Morgunblaðið - 27.03.1985, Síða 21

Morgunblaðið - 27.03.1985, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1985 21 Orgelverk eftir Bach Tónlist Jón Ásgeirsson Aðrir tónleikar íslenskra orgel- leikara á verkum meistara Bachs voru haldnir í Kristskirkju sl. mánudag. Sex orgelleikarar komu fram og hófust tónleikarnir á því að Jónas Þórir Jónasson lék Pre- lúdíu og fúgu í c-moll. Jónas lék verkið þokkalega en fremur hægt. Upphafið á prelúdíunni gefur henni svip af fantasíu og fúgan endar á eins konar C!oda, þar sem virtúósískur leikur á einkar vel við. Daníel Jónasson lék fjóra sálmforleiki. Sálmforleikirnir eru merkilegar tónsmíðar og þrátt fyrir einfaldleika er þar fitjað upp á ýmsu er Bach einn hafði tök á að gera með listilegum hætti. I síð- asta sálmforleiknum, Hilf Gott, leikur Bach með sálminn í „undir- fimmundar-keðju" og á móti flétt- ar hann tvær aukaraddir með listilegum hætti. Daníel Jónasson lék þessi yndislegu verk af gætni og virðingu fyrir meistaranum. Helgi Bragason, ungur og efni- legur orgelleikari, lék Fantasíu í c-moll mjög skýrlega. Smári Óla- son lék verk sem á efnisskránni er sagt úr 9. hefti Peters-útgáfunnar og ber nafnið Kleines harmonisch- es Labyrinth. Þetta „litla völund- arhús hljómanna" er í textabókum talið vafasamt að sé úr smiðju Bachs, það sé svo ólíkt öllu er meistarinn gerði. Seinni tíma samanburður á verkum eftir minna þekkt tónskáld frá tímum Bach, bendir til þess að umrætt verk sé eftir Johann David Hein- ichen (1683— 1729) en auk marg- víslegra tónsmíða liggja eftir hann ritverk um tónlist og meðal annars merk ritgerð um notkun „General-bassa“ (tölumerktur bassi) í tónsmíðum. I Groves- orðabókinni er því bætt við að sennilega sé um fölsun að ræða. Smári lék þetta „dísæta” verk eft- ir Heinichen mjög fallega. Friðrik Stefánsson, sem undirritaður kann engin deili á, lék Pedalexer- citum, en þessar „pedalæfingar" eru taldar eftir Bach og vera leiknar af „fótum fram“ og skráð- ar síðar af C.A. Thieme. Sem tón- verk er þetta óttalegur samtíning- ur. Friðrik lék einnig Prelúdíu og fúgu í d-moll. Fúgan í þessari orgelútgáfu er sama tónsmíðin og í fyrstu einleikssónötunni, en þar í g-moll. Fúgustefið, eins stutt og það er, er eitt af þeim minnisstæð- ustu í fúgusmiðju meistarans. Friðrik lék fúguna nokkuð vel og sömuleiðis prelúdía, sem þó er mun auðveldari og minni i gerð en fúgan. Síðasta verkið á efnis- skránni var Prelúdía og fúga í h-moll og lék Máni Sigurjónsson þetta glæsilega verk. Það var mik- il reisn yfir leik Mána og fúgunni skemmtilega skipt i kafla með reg- istreringu. Nokkuð skyggöi það á að einstaka raddir voru ekki vel stilltar. Þess má geta til gamans, að stefið í fúgunni er mjög líkt íslenska þjóðlaginu Undir bláum sólarsali, en auðvitað í moll. Máni hefur ekki komið fram opinber- lega í nokkur ár en hann var feiknagóður orgelleikari og er það enn. Séu menn í vafa um hvort orgeltónlist meistara Bachs eigi erindi til fólks í dag er víst að tónleikagestir telja sig eiga erindi við sveitaorganistann, því húsfyll- ir var á tónleikum organistafé- lagsins að þessu sinni. Fyrsta frétta- bréfið komið út FYRKTA frcttabrcf sem fram- kvæmdanefnd alþjóðaárs æskunnar gefur út, í tilefni af árinu, er nú komið út. Útgáfa á fréttabréfi er liður í starfi framkvæmdanefndar og á að miðla upplýsingum og hvetja til þátttöku auk þess sem því er ætlað að samræma innlent starf. Ætlunin er að fréttabréfið komi út eftir því sem upplýsingar og fréttir berast nefndinni. Nýtt tölublað af „Mótorsport“ FYRSTA tölublað 1985 af tímaritinu „Mótorsport" er komið út og er blaðið nú eingöngu selt í lausasölu. Næsta tölublað er væntanlegt eftir tvo mánuði og eftir það á mánaðar fresti. Meðal efnis má nefna grein um Le Mans-kappaksturinn í Frakk- landi, verðlaunagetraun fyrir les- endur í blaðinu, „bíll mánaðarins" er kynntur, ökumenn skrifa sjálfir í blaðið og íslandsmeistarar 1984 eru kynntir. Loks má nefna frá- sögn af keppni, sem tímaritið setti á laggirnar á milli þeirra Ómars Ragnarssonar, Halldórs Úlfars- sonar, Birgis Þ. Bragasonar, Ás- geirs Sigurðssonar og Hermanns Gunnarssonar. Mazda62 ►II SIGURVEGARINfi's Nú annað árið í röð kusu lesendur hins virta þýska bílatímarits ,,AUTO MOTOR UND SPORT“ MAZDA 626 bíl ársins 1985 í flokki 1800 cc innfluttra bíla. MAZDA 626 sigraði með miklum yfirburðum í sínum flokki, því að allir vita að Þjóð- verjar gera afar strangar kröfur til innfluttra bíla um gæði, öryggi og góða aksturs- eiginleika. Það er bví engin furða að MAZDA er langmest seldi japanski bíllinn í Þýskalandi. Þessi verðlaun eru aðeins ein í röð fjölmargra viðurkenninga, sem MAZDA 626 hefur hlotið, því að hann hefur meðal annars verið kjörinn ,,BÍLL ÁRSINS“ í Bandaríkjunum, Japan, Ástralíu, Nýja Sjálandi og Suður-Afríku. Þú getur nú eignast þennan margfalda verðlaunabíl á sérstöku verði, eða frá kr. 426.300 — til öryrkja ca. kr. 326.300 Opið laugardaga frá kl. 10—4 MEST FYRIR PENINGANA BILABORG HF. Smiðshöföa 23 sími 812 99

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.