Morgunblaðið - 27.03.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.03.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1985 HÁÞRÝSTI- VÖKVAKERFI Sérhæfó þjónusta. Aóstoóum vió val og uppsetningu hvers konar háþrýstibúnaóar. RADIAL gtimpildælui^ = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI 24260 LAGER-SÉRRANTANIR- ÞJÓNUSTA Fenner Reimar og reimskífur Fenner Ástengi Vald Poulsen Suðurlandsbraut 10, a(mi 86499. Breytingar á stjórnsýslukerfinu — eftir Sturlu Böðvarsson Ný sveitarstjórnarlög Það sem af er þessum áratug hefur nær látlaust verið unnið við gerð frumvarps að nýjum sveitar- stjórnarlögumt Grundvöllur þeirr- ar vinnu var einkum: tillögur sem fram komu i álits- gerð svokallaðrar verkaskipta- nefndar og ályktun Landsþings sambands íslenskra sveitarfé- laga 1982 um endurskoðun sveit- arstjórnarlaganna. Um mitt síðasta ár lauk endur- skoðunarnefnd sveitarstjórnar- laga störfum og skilaði félags- málaráðherra frumvarpi að nýj- um sveitarstjórnarlögum. Frum- varpið hefur nú hlotið mikla kynn- ingu með því að það hefur verið sent öllum sveitarstjórnum. Hefur það verið gagnrýnt nokk- uð svo sem vænta mátti um svo róttækar breytingar sem frum- varpið gerir ráð fyrir. Gagnrýni hefur þó verið minni en vænta mátti og rökstuðningur heldur veikur og slagorðakenndur og á stundum tengdur stéttametnaði. Engu að síður hefur komið fram jákvæð gagnrýni sem ástæða er til að hafa hliðstjón af, einkum hvað varðar héraðssamstarf. Á síðustu rúmum tveimur ára- tugum frá því núgildandi sveitar- stjórnarlög voru sett hafa orðið stórstígar breytingar á öllu þjóð- félaginu. Meðal þess sem tekið hefur breytingum eru verkefni sveitarfélaganna. Með margskon- ar löggjöf hefur sveitarfélögunum verið falin verkefni óháð getu þeirra, stærð og styrk. Á sama tíma hafa flest sýslufélögin verið að liðast sundur með því að stærstu sveitarfélögin hafa fengið kaupstaðarréttindi. Jafnframt hefur ibúum minni sveitarfélaga farið fækkandi. Jafnhliða þessari þróun hafa Landshlutasamtök sveitarfélaga skotið rótum án þess að i lögum séu þau hluti stjórn- sýslukerfisins. Þáttur þeirra við beina stjórnsýslu hefur þróast með mismunandi áberandi hætti til þess að verða stjórnsýsluafl með óbeinum hætti. Það er þó mismunandi eftir landshlutum. Síðast en ekki sist hafa atvinnu- hættir breyst og kröfur íbúanna til sveitarfélagsins aukist. M.a. með þvi að hluti af því sem hafði verið verkefni heimilanna hefur færst til stofnanna á vegum sveit- arfélaga. Má þar m.a. nefna dag- vistarstofnanir og þjónustustofn- anir aldraðra sem hefur fjölgað mjög og stefnir í að verða stærstu útgjaldaliðir margra sveitarfé- laga. Dreifbýlið hefur mjög átt undir högg að sækja um opinbera þjón- ustu. Fjölgun atvinnutækifæra á vegum opinberra og hálfopinberra aðila hefur einkum verið á höfuð- borgarsvæðinu eða á aðalþéttbýl- iskjörnunum. Megin þyngdar- punktur opinberra framkvæmda hefur legið á höfuðborgarsvæðinu og dregið til sin fólkið. Þessi þróun hefur verið mörgum áhyggjuefni og mat margra að eina raunverulega mótvægið gegn þessari þróun sé að efla sveitarfé- lögin sem stjórnsýslueiningar til sóknar og varnar milliliðalaust. Tillögur verka- skiptanefndar Verkaskiptanefndin svonefnda sem starfaði fyrir amk. tvær ríkis- stjórnir setti fram tillögur um breytingar á stjórnsýslukerfinu. 