Morgunblaðið - 27.03.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.03.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1985 ÞJONUSTA M0NUS1A MEB Við höfum ávallt Kappkostað að veita MAZDA eig- endum sem fjölbreyttasta og besta þjónustu á verkstæði okkar. Fullkominn tækjakostur og þrautþjálfaðir starfemenn okkar gera okkur kleift að veita ábyrgð á allri verkstæðisþjónustu. Fá bílaverkstæði geta nú veitt fjölþættari þjónustu: © Almennar mótor- og gírkassaviðgerðlr © Reglubundnar skoðanir..................... © Uélastillingar ........................... © Hjólastillingar .......................... © Púströraviðgerðir ........................ © Boddíviðgerðir ........................... (7) Slípun á hemladiskum (allar tegundir bifreiða)................................... © Smurþjónusta © Ljósastillingar. 0) Asetning á sílsalistum og grjótgrindum................ ii> Upphækkanir ............. 12) Og það nýjasta hjá okkur: Framrúðuviðgerðir á öllum gerðum bifreiða, meðan beðið er. MAZDA eigendur: Látið okkur annast skoðanir og viðhald bíteins, það margborgar sig. BILABORG HF Smiðshöföa 23 sími 81225 Sé ég eftir sauöunum — eftir Reyni Bergsveinsson Á liðnu ári var tekin sú ákvörð- un að skera niður allt fé í Barð- astrandarhreppi, einnig á Pat- reksfirði og nærliggjandi bæjum, þar sem talin var hætta á smitun eða samgangi. Þessi ákvörðun var tekin vegna þess að ljóst var að riðuveiki hafði breiðst verulega út á síðustu árum og að erfitt væri að búa til fram- búðar við þann illvíga sjúkdóm. Vonast er til þess, að eftir ná- kvæma sótthreinsun og endurbæt- ur á húsum og umhverfi, takist að koma aftur upp heilbrigðum fjár- stofni. Bændur á svæðinu stóðu all- flestir að þessari erfiðu ákvörðun um niðurskurð. Hlutskipti þeirra er ekki öfundsvert, þeir mega ekki hafa sauðfé í tvö ár. Sumir misstu þar að verulegu leyti tekjur sínar og starf. Einnig missti fjölskyldan öll, konan, börnin, unglingarnir og bóndinn, stóran hóp vina sinna. Þau urðu auk heldur sjálf að handsama þá og afhenda til af- töku. í hverri sauðahjörð eru alltaf nokkrar kindur sem ávinna sér að- dáun og tryggð þeirra er umgang- ast féð og verður oft úr því gagn- kvæm vinátta sem byrjar lambs- veturinn og endist meðan báðir lifa. Þeir sem eiga góðan hund að félaga þekkja þetta, og trúlega hafa þeir og margir aðrir samúð með því fólki og fé sem á þennan hátt varð að skilja. Þegar leið á sláturtíð í haust kom fram að ekki voru alveg allir jafnfúsir að leyfa slátrun. Gunnar á Skjaldvararfossi vildi ekki slátra sínu fé, hann hefði svo gam- an að kindum. En það var trúlega ekki gagnkvæmt. Kindurnar, sem árum saman háðu sitt stríð á eigin spýtur, eftir að bóndinn var flutt- ur í burtu, og áttu allt undir því að þær kæmust án aðstoðar upp fyrir móðinn úr fjörunni áður en sjór félli að. Þær eiga nú vafalaust betri tíð á hinum sægrænu engj- um handan við móðuna miklu. Kristján á Lambeyri við Tálknafjörð vildi heldur ekki slátra. Trúlega þykir honum vænt um féð sitt, en líklega ekki allt féð, (kannski eru það svörtu sauðirn- ir). Ég minnist þess líklega alla tið með hryllingi, þegar ég sumarið 1982 fór í gönguferð út með Tálknafirði að sunnan og kom út i svonefnda Suðureyrardali. Þar á leið minni rakst ég á hvert kind- arhræið af öðru. Flest virtust þau frá fyrra ári og voru öll í þrem reyfunum. Þetta hlaut að hafa drepist á útigangi, en