Morgunblaðið - 03.05.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.05.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÓSTUDAGUR 3. MAÍ 1985 5 Tekjutrygging nú 6.819 krónur „ASTÆÐUR þess að ellilífeyrir hækkaði um 7 %, en tekjutrygging um 12% eru þær að ellilífeyrir er viðbót- arlífeyrir en tekjutryggingu fá aðeins þeir sem engar tekjur aðrar hafa, eða sáralitlar," sagði Matthías Bjarnason heilbrigðis- og tryggingaráðherra i samtali við blm. Mbl. er hann var spurður hvers vegna ellilífeyrir hefði ekki hækkað jafnmikið og tekju- trygging þann 1. maí sl. Einstakir bótaflokkar verða fram- vegis sem hér segir: Elli- og orörkulífeyrir kr. 4.653 Hjónalífeyrir kr. 8.376 Full tekjutrygging einsUklinga kr. 6.819 Full tekjutrygjfing hjóna kr. 11.528 Heimilisuppbót 2.051 Barnalífeyrir vegna 1 barns 2.849 Meðralaun vejjna 1 barns 1.786 Meóralaun vejjna 2 barna kr. 4.679 Meðralaun vegna 3 barna 8.300 Ekkjubetur 6 mánaða og 8 ára 5.832 Ekkjubetur 12 mánaða 4.373 Feðingarorlof 20.808 Kvistur SK sóttur á fjórtán faðma SauAárkróki, 2. nui. TRILLAN Kvistur SK 58, sem sökk nýlega út af Reykjaströnd og sagt var frá í Mbl. á sínum tíma, náðist upp sl. þriðjudag. Þegar trillan sökk voru á henni þrír menn, sem björguðust allir í gúmmíbjörgunarbát. Eig- andi Kvists, Hilmar Hilmarsson, fékk kafara frá Akureyri til að- stoðar við björgunina ásamt tveimur bátum. Trillan var á fjórtán faðma dýpi og gekk all vel að ná henni upp á yfirborðið en þá vildi til óhapp, svo stýrishúsið brotnaði. Að öðru leyti er báturinn lítið skemmdur. Hilmar hreinsaði vélina og gangsetti síðan í gær. Hyggst hann halda áfram að róa á Kvisti þegar gert hefur verið við skemmdirnar. — Kári. Borgarstjóm samþykkti ályktun um samningamál læknæ Allt verði gert til að ná samningum í upphafí borgarstjórnarfundar í gær kvaddi Katrín Fjelsteð sér hljóðs utan dagskrár og bar frara svohljóð- andi tillögu. „Borgarstjórn lýsir áhyggjum sínum yfír því að heimilis- læknar og heilsugæslstöðvalæknar í Reykjavík skuli hafa sagt upp störf- um. Borgarstjórn hvetur samningsað- ila til þess að gera allt sem í þeirra valdi stendur svo aö samkomulag megi nást. Að öðrum kosti er heilsu- gæsluþjónustu Reykvíkinga stefnt í voða.“ Tillagan var samþykkt sam- hljóða. Á fundinum var lög fram fyrir- spurn frá borgarfulltrúum Alþýðu- bandalagsins um átak i trjárækt á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt til- lögu, sem samþykkt var á aðalfundi samtaka sveitafélaga á höfuðborg- arsvæðinu í nóv. 1984. Þar var sam- þykkt að beina því til sveitastjórn- armanna, sem að samtökunum standa, að á næstu 5 árum verði trjárækt á innri svæðum í byggð og i námunda við byggð efld að þvi marki að útplöntun trjáplantna nemi a.m.k. einni trjáplöntu á hvern íbúa á ári á árunum 1985 til 1990 í hverju sveitarfélagi. Hulda Valtýsdóttir, formaður umhverfismálaráðs svaraði fyrir- spurninni. I svari hennar kom með- al annars fram að Reykjavíkurborg mun standa við sinn hlut hvað trjá- ræktarverkefni varðar. Samkvæmt upplýsingum frá garðyrkjustjóra er áætlað að úr ræktunarstöðinni í Laugardal fari til útplöntunar á innri svæði í borginni um 24 þús. tré og runnar. Skógræktarfélag