1 tillögum verkaskiptanefndar segir m.a. um stjórnsýslukerfi sveitar- stjórnarmála: Að í landinu verði einungis tveir lögformlegir valdhafar í stjórnsýslu landsins, þ.e. ríkis- vald og sveitarfélög. Nefndin tel- ur, að tveggja þrepa stjórnsýslu- kerfi verði aðeins virkt takist að efla sveitarfélögin frá því sem nú er. — Að almenn forsenda aukinn- ar samvinnu sveitarfélaga, sem síðar leiði til sameiningar, skuli vera efling þjónustu þar sem mið er tekið af íbúafjölda svæðis, samgöngum, félagstengslum og landfræðilegum aðstæðum. Nefndin leggur ekki fram tillögu um hvaða sveitarfélög skuli auka samvinnu sín á milli t.d. um daglegan rekstur og fram- kvæmdastjórn eða sameinist. — Að réttarstaða allra sveitar- félaga verði hin sama. — Að öll sveitarfélög verði skylduð til að ráða sveitarstjóra. — Að ráðuneyti og Samband ís- lenskra sveitarfélaga hvetji sveitarstjórnir til sameiningar sveitarfélaga með kynningu á málefnum, sérfræðiaðstoð og fjárstuðningi. Náist ekki mark- tækur árangur á frjálsum grundvelli innan fárra ára kæmi til endurmats hvort lögbjóða eigi sameiningu. Heppilegt virðist að ráðuneyti sveitarstjórnarmála og Samband íslenskra sveitarfé- laga geri frumtillögur að sam- einingu sveitarfélaga." Hvað snertir sýslurnar leggur nefndin eftirfarandi til: Að líta beri á opinbera stjórnun og verkefni sýslna sem tvískipta og aðskilda þannig að hrein skil verði milli málefna ríkisins og málefna sveitar- stjórna. — Að ákveðið verði með lögum hver mörk sýslna skuli vera. — Að eftir að sveitarfélög hafa sameinast og eflst í samræmi við þau viðhorf, sem fram koma í nefndarálitinu, verði þeim falin þau verkefni, sem sýslunefndir nú hafa með lögum. — Að þrátt fyrir að sýslan hafi engin lögákveðin verkefni sveit- arfélaga með höndum, haldi sýslunefndir áfram að vera til sem samstarfsvettvangur sveit- arstjórna. — Að öll sveitarfélög verði aðil- ar að sýslunefndum og f þeim nefndum sitji oddvitar sveitar- stjórna og sveitarstjórar." Þessar tillögur verkaskipta- nefndar eru hinar merkustu og hafa lagt grunninn að umræðu um þessi mál og verið stefnumark- andi. Samþykkt landsþings Á landsþingi Sambands ís- lenskra sveitarfélaga 1982 var ályktað um endurskoðun sveitar- stjórnarlaganna, en þar flutti formaður endurskoðunarnefndar- innar, Steingrfmur Gautur Krist- jánsson, fyrirlestur um starf nefndarinnar. Að sjálfsögðu var ályktun landsþingsins stefnu- markandi fyrir endurskoðunar- nefndina, en f henni segir: „ 12. landsþing Sambands fs- lenskra sveitarfélaga Ieggur áherslu á, að endurskoðun sveit- arstjórnarlaga verði hraðað, þannig að augljósir annmarkar á núgildandi löggjöf verði lag- færðir. í því sambandi leggur þingið til, að sveitarfélögin verði gerð að öflugri stjórnsýslueiningum til að annast betur þau verkefni sem þeim er falið og til að gera þau hæfari til að sjá fbúum alls landsins fyrir nauðsynlegri þjónustu á þeim sviðum, sem eðlilegt er að sveitarfélögin ann- ist. í nýjum lögum verði sama rétt- arstaða allra sveitarfélaga við- I Sturla Böövarsson „í frumvarpi að sveit- arstjórnarlögum sem fé- lagsmálaráðherra hefur nú lagt fyrir Alþingi er mjög vikið frá þeirri stefnu að efla sveitarfé- lögin svo sem tillögur endurskoðunarnefndar gera ráð fyrir.“ urkennd og aö i landinu verði tvö stjórnsýslustig, sveitarfélögin og ríkisvaldið (leturbreyting mfn). Einnig verði í lögum gert ráð fyrir samstarfi sveitarfélaga á héraðsgrundvelli, landsgrund- velli og á landsvísu. Einnig er lögð áhersla á aukna sjálfstjórn sveitarfélaga og rýmri, sjálfstæðari tekjustofna þeirra við endurskoðun laganna. Landsþingið hvetur sveitarfélög til að auka samstarf sfn á milli og leggja með þvf grundvöll að þeirri umdæmaskipan, sem fell- ur að aðstæðum á hverjum stað.“ Gagnrýni sýslumanna Svo sem vænta mátti hafa sýslumenn riðið á vaðið með gagn- rýni á endurskoðun sveitarstjórn- arlaganna, jafnvel áður en frum- varpið kom fram. 17. og 22. nóv- ember ritar Jóhannes Árnason, sýslumaður Snæf. og Hnappadals- sýslu, grein í Morgunblaðið. Fjall- aði hann um héraðsmál, umdæm- isskipan og fjórðungsþing (ömt eða fylki). Um margt er varðar eflingu og aukið sjálfstæði héraða má taka undir í þessum greinum, en að öðru leyti ganga hugmyndir Jóhannesar þvert á þá stefnu sem uppi hefur verið meðal margra sveitarstjórnarmanna um að efla sveitarfélögin sjálf og hafna milli- stigi. 