttu áður en verkfallið skall á hafði héraðssjúkrahúsið í Ála- borg útskrifað mörg hundruð sjúklinga og flutt þá sem verst voru settir saman í stofur sem hitaðar voru upp með rafmagni. Sjúkrahúsið tekur nú eingöngu fyrirhuguðum uppskurðum hefur verið frestað og fæðingardeild- inni hefur verið lokað. Verða konur að leita til sjúkrahúss í um 50 km fjarlægð til að fá fæð- ingarhjálp. Einn af læknum borgarinnar sagði, að ekki léki minnsti vafi á, að fjöldi aldraðs fólks væri nú í hættu vegna þess að það ætti ekki kost á að njóta þess hita sem það væri vant. Nefndi hann sérstaklega þá sem ættu við blóð- rásartruflanir að stríða og ættu nú á hættu að fá alls konar lungnakvilla með ófyrirsjáanleg- um afleiðingum. f gamla miðbænum í Álaborg, þar sem hús eru mörg hver illa einangruð, var hitinn kominn niður í 12—15 gráður í dag. Mikið annríki hefur verið hjá skátum og öðrum hjálparsam- tökum, m.a. kirkjunni, við hvers kyns hjálparstarf. Hafa björgun- armenn unnið við að koma tepp- um og rafmagnsofnum til sjúkra og aldraðra, svo og til barna- heimila. AUir barnaskólar eru lokaðir vegna upphitunarleysis, og hafa margir útivinnandi foreldrar neyðst til að halda sig heima við af þeim sökum. I dag sótti orkuverið í annað sinn um að fá undanþágu fyrir starfsmenn við kolamötun, en beiðninni var hafnað. Ljóst er, að það mun taka tvo til þrjá daga að ná upp hita á fjarvarmaveitukerfi borgarinn- ar, eftir að allt verður komið í fullan gang á nýjan leik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.