Morgunblaðið - 27.03.1985, Page 48

Morgunblaðið - 27.03.1985, Page 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1985 Um sölueinokun á eggjum Rangfærslum Sambands eggjaframleiðenda svarað — eftir Jóhannes Gunnarsson Fyrir skömmu (13. mars sl.) birtist í Morgunblaðinu grein frá stjórn Sambands eggjaframleið- enda undir yfirskriftinni „afurða- semi íslenskra varpfugla". í þess- um skrifum er aðallega að finna innlegg í deilur þessa félags við fyrrum félagsmenn sína sem á síð- asta ári klufu sig út úr Sambandi eggjaframleiðenda og stofnuðu Félag alifuglabænda. Gkki er það ætlun mín hér að taka þátt i þessum deilum og hafði raunar ekki dottið i hug að stinga niður penna, ef ekki hefði komið til lokakafli áðurnefndra skrifa undir fyrirsögninni „Afstaða Neytendasamtakanna", en þar fer stjórn þessa ágæta félags með rangt mál, að þvi er virðist vísvit- andi. Þar segir m.a.: „Undarleg þótti okkur afstaða Neytendasamtak- anna á sínum tima er þau lögðust af alefli ásamt fleiri félögum á móti stofnun dreifingarstöðvar- innar sem selur egg undir nafninu ísegg.” Nokkru síðar segir: „Nú hafa Neytendasamtökin viðurkennt að þau veðjuðu á rangan hest i þessu tilliti. Hafa þau lýst ánægju sinni á þessu framtaki og það er virð- ingarvert þegar menn átta sig og viðurkenna það.“ Það er ekki í fyrsta skipti sem slíkar sakir eru bornar á Neyt- endasamtökin. þvi hefur raunar einnig verið haldið fram að við værum á móti flokkun eggja og heilbrigðiseftirliti almennt á þess- ari vörutegund. Sök okkar er því mikil. Neytendasamtökin eru á móti sölueinokun eggja En hvert er sannleiksgildi þess- ara fullyrðinga. Þegar umræðan um væntanlega eggjadreifingar- stöð fór af stað var miðað við að aðeins ein slík stöð skyldi starf- rækt og eggjaframleiðendur skikkaðir til að fela henni sölu af- urða sinna. Gegn þessari hug- mynd risu Neytendasamtökin öndverð og sendu m.a. frá sér ályktun 7. apríl 1983, en þar sagði m.a.: Jíeytendasamtökin lýsa yfir undrun sinni á þeim fréttum, að Framleiðsluráð landbúnaðarins hafi nýverið heimilað að komið verði á einkasölu á eggjum. Komi til þess, að landbúnaðarráðuneytið gefi út reglur um fyrirkomulag á eggjasölu eða eggjadreifingu, sem þýða í raun einokun eða fram- leiðslustýringu gegn hagsmunum neytenda, munu Neytendasamtök- in ekki sitja aðgerðalaus heldur berjast gegn slikum reglum af öllu afli.“ Þann 6. júní sama ár ályktaði stjórn Neytendasamtakanna um landbúnaðarmál og hafði þetta að segja um eggjamálið: „... að land- búnaðarráðherra setji ekki reglur um einokunarsölu á eggjum.“ Af þessu má ráða að afstaða Neytendasamtakanna var ljós, við vorum og erum á móti því að sett verði á laggirnar ein eggjadreif- ingarstöð sem hafí einokun á sölu eggja. Hinsvegar lýstum við þeirri skoðun okkar, m.a. á fundi með landbúnaðarráðherra, að við teld- um það bæði eðlilegt og þarft verk að smærri framleiðendur í grein- inni sameinuðust um eina dreif- ingarstöð. Með því styrktu þeir Jóhannes Gunnarsson „Við vorum og erum á móti því að sett verði á laggirnar ein eggjadreif- ingarstöð sem hafi ein- okun á sölu eggja.