Morgunblaðið - 03.05.1985, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐiÐ, FOSTUDAGUR 3. MAÍ1986
Hinn nýja dag er
nóttin að skapa
Prédikun herra Péturs
Sigurgeirssonar biskups
í Dómkirkjunni á 200
ára afmæii um flutning
biskupsstóls frá Skál-
holti til Reykjavíkur
Texti:
„Innan skamms sjáið þér mig ekki lengur, og
aftur innan skamms munuó þér sjá mig.“ l>á
sögðu nokkrir lærisveinar hans sín á milli:
„Hvað er hann að segja vió oss? innan skamms
sjáið þér mig ekki og aftur innan skamms mun-
uó þér sjá mig/ og ‘Ég íer til róðurins’?“ Þeir
spuróu: „Hvaó merkir þetta: Ínnan skamms’?
Vér vitum ekki hvaó hann er aó fara.“
Jesús vissi, aó þeir vildu spyrja hann, og sagði
við þá: „Eruð þér að spyrjast á um það, að ég
sagði: innan skamms sjáió þér mig ekki og aftur
innan skamms munuð þér sjá mig’? Sannlega,
sannlega segi eg yður: Þér munuð gráta og
kveina, en beimurinn mun fagna. Þér munuð
verða hryggir, en hryggð yðar mun snúast í Tógn-
uð. Þegar konan fæðir er hún í nauð, því stund
hennar er komin. Þegar hún hefur alió barnið,
minnist hún ekki framar þrauta sinna af fógnuði
yfir því, að maður er í heiminn borinn. Kins eru
þér hryggir, en eg mun sjá yður aftur, og hjarU
yðar mun fagna, og enginn tekur fognuð yðar frá
yður.“ (Jóh. lfc 16—22.)
Við erum komin í dómkirkjuna
til þess að minnast tímamóta í
sögu kirkjunnar. Tvö hundruð ár
eru liðin síðan það var ákveðið, að
biskupsstóll yrði settur í Reykja-
vík.
Sú minning fer fram á þeim
degi kirkjuársins (3ja sunnudag e.
páska) sem á við okkur brýnt er-
indi um viðhorf til lífs og dauða.
Kristur segir lærisveinunum sín-
um frá því, hvernig hryggðin muni
fylla hjarta þeirra við dauða sinn,
en innan skamms muni hryggð
þeirra snúast upp í fögnuð. Þetta
varð er Kristur reis upp frá dauð-
um að þeim ásjáandi.
Ljóð, sem heitir: Saga lífsins
eftir Pál Árdal, geymir ljóðlínur
sem margir þekkja:
Að hryggjast og gleðjast
hér um fáa daga.
Að heilsast og kveðjast.
Það er lífsins saga.
Lífið er hverfult og fallvalt. Það
hrærir viðkvæma strengi hjart-
ans. Um þá lífsins sögu kvað Job
forðum. Hann varð svo margt og
mikið að reyna. „Maður af konu
fæddur, lifir stutta stund og mett-
ast órósemi. Hann rennur upp og
fölnar eins og blóm, flýr burt eins
og skuggi og hefur ekkert við-
nám.“ (Job 14:1-2.)
Líf okkar er eins og hver önnur
mynd, saman sett af ljósi og
skuggum. Æviþráður okkar er
samofinn sorg og gleði, viðhorf
lífsins ýmist blítt eða strítt, spor-
in ýmist þung eða létt.
Prédikarinn talar um, að allt
hafi sinn tíma. Og víst er það svo,
að einhvern tilgang hlýtur það að
hafa, sem við verðum að ganga í
gegnum. Dögum okkar fylgja viss-
ar sorgir og andstreymi í hinum
margbreyttu myndum. Það er sem
sérhver verði að hafa vissan mæli
mótgangs og andstreymis því að „í
gegnum margar þrengingar ber
oss inn að ganga í guðsríki". (Post.
14:22.)
Inn í þessa raunsæju mynd af
lífinu á Jesús erindi — fagnaðar-
erindi. Á meðan hryggðin slær og
þjáningin gerir lífið óbærilegt
skiptur svo miklu máli, að röddin
sem segir þetta: Innan skamms,
fái að heyrast:
Hve gott er að hvíla sig rótt
eins og lokið sé leið,
þótt langur og eilífur gangur
bíði manns enn.
(Steinn Steinarr)
Þessi hvíld býr í fyrirheitinu
þar sem sólin muni brátt skína í
gegnum rofin ský. Maðurinn er
svo oft kominn út á ystu nöf ör-
væntingar og bjargarleysis. Þegar
öll sund virðast lokuð, þá skiptir
það hann öllu máli að fá að heyra
að innan skamms birti til, hjálpin
komi, bænin muni heyrð, og því sé
aðeins að þreyja þetta fet. í sálm-
inum Á hendur fel þú honum er
andi og sannleikur þessa boðskap-
ar, kjörorðin meira að segja þau
sömu:
Hann mun þig miskunn krýna
þú mæðist litla hríð.
