Morgunblaðið - 27.03.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.03.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 27. MARZ 1985 Morgunbla&iA/ Bjarni Þessir voru á vaktini, taliö frá vinstri: Aöalsteinn Bernharðsson, sem ennfremur er þekktur sem hlaupari, Vörður Traustason, Ólafur Ásgeirsson aöstoöaryfirlögreglu- þjónn, Karl Kristjánsson, Gunnar Randversson varðstjóri og Björn Snorrason. Hér er Gísli við hluta af flóknum jaröskjálftamaelabúnaði, en búnaðurinn tekur nokkuð rými í kjallara lögreglustöðvarinnar. Hér er allt tilbúið, ef grípa þarf til neyðarráðstafana. Gfsli ólafsson f stjórnstöð Almannavarna á Akureyri. Hluti veðurathugunarbúnaðarins, en lögreglan annast mælingar á þriggja klukku- Gunnar Randversson og Jón Valdimarsson í móttökunni. stunda fresti allan sólarhringinn. Sólarhríngseftirlit með mannlífí og veðri á Akureyri: Hvergi betra að vera lögregluþjónn — segir aðstoðaryfirlögregluþjónninn, Ólafur Ásgeirsson LÖGREGLAN á Akureyri gegnir fleiri hlutverkum en að gæta laga og réttar f höfuðstað Norðurlands og nágrenni. Fyrir utan húsakynni lögreglunnar við Þórunnarstræti gefur að líta veðurmælingabúnað og inni í lögreglustöðinni sjálfri eru, auk fleiri tækja og búnaðar til veðurmælinga, fullkomnustu jarð- skjálftamælar á landinu, að sögn Gísla Ólafssonar fyrrum yfirlög- regluþjóns á Akureyri. Hann er kominn á eftirlaun sem slíkur og er nú starfsmaður Almannavarna og hefur auk þess eftirlit með jarðskjálftamælunum. Við litum inn á lögreglustöð- ina fyrir skemmstu. Fyrsta hitt- um við þá Gunnar Randversson varðstjðra og Jón Valdimarsson lögreglumann i móttökuher- bergi. Þeir sögðu að rólegt væri á vaktinni og gaf Gunnar sér tíma til að ganga með okkur um hús- næðið. Hann sagði að lögreglan hefði annast veðurathuganir allt frá árinu 1940 og sýndi okkur m.a. veðurmælingatæki í her- bergi inn af móttökunni. Eins og á öðrum veðurathugunarstöð- vum fylgist lögreglan með úr- komu, hita, skýjafari og fleira. Veðurathugun fer fram á þriggja klukkustunda fresti all- an sólarhringinn. Gunnar sagði að áður hefði næturvarzlan á símstöðinni annast þetta, en þegar sú varzla hefði lagst niður hefði lögreglustöðin orðið fyrir valinu þar sem sólarhringsvakt er. Tilraun til að koma á fót kvennafangelsi Lögreglustöðin á Akureyri er rammger bygging og eins og í öllum slíkum byggingum er þar að finna mannheldar geymslur. Fangageymslur þessar hafa hýst fanga í langtímavistun og var m.a. gerð tilraun fyrir nokkru til að koma þar á fót kvennafang- elsi. Dvöldust þar tvær konur um tíma að sögn Gunnars en lík- aði illa vistin og voru þær fluttar á brott. f kjallara byggingarinnar hittum við fyrir Gísla Olafsson fyrrverandi yfirlögreglumann á Akueyri. Hann gegnir nú fram- kvæmdastjórastarfi hjá Al- mannavörum á Akureyri, en í kjallaranum er m.a. stjórnstöð Almannavarna fyrir þetta landsvæði, sem Gísli sýndi okkur. Þar leit allt út fyrir að vera tilbúið, ef til neyðarútkalls kemur. Á stóru borði eru fimm símar, hver í sínum lit; einn fyrir hvern stjórnarmann Al- mannavarna, en þeir eru: bæjar- stjórinn, slökkviliðsstjórinn, héraðslæknirinn, bæjarfógetinn (þ.e. lögreglustjórinn) og bæjar- verkfræðingur. Uppi á vegg eru símar með beinum línum til veigamestu staða í bænum, svo sem sjúkrahúss, slökkvistöðvar o.s.frv. f stjórnstöð fyrir framan stjórnarherbergi Almannavarna eru þrjár fjarskiptastöðvar, sem í gangi eru allan sólarhringinn. Hvað er það svo sem almanna- varnaáætlun Akureyrar gerir ráð fyrir að fyrir geti komið? Gisli nefndi sem dæmi að á fjórða áratug þessarar aldar hefðu orðið harðir jarðskjálftar á Dalvík, en stór jarðsprunga liggur þar þvert yfir. Hann sagði Akureyrarbæ í útjaðri þessa skjálftabeltis. Gísli sagði enn- fremur að meðal verkefna Al- mannavarna væri að fylgjast með ýmsu, svo sem hvar hafa mætti upp á ákveðnum mönnum á hverjum tíma. Almannavarnir hefðu upplýsingar um að birgðir hjá Iðunni af ullarteppum væru um 500 stk. á hverjum tíma o.s.frv. Gísli hefur auk starfsins fyrir Almannavarnir umsjón með fyr- irferðarmiklum jarðskjálfta- tækjabúnaði í kjallara lögreglu- stöðvarinnar. Hann sagði þenn- an búnað þann fullkomnasta á landinu og undir yfirumsjón jarðvísindadeildar Veðurstofu fslands. Útburðarmálið eftir- minnilegast Við kvöddum Gísla og héldum upp á efri hæð lögreglustöðvar- innar. Þar sat ólafur Asgeirsson aðstoðaryfirlögregluþjónn bak við hlaðið skrifborð af lögreglu- skýrslum, sektarmiðum og öðru því sem embættinu tilheyrir. Hann hóf máls á því að papp- írsbunkarnir væru ekki alltaf svo stórir. Við spurðum hann hvernig væri að vera lögga á Ak- ureyri. „Ég hef alltaf sagt að ef menn vilja á annað borð vera lögregluþjónar þá sé hvergi betra að vera en hér á Akureyri. Akureyringar líta mjög jákvæð- um augum á lögregluna — sem hluta af þeim sjálfum. Hér er fátt um vandræði. Eftirminni- legasta málið í augnablikinu er útburðarmálið fræga, en það tókst að afgreiða í rólegheitun- um, þó reynt hefði verið á alla lund að klekkja á lögreglunni. Af stærri málum þá var hér framið morð árið 1975. Að vísu var það mjög óhugnanlegt en upplýstist strax.“ Á efri hæðinni hittum við einnig Vörð Traustason, en á Akureyri eru nú starfandi tveir rannsóknalögreglumenn. Vörður hefur yfirumsjón með umferð- arkennslu í skólum. „Já, það er ég sem kenni börnunum allt um rauða karlinn og þann græna," sagði hann hlæjandi. Þeir Gunn- ar og ólafur sýndu okkur í lokin lítinn samkomusal, sem nú er notaður sem dómshús. Þeir sögðu að salur þessi hefði m.a. verið notaður „hér um árið“ við að kenna lögregluþjónum Akur- eyrarbæjar danslistina og Ólaf- ur sagði kímileitur, að sú kennsla hefði áreiðanlega stuðl- að að betri samskiptum lögregl- unnar við íbúana. Eftir að hafa fengið leyfi til að taka mynd af vakthafandi lög- regluþjónum utan við lögreglu- stöðina kvöddum við þessa alúð- legu verði laganna og héldum út í umferðina. — F.P.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.