Morgunblaðið - 03.05.1985, Blaðsíða 27
MQRGUjNBLAÐH), FQSTUDAGVR 3. MAÍ1985
Vantar reisn
eftir Gunnar
Finnbogason
Nú undanfarið hefur Háskóli ís-
lands verið nokkuð í sviðsljósinu.
Þeir sem þar stýra hafa talað til
fólksins og prófessorar og aðrir
kennarar vilja áreiðanlega heyra
orð af vörum fólksins, hvað það
hafi að segja um þessa stofnun
o.s.frv.
Ég var viðstaddur doktorsvörn í
hátíðasal Háskólans 27. april sl. á
vegum Verkfraeði- og raunvísinda-
deildar. Nú eru doktorspróf ekki
daglegir viðburðir í Háskólanum
svo sem eðlilegt er og því hljóta
menn að taka enn frekar eftir
þeim en ella. Doktorspróf er að
sjálfsögðu heiður og gleði þeim
sem í eldlinunni stendur. En slík
próf eru ekki síður heiður Háskól-
anum sjálfum og þess vegna held
ég að flestir kjósi formfestu og
virðuleik við slíkar athafnir en i
þessu efni mátti finna nokkra
bortalöm að mínum dómi.
Gerum þetta skýrt:
1) Hvert orð sem sagt er úr
ræðustól skal vera hnitmiðað,
skýrt og ákveðið. Ef nöfn manna
eru nefnd skal þeim fylgja titill
þar sem svo á við, t.d. prófessor,
doktor.
2) Það er vandi að sitja lengi
gegn áheyrendum og hlusta. það
er ekki sama hvernig sá sem horft
er á hreyfir sig í sæti, hreyfir
hendur né höfuð. Hér geta allir
þeir sem voru á doktorsvörninni
borið saman atferli þeirra hásæt-
ismanna, dr. Peter Baker, hins
breska, og íslendinganna. Það var
eins og svart og hvítt og hafði
Bretland vinninginn.
3) Klæðaburður íslendinganna
sem þarna voru í framvarðarsveit
hæfði ekki athöfninni.
4) Á borði andmælenda og
stjórnanda var dúkur, grænn, for-
ljótur. Dúknum var þann veg kom-
ið fyrir að hann féll niður af borð-
röndinni að framan og nam við
gólf. Var það augsýnilega gert til
þess að ekki sæist á fætur manna.
Verkfræðingar leysa margt. Eins
og fætur eru eðlilegir og fallegir í
uppréttri stöðu geta þeir nánast
orðið óþolandi þegar setið er.
Þetta má mörgum vera ljóst sem
horfir á umræðuþátt í sjónvarpi.
En hér tókst ekki betur til en svo
að stundum mátti greina tá (á
skónum) viðkomandi manns að
innanverðu dúks. Verkfræðingar
hafa ekki varað sig á að venju-
legur dúkur lætur undan þrýst-
ingi.
Gunnar Finnbogason
5) Á vegg gegnt áheyrendum
hefur verið hengt teppi, ofið, all-
stórt og fagurt. Það er þjóðargjöf
Norðmanna til Þjóðarbókhlöðunn-
ar, en þar sem hús hennar er ekki
fullbúið hefur Háskólanum verið
falin varðveisla þessarar gjafar.
Yfir eitt horn þessa teppis, á
nokkuð stóru svæði, hafa verið
hengd upp tjöld, sem augsýnilega
eru notuð við kennslu. Það er al-
gjörlega ofvaxið mínum skilningi
að þessu skuli ekki öðru vísi fyrir
komið á þeirri viðhafnarstund
sem í skólanum var. Auk þess
verður að líta á þetta sem grófa
móðgun við gefandann.
6) Og til þess að kóróna öll þessi
atriði þá hékk klukka á vegg,
nokkuð til vinstri við teppið og
auðvitað stóð hún — og hana
vantaði 15 mínútur í 9, ef ég man
rétt.
