Morgunblaðið - 27.03.1985, Page 18

Morgunblaðið - 27.03.1985, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 27. MARZ 1985 Morgunbla&iA/ Bjarni Þessir voru á vaktini, taliö frá vinstri: Aöalsteinn Bernharðsson, sem ennfremur er þekktur sem hlaupari, Vörður Traustason, Ólafur Ásgeirsson aöstoöaryfirlögreglu- þjónn, Karl Kristjánsson, Gunnar Randversson varðstjóri og Björn Snorrason. Hér er Gísli við hluta af flóknum jaröskjálftamaelabúnaði, en búnaðurinn tekur nokkuð rými í kjallara lögreglustöðvarinnar. Hér er allt tilbúið, ef grípa þarf til neyðarráðstafana. Gfsli ólafsson f stjórnstöð Almannavarna á Akureyri. Hluti veðurathugunarbúnaðarins, en lögreglan annast mælingar á þriggja klukku- Gunnar Randversson og Jón Valdimarsson í móttökunni. stunda fresti allan sólarhringinn. Sólarhríngseftirlit með mannlífí og veðri á Akureyri: Hvergi betra að vera lögregluþjónn — segir aðstoðaryfirlögregluþjónninn, Ólafur Ásgeirsson LÖGREGLAN á Akureyri gegnir fleiri hlutverkum en að gæta laga og réttar f höfuðstað Norðurlands og nágrenni. Fyrir utan húsakynni lögreglunnar við Þórunnarstræti gefur að líta veðurmælingabúnað og inni í lögreglustöðinni sjálfri eru, auk fleiri tækja og búnaðar til veðurmælinga, fullkomnustu jarð- skjálftamælar á landinu, að sögn Gísla Ólafssonar fyrrum yfirlög- regluþjóns á Akureyri. Hann er kominn á eftirlaun sem slíkur og er nú starfsmaður Almannavarna og hefur auk þess eftirlit með jarðskjálftamælunum. Við litum inn á lögreglustöð- ina fyrir skemmstu. Fyrsta hitt- um við þá Gunnar Randversson varðstjðra og Jón Valdimarsson lögreglumann i móttökuher- bergi. Þeir sögðu að rólegt væri á vaktinni og gaf Gunnar sér tíma til að ganga með okkur um hús- næðið. Hann sagði að lögreglan hefði annast veðurathuganir allt frá árinu 1940 og sýndi okkur m.a. veðurmælingatæki í her- bergi inn af móttökunni. Eins og á öðrum veðurathugunarstöð- vum fylgist lögreglan með úr- komu, hita, skýjafari og fleira. Veðurathugun fer fram á þriggja klukkustunda fresti all- an sólarhringinn. Gunnar sagði að áður hefði næturvarzlan á símstöðinni annast þetta, en þegar sú varzla hefði lagst niður hefði lögreglustöðin orðið fyrir valinu þar sem sólarhringsvakt er. Tilraun til að koma á fót kvennafangelsi Lögreglustöðin á Akureyri er rammger bygging og eins og í öllum slíkum byggingum er þar að finna mannheldar geymslur. Fangageymslur þessar hafa hýst fanga í langtímavistun og var m.a. gerð tilraun fyrir nokkru til að koma þar á fót kvennafang- elsi. Dvöldust þar tvær konur um tíma að sögn Gunnars en lík- aði illa vistin og voru þær fluttar á brott. f kjallara byggingarinnar hittum við fyrir Gísla Olafsson fyrrverandi yfirlögreglumann á Akueyri. Hann gegnir nú fram- kvæmdastjórastarfi hjá Al- mannavörum á Akureyri, en í kjallaranum er m.a. stjórnstöð Almannavarna fyrir þetta landsvæði, sem Gísli sýndi okkur. Þar leit allt út fyrir að vera tilbúið, ef til neyðarútkalls kemur. Á stóru borði eru fimm símar, hver í sínum lit; einn fyrir hvern stjórnarmann Al- mannavarna, en þeir eru: bæjar- stjórinn, slökkviliðsstjórinn, héraðslæknirinn, bæjarfógetinn (þ.e. lögreglustjórinn) og bæjar- verkfræðingur. Uppi á vegg eru símar með beinum línum til veigamestu staða í bænum, svo sem sjúkrahúss, slökkvistöðvar o.s.frv. f stjórnstöð fyrir framan stjórnarherbergi Almannavarna eru þrjár fjarskiptastöðvar, sem í gangi eru allan sólarhringinn. Hvað er það svo sem almanna- varnaáætlun Akureyrar gerir ráð fyrir að fyrir geti komið? Gisli nefndi sem dæmi að á fjórða áratug þessarar aldar hefðu orðið harðir jarðskjálftar á Dalvík, en stór jarðsprunga liggur þar þvert yfir. Hann sagði Akureyrarbæ í útjaðri þessa skjálftabeltis. Gísli sagði enn- fremur að meðal verkefna Al- mannavarna væri að fylgjast með ýmsu, svo sem hvar hafa mætti upp á ákveðnum mönnum á hverjum tíma. Almannavarnir hefðu upplýsingar um að birgðir hjá Iðunni af ullarteppum væru um 500 stk. á hverjum tíma o.s.frv. Gísli hefur auk starfsins fyrir Almannavarnir umsjón með fyr- irferðarmiklum jarðskjálfta- tækjabúnaði í kjallara lögreglu- stöðvarinnar. Hann sagði þenn- an búnað þann fullkomnasta á landinu og undir yfirumsjón jarðvísindadeildar Veðurstofu fslands. Útburðarmálið eftir- minnilegast Við kvöddum Gísla og héldum upp á efri hæð lögreglustöðvar- innar. Þar sat ólafur Asgeirsson aðstoðaryfirlögregluþjónn bak við hlaðið skrifborð af lögreglu- skýrslum, sektarmiðum og öðru því sem embættinu tilheyrir. Hann hóf máls á því að papp- írsbunkarnir væru ekki alltaf svo stórir. Við spurðum hann hvernig væri að vera lögga á Ak- ureyri. „Ég hef alltaf sagt að ef menn vilja á annað borð vera lögregluþjónar þá sé hvergi betra að vera en hér á Akureyri. Akureyringar líta mjög jákvæð- um augum á lögregluna — sem hluta af þeim sjálfum. Hér er fátt um vandræði. Eftirminni- legasta málið í augnablikinu er útburðarmálið fræga, en það tókst að afgreiða í rólegheitun- um, þó reynt hefði verið á alla lund að klekkja á lögreglunni. Af stærri málum þá var hér framið morð árið 1975. Að vísu var það mjög óhugnanlegt en upplýstist strax.“ Á efri hæðinni hittum við einnig Vörð Traustason, en á Akureyri eru nú starfandi tveir rannsóknalögreglumenn. Vörður hefur yfirumsjón með umferð- arkennslu í skólum. „Já, það er ég sem kenni börnunum allt um rauða karlinn og þann græna," sagði hann hlæjandi. Þeir Gunn- ar og ólafur sýndu okkur í lokin lítinn samkomusal, sem nú er notaður sem dómshús. Þeir sögðu að salur þessi hefði m.a. verið notaður „hér um árið“ við að kenna lögregluþjónum Akur- eyrarbæjar danslistina og Ólaf- ur sagði kímileitur, að sú kennsla hefði áreiðanlega stuðl- að að betri samskiptum lögregl- unnar við íbúana. Eftir að hafa fengið leyfi til að taka mynd af vakthafandi lög- regluþjónum utan við lögreglu- stöðina kvöddum við þessa alúð- legu verði laganna og héldum út í umferðina. — F.P.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.