Morgunblaðið - 03.05.1985, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1985
Kveöjuorð:
Sigurður Atli
Gunnarsson
Fsddur 3. mars 1948
Dáinn 22. aprfl 1985
Verðld kveðja vinir kærir,
virðist lítt um aldur spurt.
Mannlíf timinn með sér færir,
markvisst þar er rutt á burt.
Þannig er upphaf á ljóði eftir
mig er ég setti saman árið 1970.
Nú hefur sigð dauðans sniðið af
grein er stóð í blóma á lffsins
meiði. Við sem eftir stöndum
hérna megin grafarinnar beygjum
okkur fyrir valdi hins hæsta og
þökkum samfylgdina við látinn
vin okkar, og þökkum honum allt
sem hann var og vann á skammri
svileið.
Sigurður Atli Gunnarsson, sem
hér er minnst, fæddist í Reykjavík
3. mars 1948. Foreldrar hans settu
saman bú i höfuðstaðnum árið
1946, þau Gunnar Sigurðsson,
lengi kennari við Miðbæjarskól-
ann, og Jóhanna Þorvaldsdóttir.
Hún lést fyrir aldur fram árið
1978, aðeins rúmlega fimmtug að
aldri. Minntist ég hennar þá með
fáum orðum í dagblaði. Bæði voru
þau hjón ættuð af Barðaströnd.
Auk Sigurðar Atla eignuðust þau
eina dóttur, Ragnheiði Maríu að
nafni, sem er gift og á börn.
Þegar Sigurður Atli var á
barnsaldri fluttust foreldrar hans
vestur í bæ og settust að í fjölbýl-
ishúsinu Hjarðarhaga 24—32, er
kennarar stóðu að og nefnt er i
daglegu tali Kennarablokkin. Þar
átti hann heima allt þar til hann
fluttist úr Reykjavík til Seyðis-
fjarðar. Á sumrin var hann sem
barn hjá afa og ömmu á Auðs-
haugi á Barðaströnd, þeim Sigurði
Pálssyni bónda þar og cand. phil.
og Maríu Sigríði Jónsdóttur, konu
hans. Sigurður á Auðshaugi var
bróðir sr. Jóns á Höskuldsstöðum
á Skagaströnd.
Námsferill Sigurðar Atla hófst i
Melaskólanum. Þaðan lá siðan
leiðin í Hagaskólann. Mennta-
stofnanir þessar eru rétt við
æskuheimili Sigurðar Atla. Grón-
ar stofnanir í rólegu bæjarhverfi.
Heimili Sigurðar Atla var menn-
ingarheimili. Þar ríkti eindrægni,
friður og reglusemi. Því get ég
borið vitni, því að ég hef þekkt
þetta heimili vel allt frá því að ég
fluttist í Kennarablokkina haustið
1969 og dvalið þar, að vísu með
nokkrum frávikum, síðan. Eftir
nám svo að segja við bæjarvegg-
inn stundaði Sigurður Atli nám
einn vetur í Menntaskólanum í
Reykjavík, þeirri grónu og gömlu
menntastofnun. En haustið 1968
innritaðist hann í Tækniskóla ís-
lands og lagði stund á bygginga-
tækni þar. Utskrifaðist hann sem
byggingatæknifræðingur vorið
1972.
Lá nú lífsbrautin opin fyrir
hinn unga mann. Vann hann
næstu árin á vegum borgarverk-
fræðingsins i Reykjavík. Siðan
starfaði hann hjá fyrirtækinu
Breiðholti hf. Til Seyðisfjarðar-
bæjar réðst hann sem
bæjartæknifræðingur haustið
1978. Því starfi gegndi hann i rúm
fjögur ár. En um áramótin
1982—83 veiktist hann af þeim
sjúkdómi, sem átti eftir að þjá
hann mikið og vinna um siðir bug
á lifsþrótti hans, þessa unga og
gjörvilega manns. Að vísu vann
hann með köflum eftir að hann
tók að kenna þessa sjúkdóms, þvi
að starfsvilji hans var mikill. En
frá og með siðasta hausti tók
meinsemdin að breiðast meira og
meira út og lokaáfanginn var
framundan.
