Morgunblaðið - 27.03.1985, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 27.03.1985, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1985 59 SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11-12 FRÁ MÁNUDEGI Ttt. FÖSTUDAGS ujt* -u ii Ólafur segir að Draugasaga hafi ekki hafið sig til flugs vegna þess hve texti Odds Björnssonar var magnaður heldur vegna hinna kvikmyndalegu töfra Viðars Víkingssonar. Svar til Helgu Ágústsdóttur Kæri Velvakandi: Síðastliðinn fimmtudag birtist í dálki þínum athuga- semd frá Helgu Ágústsdóttur Hagamel 24 í Reykjavík, er varðaði grein mína um Drauga- sögu Viðars Víkingssonar er bar fyrir á skjánum sunnudag- inn 17. mars. Ég fagna þessari athugasemd, því fátt er baga- legra fyrir gagnrýnanda en tómlæti og afskiptaleysi hins almenna lesanda. Grein Helgu er líka rituð af skynsemi og laus við rætni og illgirni. Bendir Helga réttilega á, að ég vék í dómi mínum um fyrr- greinda draugasögu lítt að Oddi Björnssyni leikskáldi er átti hér vissulega hlut að handriti. Þó gleymi ég Oddi Björnssyni ekki alveg, en legg höfuðáherslu á tæknilega úr- vinnslu þeirrar hugmyndar er liggur að baki textans. Því er það Viðar Víkingsson kvik- myndaleikstjóri og hans hjálp- arkokkar er standa í sviðsljós- inu að þessu sinni. Viðar Vík- ingsson er hér sagnameistar- inn og það eru töframeðöl kvikmyndarinnar er vekja upp drauginn fremur en áhrifarík- ur textinn. Eða eins og ég segi í dómin- um: Það var sum sé fyrst og fremst hin tæknilega hlið er var í svo öruggum höndum, að sagnameistaranum Viðari Víkingssyni tókst að magna upp draugaganginn. Eg rek ennfremur í inngangi greinar minnar, hversu upp- numinn ég varð eitt sinn í skíðaferðalagi, af draugasögu er þar var flutt af sagnameist- ara: Ekki man ég orð af því er þessi ágæti sagnaþulur töfraði fram í næturkyrrð svefnskál- ans, en eins og ég sagði þá sitja enn í huga mér hinir svarbláu skuggar er flugu af orðum hans, uns hrikti og brakaði í hverri taug hinna ungu skíða- manna. Þessi maður kunni að segja draugasögu. Ég vík enn fremur í dðminum að mis- heppnaðri tilraun erlends kvikmyndaleikstjóra, að setja á filmu margsagða og býsna óhugnanlega draugasögu. Ég var sum sé í dómi mínum að reyna með beinum og óbein- um hætti að benda lesandan- um á þá staðreynd að „Draugasaga" Viðars Vík- ingssonar hóf sig til flugs, ekki vegna þess hve texti Odds Björnssonar var magnaður heldur vegna hinna kvik- myndalegu töfra. Og nú vil ég koma þér á óvart, Helga Ágústsdóttir, þú segir undir lok greinar þinnar: Það hefur löngum verið farsæl aðferð að drepa niður sköpun- argleði að hundsa menn, þ.e. virða þá ekki viðlits. Hér áttu náttúrlega við að ég minntist lítt á Odd Björnsson í grein minni. Kannski gerði ég það einmitt af tillitssemi við þann ágæta leikritahöfund. Ég var hrifinn af kvikmyndinni Draugasögu þrátt fyrir að handrit Odds Björnssonar heillaði mig ekki sérstaklega. Hinar kvikmyndalegu eigindir verks Viðars Víkingssonar gerðu það að verkum að frem- ur ófrumlegur texti Odds Björnssonar skipti engu höfuð- máli. Það sem skipti höfuðmáli var, að hér tókst mönnum að segja draugasögu og þar með varð meira úr texta Odds Björnssonar en efni stóðu til. Það er leitt til þess að vita, Helga