Morgunblaðið - 27.03.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.03.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1985 25 Viðskipti Hitaveitu Suður- nesja við íslandslax hf. — eftir Ingólf Aðalsteinsson í blaðaviðtölum og annarri um- fjöllun fjölmiðla undanfarna daga hefir nokkuð á það skort að fram kæmi fullnægjandi upplýsingar um viðskipti HS og íslandslax hf. í einhvenu blaðaviðtali telur Þorsteinn Olafsson, stjórnarfor- maður íslandslax hf., að tilboð HS um sölu á heitu vatni til eldis- stöðvar tslandslax hf. sé ekki sam- keppnishæft við raforku. Við þessa staðhæfingu er það eitt að athuga, að ekki er tekið fram við hvaða verð er miðað. Sá hitunartaxti rafmagns, sem hús- eigendur á Suðurnesjum greiða í dag, bendir ekki til þess að þessi staðhæfing sé rétt. Þess er enn- fremur getið að vatnsverð sé nær helmingi hærra en í Reykjavík, (það er 53% hærra). Tilboð HS byggist á því að Is- landslax hf. fengi tonnið keypt á kr. 26,00 meðan almenn gjaldskrá er kr. 38,00. Þessi afsláttur er tal- inn mögulegur með því að íslands- lax hf. greiddi 15,5 millj. í tengi- gjald vegna heimtaugar, sem er 6,55 km að lengd, en það er um % af áætluðum kostnaði hennar. 1 þeim reikningi er við það miðað að heimtaugin jafngilti því dreifi- kerfi, sem stendur að baki við- skiptum annarra notenda. ís- landslax hf. er, sem sagt að greiða vatnið fyrirfram að hluta, þ.e. þeir greiða álíka mikið og aðrir not- endur á svæðinu, þegar upp er staðið. Heyrst hafa þau sjónarmið að verðskrá til atvinnuuppbyggingar eigi að vera verulega lægri en al- menn gjaldskrá, en það þýðir að sjálfsögðu að hækka verður gjaldskrána til annarra notenda, en slík ákvörðun hefir ekki verið tekin hjá HS. Það er hinsvegar alveg út í hött að bera vatnsverð HS saman við vatnsverð í Reykjavík eða nokk- Ingólfur Aðalsteinsson „Framvinda og niður- staða þessara mála ásamt þeirri staðreynd að ferskvatn og varma- orka er takmörkum háð, sýnir í hnotskurn að ekki verður við það un- að að útdeiling þessara verðmæta verði í hönd- um óskyldra hagsmuna- aðila.“ urrar annarrar hitaveitu í land- inu. HS þarf að standa við sínar skuldbindingar vegna eigin fjár- festinga og ekki gefast aðrir möguleikar til tekjuöflunar en sala á framleiðsluvöru fyrirtækis- ins. Það er ekki rétt hjá Þorsteini að slitnað hafi upp úr viðræðum við HS. Samningar við HS hafa staðið yfir allt frá 31. október 1984 til 5. febrúar 1985, en á þeim fundi töldu fulltrúar íslandslax hf. að aðilar hefðu náð saman og ekki væri annað eftir en ljúka samn- ingsgerð með undirskriftum aðila. Síðan er allt hljótt með framhald- ið, að öðru en því, að fulltrúar ís- landslax hf. leggja allan tímann á það áherslu, að framkvæmdir við hitalögn hefjist hið allra fyrsta og verði við það miðað að hitalögn- inni til eldisstöðvarinnar sé lokið 1. maí 1985. Pulltrúar HS töldu litlar líkur á því, að hægt væri að ganga frá lögn á svo skömmum tíma, enda var pípuefnið ekki til í landinu og starfsmenn HS töldu ekki varlegt að panta það fyrr en samningur væri undirskrifaður. Leið nú febrúar og ekki var gengið frá samningi. Það er fyrst 4. mars að tilkynnt er af fulltrúa íslandslax hf. að samningur við HS „skuli settur í salt“. Ekki komu þá fram neinar athuga- semdir um kostnaðarverð á vatni eða tengingu. Næstu fréttir, sem HS berast af málum íslandslax hf. er 7. mars, en þá fréttist úr dóms- og kirkju- málaráðuneyti að verið sé að ganga frá samningi við íslandslax hf. um leiguréttindi í landi Staðar ásamt réttindum til nýtingar á heitu og köldu vatni. Ekki verður því trúað, að samn- ingar milli Islandslax hf. og Kirkjumálaráðuneytis hafi hafist í byrjun febrúar, trúlegra er að samningagerð við HS hafi aðeins verið höfð að yfirvarpi, til þess að grunsemdir skyldu ekki vakna um að íslandslax hf. væri að laumast inn um kjallaragluggann hjá hita- veitunni. Þorsteinn Ólafsson lætur þess getið í einhverju blaðaviðtali að samningur Islandslax hf., um hita- og vatnsréttindi í