Morgunblaðið - 27.03.1985, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.03.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1985 il Stjórn FlugbiörjfunarKveiUrinnar f Reykjavík. Flugbjörgunarsveitin í Ruykjavik: 15 útköll á síðasta ári fólki, enda sé þjóðarheill að veði samkvæmt mati reykvískra menntamanna og að undangengn- um úrskurði seðlabankastjóra. 2. Byggja þarf bráðabirgðahús- næði handa þessu fólki, að sjálf- sögðu ódýrt, þar til það sjálft yrði fært um að koma sér upp eigin húsnæði, sem gæti að vísu tekið eitthvað mislangan tíma, er færi eftir því hversu vel því gengi að vaxa frá sinni torfkofarómantík og aðlagast útlendum lífskjörum í sendiráði heimsmenningarinnar. 2- Byggja þarf skóla, sjúkrahús, elliheimili og aðrar þjónustustofn- anir fyrir þetta fólk, að ógleymd- um atvinnutækifærum, auk þeirra, sem nú þegar skortir í þessum landshluta. 4. Afskrifa þarf með einu penna- striki nærfellt alla fjárfestingu úti á landsbyggðinni auk allrar þeirrar fjárfestingar á höfuðborg- arsvæðinu, sem tengist þjónustu og viðskiptum við landsbyggðina með einum eða öðrum hætti. Sjálfs mín vegna verð ég að hætta þessari upptalningu, og veldur sú angistartilfinning, sem fylgir því að finna ekki aðra leið til að gera svona botnlausu rugli skil, en þá, að ösla niður í sama farveg. Vinnubrögð þín og þinna sálufélaga eru nefnilega þannig að þau eru engum heilvita eða siðuð- um manni sæmandi. Það ætti auðvitað að vera sjálf- gefinn skilningur hvers íslend- ings, og hafinn yfir öll deilumál, að við erum ein þjóð í einu landi, og sú viðleitni að leggja búsetu fólks á hagsmunalegar vogarskál- ar, með einhliða tölfræðilegum röksemdum, ber ekki öðru vitni en sjálfbirgingslegum aulahætti, sem óneitanlega minnir á heimsóknir höfuðborgarunglinganna út á landsbyggðina hér á árum áður, og lítillega var lýst fyrr í þessu spjalli. En ástæðan fyrir því að ég finn mig knúinn til að setja þessar lín- ur á blað, þótt stofn umræðunnar höfði nú ekki sérlega til djúp- stæðra ályktana, eða mikillar dómgreindar, er sú, að svona inn- legg í þjóðmálaumræðu eru ekki lengur brosleg og mál að þeim linni. Maður, sem kallar sig „Skattborgara”, hefir auðsjáan- lega fundið í þér sinn spámann og gefur þér klapp á öxlina með stuttorðri undirtekt I DV nú ný- lega. Og einn af yngri og frjálslynd- ari alþingismönnum okkar, reynd- ar líka ritstjóri eins útbreiddasta blaðs á landi voru, tekur skömmu áður ályktanir þínar til stuttrar umfjöllunar í kjallaragrein. Mað- ur hefir það svona á tilfinningunni að pólitísk varkárni aftri honum frá að taka þar skýrari afstöðu en þá að telja sjónarmið þín eftir at- vikum fullrar athygli verð, og bera á þig lof fyrir dirfskuna. „Já, feiki er það breytið," sagði gamall og góður nágranni minn í sveitinni forðum, ef hann heyrði sagt frá einhverju, sem vakti undrun hans. ísland er sameign okkar allra, sem þar búum. Val á búsetu er borgaralegur réttur og einkamál hvers og eins, sem ekki ber að álykta um út frá praktískum sjón- armiðum heildarinnar, heldur líta á sem staðreynd í hverju tilfelli. Og það er í skjóli þess réttar, sem á þeim skilningi byggist, sem fólk utan af landsbyggðinni flyst til Reykjavíkur þegar það fýsir þess og/eða öfugt, því að þeim fer fjölgandi, sem vakna upp til þess skilnings, að „útlend lífskjör" segja ekki alla sögu þegar til lífs- hamingjunnar er litið, og „fagnað- arerindið" upplifa hreint ekki allir með sama hætti. Jæja, Baldur minn sæll. Þetta bréfkorn er orðið lengra en ég ætl- aði í upphafi að það yrði. Það er líka á flestan hátt ömurlegri rit- smíð en ég hefði kosið, m.a. vegna allra