Morgunblaðið - 27.03.1985, Page 17

Morgunblaðið - 27.03.1985, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 27. MARZ 1985 17 í hefndarhug, eða mann- réttindi fótum troðin? — eftir Ingólf Guðbrandsson Hr. riLstjóri. Vegna þess að Helgarpóstur- inn hefur enn einu sinni reynt að ráðast með rógi og niði að Ferðaskrifstofunni Utsýn og forstjóra hennar, finn ég mig knúinn til að biðja blað yðar að birta eftirfarandi um uppsögn Ingibjargar Guðmundsdóttur, eins af forsvarsmönnum „Flokks Mannsins", sem hefur nú hætt störfum hjá Útsýn. Ferðaskrifstofan Útsýn hef- ur nú starfað í 30 ár og átt því láni að fagna að hafa hæfu og vönduðu starfsfólki á að skipa. Það er ekki ofmælt, að eftirsótt hafi verið að vinna í nafni fyrirtækisins og jafnan margir um hvert starf sem losnaði eða þegar aukning varð vegna vax- andi viðskipta. Þeir nálgast þúsundið sem unnið hafa hjá fyrirtækinu einhverntíma á þessum 30 árum, sumir í 10—20 ár. í svo stórum hópi er eðlilegt að einhverntíma komi upp skoðanamunur og jafnvel að starfsmenn sæti ákúrum fyrir eitthvað sem aflaga fer. Það heyrir þó til algerra und- antekninga. Hafi vinnumáti starfsfólks ekki hentað fyrir- tækinu, hefur viðkomandi ver- ið sagt upp með löglegu móti, enda er sá lýðræðislegi réttur gagnkvæmur. Það er öllum kunnugt, sem vilja vita, að starfsfólk Útsýnar hefur ekki verð valið eftir pólitískum skoðunum, enda hefur fólk úr öllum flokkum unnið fyrir Út- sýn og gerir enn, meðan það reynir ekki að misnota vinnu- aðstöðu sína og vinnutíma til að þröngva skoðunum sínum upp á aðra. Vinnuumsókn Ingibjargar Guðmundsdóttur hafði legið hér lengi óafgeidd ásamt um- sóknum margra hæfra karla og kvenna, þegar ég á miðju sl. sumri lét undan þrýstingi kunningja hennar um tíma- bundið starf. Hún hafði ekki unnið fulla 6 mánuði hjá Út- sýn, þegar ég tilkynnti henni uppsögn hinn 17. desember sl. Mánaðar uppsagnarfrestur var þó löglegur. Uppsögnin var itrekuð skriflega, samkvæmt ósk hennar, mánuði síðar. Lýsti hún við það tækifæri yf- ir, að hún skyldi koma fram hefndum á mér og fyrirtæki mínu. Þrátt fyrir það, að hún hafi siðan rógborið fyrirtækið í leit sinni að nýju starfi, hélt hún áfram óáreitt að vinna í Útsýn, þar til samstarfsfólk hennar vísaði henni á dyr án minna afskipta daginn eftir að Helgarpósturinn birti umrætt viðtal við hana. Vegna þess að ég er ekki hefnigjarn maður, mun ég að svo komnu máli ekki sækja Ingibjörgu til saka fyrir hinar grófu aðdróttanir, persónunið og atvinnuróg, eins og orð hennar í Helgarpóstinum gefa tilefni til, en mælirinn er meira en fuUur. Starfsfólk mitt er þess vel umkomið að svara fyrir sig sjálft, ef það telur ástæðu til. Mér er kunnugt, að þetta er ekki fyrsta starfið, sem Ingibjörgu Guðmunds- dóttur er sagt upp. Ég kannast við hana frá fornu fari og hélt að þar færi vönduð hugsjóna- manneskja, þar til ég kynntist afstöðu hennar til Orgelsjóðs Hallgrímskirkju, sem hún vann fyrir hálfan daginn í 14 daga í desember sl. Þá kynntist ég viðhorfum hennar til krist- innar trúar og menningar og Ingólfur Guðbrandsson tel ekki ástæðu til að rekja það frekar hér. Orgelsjóðurinn Nú er 300 ára afmælis tón- meistarans Johanns Sebasti- ans Bachs minnzt um allan hinn menntaða heim með sér- stakri virðingu og hátíðahöld- um, einnig hér á landi, og hef ég átt nokkurn þátt í því. Svo er ástatt, að ekkert orgel er til í landinu, né heldur kirkju, sem kemur hinum stórfenglegu orgelverkum hans til skila, þótt við eigum afbragðsorgan- ista. Það er ósk mín, að lands- menn sameinist um að koma upp orgelinu og láti skoðanir Ingibjargar Guðmundsdóttur og andstöðu hennar við það mikla menningarmálefni sig engu skipta. Almenningur hef- ur nokkra dómgreind til að greina rétt frá röngu og láta hatursfull skrif engin áhrif hafa á skoðanir sínar né af- stöðu. Ég óska Ingibjörgu alls góðs í framtíðinni. Vonandi finnur hún starf við sitt hæfi, en þeim hugsjónum, sem hún telur sig berjast fyrir, er enginn greiði gerður með því að reyna að slæma níðhöggi á þá, sem reyna í verki að koma fram til góðs og vinna að framförum f þjóðfélaginu. Að lokum skal þess getið, að hvorki Sigfinnur Sigurðsson né aðrir þurfa að ganga úr Sjálfstæðisflokknum vegna þess að ég sé þar fyrir neinum. Ég er óflokksbundinn maður og hef alltaf verið, en aðhyllist frjálsa stefnu til sem mestra framfara og hagsældar fyrir alla þegna þjóðfélagsins. Forðizt hefndarhug og reyn- ið að byggja upp í stað þess að rífa niður. Látið verkin tala en varið ykkur á hinum fölsku ásýndum lýðræðisins, sem hrópa „vei“ og „svei“ til að vekja athygli á sjálfum sér, en hafa ekkert jákvætt til mál- anna að leggja þegar á reynir. Keykjavík, 25. marz 1985. Ingólfur Guóbrandsaon er forstjóri Ferdaskrifstofuuuar Útsýnar. Tilvalin fermingargjöf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.