“ stöðu sína gagnvart stóru fram- leiðendunum og einnig það sem ekki síður var mikilvægt fyrir Neytendasamtökin, þá gátu neyt- endur verið enn harðari á kröfum sínum um hert gæðaeftirlit og flokkun eggja. Það er því skiljanlegt að við fögnum því að tekin er til starfa eggjadreifingarstöð í Kópavogi. Þetta er dreifingarstöð í eigu fé- lagsmanna i Sambandi eggja- framleiðenda, en hún hefur hins- vegar ekki einokun á sölu eggja og það er stóri munurinn. Fram- göngumenn í einokunarmálinu heyktust nefnilega á þvi, m.a. vegna harðrar andstöðu Neyt- endasamtakanna og fleiri aðila, að keyra þetta mál í gegn á þennan hátt. Þessi nýja dreifingarstöð hefur hins vegar tekið upp flokkun eggja, auk þess sem strangt gæðaeftirlit er haft á þeim eggjum sem þaðan eru seld. Gæðamat á eggjum Um það leyti sem umræðan um eggjadreifingarstöð stóð sem hæst, skipaði Jón Helgason land- búnaðarráðherra nefnd sem kanna skyldi hvort ekki skuli tekið upp gæðamat á eggjum og á hvern hátt það yrði sem best skipulagt. Neytendasamtökin áttu fulltrúa í þessari nefnd, sem skilaði áliti sínu til ráðherra í maí 1984. Nefndin taidi eðlilegt að Hollustu- vernd ríkisins léti semja drög að reglugerð um meðferð, tilbúning og dreifingu eggja. Nefndin taldi æskilegt að tekið yrði upp sam- ræmt gæðamat á eggjum í þeim tilgangi að hvetja til vöruvöndun- ar við framleiðslu og aðra meðferð eggja og að við mótun matsreglna væri eðlilegt að miða við reglur sem í gildi eru í nágrannalöndun- um. Einungis pökkunarstöðvum, sem hlotið hafa viðurkenningu heilbrigðisyfírvalda, verði heimil- að að flokka egg eftir gæðum. Hins vegar mætti veita heimildir til sölu á óflokkuðum eggjum í verslunum á svæðum, þar sem markaður er of smár til þess að virku gæðamati verði við komið. Stjórn Neytendasamtakanna styður heilshugar þær niðurstöður sem frá nefndinni komu. Ástæða er til að hvetja yfírvöld til dáða í þessum efnum, þannig að það verði liðinn tími að neytendum séu boðin gölluð, sprungin og óflokkuð egg. Sömuleiðis tökum við heilshug- ar undir skoðun stjórnar Sam- bands eggjaframleiðenda um þörf- ina á samanburði á gæðum eggja í verslunum. Við þökkum eggja- framleiðendum það traust, að þeir sjá enga aðra til að annast þetta en Neytendasamtökin. Þau sam- tök eru hins vegar ekki eins öflug og þau ættu að vera eðli málsins samkvæmt, því öll erum við jú neytendur. þannig eru það mörg verkefni sem okkur langar til að inna af hendi, en getum ekki, bæði vegna skorts á peningum og starfsfólki. Lokaorð Nýverið hækkaði verð á eggjum, sem nýja dreifingarstöðin í Kópa- vogi (Isegg) dreifir, um 30%. Að sögn eins dagblaðanna er haft eft- ir Gunnari Jóhannssyni í Holta- búinu, að íseggsmenn hafi haft samband við hann og óskað eftir að hann hækkaði verðið um það sama. Þessu tók hann fálega, hann þyrfti eingöngu að hækka um 20% að sinni. Brá þá svo við að ís- eggsmenn lækkuðu verðið á nýjan leik sem nam þessum mun. Heldur nokkur maður að þetta hefði getað gerst ef eggjadreifingarstöðin hefði verið ein um hituna? Þetta atvik sýnir ljóslega að það var hárrétt afstaða hjá Neytendasam- tökunum að berjast gegn söluein- okun eggja. Að lokum skal sú ósk sett fram hér, að stjórn Sambands eggja- framleiðenda gæti þess í framtíð- inni að fara með rétt mál þegar þeyst er fram á ritvöllinn. Góð samvinna og samstarf milli neyt- enda og búvöruframleiðenda nást aldrei, ef þeir síðarnefndu sjá sér bestan hag í rangfærslum í okkar garð. Jóhannes Cunnarsson er formadur Neytendasamtakanna. N ey tendaþjónusta og leigubílaakstur — eftirGuðmund