gæsalappanna, sem ég varð að hafa, svo ekki yrði villst á mínu orðalagi og þínu. Mér finnst reglu- lega sárt til þess að vita, að mað- ur, sem þrátt fyrir býsna langa skólamenntun, skrifar og talar jafngott mál eins og þú gerir, skuli túlka jafnbrenglaðan þjóðernis- skilning og raun ber vitni. Ég er nú hálft í hvoru að vona að þú hafir bara lent í einhverjum skrattanum, sem hafi ruglað þig svona, rétt um stundarsakir, og að þú sért kannske búinn að ná þér núna, þegar þetta bréf er skrifað. Svoleiðis getur komið fyrir alla, blessaður vertu. En sé það hins- vegar tilfellið, þá hefir þú nú samt sem áður sannfært mig um einn hlut, sem er það, að vissir þættir þráhyggju geta I tilvikum bægt allri dómgreind til hliðar og verkað eins og forheimskandi gröftur í mannssálinni. Já, feiki andskoti er það breytið, sagði gamli bóndinn vinur minn forðum, þegar honum öldungis ofbauð í einhverju efni. Þau orð hans geri ég að mínum lokaorðum í þessu bréfi og kveð. Arni Gunnarsson er ferskfískeftir- litsmadur og búsettur i Sauðir- króki. Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík var alls kölluð 15 sinnum út til leitar á síðastliðnu ári. Þar af voru sex útköll í janúarmánuði einum. Stærstu verkefnin voru leit að breskri flugvél, sem hvarf þann 21. júní og fannst á Eiríksjökli og leitað þremur ungmennum á jeppabifreið, sem hurfu á svæðinu norður af Laugarvatni í lok nóv- ember. f báðum þessum tilvikum fund- ust þeir sem leitað var að á lífi. Þessar upplýsingar komu fram á aðalfundi Flugbjörgunarsveitar- innar í Reykjavík, sem haldinn var fyrir skemmstu. Þar kom ennfremur fram að starfsemi sveitarinnar var með miklum blóma á siðasta ári. Til að mynda jukust mætingar í húsnæði sveit- arinnar til muna á síðasta ári miðað við árið á undan. Æfingar sveitarinnar urðu alls 180 en að auki fóru fram fjölmarg- ar samæfingar með öðrum björg- unarsveitum. Þá voru haldin ýmis námskeið og má þar á meðal nefna snjóflóðanámskeið og flugbjörg- unarnámskeið. Flugbjörgunarsveitinni bættist ýmiss konar nýr tækjakostur á ár- inu og er þar helst að nefna nýja fjallabifreið og Loran staðsetn- ingartæki, sem hægt er að koma fyrir á vélsleða. Á aðalfundinum var kosin stjórn sveitarinnar og skipa hana eftirtaldir menn: Formaður Ingv- ar F. Valdimarsson en aðrir I stjórn eru Brynjólfur Wium, Rún- ar Nordqvist, Sighvatur Blöndal, Guðmundur Oddgeirsson, Kristó- fer Ragnarsson og Gunnar Hjart- Þrjátíuþúsundasta Visa-kortið hefur verið gefið út og reyndist sá korthafi vera Asthildur Kjartans- dóttir aðstoðardagskrárgerðarmaður hjá Sjónvarpinu. í tilefni þessa viðburðar ákvað stjórn Visa að heiðra Ásthildi með arson. Til vara voru kosnir þeir Ágúst Guðmundsson, Skúli Skúla- son og Pétur Hermannsson. (FiéUaUlkruiaf) því að veita henni fríkort og færa henni blóm og flugfarmiða að gjöf, helgarferð til Evrópu. A myndinni má sjá Einar S. Einarsson framkvæmdastjóra Visa ísiand afhenda henni glaðn- inginn. Visæ Korthafi númer 30.000 hlaut Evrópuferð VIÐ HÖFUM stigið fyrsta skrefið Nú aukum við þjónustuna og bætum aðstöðuna, því auk þess að allar deildir okkar eru enn að Hringbraut 120 höfum við opnað afgreiðslu á grófari byggingavörum eins og timbri, steypustyrktarjámi, spónaplötum, harðviði, pípulagningarefni, hleðslugrjóti, gangstéttarhellum og fleiri vömm, á framtíðarathafnasvæði okkar við Stórhöfða í Reykjavík. Allir húsbyggjendur kannast við JL-kjörin og vita að þar sem JL-Byggingavörur em eiga þeir traustan viðsemjanda. ÍTIl BYGGINGAMÖRURl BYGGINGAVÖRUDEILD, STÓRHÖFÐA, SÍMI 671100. RENNDU VIÐ EÐA HAFÐU SAMBAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.