Þér innan skamms mun skína
úr skýjum sólin blíö.
Við þennan hirðisstaf hefur ís-
lenska þjóðin gengið öld af öld og
hlotið huggun sína og hughreyst-
ingu. Oft var förin erfið, því að
margar þrengingar varð þjóðin aö
þola, ekki sist á þeim timum sem
við erum nú að minnast. Linnulítil
harðindi, hungur, drepsóttir, haf-
ís, jarðeldar, verslunaránauð og
óstjórn, allt svarf að þjóðinni. —
En þú áttir litla þjóð, hið skýra
tákn á himni. „Innan skamrns." —
Guð „leiddi þig og heilög himnesk
ljóð úr harmi þínum vann“. (Tóm.
Guðm.)
íslenska þjóðin átti andans ,
stórmenni, Hallgrim Pétursson,
Guðbrand Þorláksson, Jón Vídalín
svo að þrír séu nefndir sem með
bæninni og Orðinu lýstu upp heil-
ar aldir, svo að þjóðin missti ekki
sjónar á lausnardegi sínum, sem
Guð vonarinnar hafði gefið henni í
veganesti. Þjóðin var trúarþurfi
— og henni varð að trú sinni.
Hvað hjálpaði íslendingum að
þreyja þorrann? Það var vonin,
trúin á hækkandi sól, að upp
myndi birta innan skamms. Því
varð sumardagurinn fyrsti til, há-
tíðisdagurinn sem íslendingar
eiga einir allra þjóða.
Það var tímanna tákn fyrir upp-
byggingu og hagsæld sem nú um-
vefja lög og láð, að þegar hryggðin
og vonleysið ætlaði að gera út af
við þjóðina, var biskupinn í Skál-
holti, Hannes Finnsson, að semja
hvatningar- og hughreystingarrit
sitt. Þar hughreystir hann landa
sína og segir að fyrr hafi syrt í
álinn, og aftur muni upp birta.
Tvær aldir eru ekki langur tími
í sögu einnar þjóðar, „innan
skamms“ á mælikvarða manns-
ævinnar. Hvað getum við lært af
reynslunni? — Hvers virði er sú
trú, sem lyft hefur þjóðinni fram
og upp. Hvað um Krist, sem kjör-
inn var „kóngur klár“ af háum
sem lágum og reyndist er þjóðin
þurfti mest á að halda „kóngur al-
mættis tignarstór". Kjósum við
enn í dag að fylgja honum? Vill
þjóðin vera kristin eða ekki krist-
in? Þriðji möguleikinn er ekki til.
Ef við kjósum Krist frá, þá fara
dyggðirnar, þá fer grundvöllur,
sem reisti þjóðina upp. Með lögum
skal land byggja. Það vitum við.
En það er ekki nóg að semja lög.
Það þarf líka að fara eftir þeim.
Annars eru þau marklaus og þjóð-
in engu bættari. Það er sagt, að
skynsemin setji þjóðinni lög, en
samviskan framfylgi þeim, með-
vitund um það sem er rétt og satt
og skylt, og vilji til að það nái
fram að ganga. Kristur er koming-
ur þeirrar visku og þess vilja-
Pétur Sigurgeirsson
styrks. Án hans eru meginstoðir
þessa þjóðfélags ekki lengur til.
Við minnumst þess í dag, að
biskupsstóll hefur verið i Reykja-
vík í hartnær tvær aldir. 1785 var
tekin ákvörðun um að flytja aðset-
ur biskups úr Skálholti og til
Reykjavíkur. Húsakynni í Skál-
holti voru ekki lengur íbúðarhæf
og staðurinn í því ásigkomulagi að
eigi þótti vært fyrir biskupsemb-
ættið þar lengur.
Þá var hér í bænum aðeins ein
lítil kirkja, oft nefnd Reykjavík-
urkirkja. Eftir ákvörðun þessa var
hugsað fyrir nýjum helgidómi.
Það er þessi dómkirkja, byggð úr
höggnum steini og vígð 1796. Mikl-
ar endurbætur hefur hún síðan
hlotið.
Eins og vænta mátti hafði það
mikil áhrif á framvindu mála og
uppbyggingu höfuðstaðarins, að
kirkjustjórnin var hingað komin.
Það segir sína sögu um uppbygg-
ingu Reykjavíkur að nú eru kirkj-
urnar 16 og þar af sex I smíðum,
Auk þess eru helgidómar annarra
kirkjudeilda í borginni. Nú er
hugsað fram til þess að endurreisa
hina tvo fornu biskupsstóla, til
viðbótar þeim sem hér er og þjón-
ar áfram að sumu leyti landinu í
heild. Fólksfjölgun, aukin verkefni
og breyttar aðstæður kalla á nýtt
skipulag í lífi og starfi kirkjunnar.