24. ágúst 1984 birtist í NT grein eftir Friðjón Guðröðarson, sýslu- mann Austur-Skaftafellssýslu. Fyrirsögn hennar var: „Stærri högg þarf til að ganga frá sýslunefndum." Sýslumaður tekur undir mest af þeirri gagnrýni sem fram hefur komið á sýslunefndir og segir m.a: „Lögboðin formennska sýslu- manns í sýslunefnd er hæpið lýðræði og þvi er ekki að neita og í raun ekkert óeðlilegt við það, að á stundum veljast menn til sýslumannstarfa sem ekkert vilja vita af héraðsmálum. Þá vantar áhuga á því sviði." Merkasti hluti greinar sýslu- manns er þó sá hluti er fjallar um Landshlutasamtökin, sem í raun hafa tekið að sér mikilvæg verk- efni, sem sýslunefndirnar hefðu átt að geta axlað, hefðu þær verið virkar. Um þau segir sýslumaður: „Ég vek á því athygli að tímabil- ið 1970—1983 hefur verið unnið að því markvisst að grafa undan sýslufélögunum og kasta rýrð á störf þeirra og gildi. Því er kom- ið inn hjá fólki að þetta séu í raun steingervingar í samfélag- inu. Án þeirra megi auðveldlega komast af í öllu tilliti. Á þessu tímabili hafa landshlutasamtök- in víðast færst í aukana, vakið athygli á sínum hugmyndum með funda- og ráðstefnuhaldi, svo og útgáfustarfsemi og áróð- urskrifum.“ Hér virðist mikið þurfa við til varnar, svo langt er seilst til um rök. Þá kemur fram í grein Frið- jóns Guðröðarsonar, að hann læt- ur að því liggja að tillögur um stækkun sveitarfélaga séu einkum komnar frá vondum mönnum í þéttbýli. Þessi aðferð er þekkt úr öðrum greinargerðum og ætlað að efla andstöðu þeirra sem byggja hin minni sveitarfélög. Vitnar slíkur málflutningur um mikla málefnafátækt. Lokaorð Svo sem fyrr er getið þá er gagnrýni á tillögur endurskoðun- arnefndar ekki mikil opnberlega. Engu að síður veit ég að margir hafa uppi efasemdir um kaflann um sameiningu sveitarfélaga og héraðasamstarf. Ég tel þó að gera megi þær breytingar á kafla frum- varpsins um sameiningu og um skiptingu landsins í samstarfs- svæði á héraðagrundvelli að sam- komulag náist ef ekki verður hlaupið eftir öllum sérsjónarmið- um. Þær mikilvægu umbætur á sveitarstjórnarlöggjöfinni sem frumvarpið gerir ráð fyrir að öðru leyti eru þau svo mikilsverðar, að allra leiða verður að leita á Al- þingi til samkomulags svo að sú meginstefna nái fram að ganga, að efla sveitarfélögin. Þannig verði aukin verkefni og völd færð út í héruðin frá miðstjórnarvaldinu. Það mun ekki síst koma litlu sveitarfélögunum að gagni í gegn- um öflugt samstarf á héraðs- grundvelli undir forustu sveitar- stjórnarmanna. Náist ekki sam- komulag blasir sú hætta við, að deilur um sameiningu sveitarfé- laga og héraðasamstarf leiði til þess að ekkert verði úr verki og frumvarpið dagi uppi. Hugmyndir um fylki og sjálf- stjórn héraða munu væntanlega einungis tefja framfarir á þessu stigi. Það verður að vera næsta skref í valddreifingu i landinu að koma þeirri skipan á, ef hún nær þá tilgangi i okkar litla landi. Staða þessa mikilvæga máls, að setja ný sveitarstjórnarlög, er nú sú, að ýmsir stjórnlyndir menn bíða þess að stefna endurskoðun- arnefndar um tvö stjórnsýslustig í landinu, riki og sveitarfélög, sigli i strand. Blasir þá sú hætta við að sett verði upp nýtt öflugt bákn millistigs, sem hefði ráð hreppanna i hendi sér, og kaupstaðina og stærri hreppana sem tekjulind. Þessi hætta er fyrir hendi, ekki sist vegna þess að ýmsir þingmenn vilja seilast til valda á sviði sveit- arstjórna. Deila og drottna á þeim vettvangi og vantreysta sveitar- stjórnum. I því frumvarpi að sveitar- stjórnarlögum sem félagsmála- ráðherra hefur nú lagt fyrir Al- þingi er mjög vikið frá þeirri stefnu að efla sveitarfélögin svo sem tillögur endurskoðunarnefnd- ar gera ráð fyrir. Sá undansláttur er ekki til hagsbóta fyrir lands- byggðina. Það mun koma í ljós. Sturla Bödrarsson er sreitarstjóri í Stykkisbólmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.