Morgunblaðið - 03.05.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.05.1985, Blaðsíða 35
35 MORGUNBLAÐIÐ, FÖ9TUDAGUR 3- MAÍ 1985 „Dásamlegir kroppar“ sýnd í Bíóhöllinni BÍÓHÖLLIN hefur hafið sýn- ingar á dans- og skemmtimynd- inni „Dásamlegir kroppar", sem á frummálinu heitir „Heavenly Bodies“. Myndin er nýgerð og er hér um frumsýningu á mynd- inni að ræða í Evrópu. Myndin fjallar um ungar stúlkur, sem stofnsetja heilsu- ræktarstöðina „Heavenly Bodi- es“, þar sem þær sérhæfa sig í aerobics, sem er þrekdans, vin- sæll víða um heim, að því er segir í upplýsingum frá kvikmynda- húsinu. Aðallag myndarinnar er „The East in me“. Tónlist er flutt af Bonnie Pointer, Sparks, The Jazz Band, The Tubes og Cheryl Lynn. Aðalhlutverk í myndinni leika Cynthia Dale, Richard Rebiere og Laura Henry. Leikstjóri er Lawrence Dane. Sýning á stanga- veiðivarningi LANDSAMBAND stangaveiðifélaga gengst fyrir sýningu á stangaveiði- vörum og fleiru tilheyrandi íþrótt- inni í Norræna húsinu. Sýningin opnaði í gær, en hún stendur fram á sunnudag. Opið er frá klukkan 14.00 til 22.00. Flest þau fyrirtæki sem flytja inn eða framleiða stangaveiðivör- ur sýna þarna varning sinn og tímaritin þrjú, Sportveiðiblaðið, Veiðimaðurinn og Á veiðum, sem út koma hér á landi og fjalla um þetta málefni eru þarna einnig með sýningarbása. Ýmislegt verð- ur á dagskrá meðan sýningin stendur yfir, þannig fer fram fluguhnýtingarsamkeppni á veg- um „Litlu flugunnar". Sportveiði- blaðið býður upp á getraun með glæsilegum vinningum og Rafn Hafnfjörð flytur erindi. A með- fylgjandi mynd flytur Birgir Jó- hannsson formaður landsam- bandsins setningarerindi. Morgunblaðið/ Ól.K.Magn. Lokaverkefni Nemendaleikhússins: „Fugl sem flaug á Á ÞRIÐJUDAGINN frumsýna nemendur á síðasta ári í Leikíist- arskóla íslands lokaverkefni sitt í vetur „Fugl sem flaug á snúru“, en verkið er sérsaklega samið fyrir hópinn af Nínu Björk Árnadóttur. Fyrr á þessu ári hafa nemend- ur sýnt Grænfjöðrung og tekið þátt í sýningum Leikfélags Reykjavíkur, Draumur á Jóns- messunótt. Leikstjóri er Hallmar Sigurðs- snúrua son, en leikmynd er eftir Grétar Reynisson. Lýsingu annaðist Ólafur Örn Thoroddsen. Leikendur og jafnframt nem- endur þeir sem nú útskrifast úr Leiklistarskólanum eru Alda Arnardóttir, Barði Guðmunds- son, Einar Jón Briem, Jakob Þór Einarsson, Kolbrún Erna Pét- ursdóttir, Rósa Guðný Þórsdótt- ir, Þór H. Tulinius og Þröstur Leó Gunnarsson. Merkjasala Björgunar- sveitarinnar j Ingólfs um næstu helgi i BJÖRGUNARSVEIT Slysavarna- deildarinnar Ingólfs í Reykjavík efn- ir til hinnar árlegu merkjasölu sinn- ar um næstu helgi. Merkin verða afhent sölubörnum föstudaginn 3. maí og þann sama dag og næsta dag verða merkin boðin borgarbúum, segir í frétt frá Ingólfi. 