Það blasir nú önnur mynd við í
Skálholti en var þegar biskups-
stóllinn þurfti að yfirgefa staðinn.
Mikið hefir þar gerst síðan kirkj-
an fékk aftur staðinn til eignar og
umráða og hin nýja kirkja var
vígð 1963. Þá varð til þessi fagra
játning Matthíasar Johannessen:
Veitingahúsiö
býður upp á létta og gómsæta rótti í hádeginu,
kaffi og kökur eóa smurt brauö um miöjan dag-
inn auk glæsilegs sórréttaseöils sem er í boöi
allan daginn frá kl. 11.30 til 23.30.
Njótiö góörar þjónustu og veitinga þar sem allir
reyna aó gera sitt besta til aó þór líói sem best.
Veriö velkomin í Alex.
Borðapantanir í síma 24631.
SÖumúla33
símar 81722 og 38125
Þú ert kirkja máttug móðir
mildirík og hrein á vanga
Þú ert blóm, sem blíðust anga
blessun yfir lönd og þjóðir.
Þú ert styrkust hönd af hæðum
himnaguðs og landsins brúður
Hlusta land er hljómar lúður
helgra tíða í sögn og kvæðum.
Þakkir berast þeim lífs og liðn-
um sem varðað hafa þessar tvær
aldir og rutt brautina fyrir þá sem
á eftir koma.
Innan skamms tíma hefur þetta
í raun og veru gerst, fagnaðarefn-
in, þegar litið er á þjóðarsöguna.
„Lífið er fljótt líkt er það elding,
sem glampar um nótt.“ í þeim
ógnarhraða vill hryggð, kvíði og
ótti ná tökum á okkur en þá heyr-
um við til hans sem á allt vald á
himni og jörðu og segir sem við
lærisveina sína: „ ... Eg mun sjá
yður aftur og hjarta yðar mun
fagna, og enginn mun taka fögnuð
yðar frá yður.“
Með þennan fagnaðarboðskap á
kirkjan brýnna erindi en nokkru
sinni fyrr í hverfleik og þjáningu
líðandi stundar, er menn lifa í svo
mikilli sálarneyð, að þeir gripa til
þess örþrifaráðs að hverfa burt af
sjónarsviði lífsins. í stað þess er
aðeins eitt að gjöra: „Halt þér fast
við Drottin og slepp honum eigi,
svo að þú vaxir að visku um síðir.“
(Úr Síraksbók.)
Þegar þú heyrir klukkuna
hringja í kirkjuturninum, kirkj-
unni þinni, hjartanu þínu, þá vittu
barn: Hjálpin kemur. „Hinn nýja
dag er nóttin að skapa." (Dav.
Stef.) Æðrast ekki hve oft og mjög
sem syrtir í álinn.
Musteri Guðs má ei glata. Það
er hægt að brjóta niður klukkuna,
bræða hana og búa til meiri pen-
inga, en þá brjótum við líka fleira.
Þá glötum við friðnum, sem hún
hringir inn, bræðralaginu, sem
hún vekur, frelsinu, sem hún varð-
veitir. í staðinn fáum við óöld hat-
urs og hryðjuverka. Viljum við
kjósa þann heim yfir okkur?
Valið er í okkar höndum, því að
við getum líka varðveitt og vernd-
að klukknahljóminn, kristindóm-
inn, helgasta tóninn, sem heyrst
getur í brjósti okkar. En við get-
um það ekki án Krists, án Hans er
enginn kristindómur, engin trú-
arvissa um réttlæti, frið og fögn-
uð, — að yfir okkur sé vakað og
verið sé að leiða okkur inn í þess
háttar ríki Guðs og manna. Jesús
Kristur, Drottinn okkar og Frels-
ari leiði kirkju sína í þessu landi.
Hann blessi þjóð og fósturjörð um
ár og aldir.
Þitt orð, vor Guð, um ísland hljómar
opnandi hjörtun fyrir þér.
Þín náðarsól um landið Ijómar
lýsandi þeim, er villtur er.
Þú ert vor Guð um aldir alda,
elskar og verndar landið kalda.
(Finnb. Arndal.)
Lensidælur
Lensi- og sjódælur fyrir
smábáta meö og án flot-
rofa. 12 og 24 volt. Einnig
vatnsdælur (brunndælur)
fyrir sumarbústaöi, til aö
dæla úr kjöllurum o.fl. 220
volt. Mjög ódýrar.
Atlas hf
Borgartún 24, aími 26755.
Pósthólf 493 — Reykjavík.