Morgunblaðið - 03.05.1985, Blaðsíða 25
úr herkví kommanna og heim til
sin. Hernaðaráætlunin var því sú,
að freista þess að ná meiri hluta
innan Alþýðubandalagsins. Gera
upp sakir við elenduga fortíð Sov-
éttrúboðsins og neyða leifar þess
til þess að endurreisa á eigin spýt-
ur sinn kommúnistasöfnuð. Ná svo
raunverulegum sósíaldemókrötum
út úr þessu bandalagi, til sam-
starfs og sameiningar við Alþýðu-'
flokkinn, þegar hann væri laus úr
viðjum viðreisnar. M.ö.o. snúa
þróuninni frá ’38 við; kljúfa
kommana frá og skapa forsendur
fyrir endurskipulagningu lýðræð-
isjafnaðarmanna í stórum og öfl-
ugum verkalýðsflokki. Til þess
vildum við nýta starfskrafta
Hannibals og Björns, reynslu
þeirra og þungavigt í verkalýðs-
hreyfingunni. Sjálfir þóttumst við
hafa næga burði til að yrkja þess-
ari hreyfingu hugmyndafræði-
legan grundvöll til að standa á.
Þegar hér var komið sögu var
Hannibal orðinn nokkuð svo víga-
móður eftir langa og frækilega
framgöngu og margar fólkorrust-
ur. Það kom því meira i hlut
Finnboga Rúts og Björns að stýra
liði, þótt enginn jafnaðist enn á
við Hannibal, þegar út í sjálfa
orrustuna var komið.
Samstarfið við þessa tvo menn
varð býsna náið, lærdómsríkt og á
köflum skemmtilegt. Finnbogi
Rútur hafði augljóslega miklar
mætur á Birni, enda áttu þeir
tveir margt sameiginlegt. Annar
var tómthúsmaður og heimsborg-
ari að véstan, hinn var tómthús-
maður og vísindamaður að norð-
an. Finnbogi Rútur var svo gáfað-
ur í pólitík, að hann var ævinlega
mörgum leikjum á undan and-
stæðingum sínum. Það var helzt
að þeir kæmu honum í opna
skjöldu, þegar þeir reyndust ekki
einu sinni kunna á bókina eða léku
svo herfilega af sér, að meistaran-
um yfirsást, að slík glöp væru til í
stöðunni. Sem yngri maður hafði
Björn lúmskt gaman af leikfléttu-
sniilinni, þótt eftir á megi sjá, að
ósjaldan brást þeim bogalistin.
Gallinn var sá, að liðið, sem
tefla átti fram í uppgjörinu, var
mestan part óttalegir lazarusar;
þetta voru yfirleitt andlega beygð-
ar afturbatapíkur úr þrotabúi
stalínismans. Þeir höfðu að vísu
glatað bernskutrúnni, en höfðu
fæstir andlegt hugrekki eða reisn
til að gera upp við fortíðina eða
draga af því rökréttar niðurstöð-
ur. Sérdeilis var átakanlegt að sjá
hvernig heigulshátturinn féll að
síðum hinna yngri manna. Útkom-
an var óttalegt miðjumoð og eilíf-
ar málamiðlanir, sem enduðu auð-
vitað í ósigri. Yfirleitt voru þessir
menn varla fyrr komnir út úr stof-
unni á Marbakka, en þeir höfðu
týnt erindinu einhvers staðar á
leiðinni.
Að lokum varð að bjarga því
sem bjargað varð með I-lista
framboðinu í Reykjavík, framboði
Hannibals, sem síðan leiddi til
klofnings Alþýðubandalagsins og
stofnunar Samtakanna. í öllu
þessu umróti mæddi mikið á Birni
Jónssyni. Hann bar af þessu liði
eins og gull af eiri og lét aldrei
bilbug á sér finna.
Þessum sviptingum lyktaði með
stórsigri Samtakanna í kosning-
um 1971. Þar með höfðu þeir
Hannibal og Björn náð oddaað-
stöðu á þingi sem einsýnt var að
fylgja eftir með sameiningu við
Alþýðuflokkinn og nýrri sókn að
settu marki.
Þegar hér er komið sögu var
undirritaður horfinn í pólitíska
útlegð vestur á firði. Þrátt fyrir
góðan ásetning um að forðast af-
skipti af landsmálapólitík stóðst
ég ekki mátið, þegar Björn gerði
mér orð til ísafjarðar um að
leggja sér lið í kosningabaráttunni
á Akureyri 1971. Ég fór samstund-
is upp í flugvél og hélt með honum
eftirminnilegan fund á Akureyri.
Og mundi þá við hann skeytið
góða, sem hann sendi á útifundinn
fyrir I-lista kosningarnar 1967 (
Reykjavik; eindregna stuðningsyf-
irlýsingu, þrátt fyrir að það hefur
vafalaust kostað hann mörg at-
kvæði gamalla stalínista norður
þar.
