Morgunblaðið - 03.05.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.05.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FQSTUDAGUR 3. MAÍ1985 Aðalfundur Samtaka sunnlenzkra sveitarfélaga Afstaða ekki tekin til landshlutaút- varps á Suðurlandi Frá aðalfundi SASS, sem haldinn var í Vestmannaeyjum á dögunum. Morgunblaðid/Sigurgeir Fjölbreytni verði auk- in í atvinnulífinu Vestminnieyjiim, 29. aprfl. AÐALFUNDUR Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) var haldinn í Vestmannaeyjum um helgina og voru fulltrúar á fundinum um 70 talsins frá nær öllum sveitar- og hreppsfé- lögum á Suðurlandi. Helsta mál á dagskrá aðal- fundarins, auk hinna venjulegu aðalfundarstarfa, var erindi og umræða um byggðaröskun, or- sök og afleiðingar, en Suðurland hefur ekki farið varhluta af flutningi fólks á höfuðborgar- svæðið undanfarin tvö til þrjú ár. Á fundinum flutti Bjarni Einarsson, forstöðumaður byggðadeildar Framkvæmda- stofnunar, fróðlegt erindi um þetta mál og fulltrúar vinnu- veitenda og launþegafélaga fluttu erindi um stefnu sinna samtaka varðandi atvinnuupp- byggingu á landsbyggðinni. Samþykkt var ályktun um at- vinnumál kjördæmisins í kjölfar umræðna á fundinum og í at- vinnumálanefnd. í ályktuninni kemur fram það álit að vinna beri markvisst að iðnaðarupp- byggingu í kjördæminu og leita þurfi nýrra verkefna sem stuðl- að geti að aukinni fjölbreytni í atvinnulífi í kjördæminu. Fund- urinn vakti athygli á því mikla fjárstreymi sem á sér stað frá landsbyggðinni til höfuðborg- arsvæðisins og leggur áherslu á að jafnvægi verði komið á í þessum efnum. Fundurinn hvatti til að aukin verði markvisst úr- vinnsla á sjávar- og landbúnað- arafurðum í kjördæminu og lögð er áhersla á mikilvægi hefð- bundinna búgreina í landbúnaði og að hugað verði að nýjum búgreinum. Bent er á hag- kvæmni þess að nýta jarðgufu við framleiðslu og skorað er á þingmenn kjördæmisins að út- vega fjármagn sem geri mögu- legt að hefja nú þegar undirbún- ingsrannsóknir. Þá er í ályktun atvinnumálanefndar, sem sam- þykkt var á aðalfundi SASS um helgina, bent á nauðsyn þess að efla atvinnulíf í dreifbýli og hvatt til þess að sveitarfélögin kanni möguleika á samstarfi um Vetttman naeyju m, 29. aprfl. Á AÐALFUNDI Samtaka sunn- lcn.skra sveitarfélaga sem haldinn var í Vestmannaeyjum um sl. helgi kora nýja útvarpslagafrumvarpið og stofnun landshlutaútvarps nokkuð til umræöu. En á aðalfundi SASS sem hald- inn var á Hvolsvelli á sl. ári var samþykkt tillaga um að samtökin kæmu á fót landshlutaútvarpi á Suðurlandi þegar ný lög um út- varpsrekstur taka gildi. I meðför- um Alþingis hefur frumvarpið tekið nokkrum breytingum, sem fela m.a. í sér að skylda Ríkisút- varpið að setja upp landshlutaút- varp. Sveitarstjórnir á Suðurlandi hafa sýnt útvarpsmálum nokkurn áhuga, og lágu fyrir fundinum ályktanir bæjarstjórnar Vest- mannaeyja og Selfoss auk Þor- lákshafnar þar sem lýst er áhuga á að koma upp landshlutaútvarpi. Menntamálanefnd SASS tók þessi mál fyrir og náðist þar sam- staða um að fara þess á leit við Útvarpsráð að koma upp lands- hlutaútvarpi á Suðurlandi eins fljótt og kostur er. Varðandi stað- arval beindi nefndin því til Út- varpsráðs að tekið væri tillit til skilyrða til endurvarps og dreif- ingar opinberra fyrirtækja og stofnana í kjördæminu. Á fundum nefndarinnar kom fram nokkur gagnrýni á staðsetningu opinberra stofnana í kjördæminu jafnt á vegum ríkisins og SASS. Fyrir fundinn í Eyjum var reiknað með að staðsetning vænt- anlegs landshlutaútvarps kynni að valda ágreiningi, en ályktun Menntamálanefndar var sam- þykkt mótatkvæðalaust í lok aðal- fundarins. -hkj. Iðnráögjafi hættir störfum að hafa frumkvæði að stofnun nýrra fyrirtækja. í lok aðalfundarins voru kosn- ir 14 menn í fulltrúaráð SASS sem síðan mun kjósa úr sínum röðum 5 manna framkvæmda- stjórn. Fráfarandi formaður SASS er Ólafur Elísson, bæjar- stjóri í Vestmannaeyjum. -hkj. VcNlmannacvjum, 29. aprfl. AÐALFUNDUR Iðnþróunarsjóðs Suðurlands, sem er í eigu sveitarfé- laga í Suðurlandskjördæmi, var hald- inn um helgina samhliða aðalfundi SASS í Vestmannaeyjum. Iðnþróun- arsjóðurinn hefur á undanförnum ár- um lánað til ýmissa iðnaðarverkefna á Suðurlandi og veitt styrki og áhættulán í sambandi við nýjar atvinnugreinar á svæðinu. Hefur starf sjóðsins á undan- förnum árum skapað mörg ný störf í iðnaði á Suðurlandi og í Vest- mannaeyjum og nokkur fyrirtæki hafið starfsemi sem rekja má beint til