þó ekki úr hor því hér myndi nær alltaf vera beit. En ég fann aðra skýringu; þær hafa lagst niður og frosið fastar á ullardyngjunni. En þá kom annað, af hverju voru hræin heil, óupprifin, öll bein á sínum stað? Hér var fullt af ref sem ekki ætti að fúlsa við nýju kindakjöti um hávetur, og þá dregur hann beinin út um allt, hrafninn líka. Niðurstaðan varð sú að féð hlaut að hafa drepist að sumri til, þegar allt er fullt af eggjum og öðru æti. Á svipuðum slóðum var fullorð- ið fé, um 15—20 stk., og virtist að það hlyti sumt að vera útigengið því ærnar voru flestar í þrem reyfum. Það er kallað svo þegar á kindinni er ullin sem er að vaxa, reyfið frá í fyrra og reyfið frá ár- inu þar áður. Lömbin voru all- mörg ómörkuð og veturgömul kind var líka ómörkuð. Sú kind vakti raunar mesta athygli mína því annað slagið settist hún á rassinn og dró sig þannig áfram með framlöppunum. Ég hugsaði, er hún riðuveik. En daginn eftir kom alvaran. Glöggur maður kom með skýringuna. „Nei, hún er ekki riðuveik, mér finnst líklegast að hún sé að maðka." Þessi skýring passaði líka fyrir sumardauðu hræin. En hryllilegra getur það tæplega orðið. Orsökin er að þegar ullin er orðin svona mikil sem kindin þarf að burðast með sígur hún niður og saur og þvag sest þar í, húðin brennur undan og verður blóðrisa og flugan lætur ekki sitt eftir liggja. Hvað tíminn er langur veit enginn en vísast er að bara beinin séu eftir í lærinu þegar yfir lýkur. Mér skilst að landbúnaðarráð- herra hafi frestað niðurskurði á Lambeyri, en honum hefur illa yf- irsést að hann skyldi ekki friðlýsa blessaðar skepnurnar. Nú nýskeð urðu þær fyrir ómaklegri árás sem valdið hefur deilum og misskiln- ingi. Patrekshreppur er ekki stórt landsvæði, mörkin eru á Rakna- dalshlíð og svo út í Tálkna. 1 hreppnum er engin önnur byggð en kauptúnið. Eigi að síður er hreppsnefnd skylt að skipuleggja og gera fjallskil. Skyldi það vera að árviss útigangur á fé í Tálknan- um sé að einhverju leyti van- ræksla hreppsnefndar Patreks- hrepps? Gæti skeð að nú nýskeð Reynir Bergsveinsson „Þegar fjöldi bænda fórnar fjárstofni sínum til að reyna að koma aft- ur upp heilbrigðu fé er ekki hægt að líða það að einn eða tveir menn eyðileggi ef til vill þá möguleika.“ þegar sendir voru 4 til að smala hefðu þeir þurft að vera fleiri? Eftir ferð mína sem fyrr er lýst í Suðureyrardali fór ég á fund sveitarstjóra Patrekshrepps og spurði þá um fjallskil. Hann sagði eitthvað á þá leið að ekki kæmi til mála að íbúar Patreksfjarðar færu að kosta smölun á fé bænd- anna. Það má lengi deila um hvað sé hverjum að kenna og hvað sé rett og hvað sé rangt. En það hljóta flestir að viðurkenna að þegar fjöldi bænda fórnar fjárstofni sín- um til að reyna að koma aftur upp heilbrigðu fé er ekki hægt að líða það að einn eða tveir menn eyði- leggi ef til vill þá möguleika. Rejnir Bergsreinsson er fyrrrer- andi bóndi í Fremri Gufudal í A ustur-Barðastrandarsýslu. Gjafir í Eþíópíusöfnun Hjálparstofnun kirkjunnar greinir frá því í bréfi til Morgunblaðsins að stöðugt berist fjárframlög til stofnunar- innar vegna hjálparstarfsins í Eþíópíu. Á myndinni, sem tekin er austur á Flúðum, sést hvar lítil blómarós afhendir sóknarprestinum, sr. Sveinbirni Sveinbjörnssyni, ágóða barnaskemmtunar, sem þar var haldin, til styrktar Eþíópíu. Agóðinn nam tíu þúsund krónum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.