Að loknum kosningum horfði ég
hins vegar á það með forundran,
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 3. MAÍ 1985 25
þegar Hannibal og Björn glutruðu
niður kosningasigrinum með því
að ganga inn í ríkisstjórn með
kommum og Framsókn, í stað þess
að snúa sér ótrauðir að verkefn-
inu: Sameiningu við Alþýðuflokk-
inn, sem áfangasigur á leið til hins
öfluga krataflokks, sem okkur
dreymdi um.
Þegar þessar stjórnarmyndun-
arviðræður stóðu sem hæst átti
skólameistarinn á ísafirði leið til
Reykjavíkur og sat einn flokks-
stjórnarfund Samtakanna í leið-
inni. Þar sátu Björn og Hannibai
andspænis hvor öðrum við borð og
endurtóku á víxl: Ég fer aldrei inn
í þessa stjórn, segir Hannibal;
Aldrei lifandi, sagði Björn. Niður-
staðan varð sú, að fyrst fór Hanni-
bal inn og síðan Björn. Ég lét bóka
þá skoðun mína, að þingflokkur
Samtakanna ætti að firra ríkis-
stjórn ólafs Jóhannessonar falli
fyrst í stað, styðja fyrstu fjárlög
(og selja sig dýrt). Snúa sér síðan
að sameiningarmálinu við Alþýðu-
flokkinn og opna þar með nýja
stjórnarmyndunarmöguleika. Af
því varð ekki. Og þvi fór sem fór.
Þegar þessi stefnu- og verk-
stjórnarlausa ríkisstjórn hafði
komið verðbólgunni upp í 55%
sagði Björn Jónsson hingað og
ekki lengra; hann yfirgaf
ráðherrastólinn og sneri sér að því
verkefni að skipuleggja verka-
lýðshreyfinguna og Alþýðusam-
bandið til varnar þeirri verðbólgu-
holskeflu, sem risin var. í flaustr-
inu klúðruðust enn sameiningar-
tilraunir Hannibals og Björns
annars vegar og Gylfa hins vegar.
Þar með lauk ferli Samtakanna
með algeru skipbroti. Þessi sjó-
ferðalok voru reyndar ósamboðin
svo snjöllum stjórnmálamönnum
sem Hannibal, Björn og Gylfi
voru. Þessir þrír hefðu orðið ósigr-
andi gengi í íslenzkri pólitík,
hefðu þeir borið gæfu til að ná
höndum saman i upphafi 8unda
áratugarins. Þá væri öðruvísi um-
horfs í okkar þjóðfélagi í dag. En
sitt er hvað gæfa og gjörvuleiki.
Og fór sem fór.
Eftir hina örlagaríku stjórn-
armyndun 1971 fækkaði mjög
fundum okkar Björns Jónssonar.
Ég fylgdist með honum úr fjar-
lægð þar sem hann sat á forseta-
stóli Alþýðusambandsins. Mér
þótti vænt um, hversu vel
forystuhæfileikar hans nutu sin i
þvi verkefni að byggja upp Al-
þýðusambandið og stýra varnar-
baráttu verkalýðshreyfingarinnar
á þessum erfiðu árum. Ég sá það
og fann, að þarna nutu hæfileikar
Björns sin hvað bezt. Það er vafa-
laust rétt, sem Hannibal segir i
minningargrein um Björn nú, að
íslenzk verkalýðshreyfing hafi
tæpast átt honum jafn snjallan
mann við samningaborð við and-
stæðingana i stéttaátökum og
kaupgjaldsbaráttu.
Björn tók ótvíræða forystu af
kommunum innan verkalýðs-
hreyfingarinnar á þessum árum.
Hann átti vafalaust mikinn þátt i
glæsilegum kosningasigri Alþýðu-
flokksins 1978, en hann hafði
gengið fáliðaður til liðs við flokk-
inn upp úr ósigrunum 1974. Ég var
farinn að gera mér vonir um að
hann gæti, úr forsetastóli Alþýðu-
sambandsins, snúið vörn i sókn og
að við gætum kannske aftur tekið
upp þráðinn, þar sem hann slitn-
aði, við að láta draum okkar sam-
eiginlegan rætast: Að byggja upp
stóran og öflugan sósíaldemókrat-
ískan fjölda- og verkalýðsflokk,
sem risi undir nafni sem sverð og
skjöldur vinnandi fólks i landinu.
En þá dundi reiðarslagið yfir.
Björn varð fyrir alvarlegu heilsu-
áfalli, fyrir hinar örlagaríku kosn-
ingar 1978. Hann endurheimti
aldrei aftur sitt fyrra þrek. Og
hlaut því að draga sig i hlé sein-
ustu árin sem hann átti ólifuð.
Þrátt fyrir að fundum okkar
bæri sjaldan saman minnist ég
enn seinasta vinarbragðsins, sem
hann sýndi mér: Það var í próf-
kjöri á vegum Alþýðuflokksins
haustið 1982, til undirbúnings al-
þingiskosningum 1983. Hann
sendi frá sér bréf þar sem hann
tók afdráttarlausa afstöðu i
prófkjörinu og hvatti jafnaðar-
menn í Reykjavik og fylgismenn
sína í verkalýðshreyfingunni til
þess að gera slíkt hið sama.