Reykjavíkur á mikið og gott samstarf við Reykja- víkurborg bæði varðandi fram- leiðslu plantna og gróðursetningar á ýmsum stöðum bæði innan borg- arinnar og á útjöðrum borgarlands- ins. Fram kom að gróðursetning plantna árið 1985 á vegum Skóg- ræktarfélags Reykjavíkru verður um 276 þús. plöntur, þar af er ráð- gert að gróðursetja í Heiðmörk 80 þús. plöntur og i Hólmsheiði 50 þús. plöntur svo að nokkuð sé nefnt. Forðaðist vatn og snyrtivörur og lifði mig inn í þetta — segir Eggert Þorleifsson um hlut- verk sitt í kvikmyndinni Skammdegi KVIKMYNDIN Skammdegi hefur nú verið sýnd í tæpan mánuð. Eins og nafnið ber með sér gerist hún í svartasta skammdeginu á af- skekktri jörð. Þar búa þrjú systkini og fjallar myndin um það, þegar peningamenn með aðstoð mágkonu þeirra, reyna að ná af þeim jörðinni. Annar bræðranna er Einar og á hann við geðræn vandamál að stríða. Með hlutverk hans í mynd- inni fer Eggert Þorleifsson. „Það hafa um 10.000 manns séð myndina," sagði Eggert í samtali við Morgunblaðið og um hlutverk sitt hafði hann þetta að segja: „Hlutverkið er mjög ólíkt þeim sem ég hef áður leikið og það var rosalega gaman að gera tilraun til að festast ekki í ákveðnu hlut- verki. Þetta er kjötmesta persón- an sem ég hef leikið. En auðvitað hefði verið hægt að gera Einar hlægilegan, það fer allt eftir því hvernig maður fer með hlutverk- ið.“ — Hvernig var stemmningin þegar verið var að taka Skamm- degi? „Stemmningin lýsir sér best í myndinni sjálfri. Við bjuggum í mikilli einangrun á meðan á myndatökunni stóð. Einangrunin og fjarveran frá ættingjum og vinum gerði það að verkum að auðveldara var að setja sig í spor persónanna i myndinni. Þarna var mjög mikill vetur og allt mjög ólíkt því sem maður á að venjast. Eg svaf nánast í búningnum, forð- aðist vatn og snyrtivörur og lifði Eggert Þorleifsson i hlutverki Ein- ars í kvikmyndinni Skammdegi. mig inn í þetta." — En hvað ert þú að fást við núna? „Ég leik í Leðurblökunni hjá ís- lensku óperunni. Þar fer ég með hlutverk fangavarðar, sem er eins konar erkitýpa. Það er hefð að sá sem fer með þetta hlutverk ræður því að mestu sjálfur og samdi ég það að verulegu leyti. Svo er ég að leika í sjónvarpsleikriti eftir Steinunni Sigurðardóttur, sem heitir „Bleikar slaufur". Þar leik ég vel kvæntan, rólyndan, margra barna föður.“ — En hvað með Nýtt líf. Fá landsmenn að sjá meira af þeim félögum, Þór og Danna? „Já, það hefur eitthvað verið rætt um það. Ætli þeir fari ekki á stjá í sumar.“ F I A T ÆVO' n vSVv SOLUSYNING ALLIR sem ætla að festa kaup á nýjum bíl ættu að kanna endursöluverö á þeim bíl er þeir hyggjast kaupa._ ENGINN bíll hefur sannað áþreifanlega jafnhátt endursöluverð og FIAT. ENGINN ætti að festa kaup í öðru fyrr en hann hefur kynnt sér okkar landsþekktu FIAT-KJOR. ENGINN fer bónleiöur frá okkur meö gamla bílinn, því við tökum flesta notaða bíla upp í nýja. ÚR FlAT-FJÖLSKYLDUNNI SYNUM VIÐ: FIAT Regata FIAT 127 Panorama FIAT PANDA 4x4 FIAT UNO METSÖLUBÍLLINN sem alls staðar slær í gegn. OPIÐ LAUGARDAG KL. 1—5 « OPIÐ SUNNUDAG KL. 1—5 - FIAT - bíllinn þinn 1929 / yiLJHÍJÁLMSSON HF. IBOOn 1985 SMIÐJUVEGI 4, KÓPAVOGI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.