verkefna á vegum sjóðsins. Má þar til nefna límtrésverksmiðjuna á Flúðum, kertaverksmiðjuna I Vestmannaeyjum og fleiri fyrir- tæki. Það kom fram á fundinum að Þorsteinn Garðarsson sem verið hefur iðnráðgjafi Suðurlands frá árinu 1980 hefur sagt starfi sínu lausu. Voru Þorsteini þökkuð mikil störf fyrir sjóðinn og Samtök sunn- lenskra sveitarfélaga á umliðnum árum. — hkj. Verð á raforkuverði sambæri- legt við það sem bezt gerist VeHtmanDaeyjum, 29. nprfl. MIKLAR umræður urðu um orkumál á aðalfundi SASS, Samtaka sunn- lenskra sveitarfélaga, sem haldinn var í Vestmannaeyjum um helgina. í umræðunum kom það m.a. fram að á undanförnum árum hefði raforkuverð hækkað langt umfram verðbólgu og raforkan væri því farin að hafa æ meiri áhrif á búsetuval manna og staðsetningu iðnfyrirtækja. Fram komu tölur um að notendur á Suður- landi greiða nú allt að 31 % hærra verð fyrir beimilisnotkun og allt að 35% hærra verð fyrir raforku til iðnaðar miðað við notendur hjá rafveitum sem kaupa orku beint frá Landsvirkjun. I ályktun fundarins um orkumál- in segir m.a. að i Ijósi þess að 85% íslenskrar raforku eru framleidd á Suðurlandi sé kominn tími til þess að Sunnlendingar fái tækifæri til að nýta þessa raforku til eflingar atvinnulífi og styrkingar byggðar á samkeppnishæfu verði. Aðalfund- urinn krefst þess að raforkuverð á Suðurlandi verði sambærilegt við það sem best gerist í landinu. Þá er í ályktun aðalfundar SASS bent á að dreifikerfi raforku á Suðurlandi er víða með svo takmarkaða flutn- ingsgetu, að ekki er mögulegt að nýta hagkvæmustu upphitunar- taxta sem bjóðast, þ.e. næturhitun- artaxta, og skorar fundurinn á stjórnvöld að bæta úr þessu hið fyrsta. —hkj. Varði doktorsritgerð um berg Jan Mayen Frá doktorsvörninni, f.v.: Dr. Páll Imsland, dr. Þorleifur Einarsson, prófessor Peter Baker og dr. Sigurður Steinþórs- .S<J n. Morgunblaftið/ÓI.K.M. PÁLL IMSLAND jarðfræðingur varði ritgerð sína „Petrology, Min- 40 konur á náms- og hvfldarnámskeiði Geitnperóí, 27. nprfl. VIKUNA 21.—27. apríl var haldin náms- og hvíldarvika I Húsmæðra- skólanum á Hallormsstað. Var hún vel sótt og komust færri að en vildu. Nemendur voru um fjörutíu talsins, allt konur af Austfjörðum og Héraði. Veitt var tilsögn í vefnaði, fatasaum, matreiðslu, andlitssnyrtingu, notkun örbylgjuofna o.fl. Einnig áttu menn kost á að skoða gróðurhús og gróðr- arstöðina í Mörkinni og fræðast af Jóni I/>ftssyni skógarverði um trjá- rækt. Fyrirhugað er að halda aðra náms- og hvíldarviku í húsmæðra- skólanum dagana 5.—11. maí og hafa þegar borizt margar umsóknir, enda er staðurinn friðsæll og kenn- ararnir samtaka um að gera dvöl- ina sem gagnlegasta og ánægju- legasta fyrir þátttakendur. G.V.Þ. eralogy and the Evolution of the Jan Mayen Magna System“, til dokt- orsnafnbótar í raunsvísindum, í há- tíðarsal Háskóla íslands sl. laugar- dag. Andmælendur af hálfu verk- fræði- og raunvísindadeildar voru Peter Baker, prófessor í jarðvísind- um við háskólann í Notthingham, og dr. Sigurður Steinþórsson, prófessor í bergfræði við Háskóla íslands. Deildarforseti verkfræði- og raunvís- indadcildar, prófessor dr. Þorleifur Einarsson, stjórnaði doktorsvörn- inni. Doktorsritgerð Páls Imsland nefnist á íslensku „Bergfræði, steinafræði og þróun kvikukerfis- ins undir Jan Mayen". Dr. Páll sagði í samtali við Morgunblaðið að eins og nafn ritgerðarinnar gæfi til kynna fjallaði hún um bergið á eynni og þær steindir sem það væri gert úr. „í ritgerðinni reyni ég að rekja myndunar- og þróunarsögu berg- kvikunnar undir Jan Mayen,“ sagði dr. Páll. „Ég reyni að finna ástæðurnar fyrir eldvirkninni og velti því einnig fyrir mér hvers vegna hún sé af þeirri gerð sem raun ber vitni. Eldvirknin á Jan Mayen er miklu minni að magni en hér og ólík meginhlutanum af íslenskri eldvirkni að eðli. Hér á landi er eldvirknin að mestu leyti bundin við landrekið og myndum hafsbotnsins en landrek er ekkert á Jan Mayen. Eldvirkninni þar svipar mest til Snæfellsnesvirkninnar, langur tími líður á milli eldgosanna og samsetning bergkvikunnar er að mörgu leyti mjög lík. Landslagi á Jan Mayen og Snæfellsnesi svipar einnig saman í mörgum atriðum". Páll Imsland hefur starfað hjá Norrænu eldfjallastöðinni frá því hún tók til starfa haustið 1973. Kvaðst hann um þessar mundir vinna að könnun á íslenskri eld- virkni í því augnamiði að greina hana sem áhættuþátt f landnýt- ingu hér á landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.