Kannske hann hafi þannig munað
mér liðveizluna frá 1971 í kosning-
unum á Akureyri. Og viljað að ein-
hver stæði eftir til að halda merki
okkar á lofti.
Þetta er orðin löng saga. Er þó
flest ósagt eða vansagt af því, sem
segja þarf. Enn eru þessir atburð-
ir of nálægir í tíma og rúmi til
þess að sú saga verði sögð af nægri
yfirsýn. En með fráfalli Björns
Jónssonar er þýðingarmiklum
kapítula í íslenzkri stjórnmála-
sögu og baráttusögu vinstri
manna á íslandi lokið.
Eftir lifir minningin um góðan
dreng, sem gott var að starfa með
og gleðjast með, hvernig sem allt
veltist. Þvi betur sem ég kynntist
honum, þeim mun vænna þótti
mér um hann. Á þá vináttu bar
aldrei nokkurn skugga.
Við fráfall foringjans ættu vinir
hans og samherjar innan verka-
lýðshreyfingar og utan að minnast
áheits ólafar ríku, þegar hún
mælti eftir annan Björn: „Eigi
skal gráta Björn bónda heldur
safna liði.“
Jón Baldvin
í dag er til moldar borinn Björn
Jónsson fyrrverandi forseti Al-
þýðusambands íslands.
Ekki er það ætlun min að tiunda
hér ævistarf Björns, enda enginn
vafi að það munu aðrir gera en
örfáum kveðjuorðum langar mig
að koma á framfæri.
Vart mun á nokkurn hallað þó
fullyrt sé að Björn hafi verið einn
virtasti forystumaður alþýðu-
samtakanna um langt árabil.
Það var því mikil blóðtaka fyrir
verkalýðshreyfinguna þegar Björn
varð sökum heilsubrests að hætta
forystu fyrir hreyfingunni, og
enginn vafi er á að margt væri nú
öðru vísi, að því er verkalýðs-
hreyfinguna varðar og raunar
þjóðmálin líka hefði hans notið
við.
Það er því miður alltof sjaldg-
æft aö saman fari í einstaklingi
skörp greind og hæfileiki til að
nýta þá kosti, ekki sjálfum sér til
framdráttar heldur fjöldanum til
hagsældar. I Birni Jónssyni fóru
þessir kostir saman, um það munu
flestir sammála, sem hann þekktu
og með honum störfuðu.
Segja má að Björn hafi frá unga
aldri verið í fylkingarbrjosti í bar-
áttunni fyrir bættum hag launa-
fólks. Fyrstu áratugina á sínum
heimaslóðum nyrðra, en síðar sem
hinn virti leiðtogi heildarsamtak-
anna.
Oft er því haldið fram og því
miður of oft með réttu að þeir sem
gefa kost á sér til forystu í verka-
lýðshreyfingunni eða þjóðmála-
baráttunni, geri það í eigin ágóða-
skyni. Slíkt mun engum hafa dott-
ið í hug að ætla Birni Jónssyni.
A.m.k. ekki þeir, sem til þekktu.
Björn var fyrst og fremst hug-
sjónamaður, bæði í baráttunni á
vígstöðvum verkalýðshreyfingar-
innar og þjóðmálabaráttunni.
Hann vissi sjálfur af eigin raun
hvað kröpp kjör voru og gaf sig
allan og líklega meira en það, í
baráttunni fyrir betra og réttlát-
ara þjóðfélagi.
Björn var í eðli sínu að mér
fannst hlédrægur og lét ekki mikið
á sér bera. Var andvígur öllu
skrumi og auglýsingamennsku,
taldi, sem og er rétt; að raunhæfur
árangur næðist fyrst og fremst á
málefnalegum grundvelli. Þannig
vildi hann vinna og þannig vann
hann, og það var oft unun að fylgj-
ast með hvernig honum tókst að
laða að og fylkja undir eitt merki
hinum ólíkustu sjónarmiðum.
En nú er kallið komiö. Ég kveð
vin minn og samherja með söknuð
í huga. Verk hans til hagsældar
lítilmagnanum í þessu þjóðfélagi
sjást víða, og verður lengi minnst.
Hafi minn kæri vinur þakkir
fyrir allar ánægjustundirnar, sem
við áttum saman, og allan þann
lærdóm, sem hann veitti mér í
gegnum árin.
Far þú í friði, friður Guðs þig
blessi, hafðu þökk fyrir allt og
allt.
Ég votta eiginkonu og ættingj-
um öllum dýpstu samúð.
Karvel Pálmason
SJÁ BLS. 42
Efþú hefurhradann á geturþú næltþérí þennan
3401Siera ísskáp með 5.090 kr. afslætti.
Áðurkostaði hann 19.880.- en nú höfum við
lækkað verðið niðurí
14,790. “stgr.
Ytri mál: 144,5 cmx 59,5cmx64cm.
Ath! Takmarkaðar birgðir.
HUOMBÆR
HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999