Ágústsdóttir, að óvart hefir þú með þinni ágætu grein dregið Odd Björnsson fram í sviðsljósið, þegar hann mátti vel við una að standa í skugga Viðars Víkingssonar og félaga. Eins og við öll vitum hrífa oss stundum leikverk og kvikmyndaverk, án þess að oss sé að fullu ljós ástæðan. Oftast er hér um ljúft samspil fjöl- margra þátta að ræða, en stundum heppnast einn hluti verksins með slíkum ágætum, að hann ljær öllu verkinu töfraljóma. Auðvitað getur hitt eins gerst að eitt tannhjól í gangverkinu brotni, með þeim afleiðingum að verkið hefst ekki til flugs. Hlutverk gagnrýnandans er ekki bara að skoða kerfisbundið alla helstu þætti leiksýningar og kvik- myndar. Finnist honum ástæða til getur hann jafnvel sleppt umfjöllun um ákveðna þætti verksins, sem hann telur ekki hafa gildi fyrir heildar- gerð þess og lífslíkur. ólafur heitinn Jónsson minntist eitt sinn á þetta atriði á fundi hjá Félagi íslenskra gagnrýnenda. Taldi ólafur að þvi sjóaðri sem hann varð í skrifum um leik- list því frjálsari hafi hann orð- ið gagnvart verkinu. Þannig sagðist hann við upphaf ferils síns hafa kembt vélrænt hverja þá sýningu er fyrir augu bar, en með árunum hefði honum lærst sú list, að rýna einkum þá þætti sýn- ingar, er réðu mestu um lífs- líkur hennar. Auðvitað er þetta viðhorf okkar nafnanna umdeilanlegt, sérstaklega í þvi litla landi er vér byggjum, þar sem allir þekkja alla og ýmsir verða sár- ir, gleymist þessi og hinn. En við miðum okkur gjarnan við milljóna þjóðirnar og þar er svo sannarlega ekki alltaf unn- ið samkvæmt þeirri forskrift að enginn megi verða útundan. Ég held raunar að listdómur er byggist fyrst og fremst á upp- talningu, verði næsta mark- laust plagg. Hitt er næsta mik- ilvægt að þeir er rita slíka dóma líti ekki fram hjá kjarna hvers listaverks. Hvort sá sem nær til þess kjarna í listinni nefnist Viðar Víkingsson eða Oddur Björnsson skiptir aftur á móti ekki höfuðmáli. Oddur Björnsson hefir oft á tíðum snert á kviku listarinnar í verki sínu og kannski átti hann óbeinan þátt í því að gull- eplið hafnaði að þessu sinni í munni Viðars Víkingssonar. Um slíkt get ég hins vegar ekki dæmt. Kær kveðja. Ólafur M. Jóhannesson Herrafrakkarnir komnir aftur Hinir margeftirspuröu dönsku herrafrakkar komnir, m.a. yfir- stæröir. Marqir litir. Verö aöeins frá kr. 3röir. Margir liti 3.250,-. GETSIPJJ TÖL VUtiÁMSKEIÐ MULTIPLAM Markmið námskeiðsins er að gefa stjórnendum og öðrum sem starfa við áætlanagerð ogflókna útreikninga innsýn í hvernig nota má tölvur á þessu sviði, með sérstöku tilliti til þeirra möguleika sem Multiplan býður. EFHI; • Uppbygging töflureikna • Valmyndir kerfisins • Skipanir útskýrðar • Uppbygging líkana Hámskeiðið er að langmestu leyti í formi verklegra æfinga og miðast við að þátttakendur geti staðið á eigin fótum við vinnu í Multiplan að námskeiði loknu. TÍMI: 1.-3. apríl M. 9.00-13.00 LEIÐBEIHAtlDI: Valgeir Hallvarðsson, deildarstjóri hjá Eimskip ATH! Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, Starfsmenntun- arsjóður starfsmannafélags ríkisstofnana og Verslunar- mannafélag Reykjavikur styrkja félagsmenn sína til þátttöku á námskeiðinu. TIMABÆR vSTJÓkNUNARFÉLAG SvíSlANDS §M23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.