Morgunblaðið - 27.03.1985, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 27.03.1985, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1985 -r „\lir\ur m'inn, þe.ss\ ein-p£xlo/i sjirbútur Ó efkir ub gerbylia. ■fcdrxi^r\abir)umí Hvert á ég að taka stefnuna á næstu krá? HÖGNI HREKKVÍSI . þú l/Aissr VAUOK. AE> íÍ£TA HKlEPPT HENNJl " Aukum íslenska framleiðslu Um daginn sagði vinur minn og vinnufélagi við mig; „Þetta er nú meiri andskotinn." Hvað er nú að, spurði ég. „Þetta er ljótt maður," sagði sá gamli. „Sjáðu til,“ hélt hann áfram. „Það er sama hvað maður vinnu lengi og mikið, og lætur lítið eftir sér, maður er allt- af i mínus, þegar maður er búinn að fá útborgað, já, í minus, þetta er nú meiri andskotinn. Óli, sko, sjáðu til — er nokkuð stand á því að puða í þessari fiskvinnu og ná aldrei upp nokkrum tekjum vegna einhverra starfshópa, sem alltaf eru að stoppa okkur af? Sko, svo er kaupið svo ömurlegt, að maður nær aldrei saman endum í þessu helvíti, sama hvað reynt er. Svo eru það bankar og stofnanir, sem hóta dráttarvöxtum, lokunum og fjárnámi, og standa við það, eins og viða má sjá. Eins og heiðarlegir menn vilji ekki standa í skilum?" Ég varð að viðurkenna, að þessi heimspeki vinar mins féll í góðan jarðveg. Ég vissi að þetta var stað- reynd. Hann var ekki einn um þessa skoðun, efnahagsmálin eru tóm tjara hjá okkur íslendingm. Verst er að ekki skuli allir hafa sömu kjör og laun, bara til þess að finna, hvað það er að ná ekki end- um saman. En það má margt um launamál- in skrifa, og um þær aðferðir og brögð sem beitt er. Meðulin eru sko ekki spöruð, kennarar hafa hætt störfum, með þeim afleiðing- um sem öllum er kunnugt um, sem ungmenni eiga. Læknadeila er i uppsiglingu, og fleiri og fleiri koma á eftir. Hvað varðar þá, okkur um verkafólkið, hornsteina okkar þjóðlega skipu- lags? Hvað varðar okkur um lög og reglur, sem brotnar eru þvers og kruss af mönnum, sem heimta betri kjör og meiri peninga, já, hvað varðar okkur um dyggð og trúmennsku? Hvað varðar okkur um trúrækni og þjóðina þegar þeir, sem mest launin hafa, og mest hafa lært og styrkja notið, t.d. læknar og kennarar og aðrir langskólamenn telja það sæmandi, nauðsynlegt og sjálfsagt, að knýja fram meiri og meiri laun og kjör, með því að þjappa sér saman í þrýstihópa og beita bðrn, unglinga og sjúkt fólk brögðum og deilum, til að ná sínum markmiðum. Og hrifsa miklu meira af þjóðarkök- unni en þeim í raun ber. Þrýstihópar er ljótasta pólitik, sem rekin er á íslandi í dag, for- kastanleg í litlu lýðræðisríki, sem vinnur að rótum þess, áhrifarík aðferð til að skapa glundroða, lít- ilmannleg, og með öllu siðlaus. Ef til vill er þrýstihópur lína frá Al- þýðubandalaginu, eða frá ein- hverjum öðrum hvítflibba-öfga- hópi. Sama hvaðan fordæmið kemur, þetta á ekki að líðast hér á landi. Hvar eru nú vor-menn ís- lands með rétta hugsun og réttar ákvarðanir? Er ekki komið nóg af óróa-öfgum, á að stefna öllu í glöt- un skulda og eyðslu? Þurfa ekki allir sem einn að taka sér tak? — Auðvitað varðar okkur um þjóð- ina, heimilin, börnin og frelsið, og alla manndáð, auðvitað verður að lagfæra kaupmátt fólksins í land- inu, ekki aðeins þeirra lærðu, heldur miklu frekar þeirra sem starfa hljóðir, við undirstöðuat- vinnugreinarnar, og sem fá sífellt minna og minna af þjóðarkökunni. Það þarf að byggja upp fleiri at- vinnugreinar, sem gefa af sér gjaldeyri, og það þarf að stjórna landinu. Að eyða peningum á báðar hendur, eins og nú á sér stað, gera ekki þjóðir sem státa sig af menntun, ráðamönnum og emb- ættismönnum. Það er frekar heimskulegt að heimta 30—40% hærra kaup í hagvexti upp á Vi %, það gera ekki siðaðir menntamenn hjá öðrum þjóðum. Enda eiga þeir að vita manna best á hverju þjóð- in lifir. Nei, við þurfum að spara þorsk, já, spara þann gula. Það er hægt með því að vera sjálfum okkur nógir, borða íslenskan mat og landbúnaðarvörur og stilla verði þeirra í hóf, framleiða fatnað, hús og húsgögn hér heima, og skapa með því störf fyrir fleiri vinnufús- ar hendur. Þá mun innflutningur á erlendu drasli minnka, sem þýð- ir betri peningastöðu fyrir ís- lensku þjóðina. Að lokum: Það er enginn verðugur fimmfaldra upp í tífaldra verkamannalauna nema ef vera skyldi Davíð nokkur Oddsson, sem ber höfuð og herðar yfir öll íslensk mikilmenni. Ó.T.E. Akranesi. Spuminga- keppnin verði sýnd Tvær að norðan hringdu: Er hægt að sýna í sjónvarpinu spurningakeppnina sem sýnd var í BBC fyrir stuttu milli Duran Dur- an og Spandau Ballet? Öðruvísi Cocoa-puffs Stelpa hringdi: Hvað er eiginlega orðið af gamla, góða Cocoa-puffinu? Nú fæst það með allt öðru bragði og sykurhúðin sem var svo góð er ekki lengur á því. Ég hef farið búð úr búð og spurst fyrir um þetta en enginn virðist vita neitt. Vonandi getur einhver svarað mér. Góður þáttur hjá Hermanni Jóhann Þórólfsson hringdi: Ég vil þakka Hermanni Ragnari Stefánssyni fyrir þátt hans í út- varpinu, hann er það besta sem Ríkisútvarpið hefur uppá að bjóða. Greinilegt er að Hermann kann að meta íslenskt efni því hann flytur alltaf íslenskt. Takk fyrir það. Kinn af starfsmönnum Esso við störf. Afbragðsgóð þjónusta Lára skrifar: Ég ek mikið og kem því skiljan- lega oft við á bensínstöðvum bæj- arins. Fyrir stuttu tók ég bensín hjá Esso við Nesti í Fossvogi. Eitthvert ólag var á þurrkunum og vissi ég ekki hvað væri til ráða. Kom þá aðvífandi afar almenni- legur starfsmaður Esso, lét mig hafa bensín og kippti þurrkunum í lag, þó hann hefði í mörgu öðru að snúast. Mig langaði svo til að geta þessa því venjulega eru menn svo upp- teknir af öllum sköpuðum hlutum og allir að flýta sér. Það var því óvænt ánægja að fá aðstoð frá þessum elskulega manni hjá Esso. Takk fyrir það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.