í frium frá námi og störfum var
Sigurður Atli iðulega háseti á
millilandaskipum. Hann kunni vel
við að vera á sjó, þótt hann gerði
sjómennskuna eigi að lifsstarfi
sinu.
Um störf Sigurðar Atla á Seyð-
isfiröi átti ég tal við fyrrverandi
bæjarstjóra þar, Jónas Hall-
grimsson. Hann tjáði mér, að
hann hefði verið frábær starfs-
maður. Sjaldgæft væri að ungur
maður sem hann var, er hann
gegndi ábyrgðarstarfi i þágu
Seyðisfjarðarbæjar, hefði þvilíka
ábyrgðartilfinningu til að bera.
Hann var því mjög vinsæll meðal
allra er nutu verka hans. Lundar-
far hans var og þeirrar gerðar, að
öllum var ánægja að kynnast hon-
um og starfa með honum. Er hann
veiktist og kom ekki aftur til
starfa á Seyðisfirði, var hans mjög
saknað.
Ég sá Sigurð Atla aldrei nema i
góðu skapi, jafnan brosandi og
þægilegan i viðmóti. Um slíka
menn geymast ljúfar minningar.
Nú er ekki eftir annað en að
kveðja — og þakka. Gunnari,
Ragnheiði Mariu og börnum send-
um við innilegar samúðarkveðjur
við fráfall Sigurðar Atla, svo og
öðrum aðstandendum hans.
Eftir lifir minning mæt þótt
maðurinn deyi.
Auðunn Bragi Sveinsson
Mig langar i fáum orðum að
minnast vinar okkar, Sigurðar
Atla Gunnarssonar, sem lést i
Borgarspítalanum 22. april sl.
Hann var jarðsunginn frá Nes-
kirkju á þriðjudaginn. Sigurður
Atli fæddist 3. mars 1948, sonur
hjónanna Sigurðar Gunnarssonar
kennara og Jóhönnu Þorvaldsdótt-
ur, sem ættuð var af Barðaströnd.
Jóhanna lést fyrir fáum árum, að-
eins 53 ára að aldri, úr sama
sjúkdómi og nú lagði son hennar
að velli, aðeins 37 ára.
Sigurður Atli var tæknifræðing-
ur að mennt og réðst sem slikur til
Seyðisfjarðarkaupstaðar vorið
1978. Kynni okkar hófust á fyrsta
degi dvalar hans hér á Seyðisfirði,
þar sem í minn hlut kom að taka
móti honum er hann kom til bæj-
arins. Var hann heimilisvinur á
Garðarsvegi 6 frá þeim tíma og
ávalt aufúsugestur. Ekki þurfti
löng kynni við Sigurð Atla til að
finna að þarna fór maður góðum
gáfum gæddur. Áhugamál hans
voru ótal mörg, enda var alltaf
ánægjulegt að sitja með honum
kvöldstund og kryfja málin. Var
nokkurn veginn sama um hvað var
rætt, alltaf kunni hann skil á hlut-
unum. Auk tækniáhuga og þekk-
ingar stóð hugur Sigurðar Atla
mjög til alls sem að náttúruvísind-
um sneri. Enda var hann áskrif-
andi að margs konar ritum þar
um. Ákveðnar stjórnmálaskoðanir
hafði hann, en lét þó aldrei blind-
ast. Veit ég að hjarta hans sló
réttum megin í þeim efnum. Trúi
ég að ekki hefði verið auðvelt að
hræða hann frá sjálfum sér á
þeim sviðum, eins og stundum vill
verða. Til þess var hann of stað-
fastur. í æsku og fram á unglings-
ár var Sigurður Atli tíðum í sveit
á sumrum hjá afa sínum og
ömmu, Þorvaldi Bjarnasyni og ól-
öfu Dagbjartsdóttur, í Gröf á
Rauðasandi í Barðastrandarsýslu.