1 ■ Björgunarsveitin gegnir þýð- ingarmiklu hlutverki í öryggisS- málum borgarbúa og þeir hafa alltaf sýnt málefnum hennar vel- vild og skilning. Það er von björgunarsveitarmanna að borg- arbúar muni nú sem endranær styðja þá og styrkja í áframhald- andi uppbyggingu sveitarinnar en nútíma björgunarstörf krefjast mikilla og dýrra tækja sem sveit- inni væri um megn ef ekki kæmi til aðstoð og velvilji samborgar- anna. Fundir og mannfagnaðir á Húsavík Húsavík, 2. maí. FUNDIR og mannfagnaðir hafa undanfarið verið á Húsavík þessir: Á sumardaginn fyrsta söng kór kirkju og tónlistárskólans í Húsavíkur- kirkju undir stjórn Úlriks Ólasonar við undirleik Þórarins Stefánssonar. Á laugardag hélt „framkvæmdanefnd um launamál kvenna“ fund í félagsheimilinu. Þar voru frummælendur Gerður Steinþórsdóttir og Elín Flygen- ring. 1. maí-hátíðahöldin fóru fram með hefðbundnum hætti í fé- lagsheimilinu. Ávarp flutti Helgi Bjarnason en aðalræðuna Birna Þórðardóttir, verslunarmaður í Reykjavík. Sigurður Hallmarsson las upp, barnakór söng undir stjórn Hólmfríðar Benediktsdótt- ur og Bubbi Morthens söng. Leikfélagið sýnir ennþá leikritið „Ástin sigrar“ við góðar undir- tektir. Kynna undirstöðu nýlíftækni NÁMSKEIÐSNEFND Læknafélags íslands og endurmenntunarnefnd Háskól- ans efna til námskeiðs um sameindaerfðafræði og ónæmisfræði á Hótel Loft- leiðum helgina 4. og 5. maí nk. Lögð verður áhersla á að kynna á aðgengilegan hátt þau undirstöðuatriði þessara fræða, sem mynda kjarna svokallaðrar nýlíf- tækni, er hefur verið að þróast undanfarin ár. Margir telja að þessi nýja tækni sé í þann veginn að hafa mjög afgerandi áhrif á framkvæmd heilbrigðisþjón- ustunnar, segir í frétt frá nefndunum. Námskeið þetta er hugsað sem „upphitun“ fyrir framhaldsnám- skeið um sama efni sem verður haldið í Menntaskólanum við Hamrahlíð 12.—16. júní nk. og er tengt 16. þingi Norrænu ónæmis- fræðisamtakanna. Þar munu flytja fyrirlestra ýmsir af helstu braut- ryðjendum nýlíftækninnar. þeir sem ætla að taka þátt í upp- hitunarnámskeiðinu þurfa að skrá sig fyrir 30. apríl á skriftofu læknafélaganna eða í Háskóla ís- lands, s. 25088. Þátttökugjald er kr. 1000 og er hádegisverður laugar- daginn 4. maí innifalinn. Nánari upplýsingar veitir Margrét Björnsdóttir í síma 23712. Þátttaka í framhaldsnámskeið- inu kostar kr. 3500 og er hádegis- verður innifalinn alla 5 dagana. Námskeiðsnefnd LÍ hefur ákveðið að greiða þátttökugjald fyrir allt að 20 íslenska lækna á norræna námskeiðið og skal umsóknum skil- að til skrifstofu læknafélaganna fyrir 15. maí nk. Einnig er hægt að tilkynna þátttöku í síma 692 í Landspitalanum. BORGARNESDAGAR Í LAUCARDALSHÖU 2.-5. MAÍ Borgnesingar bjóöa alla velkomna í Laugardalshöll á myndarlega sýningu allra helstu fyrirtækj- anna á staðnum. Skoöiö fjölbreytta iönframleiöslu, bragöið á gómsætum réttum úr kjöti, fiski og mjólkurvörum. Matvæli á kynningarveröi, tískusýningar, skemmtun fyrir börnin svo sem tívolí og tölvuknattspyrna. 9 holu golfvöllur og myndlistarsýning þar sem sýnd eru verk 20 þekktustu myndlistarmanna landsins. FJÖLBREYTT DAGSKRÁ OPIÐ KL. 13-22 O FYRIR BORN OG FULLORÐNA TIL SUNNUDAGSKVOLDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.