Valdimarsson Meðan Steindórsmenn nýttu ranglega fengin atvinnuleyfi til Ieigubílaaksturs virtust þeir una leyfakerfinu vel, ef þeir mættu njóta þess áfram, en eftir að at- vinnuleyfin voru dæmd af þeim hafa þeir fordæmt þetta kerfi með skírskotun til frelsisástar og um- hyggju fyrir neytendum. Um þverbak keyrði er stór aug- lýsing frá Bifreiðastöð Steindórs birtist í DV sl. mánudag. Margar staðhæfingar í þessari auglýsingu eru svo fáránlegar að í raun réttri ætti ekki að þurfa að svara þeim, en nú hefur DV sl. miðvikudag tekið efni auglýsingarinnar upp í grein i blaðinu ásamt viðtali við formann Neytendasamtakanna. Verður þá ekki hjá því komist að gera þessu efni nokkur skil. Auglýsingin hefst á falsaðri mynd af Hreyfilsbifreið, en fram- haldið er miklu betra. Skal þá vik- ið að nokkrum fróðleiksatriðum úr auglýsingunni: 1. Sagt er að neytendur eigi 30% í nýjum leigubifreiðum. Þessi undarlega staðhæfing er alger- lega út i hött eins og allir vita. Hér mun átt við það að tollar af leigubifreiðum eru lægri en af bifreiðum til einkanota. Það er alkunna að atvinnutæki eru lægra tolluð en tæki til annarra nota og má í því sambandi t.d. benda á sendibifreiðir og vöru- bifreiðir. Hitt er svo annað mál að tollívilnunin á leigibifreiðum lækkar fjármagnskostnaðinn, en það leiðir til lægri gjald- skrár, og verður þannig neyt- endum til hagsbóta. 2. Staðhæft er að leigubílar komi neytendum ekki að notum þegar þeir þurfa mest á þeim að halda eins og í hálku og snjó því þá sé Ieigubílum lagt. í þessari full- yrðingu felst rógur um leigu- bifreiðastjórastéttina. Þúsundir Reykvíkinga vita betur en Steindórsmenn láta í veðri vaka. Bifreiðastjórar hafa ekki brugð- ist skyldum sínum, þótt færð á akbrautum versni, enda þurfa þeir á því að halda að nýta öll sín akstursverkefni. 3. Skýrt er frá því að Frami hafi átt tvo fulltrúa í nefnd, sem endurskoðaði reglur um leigu- bíla, en neytendur engan. Það var samgönguráðherra sem ákvað skipan þessarar nefndar. Verður að líta svo á að þriðji fulltrúinn í nefndinni hafi verið sérstakur fulltrúi ráðuneytisins, sem meðal annars hafí átt að gæta neytendasjónarmiða. 4. Tekið er fram í auglýsingunni að úthlutunarnefnd atvinnu- leyfa sé skipuð þrem leigubif- reiðastjórum. Þetta er í raun- inni ósköp eðlilegt fyrirkomu- lag. í reglugerð er kveðið á um hversu mörgum atvinnuleyfum megi úthluta hverju sinni, þ.e. einu leyfi fyrir hver þrjú sem losna þar til endanlegu marki er náð. Samkvæmt reglugerðinni eiga þeir að ganga fyrir við út- hlutun, er hafa lengstan starfs- feril að baki sem launþegabif- reiðastjórar. Hlutverk úthlut- unarmanna er því fyrst og fremst að reikna út starfsaldur umsækjenda, en til þess er eng- in sérstðk þörf á neytenda- fulltrúa við úthlutunarstörfin. 5. Sagt er í auglýsingunni að ein- okunarhringur leigubílstjóra (Frami) vilji fækka leigubílum, en Bifreiðastjórafélagið Frami er eins og kunnugt er stéttarfé- lag þeirra manna, sem hlotið hafa atvinnuleyfi til leigubif- reiðaaksturs. Með reglugerð samgönguráðherra er stefnt að því að ein bifreið komi á hverja 250 íbúa Reykjavíkursvæðisins. Þessa stefnu styður Bifreiða- stjórafélagið Frami, enda er það mála sannast að vegna síaukins fjölda einkabifreiða hafa leigu- bifreiðir jafnan verið of margar og hafa ekki næg verkefni. Reglugerðin grundvallast á lög- um um leigubifreiðir þar sem megininntakið er heimild til takmörkunar á fjölda bifreiða, hvort heldur eru leigubifreiðir til mannflutninga, sendibifreið- ir eða vörubifreiðir. En hér ligg- ur beint við að spyrja þá Stein- dórsmenn, hvort Bifreiðastöð Steindórs hafi verið hluti af „einokunarhringnum" á meðan hún var í eigu Steindórs Ein- arssonar og erfingja hans og hafði lögmæt atvinnuleyfi. 