Ég held að enginn geti fyrst við
þau atriði sem ég hef sagt hér frá.
Ég ann þessum skóla og vil veg
hans sem mestan. Áður hefi ég
stöku sinnum verið viðstaddur
doktorsvarnir og hrifist af en nú
finnst mér keyra um þverbak. Og
enn get ég nefnt atriði sem mér
finnst táknrænt fyrir virðuleysi
stofnunarinnar við þessa athöfn,
en það er það sem allir hlutu að
taka eftir að hægra megin í sal á
fremsta bekk, en þar eru líklega
átta stólar í röð, sat einn maður —
rektor Háskóla íslands. Mér sýnd-
ist að svona nokkuð geti ekki gerst
í neinum öðrum skóla á íslandi.
Kennarar kunna að fylgja sínum
skólastjóra á viðhafnardögum
stofnunarinnar — nema þá í Há-
skólanum.
Hér skal nú staðar numið og
vænti ég að nóg sé sagt.
Höfunilur er cand. mag. og skóla-
stjórí í Rejkjavík.
Sumarfagnaður Dalvíkinga:
Ungfrú Dalvík er
17 ára yngismær
AÐ ÞESSÞ sinni frusu saman sumar og vetur á Dalvfk eins og víðar annars
staðar. Aó gamalla manna sögn boðar það gott sumar en aftur á móti töklu ýmsir
gamlir menn meira mark takandi á veðri á fysta sumardeginum í sumri. Þann dag
var votviðri og dumbungur á Dalvlk svo samkvæmt því stti sumarið 1985 að verða
vætusamt.
Þrátt fyrir góðan, snjóiéttan vetur
er ekki hægt. að segja að hér sé enn
mjög sumarlegt. Að morgni sumar-
dagsins fyrsta var blíðskaparveður
en um hádegi gerði slyddu. Félagar
úr hestamannafélaginu Hring létu
slíkt veðurfar ekki aftra sér. Héldu
þeir hefðbundnum hætti og fóru
hina árlegu hópreið um götur bæjar-
ins fram að þinghúsinu á Grund I
Svarfaðardal þar sem veitingar voru
á boðstólum.
Að venju stóð Kiwanisklúbburinn
Hrólfur fyrir sumarfagnaði á
sumardaginn fyrsta. Fagnaðurinn
fór fram í iþróttahúsi skólans og
voru þar ýmis skemmtiatriði á
dagskrá sem fjöldi fólks fylgdist
með. Uppistaða skemmtiatriða kom
frá nemendum Dalvíkurskóla og
m.a. stóðu þeir fyrir tiskusýningu
þar sem sýndur var fatnaður frá
verslunum á Dalvík. Á samkomunni
var svonefndur Kiwanisbikar af-
hentur, en hann er veittur þeim
íþróttamanni á Dalvík sem bestan
árangur sýnir liðið ár. Að þessu
sinni hlaut hann skiðamaðurinn
Daníel Hilmarsson. Daníel er nú er-
lendis við keppni á skíðum og hefur
náð mjög góðum árangri þar. í lok
skemmtunarinnar fór fram fegurð-
arsamkeppni en forval hafði farið
fram áður. Til úrslita kepptu 6 ungar
Fegurðardisi - Datvfkinga, f.v. Kristln Gunnþórsdóttir, Sigrún Gunnaradóttir
og Helga B, Eiríksdóttir.
dalviskar blómarósir. Ungfrú Dalvík
var kjörin Sigrún Gunnarsdóttir, 17
ára nemi við Daivikurskóla. í öðru
sæti varð Helga B. Eiríksdóttir, 17
ára nemi i MA, og hlaut hún
sæmdarheitið Sumarstúlka ársins.
Vinsælasta stúlkan var kjörin Krist-
in Gunnþórsdóttir, 17 ára nemandi i
Dalvikurskóla.
Áður en samkomunni var slitið
var æskufólki gefinn kostur á að
legffla fyrir bæjarstjórn Dalvíkur
spurningar i tilefni af ári æskunnar.