Staðar- landi sýni að stjórnvöld leggi sig fram um að greiða fyrir atvinnu- uppbyggingu á Suðurnesjum. Ekki skal það dregið í efa, að stjórnvöld vilji styðja atvinnuuppbyggingu á því svæði, en sé þessi aðgerð stefnumarkandi fyrir aðgerðir stjórnar til atvinnuuppbyggingar, þá er það eigi að síður ljóst að fimm til sex laxeldisstöðvar, sem nú eru búnar að tryggja sér land á Reykjanesi, hljóta að fá sömu fyrirgreiðslu og Islandslax hf. Jafnframt hlýtur sú spurning að vakna hvort ríkissjóður sé til- búinn að greiða niður orkuverð þeirra fyrirtækja á Suðurnesjum, sem nú þegar kaupa orku sína af Hitaveitu Suðurnesja. Það skal hinsvegar staðhæft hér að enginn Suðurnesjamaður trúir því að allir ráðherrar ríkigstjórn- arinnar stefni að því að gefa lax- eldisstöðvum tiltæka varmaorku og ferskvatnsforðann á Reykja- nesi, sem óhjákvæmilega myndi leiða til þess að Suðurnesjamenn mættu aftur taka upp olíukynd- ingu. Framvinda og niðurstaða þess- ara mála ásamt þeirri staðreynd að ferskvatn og varmaorka er takmörkum háð, sýnir í hnotskurn að ekki verður við það unað að útdeiling þessara verðmæta verði í höndum óskyldra hagsmunaað- ila. Ingólfur Aðalsteiasson er fram- kræmdastjóri Hitareitu Suður- nesja. AFMÆUSVERÐ © IDAG Pöntunarfélög eru hrein móðgun við kaupmenn — segir Gunnar Hjaltason frá Reyðarfirði KAUPMENN lýstu mikilli óánægju með rekstur pontunar- og innkaupafé- laga fyrirtækja og opinberra stofnana á aðalfundi Kaupmannasamtakanna sl. fimmtudag. Einn fundamanna lýsti þessu sem „hreina móðgun“ við kaupmenn og nefndi sem dæmi, að starfsmannafélag Sjúkrahússins á Eg- ilsstöðum hefði keypt meira af ávöxtum fyrir jól en Verzlunarfélag Austur- lands. Þá lýstu þeir áhyggjum sínum af aukinni sölu heildsala og framleið- enda beint til notenda. Magnús E. Finnsson fram- kvæmdastjóri gerði pöntunarfé- lögin fyrst að umræðuefni í fyrir- spurnartíma viðskiptaráðherra og spurði hvort ekki væri tímabært að fella brott ákvæði laga um pöntunarfélög. Sagði hann sem dæmi, að á Laugaveginum væri rekin verzlun Landsbanka íslands sem seldi vörur til starfsmanna sinna á kostnaðarverði. Þar að auki greiddi bankinn allan kostn- að af húsnæði, rafmagn og laun starfsfólks. Gunnar Hjaltason frá Reyðar- firði sagði félög þessi hreina móðgun við kaupmenn og nefndi dæmið um starfsmannafélag Sjúkrahússins á Egilsstöðum. Hann sagði þetta mun meira mál fyrir kaupmenn úti á landsbyggð- inni og tiltók að RARIK á Egils- stöðum væri að koma upp slíkri verzlun fyrir starfsmenn sína. Þar sem starfsmenn fyrirtækis væru 10—12 á stað þar sem allir þekktu ísfugl Va pönnukjúklingur ..... kr. 70 Pönnuborgari ............ kr. 55 Pönnusamloka ............ kr. 40 Pönnufiskur ............. kr. 30 Franskar kartöflur ...... kr. 20 Salat ................... kr. 15 Sósur ................... kr. 15 Gos meö mat ............ kr. 0 ís (eftir mat) ......... kr. 0 J ÍSIAURAM S alla, tækju slíkar verzlanir um- talsverðan hlut af viðskiptunum. Hann tiltók ennfremur, að vegna samninga sjómanna, bæri útvegs- mönnum að útvega hlífðarfatnað til þeirra á heildsöluverði, þar af leiðandi væri slíkan fatnað ekki lengur að finna í sinni verzlun. Þá gerði hann einnig að umræðuefni beina sölu heildsala og framleið- enda og tiltók, að hver sem væri gæti gengið inn í Smjörlíki hf. og keypt framleiðsluvörur þar á heildsöluverði. I svörum ráðherra, Matthísar Á. Mathiesen, kom m.a. fram, að slík pöntunarfélög hefðu af og til verið rekin, en yfirleitt lognast út af sjálfkrafa, eins og hann orðaði það. Hann sagði síðan: „Ég tel heilbrigðast að hafa frelsið sem mest og tel að það skili sér bezt til allra aðila. Ég mun skoða þetta mál sérstaklega í tengslum við endurskoðun á lögum sem þetta varða.“ Hraórétta veitingastaður Á HORþll TRYGGVAGÖTU OG POSTHUSSTRÆTIS SÍMI16480 SMÁSALA IONBUO 2 - GARÐABÆ - SÍMI 46033 ísfugl Fuglasláturhúsiö aö Varmá Reykjavegi 36 Mostellssve*t Simar 91-66103 og 66766
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.