Minntist hann þeirra oft, er sveit-
ina bar á góma, enda mat hann
þau mikils. Þorvaldur lést fyrir
fáum árum, en Ólöf amma hans
lifir enn í hárri elli fyrir vestan.
Ekki gat ég fundið hvort honum
var kærara, Barðaströndin eða
Vesturbærinn í Reykjavík, þar
sem hann ólst upp í hópi kátra
félaga, en meðal þeirra voru Vil-
mundur Gylfason og Hrafn Gunn-
laugsson, sem hann oft minntist á
þegar bernsku og bernskubrek bar
á góma. Þar og þá mun hann hafa
eingöngu gengið undir nafninu
Atli.
Eins og við mátti búast af
manni með svo mörg áhugamál lét
hann sér ekki nægja eingöngu
störf á landi. Hugur hans stóð
einnig til farmennsku. Auðnaðist
honum að nokkru leyti að svala
farmannseðli sínu. Minnist ég
þess, að einu sinni á starfsferli
sínum hér á Seyðisfirði fékk hann
leyfi í nokkurn tíma til að fara í
siglingar á farskipi. Nú síðast,
meðan þrek entist, starfaði Sig-
urður Átli hjá Innkaupastofnun
rfldsins.
Já, margt kemur fram í hugann
þegar þessa prúða drengs er
minnst. Engan þekkti ég sem bar
jafn gott skynbragð á vandaðar
kvikmyndir, enda hafði hann
næman skilning á listrænum og
sálrænum boðskap þeirra og hafði
lag á að opna augu félaga sinna til
að nema hann.
Þegar áhugamál Sigurðar Atla
eru nefnd er ekki hægt að komast
hjá að minnast á skák, sem hann
hafði mikla ánægju af. Enda var
hann nokkuð lesinn í þeim fræð-
um. Eignaðist hann nokkra góða
félaga hér á Seyðisfirði í gegnum
það áhugamál sitt.
Upp úr áramótum 1983 kenndi
hann sjúkdóms þess sem hann nú
hefur lotið í lægra haldi fyrir.
Barðist hann mjög hetjulega gegn
honum og sýndi þar aðdáanlegt
þrek, uns yfir lauk. Vissi hann þó
áreiðanlega manna best að hverju
stefndi. Var mér kunnugt um, frá
heimsókn minni til hans i nóv-
ember sl., á heimili systur hans og
mágs í Hæðabyggð 2, þar sem
hann naut góðrar aðhlynningar í
veikindum sínum, að hann gerði
sér vonir um að standast barátt-
una fram á árið 1986. Hafði hann
þá í huga að verða vitni að heims-
viðburði þeim sem aðeins verður á
76 ára fresti. Það er þegar hala-
stjarnan sem kennd er við Halley
fer fram hjá hnetti okkar. Þessi
von Sigurðar Atla sýnir vel þann
áhuga sem hann hafði á öllu sem
markvert var, og lýsir honum því
vel. Hann kunni vel að greina
hismi frá kjarna.
Oft furðaði ég mig á því, hversu
brennandi áhuga hann hafði á öllu
því sem fór fram hér á Seyðisfirði,
eftir dvölina hér. Innti hann eftir
hinum ólíklegustu atvikum, smá-
um og stórum. Einkum þó verkleg-
um framkvæmdum sem á döfninni
voru í það og það skiptið. Sýndi
það vel hug hans til staðarins.
Sigurður Atli bar ekki tilfinn-
ingar sínar utan á sér. Þó gat
hann ekki leynt hug sínum til
systursona sinna, Jóns Gunnars 12
ára, Ásmundar 10 ára og nafna
síns Atla, sem aðeins er 4 ára. Var
augljóst að þeir voru honum mjög
kærir. Fylgdist hann vel með
þroska þeirra meðan hann dvaldi
hér. Var von hans sú, eftir að
hann tók hinn banvæna sjúkdóm,
að halda út það lengi, að nafni
sinn Atli fengi munað sig er hann
væri allur.