Fréttarítarar.
NYTT A ISLANDI!
VINSÆLU VESTUR-ÞÝSKU
SNYRTIVÖRURNAR
☆
☆
KREM - vlð allra hæfl -
vjQÖe
AUGNSKUGGAR -
VARALITIR -
NAGLALÖKK -
☆
I fjölbreyttu litaúrvali
VlÐ KYNNUM ÞESSAR
FRÁBÆRU SNYRTIVÖRUR
í VERSLUN OKKAR í DAG
FRÁ KL. 2 TIL 8 í KVÖLD
ÓTRÚLEGA HAGSTÆTT KYNNINGARVERÐ
STJÖRNU J £ SNYRTING xV
II. HÆÐ JL-HÚSINU ^
HRINGBRAUT 1 2 1 - SÍMI 621213
mfiMÍÍIB
AMERÍKA
PORTSMOUTH/NORFOLK
Laxfoss 16. mai.
Bakkafoss 15. maí
City of Perth 31. máí
Bakkafoss 11. jún.
NEW YORK
Laxfoss 15. mai
Bakkafoss 17.mai
City of Perth 29. mai
Laxfoss 10. jún.
HALIFAX
Bakkafoss 20. maí
Laxfoss 14. jún.
BRETLAND/MEGINLAND
IIIMIklGMAM iiwiwivv\xrinivi
Alafoss 5. mai
Eyrarfoss 12. mai
Alafoss 19. maí
Eyrarfoss 26. maí
FELIXSTOWE
Alafoss 6. maí
Eyrarfoss 13. maí
Álafoss 20. maí
Eyrarfoss 27. maí.
ANTWERPEN
Alafoss 7. maí
Eyrarfoss 14. maí
Álafoss 21. mai.
Eyrarfoss 28. mai
ROTTERDAM
Alafoss 8. mai
Eyrarfoss 15. mai
Alafoss 22. maí
Eyrarfoss 29. maí
HAMBORG
Álafoss 9. mai
Eyrarfoss 16. maí
Álafoss 23. maí
Eyrarfoss 30. maí
GARSTON
Fjallfoss 7. maí
Fjallfoss 20. maí
LEIXOES
Skelösfoss 15. maí
BILBAO
Skeiösfoss 16. maí
NORÐURLÖND/-
EYSTRASALT
BERGEN
Reykjafoss 3. mai
Skógafoss 10. mai
Reykjafoss 17. mai
Skógafoss 24. maí
KRtSTIANSAND
Reykjafoss 6. mai
Skógafoss 13. maí.
Reykjatoss 20. mai
Skógafoss 27. mai
MOSS
Reykjafoss 7. mai
Skógafoss 13. maí
Reykjafoss 21. mai
Skógafoss 27. maí
HORSENS
Reykjafoss 9. mai
Skógatoss 15. mai
Reykjafoss 23. mai
Skógafoss 29. mai
GAUTABORG
Reykjafoss 8. maí
Skógafoss 14. maf
Reykjafoss 22. maf
Skógafoss 28. maf.
KAUPMANNAHÖFN
Reykjafoss 10. mai
Skógafoss 16. mai
Reykjafoss 24. mai
Skogafoss 30. mai
HELSINGBORG
Reykjafoss 10. maf
Skógafoss 17. maí
Reykjafoss 24. maí
Skógafoss 31. maí
HELSINKI
Lagartoss 17. maí
GDYNIA
Lagarfoss 21. mai
ÞÓRSHÖFN
Reykjafoss 13. mai
Skógafoss umeA 20. mai
Lagarfoss 15. mai
RIGA
Lagarfoss 18. maí
VIKULEGAR
STRANDSIGLINGAR
-fram ogtil baka
fra REYKJAVIK
alla manudaga
fra ISAFIRDI
alla þriöjudaga
fra AKUREYRI
alla fimmtudaga
EIMSKIP