6. Staðhæft er að úthlutunarmenn vilji viðhalda því að leigubif- reiðastjórar séu hálaunaðir for- réttindahópar. Forréttindi leigubifreiðastjóra, sem fremur ætti að kalla atvinnutryggingu, eru ákveðin af Alþingi og sam- gönguráðherra en ekki af út- hlutunarmönnum. Því miður Guðmundur Valdimarsson „Þeir, sem best til þekkja, vilja örugglega ekki endurvekja það skipulagsleysi, sem var í málefnum leigubifreiða- stjóra áður en framan- greind lög voru sett.“ eru það ósannindi að leigubif- reiðastjórar séu hálaunaðir, enda er gjaldskrá þeirra ákveð- in af verðlagsyfirvöldum og at- vinna þeirra oft á tíðum stopul. Væru Steindórsmenn að segja satt hlyti bifreiðastöð þeirra, sem nýtti 45 atvinnuleyfi á ár- unum 1982—1984, að hafa grætt á tá og fingri. 7. Að síðustu segir í auglýsingunni að leigubifreiðastjórar þurfi ekki að skila söluskatti eins og aðrar þjónustugreinar. Það eru að vísu ýmsar fleiri þjónustu- greinar en leigubifreiðaakstur, sem ekki eru sðluskattskyldar, en það er fremur gert í þágu þeirra, sem þjónustunnar njóta en hinna, sem þjónustuna veita. Ekki ættu neytendur að þurfa að kvarta undan þessu fyrir- komulagi. Menn hafa að sjálfsögðu skiptar skoðanir á skipulagi leigubifreiða- þjónustunnar bæði hér á höfuð- borgarsvæðinu og annars staðar á landinu. Sumir vilja jafnvel ótak- markað frelsi i þessum efnum án nokkurs skipulags af hálfu hins opinbera. En frelsið má aldrei ganga svo langt að það yfirbugi skynsemina eða vanmeti reynsl- una. Enn síður mega menn taka sér frelsi til að brjóta gildandi lög og reglur. Þegar fyrstu lögin um takmörkun á fjölda leigubifreiða voru sett árið 1955 hafði ríkt ófremdarástand í þessum málum hér í höfuðborginni. Afgreiðslu- pláss á bifreiðastöðvum gengu kaupum og sölum fyrir okurfé og mikil offjölgun í leigubifreiða- stjórastétt hafði átt sér stað. AI- þingismenn sáu að hér varð að spyrna við fótum og koma á skipu- lagi og takmörkunum, þar á meðal voru margir alþingismenn, sem töldu sig að jafnaði stuðninsmenn einkaframtaks og atvinnufrelsis. Þeir, sem best til þekkja, vilja örugglega ekki endurvekja það skipulagsleysi, sem var í málefn- um leigubifreiðastjóra áður en framangreind lög voru sett. En þrátt fyrir gildandi lög og reglur um leigubifreiðir kann skipulagi þessara mála að vera í einhverju áfátt og ástæða til að skoða gaumgæfilega hverra úr- bóta sé þörf. Einkum þarf að sam- ræma rekstur bifreiðastöðvanna í Reykjavík til að tryggja betri nýt- ingu bifreiðakostsins og auka þjónustuna við neytendur. Stjórn Bifreiðastjórafélagsins Frama er ávallt reiðubúin til að ræða þessi mál við fulltrúa Neytendasamtak- anna, enda er það grundvallar- sjónarmið meginþorra leigubif- reiðastjóra í Reykjavík að veita neytendum sem besta þjónustu. Það er beggja hagur. Reykjavík, 22. mars 1985. Guðmundur Valdimarsson er form- aður Bifreiðastjórafélagsins Frama.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.