í einu síðasta símtali okkar, sem
mig minnir að hafi verið 3. mars, á
37. afmælisdegi hans, hafði hann á
orði að heimsækja okkur á Seyðis-
fjörð þegar voraði og hlýnaði 1
veðri, ef „lyfjakúrarnir" sem hann
reglulega þurfti að þola gengju
vel. Ekki rættust allar þessar von-
ir hans. Engu að síður veit ég að
við munum skynja nærveru hans.
Já, hver veit nema hann sé þegar
búinn að „koma auga á“ hala-
stjömu Halleys, sem við hér verð-
um að bíða eftir að lfta okkar
„efnisaugum" í heilt ár.
Fjölskyldan á Garðarsvegi 6
þakkar af alhug kynni við góðan
dreng og óskar honum fararheilla
til framandi stranda, vitandi að:
Þar bíöa vinir í varpa
sem von er á gesti.
Við vottum jafnframt föður
hans, systur og öðrum aðstand-
endum okkar dýpstu samúð.
Þótt mannanna þekking sé markað svið,
svo mælt vér ei geiminn fáum,
til Ijóssins að sannleika leitum við,
svo langt sem með huganum sjáum.
Hver veit þá er þeirri lýkur leit,
hve langt vér að endingu náum. (Þ.G.)
Jóhann Sveinbjörnsson,
Seyðisflrði.
Jarðarfarar-
skreytingar
Kistuskreytingar, krans-
ar, krossar.
Græna höndin
IGróðrarstöð viö Hagkaup,
sími 82895
t
Systlr okkar,
ALDA ÁGÚ8TSDÓTTIR HOLTH,
andaölst hinn 29. apríl sl. ’a heimlli sínu,
Stokke, Vestfold í Noregi.
Ásta Guömundsdóttir.
t
Eiginkona mfn og móöir okkar,
MARÍA SIGFÚSDÓTTIR,
Klapparstfg 37,
veröur jarösungin frá Kópavogskirk ju mánudaginn 6. maf kl. 13.30.
Gylfi Gunnarsaon
og börn.
t
Systir okkar,
SIGURLAUG HELGADÓTTIR,
Túngötu 18, Kaflavik,
sem lést 27. aprfl, veröur jarösett frá Keflavíkurkirkju f dag, föstu-
dag, kl. 14.00.
Matthias Helgason,
Haukur Helgason,
Jóhanna Helgadóttir,
Maria Helgadóttir,
Ólafur Helgason.
t
Móöir okkar, tengdamóölr, amma og langamma,
SVAVA GUÐBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR,
Merkisteini, Stokkseyri,
veröur jarösungin f dag, föstudaginn 3. maí, kl. 14.00 frá Stokks-
eyrar klrkju.
Blóm og kransar afþakkaöir en þeim sem vlldu minnast hinnar látnu
er bent á hjúkrunardeild Sjúkrahúss Suöurlands, Ljósheimum
Guórún Arnfinnsdóttir.
Guómunda Arnfinnsdóttir,
tengdasynir, barnabörn
og barnabarnabörn.
t
Móöir okkar,
SIGRÍÐUR JÓNÍNA EINARSDÓTTIR,
(JÓNA EINAR8DÓTTIR),
Vallargötu 17,
Keflavik,
veröur jarösungin frá Keflavikurkirkju laugardaglnn 4. maí kl. 14.00.
Blóm vinsamlega afþökkuö.
Jóhanna Stefánsdóttir,
Björn Stefánsson,
Einar Stefánsson.
t
Minningarathöfn um
BENEDIKT Þ. 8NÆDAL
veröur f Egllsstaöaklrkju föstudaglnn 3. maf kl. 18.00. Jarösett
veröur aö Hofi f Vopnafiröi laugardaginn 4. maí kl. 14.00.
Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á björgunarsveit
Slysavarnafélagslns og Hjálparsveit skáta á Héraöi.
Fyrir hönd aöstandenda,
Þórdis Jörgensdóttir,
Þórdis Kristjánsdóttir.